Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 35

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 35 Stjórn norræna fóstruráðsins ásamt undirbúningsnefndinni sem skipulagði námskeiðið á Laugarvatni. Norrænar fóstrur funda á Laugarvatni: Fjallað um aðþrengd börn SEX daga samnorrænt fóstru- námskeið, sem Fóstrufélag íslands stendur fyrir, hófst á Laugarvatni á föstuadg. Aætlað er að um 150 fóstrur frá öllum Norðurlöndunum sæki námskeiðið, þar af 50 islen- Trú og Líf með samkomur „JESÚS er Drottinn" er yfir- skrift samkoma sem Trú og Líf heldur dagana 12.-26. júní. Meðal gesta verða hjónin Tony og Mari- lyn Fitzgerald frá Englandi og Ron og Anne Robinson frá S- Afríku. Tony er kunnur fyrir kröftuga prédikun og bænir fyrir fólki og Ron Robinson er forstöðumaður kirkju í Jóhannesarborg. Á samkomunum verður mikið um tónlist. Dagskráin er þannig: Laug- ardaginn 13. júní kl. 10.00 og 14.00, sunnudaginn 14. júní kl. 14.00 og 20.30. Frá 18.-26. júní verða svo samkomur hvert kvöld kl. 20.30. Allar samkomumar eru haldnar í húsnæði Trú og Líf að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. (Fréttatílkynning) skar. Námskeiðið ber yfirskriftina „Aðþrengd böm í nútímaþjóðfélagi - Hvernig era dagvistarheimilin i stakk búin til að sinna þörfum þeirra“. Fimm fyrirlesarar verða á nám- skeiðinu, einn frá hveiju Norðurland- anna og er tilgangur þess að gefa starfandi fóstrum kost á að fylgjast með þróun bamauppeldis á Norðurl- öndum og þar með styrlqa faglega þekkingu og fæmi í starfi. Lisbeth Rask, danskur sálfræðing- ur, mun fjalla um aðstæður baraa á níunda áratugnum. Garðar Víborg, sálfræðingur, flytur fyrirlestur er nefnist „Hvemig eiga dagvistarheim- ili að bregðast við streitu bama?“, finnski skólasálfræðingurinn Inger Dahlgren flytur fyrirlestur sem heitir „Aðþrengd skólaböm", norska fóstr- an Rita Berger fjallar um „hagnýtar starfsaðferðir" og loks mun Eva Tam- merman, verknámskennari frá Svíþjóð, flytja fyrirlestur er heitir „Böm þarfnast bama“. Ingibjörg K. Jónsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, sagði i samtali við Morgunblaðið að fundir sem þess- ir, þar sem fóstrur frá öllum Norður- löndunum kynntust innbyrðis, styrktu faglega vitund þeirra mikið, enda ættu þær við sömu faglegu og kjara- legu vandamálin að striða. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Joe Clark utanríkisráðherra Kanada skoðaði þinghúsið í fylgd Jóns H. Berg aðalræðimanns í gær- morgun. Hér virða þeir fyrir sér málverk Einars Hákonarsonar af Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins í þingflokksherbergi sjálfstæðismanna. Lok fundar utanríkisráðherra NATO: Nokkrir ráðherranna brugðu sér í bæjarferð Shultz keypti fjögur málverk í Gallerí Borg GEORGE Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Helen kona hans heimsóttu Gallerí Borg við Austurvöll um hádegis- bilið í gærdag og festu kaup á fjórum listaverkum eftir íslenska myndlistarmenn. Skömmu áður höfðu bandarískir öryggisverðir grandskoðað húsið og næsta ná- grenni þess. Shultz virtist mikill áhugamaður um myndlist og valdi sér landslagsmyndir unnar með vantslitum og olíulitum, að sögn starfsmanna gallerísins. Tvær þeirra voru eftir núlifandi listamenn og tvær eftir eldri meistara. Utanríkisráðherramir og fylgd- arlið þeirra héldu af landi brott einn af öðrum eftir í gær. Þar sem seinni fundi ráðherranna lauk fyrr en búist var við gafst óvænt tækifæri til þess að reka erindi í höfuðborginni sem margir nýttu sér. Uffe Elleman-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur renndi fyrir laxi í Elliðaánum í gær en fór af landi brott með einkaþotu frá Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir hádegið. Joe Clark, utanríkisráð- herra Kanada og fylgdarlið hans birtust í Lækjargötunni á ellefta tímanum. Ráðherrann skundaði eft- ir Austurstrætinu í fylgd Jóns H. Bergs aðalræðismanns, yfir Austur- völl að Alþingishúsinu. Hann skoðaði húsakjmni þingsins, fór í stutta ökuferð um hafnarsvæðið en hélt að því búnu til Keflavíkurflug- vallar. Eftir hádegi snæddu Matt- hías Á. Mathiesen og Leo Tindemans utanríkisráðherra Belgíu miðdegisverð á Þingvöllum. Vahit Halefoglu utanríkisráð- herra Tyrklands ákvað einn ráð- herranna að dvelja lengur hérlendis og fer ekki heim fyrr en í dag. Hann tók ásamt eiginkonu sinni þátt í skoðunarferð utanríkisráðu- neytisins um Gullfoss og Geysi f gærdag. Ferðinni lauk með kvöld- verði f Hótel Valhöll á Þingvöllum í gærkvöldi. Halefoglu kaus að fara í einum langferðarbflanna f stað einkabifreiðar sinnar, þar sem hann gæti þá hlýtt á frásögn leiðsögu- mannsins. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Stórlaxar hafa þegar sett mark sitt á nýhafna laxveiðivertíð. Þessi 30 punda bolti veiddist í klak í Stóru Laxá fyrir þremur árum, kannski að eitthvað af slíkum tröllum komi á land í sumar eins og í fyrra? Slök byrjun í Laxá í Leir í fyrrakvöld var aðeins einn lax kominn á land úr Laxá f Leirár- sveit, en veiði hófst þar 8. júnf. Eru talsverð vonbrigði með þessa byrjun sem von er, því glæsileg metveiði var í Laxá í fyrra er rúmir 1600 laxar komu á land og áin var kjaftfull af físki. Haft er eftir Sigurði bónda Sigurðssyni í Stóra Lambhaga að laxar hafi sést f Laxfossi fyrir nokkru, en þeir hafí gengið fram ána og ekki fundist enn sem komið er. Að sögn Garðars H. Svavarssonar sem þekkir Laxá eins og fínguma á sér, er þess vart að vænta að lax gangi nema að þykkni upp í háloftunum. „Ég hef svo oft séð það, það er ekki nóg að það sé stórstreymt. Ef það er sól og norð- anátt, þá kemur laxinn ekki inn, en menn hafa séð hann fyrir utan ósinn að undanfömu þannig að búast má við að veiðin glaðni þegar veðrið breytist," segir Garð- ar. Rófan gengur ekki í Elliðaánum Enn er allt við það sama í El- liðaánum. Tvo fyrstu dagana veiddist þar ekkert kvikt, en und- ir kvöld þess ellefta varð þó einum veiðimanna á niðri á Breiðu að setja í lax á flugu. Sperrtust menn við, en Adam var ekki lengi í paradís og laxinn hristi sig af. Eitthvað smotterí er gengið af laxi í ámar en áhugamenn líta nú vonaraugum á vaxandi strauminn og leyfa sér að vona að úr rætist er hann nær hámarki. Stórlaxasumar 1987? Það fór ekki framhjá nokkmm stangveiðimanni í fyrra, að óvenjulega mikið veiddist af 20 punda löxum og þaðan af stærri i mörgum fslenskum ám í fyrra og ár sem slíkir fískar veiðast nær aldrei í skipuðu sér meira að segja á listann, eins og Norðurá og Langá og fleiri. Nú bendir ekkert til annars en að framhald ætli að verða á dýrðinni. 22 punda lax veiddist skjótt í Þverá og á opnun- ardegi í Laxá f Kjós veiddust bæði 21 og 20 punda laxar, en við ber að 20 punda lax veiðist ekki í Kjósinni svo árum skiptir, hvað þá að tveir slíkir fískar veið- ist þar á sama deginum. í Laxá í Áðaldal veiddist 20—pundari strax fyrsta daginn og menn sáu þá nóg af fleiri slíkum boltum til að geta lofað því að það veiðist miklu fleiri. Loks má geta þess að í Blöndu hafa veiðst a.m.k. tveir fískar í þessum stærðar- flokki og sjálfsagt að geta þeirra hér þar sem frést hefur að þeir fiskar hafi veiðst með löglegum hætti, sem er þó heldur til undan- tekninga f Blöndu. Silungnr vitlaus í maískorn? Sú fregn hefur borist inn á borð, að möguleiki sé á því að æsa vandláta silunga upp með því að renna maísbaunum upp á öng- ul ef flugan eða maðkurinn gera ekki sitt gagn eins og við ber. Menn munu hafa horft upp á vamarliðsmann draga silunga í gríð og erg í Kleifarvatni meðan landsmenn sem við veiðar voru, voru snyrtilega sniðgengnir af fbúum vatnsins. Er gengið var á hermanninn kom upp úr dúmum að hann var með fulla kmkku af þessum baunum og lét hann frá sér fara einhveija speki um að silungur væri æstur í maísbaunir þegar sólin skini óhindmð. A.m.k. einn landsmanna meðtók þetta og reyndi trixið í Elliðavatni stuttu síðar með þeim árangri að einn silungur lét lífíð og var þó sól farin að lækka á lofti. Ekki er líklegt að fluguveiðimenn hafí áhuga á því að reyna þetta bragð, en maðkveiðimenn fá þama nýjan valkost til að auka á fjölbreytn- ina . . . Athugasemd frá Sam- vinnuferðum/Landsýn: Áfimmta hundrað mannsí þremur leigu- flugvélum I TILEFNI af frétt f Morgunblað- inu 12. júni frá ferðaskrifstofunni Útaýn undir fyrirsögninni „Hátt i 300 manns með tveimur leiguvél- um“, vi\ja Samvinnuferðir/Land- sýn koma eftirfarandi á framfæri: „í fréttinni er haft eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur hjá Útsýn að daginn áður hefði það, að því er hún vissi best, í fyrsta sinn gerst, að fslensk ferðaskrifstofa hefði verið með tvö leiguflug sama daginn. Samvinnuferðir/Landsýn vill gjam- an upplýsa Kristínu og annað áhugafólk um ferðamál um að í sum- ar mun skrifstofan verða með tvö leiguflug til sólarlanda á eftirtöldum dagsetningum: 1. júnf: Mallorca, 2 vélar 8. júní: Mallorca, Rimini 22. júní. Mallorca, 2 vélar 13. júlf: Mallorca, 2 vélar 20. júlí: Mallorca, Rimini 3. ágúst: Mallorca, 2 vélar 10. ágúst: Mallorca, Rimini 24. ágúst: Mallorca, 2 vélar 31. ágúst: Mallorca, Rimini. Loks má nefna að þann 29. júnf leggja þijár leiguflugvélar upp á veg- um skrifstofunnar; ein til Mallorca,' önnur til Rimini og sú þriðja til Hels- inki. Að auki má geta þess að alla föstu- daga í júnf munu um 300 manns ferðast til útlanda á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar og í júlí og ágúst hækkar sú tala upp í 400.“ (Frá Samvinnuferðum-Landsýn)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.