Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
hann er innréttaður?
!*!»<»»<
™ POLLUX
Þetta fer allt vel. Hann
kálar henni að lokum!
„Eru tígrisdýr í Kongó?“
- frábær sýning
Til Velvakanda.
Ég fór á sýninguna „Eru tígris-
dýr í Kongó?“, sem Alþýðuleikhúsið
sýnir í veitingahúsinu Kvosinni, fyr-
ir skömmu. Þetta er leikrit sem
fólk ætti ekki að missa af því sýn-
ingin er frábær. Það að leikritið er
sett upp á veitingahúsi setur punkt-
inn yfir i-ið, að minnsta kosti hef
ég ekki séð slíkt áður. Fyrir bragð-
ið verður það meiri upplifun að sjá
þetta. Á Alþýðuleikhúsið heiður
skilinn fyrir að bijóta upp á nýjung
sem þessari. Leikaramir tveir, Har-
ald og Viðar, stóðu sig með prýði
og er mér til efs að aðrir hefðu náð
þessum hlutverkum betur. Ég vil
hvetja alla til að sjá þessa sýningu
Alþýðuleikhúsins.
Jónas
Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson leika rithöfundana tvo
í leikritinu „Eru tígrisdýr í Kongó?“
Bágborin umferðarmenning
Til Velvakanda:
Allir hafa sjálfsagt tekið eftir því
hve umferð hefur aukist mikið á
götum höfuðborgarinnar að und-
anfömu, enda hefur bifreiðaeign
landsmanna aukist mjög á þessu
ári. Umferðarmenning okkar ís-
lendinga hefur löngum þótt bág-
borin og ekki batnar hún við þessa
aukningu, það hef ég áþreifanlega
orðið vör við. Vegna þess hve marg-
ir bílar em á ferðinni verða stundum
nokkrar tafir, t.d. við gatnamót, og
grípur þá suma ökumenn mikill
fídonsandi. Þeir hamast á flautunni
og troðast áfram án þess að taka
tillit til annarra. Þessir ökumenn
hafa afar vond áhrif á mann í
umferðinni og valda áreiðanlega
verulegri slysahættu margir hveijir.
Væri ekki hægt að sekta menn fyr-
ir tillitslausa framkomu í umferð-
inni, rétt eins og menn eru sektaðir
fyrir minniháttar brot á umferðar-
lögum?
Ökukona
Þessir hringdu . .
Fíkniefnamyndin
„Ekki ég, kannski þú“
verður sýnd í sjón-
varpi
Gísli Arni Eggertson, æsku-
lýðsfulltrúi, hringdi.
„Vegna fyrirspuma að undanf-
ömu um fíkniefnamyndina „Ekki
ég, kannski þú“ vil ég upplýsa
að þessi mynd verður sýnd í sjón-
varpi á næstunni. Forsýning
verður fyrir leikara og starfsmenn
laugardaginn 13. júní kl. 16 á
Hótel Loftleiðum. Myndin verður
sýnd í skólum í vetur. Tákn sf.
framleiddi myndina fyrir
Reykjavíkurborg og var hún gerð
undir vinnuheitinu „Þitt er valið".
í endanlegri gerð heitir myndin
„Ekki ég, kannski þú“. Mig lang-
ar til að koma á framfæri þakklæti
til þeirra flölmörgu sem að mynd-
inni unnu, sérstaklega til þeirra
mörgu unglinga sem lögðu á sig
mikla vinnu vegna myndarinnar."
Urtapaðist
Tölvuúr með svartri ól tapaðist
er eigandinn setti það óvart í aðra
íþróttatösku en sína í búningsklef-
anum í Laugardalslauginni. Sá
sem hefur úrið undir höndum er
beðinn að hafa samband í síma
21624 eða skila úrinu í afgreiðsl-
una í Laugardalslaug.
Hreinsum Reykja-
víkurfjörur
G.G. hringdi:
„Ég vil taka undir með þeim
sem hvatt hafa til þess að fjörur
borgarinnar verði hreinsaðar og
gerðar ráðstafanir til að betur
verði um þær gengið í framtíð-
inni. Þessar fjörur gætu verið
kjörin útivistarsvæði fyrir al-
menning ef ekki væri draslið.
Seltimingar hafa sýnt það og
sannað að með almennu átaki er
hægt að gera mikið í þessum
málum og ættu Reykvíkingar ekki
að verða eftirbátar þeirra í þessu
efni.“
HÖGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar
„ HOIZFOU 'a M&IMDýRAEyPlMN^ ,
KANNSKI LÆRIRÐU EITTHVA£>’Ap\/l./'’
eir hafa leikið við okkur höfuð-
borgarbúa veðurguðimir að
undanfömu. Það er næstum því að
þeir sem heima sitja hafí samúð
með löndum sínum sem eru að
leggja upp í ferðalög til Evrópu-
landa og til sólarlandanna, því að
hvergi er betra að vera en heima
þegar landið skartar sínu fegursta
árla sumars þegar dagurinn er hvað
lengstur.
En þegar íslensk veðrátta er ann-
ars vegar er til nóg af svartsýnis-
mönnum sem mótaðir eru af biturri
reynslu og þeir fullyrða að góðvið-
rið hér syðra undanfarinn mánuð
eða svo sé aðeins skammgóður
vermir. Senn muni þykkna upp og
ekki muni síðan sjást til sólar það
sem eftir er sumars. Reyndar fóm
svartsýnismennimir að halda þessu
fram strax eftir fyrstu vikuna sem
kom með látlausum sólaril og enn
hafa hrakspámar ekki ræst.
Víkveiji ætlar því að leyfa sér þá
bjartsýni að vona að við séum upp-
lifa eitt fegursta sumar sem hér
hefur komið um árabil og láta sól-
arlöndin lönd og leið að þessu sinni.
Víkveiji þessa stundina hefur
löngum haldið meira upp á rit-
höfundinn Paul Theroux heldur en
flesta aðra höfunda sem skrifa á
enska tungu um þessar mundir.
Fáir standa honum jafnfætis í ritun
ferðabóka svo sem The Great Rail-
way Bazzaar er e.t.v. besta dæmið
um og sögur og sagnir frá fram-
andi löndum láta honum einkar vel
eins og smásagnasafnið The Cons-
uls File sannaði eftirminnilega.
Af kvikmyndahöfunum hefur
Víkveiji líka haft meira dálæti á
ástralska leikstjóranum Peter Weir
en flestum öðrum en hann á að
baki ekki ómerkari myndir heldur
en Vitnið, Skógarferðina að Heng-
ingarkletti, Ar hættulífsins og
Flóðölduna, sem allar hafa verið
sýndar hér og vakið verðskuldaða
athygli.
Bæði Theroux og Weir eru meist-
arar í að vefa söguþráð sem er
ekki allur þár sem hann er sður og
magna spennu með þungri undir-
öldu og dulúð. Það hlaut því að
koma að því að leiðir þeirra lægju
saman og það gerist reyndar með
eftirminnilegum hætti í Moskító-
ströndinni, nýjustu mynd Peter
Weir sem hann gerir eftir sögu
Paul Theroux og sýnd er í Bíóborg-
inni um þessar mundir. Þar segir í
sem stystu máli frá misskildum
bandarískum hugvitsmanni sem
snýr baki við vestrænni siðmenn-
ingu eða ómenningu eins og hann
viil halda fram og flyst með fjöl-
skyldu sína inn í frumskóga
Mið—Ameríku. Þar ætlar hann að
byggja paradfs á jörðu og frelsa
innfædda undan áþján þekkingar-
leysis og vanþróunar. En hugsjónin
snýst upp í andstæðu sína og fyrr
en varir er hugvitsmaðurinn kominn
í hlutverk kúgarans gagnvart fjöl-
skyldunni. Myndin er þó mun
margræðari en hér er lýst og þver-
stæðumar í fari nútímamannsins
og afstöðunni til þróunarlandanna
afhjúpaðar af fullkomnu miskunar-
leysi.
Þetta er mynd sem allir unnend-
endur góðra kvikmynda ættu að
sæta færis að sjá.