Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 LANDSLIÐIÐ í HANDBOLTA ÆFIR AF MIKLUM KRAFTI LANDSLIÐIÐ í handbolta hefur œft af miklum móð í nokkra daga undlr stjórn Bogdans Kowalzcyk. Æft er alla daga nema sunnu- daga. Markverðlmir »fa tvisvar alla daga en aðrir leikmenn mœta tvisvar þrjá daga í viku. Það var tekið vel á er blaðamaður fylgdist með æfingu liðsins í hádeg- inu í gær í íþróttahúsi Seljaskóla. Flest allir leikmenn eru nú tilbúnir í átökin gegn Dönum í næstu viku, nema hvað Páll Ólafsson, Alfreð Gíslason og Bjarni Guðmundsson eru ekki komnir til landsins. Páll lék sem kunnugt er til úrslita í vestur þýsku bikarkeppninni með Dusseldorf í vikunni og þarf því ekki að mæta á landsliðsæfingu fyrr en eftir helgi. Hann kemur til landsins nú um helgina, svo og Bjarni og Alfreð kemur í næstu viku. Þess má geta að Árna Friðleifssyni úr Víkingi hefur verið bætt í þann landsliðshóp sem upphaflega var valinn til æfinga í sumar. Danir koma til landsins á miðvikudag, 17. júní, og fyrsti leikurinn gegn þeim verður á Húsavík á föstudagskvöldið, 19. júní, kl. 20.00. Það verður fyrsti landsleikurinn í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi þeirra Húsvíkinga. Annar leikurinn verður svo á Akureyri daginn eft- ir og hefst kl. 14.00 í íþróttahöllinni. Þriðji og síðasti leikurinn í þessarri heimsókn verður svo annað hvort í Laugardaishöllinni eða Seljaskóla á sunnudeginum. Allir sterkustu leikmenn íslands verða með að þessu sinni. Bogd- an þjálfari sagðist í gær ekki sérlega skelkaður við það að menn sínir yrðu of þreyttir í leikjunum þremur þrátt fyrir erfiðar æfingar að undanförnu. Hann sagði (slenska liðið betra en það danska nú, mun betur þjálfað, og við ættum því að vinna sigur á Dönum ef allt gengi upp. Æft veröur daglega fram að leikjunum við Dani. Þann 24. þessa mánaöar heldur landsliðið svo til Júgoslavíu til þátttöku í mjög sterku móti. Það hefst laugardaginn 27. júní og stendur þar til í vikunni þar á eftir. Með í för til Júgosiavíu verða dómararnir Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlings, sem dæma á mótinu. Morgunblaðiö/Einar Falur Ingólfsson • Það var ekkert gefið eftir á hádegisœfingunni í gœr. Á vinstri myndinni er Sigurður Sveinsson sem sækir að varnarmönnunum Þorbirni Jenssyni og Geir Sveinssyni - Þorgils Óttar laumar sér inn á línuna. Hin örvhenta skyttan okkar, Kristján Arason, brýst svo í gegn á hinni myndinni. Þar er það Framarinn Birgir Sigurðsson sem er f varnarhlutverkinu en Geir Sveinsson reynir að „blokkera" hann f burtu. Lengst til vinstri á stœrri myndinni fylgist Bogdan landsliðsþjálfari vel með öllu. Einar hættur á Spáni! Fer annað hvort í Fram eða Val ef hann kemur heim _ÉG ER hættur hjá Tres de Mayo. Eg fer til Spánar strax eftir keppn- ina í Jugoslavfu og flyt þá búslóð- Lna heim,u sagði Einar Þorvarðar- son, handknattleiksmarkvörður, er blaðamaður rœddi við hann f gœr á landsliðsæfingu. Einar hef- ur leikið tvo vetur á Spáni, er nú sem sagt hættur þar og segist að öllum Ifkindum leika hár heima næsta vatur. Einar sagði helst koma tii greina að hann gengi til liðs við Val eða Fram. Einar segist að mörgu leyti hafa haft gaman af dvölinni á Spáni, þar væri gott að vera, en gífurleg feröalög væru samfara keppni með Tres de Mayo, sem er frá Kanaríeyjum og hann væri orðinn þreyttur á þeim þeytingi. Þá sagði hann þjálfun á Spáni vera mjög slaka. „Það er því miklu betra að koma heim til að vera í toppformi á Ólympíuleikunum í Seoul, eins og ég ætla mér að vera,“ sagði hann. Einar sagði engin erlend lið hafa boðið sér samning og taldi litlar líkur á að hann léki erlendis áfram. „Ég þyrfti að minnsta kosti að fá mjög gott tilboð til að vera áfram erlendis," sagði hann. Óvíst er hvort Sigurður Gunn- arsson leikur með Tres de Mayo næsta vetur. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum, en hefur mögu- leika á að rifta honum. Sigurður sagðist í gær ákveða fljótlega hvað hann gerði næsta vetur. Morgunblaöiö/Einar Faiur • Einar Þorvarðarson fylgist með æfingunni f gær eftir aö hann varð að hætta vegna meiðslanna. • Ámi sparkar knetti varta jafn auðveldlega næsta mánuðinn og hann gerir hár. Árni frá í mánuð Missir hugsanlega fimm deildarleiki ÁRNI Stefánsson, hinn sterki miðvörður Þórsara frá Akureyri, leikur að öllum Ifkindum ekki með liðinu næsta mánuðinn að minnsta kosti - og gæti þar með misst úr fimm leiki f deildinni. Árni varð fyrir meiðslum í leikn- um gegn Val á miðvikudaginn. Vöðvafestingar í hné losnaði og verður hann með frystibúnað á hnénu í heila viku. Eftir það verður hægt að sjá betur hversu alvarleg meiðslin eru, en læknar segja Þórsurum að hann verði frá.keppni í mánuð að minnsta kosti. Árni gekk ekki heill til skógar gegn Val, var meiddur í baki fyrir leikinn, en varð síðan að fara af velli eftir aö hann meiddist i hnénu. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Þórsara, liðið hefur ekki byrjað deildarkeppnina vel og eiga því mjög mikilvæga leiki framundan. Reikna má með því að Nói Björns- son verði færður aftur í vörnina í stað Árna og Guðmundur Valur Sigurðsson komi inn á miðjuna. Tennismót OPNA Nike-Dunlop mótið f tennis heldur áfram f Kópavogi um helg- ina. Um sfðustu helgi var keppt f unglingaflokki, en nú keppa full- orðnir f a- og b-flokki. Meiddur og fer í upp skurð í sumar Einar á við smávægileg meiðsli að striða og sat með ökklann vaf- inn og fylgdist með félögum sínum puða, er blaöamaöur leit við i iþróttahúsi Seljaskóla í gær. „Ég fer í uppskurð vegna þessarra meiðsla fljótlega eftir mótið í Júgo- slavíu og á að ná mér fljótlega. Þarf að hvíla í svona þrjár vikur áður en ég get farið að æfa aftur eftir uppskurðinn," sagði Einar í gær. Hér er um að ræða gömul meiðsli sem tekið hafa sig upp aftur. „Það flísaðist upp úr ökkla- beininu í landsleik gegn Spánverj- um fyrir einu og hálfu ári. Ég hef alltaf getað hlaupið en finn fyrir þessu annað slagið. Undir eðlileg- um kringumstæðum hefði ég getað æft eins og venjulega, en álagið hjá Bogdan hefur verið svo mikið undanfarna daga að ég varö að hætta í dag.“ Einar sagöist þó nánast öruggt að hann gæti leikiö með í Júgoslavíuferðinni. Auðvelt hjá Boston I fimmta leiknum gegn Los Angeles Ráðast úrslitin í Los Angeles á sunnudag? Frá Gunnari Valgalrssyni í Bandaríkjunum. BOSTON Celtics gerði sér Iftið fyrir og sigraði Los Angeles Lakers nokkuð örugglega, 123:108, f 5. leik llðanna í keppninni um „heimsmeistara- titilinn" f körfuknattleik f Boston Garden f fyrrakvöld. Staðan er nú 3:2 fyrir Lakers. Næsti leikur fer fram f Los Angeles á sunnu- dagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meist- ari. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og nánst jafnt á öllum tölum. Staðan 25:25 eftir hann. Fljótlega í öðr- um leikhluta náði Boston 8 stiga forystu, leikmenn Lakers héldu áfram að hitta illa og á sama tíma fóru leikmenn Boston á kostum. Danny Ainge skoraði þriggja stiga körfu þegar flautað var til leikhlés og staðan 63:48 fyrir Boston, en hann skoraði alls 5 þriggja stiga körfur í leiknum. Boston hólt uppteknum hætti í þriðja leikhluta og leiddi með um eða yfir 10stigum. Þegarfjór- ar mínútur voru eftir náðu þeir síðan að rúlla yfir Lakers og munurinn orðinn 19 stig, 96:77, fyrir síðasta leikhluta. Los Ange- les saxaði á forskotið í fjórða leikhluta og náði að minnka mun- inn í 8 stig, 101:93, en síðustu 4 mínúturnar gerði Boston út um leikinn. Boston lók mjög vel í þessum leik. Allir í byrjunarliöinu skoruðu yfir 20 stig og segir það mikið um styrk liðsheildarinnar. Þeir hafa sannað að liðið er ekki auð- veld bráð á heimavelli. Gólfið í Boston Garden er orðið mjög gamalt og eru margir dauðir flet- ir á því þar sem boltinn bókstaf- lega dettur dauður niður. Larry Bird þekkir þessa fleti mjög vel og er sérfræðingur í að stela boltanum af andstæðingunum sem falla í þessar gryfjur. Lakers hefur ekki verið sann- færandi í síðustu þremur leikjum. James Worthy og barkvörðurinn Schott hafa báðir leikið mjög illa. Gömlu kempurnar, Magic Jo- hnson og Kareem Abdul-Jabbar, standa þó alltaf fyrir sínu. Jo- hnson skoraði 29 stig og Jabar 18. Sjötti leikurinn fer fram á sunnudagskvöld í Los Angeles og gætu úrslitin ráðist þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.