Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 51

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 51
1 51 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 i Kveðjuorð: Egill Th. Sandholt skrifstofustjóri Egill Sandholt er fallinn. Góðum starfsdegi er lokið og kaflaskipti orðin í lífi ijölskyldu hans og vina. Ungur naut ég kynna af Agli og Siggfu, er ég kom á heimili þeirra hjóna með syni þeirra Gunnari. Vorum við þá báðir í æsku, Gunnar og ég, hálfgerðir strákar og ærsla- fullir eftir því. Man ég enn hve vel mér var tekið og gestrisnin mikil, þó ungur drengur væri í för með Gunnari. Ekki spillti gamansemi heimilisföðurins, Egils, en hann var ætíð reiðubúinn að slá á létta strengi með okkur strákunum, og kunnum við vel að meta spaug hans. Þegar fram liðu stundir og við strákamir lögðum niður bamaskap- inn, kynntist ég nýrri hlið á Agli. Hann hafði alla tíð mikinn tónlist- aráhuga, þó ekki væri neitt menntaður í þeim eftium. Á seinni ámm ræktaði hann þetta áhugamál sitt vel, þroskaði með sér skemmti- legan tónlistarsmekk á klassíska vísu og eignaðist vandað plötusafn. Hann gætti þess og að eiga jafnan góð tæki til tónlistarflutnings og þessa leyfði hann mér gjaman að njóta. Þetta var á þeim ámm, þeg- ar slík tæki fundust ekki á hveiju heimili, og naut ég þessa áhuga- máls Egils ríkulega. Hafði hann og 3mdi af að leika góða tónlist fyrir þá gesti sfna, sem hana kunnu að meta. Egill var einlægur í aðdáun sinni á gömlu meistumnum, einkum Mozart, og gerði aldrei kröfur um að vera metinn annað en þiggjandi maður í alþýðustétt, þegar tónlist- ariðkun var annars vegar. Egill var maður einlægur og hreinskiptinn. Hann var yfirleitt glaðlegur og glettinn og hafði næmt skopskyn. Hann var vinnusamur og trúr og fékk að njóta þess að vinna að lífsstarft sínu alit að banabeði. Egill naut ekki góðrar heilsu mörg hin síðari ár en þolgæði, gott skap og lifandi trú hjálpuðu honum yfír margan boðann. :7yrir fáum árum varð hann fyrir alvarlegu slysi og var þá lengi vart hugað líf af lækn- um, fjölskyldu og vinum. En Egill vann bug á þessum erfíðleikum og sýndi í þeirri raun sína beztu kosti. Æðmleysi hans var öðmm til fyrir- myndar. Egill var félagslyndur og kunni vel við sig í hópi og var það alveg í samræmi við skapgerð hans. Hann sýndi kristnu félags- og safn- aðarstarfi mikla rækt, en var hógvær og hlédrægur, og sóttist Iítt eftir mannaforráðum eða for- ystu á þeim vettvangi. Það var vafalítið Egils mesta gæfa, þegar hann eignaðist konu sína, Sigríði Magnúsdóttur, ríku- lega búna að öllu atgervi, og með hennni sína tvo sonu, Stefán og Gunnar. Þeim, sem utan stóð, var vel ljóst, hve Egill var frábær fjöl- skyldumaður og lét sér alla tíð miklu varða um afdrif sona sinna, tengdadætra og bamabama. Þeirra hagur var greinilega það, sem mestu skipti, og allt á sig leggjandi í þeirra þágu. Nú er Egill genginn og verður engu breytt úr þvf sem komið er — enda Drottni falinn fyrir löngu. Það er nú okkar að líta yfír farinn veg með þökk í huga og bæn um að minningin um hann verði okkur öll- um til blessunar, eins og hann var okkur á meðan hann lifði. Sigurbjörn Sveinsson Kveðja frá Noregi Við fylltumst hryggð og söknuði þegar okkur barst fréttin um að Egill Sandholt væri látinn. Hugurinn reikaði til margra minninga: Árið var 1952. Það voru jól og ég sá ísland í fyrsta skipti, þ.e.a.s. ég sá ekki mikið af landinu, því desembermyrkur lá yfír öllu, en hundruð, jaftivel þúsundir ljósa mfu myrkrið. Ég var nýtrúlofaður og á leið til íslands til að halda jól með ijölskyldu tilvonandi konu minnar. Einn af mörgum í stórri fjölskyldu hennar var „Egill frændi", og ég var ekki búinn að vera lengi í f Reykjavík, þegar mér varð ijóst, að það var eitthvað sérstakt við hann. Hann var kátur og léttlyndur, en um leið var alvara f fari hans, og hann var hlýr og umhyggjusamur. Án þess að hallað sé á aðra mundi ég segja, að hann hafí verið einstak- ur („en ener“ eins og segja má á norsku). Ég minntist á Ijós hér að fram- an, og eflaust eru margir sammála mér í því, að það er til myrkur — bæði inni í okkur og kringum okkur — sem er verra en skammdegið um jólaleyti. Boðskapur jólanna á erindi til allra um hvemig slíkt myrkur verður rofíð: „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvem mann, kom nú í heiminn." (Jóh. 1,9.) Einstaka manneskjur eiga slíkt ljós og birtu, og einn þeirra var Egill Sandholt, sem á sérstakan hátt dreifði Ijósi og hlýju þar sem hann fór. Hann þekkti orð Frelsarans, sem segir „Gæt þess að Ijósið, sem f þér er, sé ekki myrkur." Og sem bætir við: „Sé því líkami þinn bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum.“ (Lúk. 11, 35-36.) „Tett ved sida mi gár Jesus", stendur í norskum söng, og f slíku samfélagi lifði Egill. Það hlaut að segja sín spor. Það var ætíð gott að vera þar sem Egill var. Andrúms- loftið í kringum hann („carisma" eins og það heitir á framandi heiti) var sterkt, samstillt og öllu fremur bjart og hlýtt. Egill lagði mikið upp úr hver ætti sömu trú og hann. Á sinn hlýja og iétta máta, en samt f fullri al- Kveðjuorð: Guðmundur Hannes- son Ijósmyndari Fæddur 8. október 1915 Ðáinn 28. mars 1987 Já, vinimir kveðja einn af öðrum. Hann Guðmundur okkar er cláinn. Hann var einn af ’iekkjarfélögum okkar úr Xennaraskólanum, sem útskrifuðumst vorið 1943. Margar hugljúfar minningar Icoma nú í hugann frá akólaárunum er við minnumst hans. Guðmundur var hár og myndarlegur og fylgdi honum einhver hressandi blær. Áður en Guðmundur settist í Kennaraskólann hafði hann lokið námi í ljósmyndun hjá óskari Gísla- syni, lokið iðnskóla og tekið sveins- próf í ljósmyndaiðn. Hann hafði verið tvö ár í Þýskalandi á eyjunni Suderoog við Norðursjávarströnd Þýskalands. Starfaði lengst af á stóru heimili fyrir drengi. Sagði hann okkur stundum frá vem sinni þar. Þessara ára minntist hann með mikilli ánægju. Þó að starf ljósmyndarans gæfí lítið í aðra hönd á kreppuáranum var viðhorfíð orðið nokkuð breytt er Guðmundur hafði lokið námi í Kennaraskólanum. Guðmundur kenndi því ekki mikið þó að hann bæri það við og væri afbragðs kenn- ari. Guðmundur var starfandi ljós- myndari hér í borg um 40 ára skeið, var mjög virkur félagi í Ljós- myndarafélagi íslands og í stjóm þess um margra ára skeið. Guðmundur liafði mikið yndi af því að ferðast, enda cótti hann inargar fyrirmyndir cfnar út í nátt- úrana. Guðmundur myndaði mikið fyrir atvinnufyrirtæki og skóla. ' Cunnastur er hann þó fyrir korta- í'erð sína, útgáfu jóla- og póstkorta. Stofnaði hann f því skyni fyrirtækið Eddafóto sem var um mörg ár eitt af því stærsta sinnar tegundar hér á landi. Má segja að góð iand- kynning hafí verið af myndum hans sem fóra víða. En Guðmundur hélt alltaf mikilli tryggð við skólafélaga sína úr Kennaraskólanum og það viljum við þakka. Guðmundur átti dijúgan þátt í því, ásamt fleiri góðum félögum að kalla bekkinn saman við merk tfma- mót. Fyrst mættumst við á 10 ára fresti og sfðar á 5 ára fresti. Síðustu skiptin er við komum saman var á 40 ára útskriftarafmæli okkar 1983 og um haustið sama ár mættumst við mörg okkar hjá bekkjarbróður okkar, Guðjóni Sigurðssyni í Hafn- arfírði, og áttum þar indæla stund. Það var spjallað um alla heima og geima og víða komið við í þeim umræðum. En tíminn líður. Síðan við mætt- umst þama hafa tveir félagar okkar kvatt. Ifyrst Sigvaldi Hjálmarsson kennari og rithöfundur og nú Guð- mundur. En minningin lifír. Mörg seinustu árin átti Guð- mundur við mikla vanheilsu að stríða. En það hefur verið huggun harmi gegn að vera í skjóli dætra sinna og bamabama. Árið 1945 kvæntist Guðmundur írisi Vigni, dóttur hjónanna Önnu Þorgrímsdóttur og Sigurhans Vign- is. Þau byggðu sér fljótlega hús á Laugateig 35 hér í borg og bjuggu þar til æviloka. Konu sína missti Guðmundur 1981. Guðmundur og íris eignuðust tvær dætur, Elsu, f. 1947, og Báru, f. 1950. Bamabömin era þijú, Embla og Álfrún, dætur Bára, og Sölvi, sonur Elsu. Þau Elsa og Bára era báðar starfandi kennarar hér í borg. Til þeirra bamabama og annarra að- standenda sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Bekkj arsy stkini vöru, gat hann t.d. spurt: „Tilheyrir hún (hann) söfnuði Guðs?“ Síðast þegar við vorum í heimsókn á ís- landi, voram við boðin heim til Sigríðar og Egils á sunnudags- morgni, og sú hugsun hvarflaði að mér: „Kannski við, sem viljum heyra til söfnuði Guðs, ættum held- ur að sitja á kirkjubekknum?" Eftir þessa heimsókn skrifaði ég í ferða- dagbók mfna: „Egill brenndist illa á fyrra ári, en hans létta lund og smitandi kæti var eins og áður, og mér varð hugsað til hins þekkta bamasöngs eftir Johan Lunde biskup: „Guð vill að ég sé honum sólskinsbam, og það vil ég vera fyrir hann." Lof- söngur og þakklæti, einlægt bros og sönn gleði skein af honum. Ég skrifaði víst um að sitja í kirkju þennan sunnudag. En hefðum við fengið að upplifa slíkan vitnisburð og slíka ræðu þar þennan sólríka sunnudagsmorgun? Svarið er: Eflaust ekki. Allur framburður Egils og hans einfalda frásögn um slys hans og tfmabilið eftir á, ein- kenndist af hug Móse, þegar hann kom niður af fjallinu með lögmáls- töflumar. Um hann stendur: „Þá vissi Móse ekki að geislar stóðu af andlitshörandi hans, af því að hann hafði talað við Drottin." (2. Mós. 34,9.) En svo stendur svo auðkenn- andi í næsta versi: „Og Aron og allir ísraelsmenn sáu Móse og sjá: Geislar stóðu af andlitshörandi hans.“ Ekki persónan sjálf, heldur allir aðrir sáu áhrifín af löngu inni- legu samfélagi við Drottin. Slíkt fékk ég að upplifa þennan sunnu- dagsmorgun. Stofan varð musteri þar sem við fengum einmitt það, sem við þörfnumst í dag: Lifandi vitnisburð." Ekki vissum við þá að við heim- sóttum Egil í síðasta sinn, en vitnisburður hans, svo lifandi sem hann var okkur, hverfur ekki með honum. Hann munum við ætíð geyma f hjörtum okkar. Við Jenný og fjöldskylda okkar þökkum Guði fyrir Egil frænda og biðjum Sigríði og bömum hennar blessunar Guðs. Hann styrki þau í sorg þeirra. Nils-Johan Gröttem Minning: * Þuríður Agústa Símonardóttir Fædd 29. ágúst 1905 Dáin 7. maí 1987 Þuríður Ágústa Símonardóttir var fædd í Birtingarholti við Fram- nesveg og ólst þar upp og bjó allan sinn aldur. Hún giftist Steingrími Einarssyni sjómanni og átti með honum sjö böm. Hann er látinn. Þuríði kynntist ég unglingur í gegnum Ástu dóttur hennar. Þuríð- ur var ekki allra en góður vinur vina sinna. Mér tók hún sem dóttur og kenndi mér margt í sambandi við lífið og tilverana. Eftir að Ásta flutti úr landi, héld- um við Þuríður alltaf sambandi. Við spjölluðum oft og lengi í síma og ég fór á Framnesveginn í kaffi og pönnukökur. Það var yndislegt að koma til hennar. Húsið var ekki stórt en þar sem nóg er hjartarúm þar er nóg húsrúm segir einhvers staðar. Það sannaðist á Þuríði. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu. Bið Guð að blessa bömin hennar og alla afkom- endur. Ég veit að hún er fegin hvíldinni og ég þakka enn og aftur að hafa þekkt þessa góðu konu. Kveðja, Villa. Símar 35408 - 83033 VESTURBÆR Dunhagi Tómasarhagi 32-57 ÚTHVERFI Álftamýri Hraunbær Háaleitisbraut 14-36 AUSTURBÆR Gnoðarvogur Óðinsgata KÓPAVOGUR Kársnesbraut I frá 7-71

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.