Morgunblaðið - 13.06.1987, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Fóstrur á vit
einkaframtaks
Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson
Tvær fóstrur, Bryndís Hilmars-
dóttir og Sonía I. Einarsdóttir hafa
nú af djörfung lagt út á braut
einkaframtaksins. Kaup og kjör
fóstra hafa verið í deiglunni á
síðari misserum og menn almennt
sammála um að launin séu of lág
miðað við gildi þeirrar vinnu sem
fóstrur inna af hendi. Þær Bryndís
og Sonía voru í hópi þeirra sem
sögðu störfum sínum lausum'a
dögunum og snéru ekki aftur til
vinnu er lausn fékkst á deilunni.
Þetta kom eiginlega að sjálfu sér
segja þær. Það er um ár síðan að
þær fóru að velta einkadagheimili
fyrir sér og í vetur tryggðu þær
sér húsnæði að Kársnesbraut 121
í Kópavogi. Húsið fengu þær af-
hent 1. maí og þetta féll því saman
við vinnudeilumar. Dagvistun
bama hér á landi er nánast ein-
göngu á hendi bæjarfélaga og því
forvitnilegt þegar einstaklingar
taka sig til að brjóta upp ríkjandi
kerfí. Morgunblaðið leit við á Kárs-
nesbrautinni fyrir skömmu og tók
stúlkumar tali.
Þetta er um það bil 130 fer-
metra einbýlishús og þótt búið
hafí verið í því allt þar til að þær
stöllur tóku við því, þá hefur það
verið í töluverðri niðumíðslu. En
stelpumar ætla auðvitað ekki að
passa böm í slíku umhverfí. Þær
hafa bylt húsinu gersamlega, mál-
að, sparslað, þrifíð og lagað. Allt
eftir uppskriftum heilbrigðisyfír-
valda og annarra nefnda og
stofnana sem þær hafa þurft að
sækja leyfí sín til. En það tók nokk-
uð lengri tíma en þær hugðu. Þær
ætluðu sér að hefja bamapössun
1. júní en útlit var fyrir að það
drægist eitthvað. Þetta hefur einn-
ig reynst þeim dýrara en þær
reiknuðu með, Bryndís hefur orðið:
„Stofnkostnaðurinn er hár. Við
skulum ekki nefna neinar tölur,
en áætlun okkar hefur ekki stað-
ist, þetta reyndist allt saman
dýrara en við áttum von á og þessu
fylgir meiri vinna. Ég er ekki viss
um að við hefðum lagt út í þetta
ef við hefðum gert okkur grein
fyrir því í upphafí hvað þessu fylg-
ir mikil vinna. Álagið er mikið
núna, en guð minn góður, lengst
af höfum við verið að keyra þetta
mál áfram samhliða fullri vinnu."
Og Sonía tekur við: „Svo var
þetta ekkert smámál að komast
af stað með öll leyfí á hreinu. Ég
gleymi ekki athöfninni þegar við
settumst niður til að rita fyrsta
bréfíð til fyrstu nefndarinnar.
Kvöldið fór í það, samhliða miklu
kaffíþambi og tilfæringum og svo
var bréfíð sent. En þetta var bara
byijunin. Á endanum voru bréf
samin í skyndingu í bflnum á þeyt-
ingi milli stofnanna. Það eru sko
Bryndís og Sonía.
mörg lítil leyfí sem þarf að safna
saman áður en það stóra fæst í
ráðuneytinu. Við vorum kannski
svolítið grænar í uphafí, en sóttum
okkur og komumst í gegnum þetta
á endanum."
Þú segir okkur kannski meira
frá þessari píslargöngu?
„Ja, það þarf leyfí til að reka
dagheimili fyrir böm, hjá félags-
málaráði, heilbrigðisyfírvöldum,
byggingar- og skipulagsnefnd
(fyrir breytingum á húsinu), dag-
vistunarfulltrúa og bæjarstjóm.
Ég held að ég gleymi engu. Að
plöggum fengnum hjá þessum aðil-
um er hægt að fara að huga að
ferð upp í ráðuneyti."
Rákuð þið ykkur eitthvað á?
Voru einhver ljón á veginum?
Stelpumar svara: „Okkur var
svo sem alls staðar vel tekið, enda
emm við fagfólk í þessari grein
og engin ástæða til að efast um
hæfni okkar. Hins vegar er þetta
það nýtt af nálinni sem við erum
að spá í, að það var talsvert um
að embættismenn vísuðu hver á
annan vegna þess að þeir vissu
ekki hvað þeir ættu að segja, vissu
ekki hvort þetta var raunverulega
á þeirra könnu eða annarra. Svo
er jú erfítt að neita þessu, við gát-
um sýnt fram á að við hefðum
ömggt húsnæði og svo má minna
á að dagmömmur em nokkurs
konar sérfyrirtæki og þótt við ber-
um okkur ekki beinlínis saman við
dagmömmur, þá era þær þó vísir
að fordæmi."
En hvað rak ykkur út í þetta?
„Það mætti kannski ætla að það
hafí verið svekkelsi með laun og
auðvitað hafði það sitt að segja,
en fleira kom til. Við höfum lengi
haft einlægan áhuga á því að
standa á eigin fótum, starfa samt
við það sem við höftim menntað
okkur til og þótt við sjáum núna
að við komum til með að hafa mun
minna upp úr þessu en við gerðum
okkur vonir um í upphafí, þá ætlum
við ekki að láta deigan síga. Við
beijumst áfram í þessu,“ svarar
Brjmdís.
Er ekki fyrirsjáanlegt að þið
fáið lítil eða engin laun fyrst
um sinn?
Sonía segin „Það er náttúmlega
orðið ljóst, en úr því sem komið
er þýðir ekkert að hugsa um það.
Tvær fjölskyldur hafa lagt allt sitt
í þetta og það skal heppnast."
Verður ekki dagvistun óhjá-
kvæmiiega dýrari hjá ykkur
heldur en hjá bæjarfélögum?
Sonía heldur áfram: „það getur
aldrei farið öðm vísi, því bæjarfél-
ögin greiða niður 80 prósent af
kostnaði við dagvistun en okkar
þjónusta verður ekki niðurgreidd
af opinbemm aðilum. Við kæmm
okkur heldur ekki um það þótt vist-
in verði dýrari hjá okkur fyrir
vikið, því um leið og bæjarfélögin
era farin að styrkja okkur, glötum
við nokkm af sjálfstæðinu. Það
myndu koma á okkur kröfur um
að láta forgangshópa njóta forrétt-
inda og svo framvegis. Við ætlum
okkur að reka þetta sem einka-
bamaheimili og það verða engir
forréttindahópar. Við ætlum sjálf-
ar að velja böm í dagvistun okkar."
Það er talað um að þið ætlið
ekki að hafa nema 15 börn?
Jörð
Laxveiði
Jörðin Ljárskógar, Laxárdalshreppi í Dalasýslu er til
sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Jörðin er landstór hlunn-
indajörð, sem liggur að sjó. Sel- og laxveiði í Fáskrúð,
en jörðin á 50% eignarhlutdeild í ánni.
Á jörðinni er nýlegt íbúðarhús, ca 125 fm, bifreiðaskúr
38 fm, tún 21 ha. Tilboð óskast í jörðina fyrir 27. júní
nk. sem á að skila til Helga Ólafssonar, Flókagötu 1,
105 Reykjavík. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
I = HlrfaVtolÍ
Flókagötu 1, sími 24647.
Helgi Ólafsson,
löggiltur fasteignasali
SIMAR 21150-21370
Til sölu er aö koma meöal annars:
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS'
L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL
Einbýlishús við Hólaberg
Nýtt steinhús, hæö og rishæö, 108 + 81,6 fm, meö 6 herbergja mjög
rúmgóöri íbúö. Vinnu- og geymslukjallari er undir öllu húsinu. Sér-
byggt vinnuhúsnæöi og bílskúr, samtals 90 fm. Eignin er ekki fullgerð.
Laus fijótl.
Endurnýjað einbýlishús
í gamla Austurbænum ó rúmg. eignarlóð. Grunnfl. hússins er um 60
fm. Á hæö og rishæö er 4ra-5 herb. íb. Ennfremur rúmgóöur kj. Eign-
in er mikið endumýjuð. Laus strax. Myndir og teikn. á skrifstofunni.
Við Vesturberg — sér þvottahús
4ra herb. suðurfb. á 1. hæö, 92,5 fm nettó. Sérlóð. Sólverönd. Sér
þvhús. Góö sameign. Laus strax.
í suðurenda við Gnoðarvog
á 4. hæð, ekki stór, vel skipulögð. Nýtt gler. Nýir skápar. Svalir. Góð
sameign. Skuldlaus.
Einbýlishús — hagkvæm skipti
Steinhús á einni hæð, 149,9 fm nettó, á stórri lóö i Árbæjarhverfi,
meö glæsil. 5-6 herb. íb. Mlkið endurn. Bflskúr, 35 fm. Sólskáli. Skuld-
laus eign. Skipti æskil. á 4ra herb. íb. með bílskúr.
Fjársterkir kaupendur óska eftir:
5-6 herb. góöri ibúð miösvæöis í borginni.
Einbýlishús í Fossvogi, Garöabæ, Vesturborginni eöa á Nesinu.
3ja-5 herb. íbúöir með bílskúrum.
2ja-6 herb. ibúöir í Vesturborginni.
Margir bjóða útborgun á öllu kaupverði fyrir rétta eign.
Opið á dag, laugardag, M I MM rii|| A
frákl. 11.00 tilkl. 16.00. #4LIt| C IM |MA4
fastéignasaTTB
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
Yill einhver lesa
norrænar bækur?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Nýlega var hér í blaðinu sagt
frá fundi á Hanaholmen í Finn-
landi þar sem umræðuefnið var
dreifing norrænna bóka á Norð-
urlöndum, hvað gera mætti til að
auka áhuga Norðurlandaþjóða á
sínum eigin samtímabókmennt-
um. Dálítill bæklingur sem
Norræna ráðherranefndin gefur
út var m.a. á dagskrá. Bæklingur-
inn nefnist Læs noget nordisk.
Nye böger i Norden og kemur
út árlega . Honum er dreift í yfir
30.000 eintökum. í bæklingnum
eru birtar greinargerðir dóm-
nefndarmanna Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs um bækur
tilnefndar til verðlauna, en aðal-
efni bæklingsins er kynning
norrænna bóka bókmenntaársins
á undan í samantekt fulltrúa í
Norræna þýðingarsjóðnum. Full-
trúi íslands í sjóðnum er Gerður
Steinþórsdóttir.
Kynningargreinar em yfírleitt
mjög stuttar í Læs noget nordisk,
oftast nokkrar línur um hveija bók.
ítarlegri em kynningar dómnefndar-
manna Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs. Á Hanaholmen kom
fram það sjónarmið að líklega væri
best að breyta bæklingnum, taka
upp yfirlitsgreinar í staðinn fyrir að
geta hverrar bókar fyrir sig.
Um þetta má vissulega deila. Auk
þess sem skrifað er um skáldsögu
Péturs Gunnarssonar, Sagan öll, og
Gulieyju Einars Kárasonar, báðar
tilneftidar til verðlauna 1987, birtist
stutt kjmning eftirtalinna íslenskra
verka liðins bókmenntaárs: Vatna-
skila Böðvars Guðmundssonar,
Eftirmála regndropanna eftir Einar
Má Guðmundsson, Eins og hafíð
eftir Fríðu Á Sigurðardóttur, Átján
sagna úr álfheimum eftir Indriða
G. Þorsteinsson, Tímaþjófs Stein-
unnar Sigurðardóttur og Grámosa
Thors Vilhjálmssonar.
Mjór er mikils vísir. Það verður
að segja að þessi kynning er betri
en engin. Hér ræður að sjálfsögðu
bókmenntamat Gerðar Steinþórs-
dóttur og henni er greinilega sniðinn
þröngur stakkur. Þó er ég ekki viss
um að kjmning fleiri bóka jrði ávinn-
ingur, en vissulega má vera
ósammála Gerði um valið og það
gildir einnig um fulltrúa hinna þjóð-
anna.
Á Hanaholmen var sýning allra
þeirra bóka sem getið er í Læs nog-
et nordisk og stór veggspjöld birtu
greinargerðir dómnefndarmanna
Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs um tilnefndar bækur. Þessi
sýning er farandsýning og mun
eflaust vekja áhuga, það er að
minnsta kosti tilgangur hennar.
Sama er að segja um bæklinginn
sem leiðir í ljós að það em fleiri
bækur en verðlaunaðar sem eiga
skilið athygli.
Ljóst er að tilnefningin ein sér
þykir tíðindum sæta. Duglegastir að
kjmna tilnefndar bækur em Norð-
menn, kannski vegna þess að þeir
em mest norrænir en minnst evróp-
skir. Þeir trúa því líklega enn góðu
heilli að hinn mikli frami norrænna
höfunda um aldamótin heyri ekki
bara fortíðinni til. í þeirra augum
kemur ljósið enn úr norðri. Þrátt
fyrir að bókmenntaumræða Norð-
manna sé stundum nokkuð átthaga-
Herbjörg Wassmo sem fékk Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs 1987 fyrir skáldsöguna
Himinn án hörunds.
bundin svo að ekki sé meira sagt
hafa þeir dug í sér til að taka menn-
ingarmálin til umræðu eins og þau
skipti máli. Og góða rithöfunda eiga
Norðmenn enn, ekki aðeins Herbjörg
Wassmo heldur marga fleiri. Meðal
ljóðskálda þar í landi sem standa
jafnfætis góðskáldum í öðmm lönd-
um em Rolf Jacobsen, Olav H.
Hauge og Jan Erik Vold. Nefna má
einnig Stein Mehren sem nýlega
hefur sent frá sér stóra ljóðabók:
Corona, eins og lesa má um í Læs
noget nordisk.
Norðmenn em óþrejrtandi við að
fjalla um og kjmna norrænar bók-
menntir. Þeir hafa mörg undanfarin
ár sent blaða- og útvarpsmenn til
íslensku skáldsögumar sem tilnefndar vora til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 1987: Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson og Gulleyj-
an eftir Einar Kárason.