Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Hakkað buff með
góðri sósu.
ÉDaieiM œdID
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í undanfomum þáttum hef
ég birt hinn góða ásetning
ríkisútvarpsins, að því er varðar
meðferð íslensks máls. Miklu
oftar en hitt tekst að fram-
fylgja stefnunni sem stofnunin
hefur sett sér. Hitt er áhyggju-
efni, hversu undantekningam-
ar em margar. Nærri má geta
að aðrir fjölmiðlar séu ekki
ætíð til fyrirmyndar í þessu
efni, og það eins þótt þeir hafí
fullan vilja til þess að standa
sig vel. Mér hefur fundist óvenj-
umikið um gallað mál í sjón-
varpi, útvarpi og blöðum upp á
síðkastið. Sumt af því, sem
heyrst hefur í ríkisfjölmiðlun-
um, er alveg furðulegt, þegar
reglur þær, sem þar hafa verið
settar, em hafðar í huga. Menn
em sammála um að nú séu
miklir hættutímar tungu okkar,
og að þessu sinni langar mig
til að ítreka það sem ég hef
áður lagt til. Það má vera einn
þáttur í bjargreipi tungunnar.
Ég skora á yfírvöld mennta-
mála að láta gefa út á
myndböndum það besta úr
íslenskri leiklist sem sjónvarpið
á nú þegar í fórum sínum. Ég
tek sem dæmi Mann og konu,
Skálholt og Brekkukotsannál.
Við skulum sigra erlendu
myndböndin í keppni á heima-
velli.
★
Við sættum okkur ekki hins
vegar við það tal sem heyra
mátti í fréttum útvarpsins, að
Karpov hefði sigrað einvígið.
Hann vann einvígið, en sigraði
það ekki. Aftur á móti vann
hann bæði og sigraði andstæð-
ing sinn eða keppinaut í ein-
víginu.
Svei mér, ef sjálf eignarfalls-
endingin er ekki í hættu. Ég
er héma með tvö nýleg dæmi
úr sjónvarpsfréttum og eitt úr
útvarpinu. Talað er um að njóta
stuðning í stað þess að njóta
stuðnings og jafnvel á eftir
forsetningunni til féll niður
eignarfallsending. Talað var
um afstöðu til erindi, ekki til
erindis. Ég veit ekki hvers
konar sljóleiki þetta er, varla
er hægt að kenna enskum
áhrifum um þetta. Og í útvarp-
inu var talað um heildverslun
Friðrik, ekki Friðriks, Bertel-
sen, og látum nú vera þótt
eignarfallsendinguna vantaði á
hið erlenda nafn.
Ég fjallaði mikið um mis-
notkun orðsins vertíð um
daginn. Til viðbótar tek ég nú
tvö dæmi úr útvarpsfréttum
ekki fyrir löngu. í annarri var
talað um siglingavertíð og hinni
að nú lyki keppnisvertíð hand-
knattleiksmanna. Þegar sagt
er frá keppnistíð og sigling-
artíð, á orðið ver ekkert erindi
þangað inn. Ég næstum því
hrekk við, þegar ég heyri mál-
vanda menn eins og Kristin R.
Ólafsson í Madrid tala um
ferðatíð eða sé hér í blaðinu
fyrirsögnina gúrkutíð, þar sem
glapyrðingamir myndu náttúr-
lega hafa ferðavertíð og
gúrkuvertíð.
Ég gleymdi áðan einu dæmi
um eignarfalisleysið í útvarpi
og sjónvarpi. Talað var í út-
varpinu um þátt Helga Má (í
stað Más) Barðasonar.
Asteytingarsteinn merkir
hneykslunarhella, ádeiluefni og
fótakefli, en ekki ágreinings-
efni eða ádeilumál. í sjónvarps-
fréttum hafði ungur maður
þetta orð í síðari merkingunni.
Hitt var þó verra að heyra tal-
að þar í kvöldfréttum 2. þ.m.
um tvö samtök í staðinn fyrir
tvenn samtök. Samtök er enn
sem komið er fleirtöluorð, ég
hef ekki kynnst eintölunni
*samtak. Þá mátti enn heyra í
sjónvarpinu ekki fyrir löngu að
menn brigsluðu „hvorum öðr-
um“ um tilteknar vammir. Hið
rétta er að hvor brigslar öðrum
eða hverjir brigsla öðrum.
A Bylgjunni mátti heyra
hvað eftir annað að eitthvað
hefði gerst í Antwerp í Belgíu,
rétt eins og fréttamaðurinn
hefði aldrei heyrt getið hinnar
alkunnu borgar Antwerpen.
Ekki brá mér lítið, þegar ég
sá hér á baksíðu um daginn
fyrirsögn, þar sem talað var
um iðnaðarróbóta. Iðnaðarró-
bóti er ekki fallegt orð, jafnvel
þó skrifað sé með ó-um en ekki
o-um og gert svo hóti íslensku-
legra. Orðið robot höfum við
venjulega þýtt með orðunum
vélmenni eða vélmaður. Nú
væri gott að geta fundið eitt-
hvað stutt og laggott, einkum
þegar nota þarf samsetningar.
Langar mig til að biðja lesend-
391.þáttur
ur um góðar uppástungur um
nýyrði, svo komast megi hjá
langlokum eins og *iðnaðarvél-
menni. Mönnum til leiðbeining-
ar skal ég geta þess að robot
er eftir krókaleiðum komið úr
þýska orðinu Arbeit sem er
reyndar sama orðið og okkar
erfiði. Sá sem útlendingar
nefna robot, er einhvers kon-
ar önnungur eða þræll. Ég
hef séð tillöguna, að í staðinn
fyrir robot (að minnsta kosti
í vissum samböndum) væri tek-
ið upp í nýrri merkingu hið
gamla orð tilberi. Ekki er það
með öllu galið, en eigum við
ekki að spreyta okkur á nýyrð-
issmíð? Ekki kemur víst
mennill til greina. Það er
óþægilegt i beygingu, sbr.
þágufallið sem yrði *mennli.
Gæti orðið þjaki komið til
greina?
★
Um þær mundir sem þessum
þætti lýkur, kemur enn eitt
dæmið um hið furðulega end-
ingarleysi eignarfallsins.
Viðmælandi í sjónvarpsfréttum
segir skýrt og greinilega „til
þessa stærsta spendýr jarðar-
innar“. Ekki: til þessa stærsta
spendýrs. Hvað er að gerast?
Og í fréttum ríkisútvarpsins
má heyra þann smekklega(I)
viðtengingarhátt að „gert sé
ráð fyrir því að gerðardómur
kveddi upp úrskurð". Sögnin
að kveða er sterk: kveða,
kvað, kváðum, kveðið. Við-
tengingarháttur þátíðar
sterkra sagna myndast af 3.
kennimynd með i-hljóðvarpi (ef
hægt er) og því hefði frétta-
maðurinn átt að segja að gert
væri ráð fyrir að gerðardómur
kvæði upp úrskurð. Er til of
mikils mælst að fréttamenn
kunni þetta? Þetta þætti sjálf-
sögð kunnátta á samræmdu
prófí upp úr grunnskóla.
Já, og svo var það þetta
gullkom á íþróttasíðunni hér í
blaðinu 4. þessa mánaðár:
„Sigurður Jónsson skilaði
vamarhlutverki sínu mjög vel,
en Iftið kom út úr honum
sóknarlega séð.“ Síðari letur-
breytingin er frá umsjónar-
manni, enda þykir honum eftir
atvikum hafa farið best á því
að leikmenn hafi þagað alla
vega séð!
Buff úr
hökkuðu kjöti
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Hakkað kjöt, hvort heldur er
kinda-, svína- eða nautahakk,
býður upp á ótrúlega marga
möguleika í matargerð. Þær eru
áreiðanlega óþijótandi uppskrift-
imar að slíkum réttum og því lítill
vandi að fínna eitthvað við sitt
hæfí. Réttir úr hökkuðu kjöti eru
afar vinsælir hjá ungum sem öldn-
um, eins og þeir vita sem við
matseld fást. Það verður því hakk-
að buff, saxað buff er það víst
nefnt á hátíðlegra máli, sem tekið
er fyrir í Heimilishomi í dag.
Hakkað buff með
góðri sósu
500 g hakkað nautakjöt,
salt, pipar,
smjör til að steikja úr,
Sósan:
2 paprikur,
1 msk. smjör,
ferskir eða niðursoðnir tómatar,
timian,
paprikuduft,
salt og pipar.
Byijað er að búa til sósuna. Papr-
ikumar skomar í sneiðar, kjaminn
tekinn úr. Sneiðunum brugðið í
smjör í potti, tómötunum, nýjum
eða niðursoðnum, bætt út í og látið
sjóða saman í 15 mín. Ef notaðir
eru nýir tómatar er þeim dýft í
heitt vatn til að ná hýðinu af. Sósan
er bragðbætt að smekk.
Úr kjötinu em gerðar buff-kökur
sem steiktar eru báðum megin,
kryddaður með salti og pipar. Buff-
in sett í ofnfast fat og stungið í ofn
smástund, sósunni hellt yfír um leið
og borið er fram. Soðnar kartöflur
eða soðið spaghetti borið með.
KÚLULYKILL
Primula denticulata
Ef litast er um í görðum hér
snemma vors (apríl/maí) má oft
koma auga á blómstrandi plöntur
með sérkennilega hnöttótta blóm-
kolla, sem standa bísperrtir upp í
BLÓM
VIKUNNAR
54
Uimióii:
Ágústa Bjömsdöttir
loftið á stönglum sem að jafnaði
eru um 20—30 sm á hæð. Hér er
auðvitað átt við kúlulykilinn
(Primula denticulata) sem eins og
mörg skyldmenni hans er hingað
kominn alla Ieið frá hlíðum Hi-
malajafjalla. Primula þessi telst
fullkomlega harðgerð hér og í
reynd tiltölulega auðveld í ræktun
í venjulegri garðmold, en sennilega
líður plöntunni þó best í ftjósamri
mómold í svolitlu skjóli fyrir þurr-
um og köldum norðanvindinum.
Nokkur litarafbrigði þessara
lykla eru hér í ræktun, svo sem
fjólubláir, rauðir, ljósbláir og svo
einnig hvítt afbrigði (Prim. dent.
alba) en sá fyrstnefndi sýnist
spjara sig best hjá okkur. Við
heyrum einnig oft talað um höfuð-
lykil, en hann mun reyndar vera
af annari deild (Prim. capitala, en
latneska orðið capit þýðir höfuð)
og lítt ræktaður hér.
Ræktarlegir kúlulyklar i Kópavogi