Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Uppgrip
Asjómannadaginn voru uppgrip
á sjónvarpsmiðum. Klukkan
21.45 í RÚV Silfur hafsins, heimild-
armjmd um saltsíldariðnað íslend-
inga fyrr og nú, og á Stöð 2 hvorki
meira né minna en tvær nýjar íslen-
skar heimildamyndir, Regin sund
þar sem sögusviðið spannaði Vest-
mannaeyjar og kl. 20.40 hófst
sýning heimildarmyndar um At-
hyglisverðar auglýsingar . . . í
tuttugu ár en þessi mynd var sér-
staklega framleidd fyrir Stöð 2. í
dag ijalla ég um Silfur hafsins og
Regin sund, en fyrst vil ég aðeins
minnast á bílaþátt Stöðvar 2.
Bílaþátturinn
Ég hefi áður fjallað um Bílaþátt
Stöðvar 2 og var ég ekki allskostar
ánægður með fyrstu þættina, en þar
sannaðist að fall er fararheill í það
minnsta verð ég að hæla bflaþættin-
um er bar fyrir augu síðastliðinn
sunnudag. í þessum þætti var víða
komið við, meðal annars heimsóttir
fombílasafnarar og ekki get ég neit-
að því að ljúfar minningar sindruðu
er skottið var opnað á Thunderbird-
inum og ýtt þar á takkann er sogaði
toppinn oní farangursgeymsluna.
Undirritaður lítur á söfnun fombíla
sem ekki síðra tómstundagaman,
en söfnun gamalla bóka eða mynd-
verka því sumir þessara gömlu bíla
voru og eru listaverk, gæddir sál
er slokknar því miður svo alltof oft
í vindgöngunum tölvustýrðu. Þá
getur bíll sagt okkur ekki bara sögu
vélaaldar heldur svo ótalmargt um
það samfélag er skóp undrið og oft
hefur nú bjargað undirrituðum að
kunna svolítið á bílategundir liðinna
áratuga þá giskað var á ártöl sumra
kvikmyndanna. í bílaþættinum var
og reynsluekið splúnkunýjum stál-
fákum og skeiðuðu umsjónarmenn
alla leið uppí Krossá að prófa akst-
urshæfni eins jeppans. Svo var vel
og vendilega myndaður helsti vél-
búnaður torfærutröllsins. Sannar-
lega fagmannlega að verki staðið.
Regin sund
Skömmu eftir að bílaþættinum
lauk hófst sýning á Regin sundinu,
nýrri íslenskri heimildarmynd er
Páll Steingrímsson hefir gert um
bjargferðir Vestmanneyinga, sjó-
sókn og nábýli þeirra við virkar
eldstöðvar. Þá er lýst þrekraun
Guðlaugs Friðþórssonar. Persónu-
lega fannst mér þessi heimildar-
mynd lýsa prýðilega hinu óútskýr-
anlega og yfímáttúrulega þrekvirki
Guðlaugs Friðþórssonar, en Páll og
félagar þræddu sundleið Guðlaugs
og fannst áhorfandanum sem hann
færi á baki Guðlaugs um kaldan
sjóinn og þá var rætt við Jóhann
Axelsson prófessor, er hefír ranns-
akað Guðlaug í bak og fyrir, en
skilur samt ekki að Guðlaugur hafi
haldið sönsum á leiðinni. Þessi hluti
myndar Páls var einkar áhrifaríkur
og hreinn óþarfí að skeyta þar við
túrhestamyndum af bjargsigi og
þjóðhátíðarbrennum.
Silfur hafsins
Kvikmyndafélagið Lifandi myndir
hf. framleiddi myndina um saltsílda-
riðnað íslendinga fyrr og nú fyrir
félög síldarsaltenda og með styrk
frá Síldarútvegsnefnd. Mynd þessi
var mjög fróðleg enda höfðu um-
sjónarmennimir, Erlendur Sveins-
son og Sigurður Sverrir Pálsson,
greinilega aflað rækilegra heimilda
um upphaf og þróun þessa iðnaðar
hér á landi. En mér fundust síðustu
mínútur myndarinnar full lang-
dregnar er lýst var lestun og flutn-
ingi síldarfarmsins til Rússíá. En
hér var náttúrulega ekki á ferð
skemmtimynd heldur fyrst og
fremst fræðslumynd þar sem hið
mikla starf Sfldarútvegsnefndar
mátti ekki gleymast fyrir nokkum
pening.
Ólafur M.
Jóhannesson
Rás 1:
Listasafn á
N or ður- Sj álandi
■I Sigrún Sigurð-
40 ardóttir byijar
með þáttaröðina
Gluggann á rás 1 í kvöld.
Fyrsti þátturinn er um Lo-
usiana listasafnið á Norð-
ur-Sjálandi en þar er
alþjóðlegt safn nútímalist-
ar, allt frá ámnum eftir
seinni heimstyrjöldina til
dagsins í dag. I þættinum
ræðir Sigrún við Tryggva
Ólafsson listmálara sem
árum saman hefur starfað
í Kaupmannahöfn um saf-
nið og þýðingu þess fyrir
hann sem listamann. Einn-
ig ræðir hún við stofnanda
og eiganda safnsins Knud
W. Jensen, um starfsemi
þess, farandsýningar og
fleira.
Ríkissjónvarpið:
Stál
■ Stál, bandarísk
30 bíómynd frá ár-
— inu 1979, er á
dagskrá sjónvarps í kvöld.
Myndin fjallar um verktaka
sem reisa háhýsi í stór-
borgum. Einn þeirra bíður
bana við vinnu sína en dótt-
ir hans tekur við og leggur
mikið kapp á að ljúka
byggingunni. Óvandaðir
keppinautar gera henni og
starfsmönnum hennar allt
til bölvunar. Leikstjóri er
Steve Carver en með aðal-
hlutverk fara Lee Majors,
Jennifer O’Neill, Art Car-
ney og George Kennedy.
ÚTVARP
©
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin — Hjördís
Finnbogadóttir og Óöinn
Jónsson. Fréttir eru sagöar
kl. 8.00 og veöurfregnir kl.
8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og
síðan lesið úr forustugrein-
um dagblaðanna. Tilkynn-
ingar lesnar kl. 7.25, 7.55
og 8.25. Guömundur Sæ-
mundsson talar um daglegt
mál kl. 7.20. Fréttir á ensku
sagðar kl. 8.30.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Spói" eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson. Bessi
Bjarnason les (2). (Áður út-
varpað 1973.)
9.20 Morguntrimm. Tónleik-
ar.
I
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
18.30 Villi spæta og vinir
hans.
22. þáttur. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýð-
andi: Ragnar Ólafsson.
18.55 Unglingarnir f hverfinu.
Þriðji þáttur. Kanadískur
myndaflokkur í þrettán þátt-
um. Hér eru á feröinni
gamlirkunningjar, Krakkarn-
ir í hverfinu, sem nú eru
búin að slíta barnsskónum
og komin f unglingaskóla.
Þýðandi: Gunnar Þorsteins-
son.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Poppkorn.
Umsjón: Guömundur Bjarni
Harðarson, Ragnar Halld-
órsson og Guðrún Gunnars-
dóttir. Samsetning: Jón Egill
Bergþórsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Bergerac
3reskur sakamálamyndaflokk-
ur í tíu þáttum. Fyrsti þáttur
í nýrri syrpu um Bergerac,
rannsóknarlögreglumann á
Ermarsundseyjum. Þýðandi
TRrausti Júlíusson.
21.35 Umræðuþáttur
Ástand og horfur ( íslenskum
stjórnmálum.
22.30 Stál (Steel).
Bandarísk bíómynd frá
1979. Leikstjóri: Steve
Carver. Aðalhlutverk: Lee
Majors, Jennifer O'Neill, Art
Carney og George
Kennedy.
Myndin fjallar um þá kjarna-
karla sem reisa háhýsi í
stórborgum. Verktaki einn
bíöur bana við vinnu sína
en dóttir hans tekur þá við
og leggur allt kapp á að
Ijúka byggingu föður síns.
Hún hefur harðsnúinn flokk
stálsmiða sér við htið en
óvandaöir keppinautar gera
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón:
Þórarinn Stefánsson. (Frá
Akureyri.)
(Þátturinn verður endurtek-
inn að loknum fréttum á
miðnætti.)
11.65 Útvarpið í dag.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn — Breyt-
ingaaldurinn, breyting til
batnaðar. Umsjón: Helga
Thorberg.
14.00 Miðdegissagan: „Franz
Liszt, örlög hans og ástir"
eftir Zolt van Hársány. Jó-
hann Gunnar Ólafsson
þýddi. Ragnhildur Stein-
grímsdóttir les (3).
14.30 Óperettutónlist.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
þeim allt til bölvunar. Þýð-
andi: Þórhallur Eyþórsson.
00.20 Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
§ 16.45 Hörkukvendi (Getting
Physical).
Átakanleg og persónuleg
bandarisk sjónvarpsmynd
frá árinu 1984. f aðalhlut-
verkum eru Sandahl
Bergman, Alexandra Paul
og David Naughton. Leik-
stjóri er Steven Hilliard
Stern. Kendall Gibley vinnur
á ferðaskrifstofu auk þess
sem hún þreifar fyrir sér
sem leikari. Kvöld eitt verður
hún fyrir árás á leiö heim frá
vinnu og er hún rænd. (
reiði sinni og vanmætti hún
til sinna ráða.
18.20 Knattspyrna — SL-
mótið — 1. deild. Umsjónar-
maöur er Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
20.00 Miklabraut. Banda-
rískur framhaldsþáttur með
Michael Landon og Victor
French í aðalhlutverkum.
Einfaldar dyggðir og jákvætt
lífsviðhorf einkenna þennan
þátt um engilinn á jörðu
niðri og aðstoöarmann
hans.
§ 20.50 Bölvun bleika pardus-
ins (Curse Of The Pink
Panther).
Gamanmyndir um bleika
pardusinn hafa hvarvetna
notið mikillar hylli og er
þessi frá 1983 sú sjöunda
í rööinni. Með helstu hlut-
verk fara David Niven,
Robert Wagner, Herbert
Lom og Joanna Lumley.
Leikstjóri er Blake Edwards.
Þegar besta leynilögreglu-
15.20 Afríka — Móðir tveggja
heima. Þriðji þáttur: Hlekkj-
uð heimsálfa. Umsjón: Jón
Gunnar Grjetarsson. (End-
urtekinn þáttur frá sunnu-
dagskvöldi.)
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar.
a. „Carnaval d’Aix", fantasía
eftir Darius Milhaud.
Michael Béroff leikur á
píanó með Fílharmónlu-
sveitinni í Monte Carlo;
Georges Prétre stjórnar.
b. Sónata í Es-dúr op. 167
eftir Camille Saint-Saéns.
Wilfried Berk leikur á klari-
nettu. Elisabeth Seiz leikur
á píanó.
17.40 Torgið
Umsjón: Einar Kristjánsson
og Sverrir Gauti Diego.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald.
Tilkynningar.
manns Frakka, Jacques
Clouseau, hefur verið leitað
árangurslaust í heilt ár létu
sumir sér kannski detta í
hug að ráða næstbesta lög-
reglumanninn til að finna
hann. En ekki lögreglufor-
inginn Dreyfus, honum
liggur ekkert á að finna
helstu andstæöing sinn.
Með aðstoð tölvu Interpool
hefur hann upp á versta lög-
reglumanni heims og ræður
hann til verkefnisins.
§ 22.35 Brottvikningin (Dis-
missal).
Fiæmti þáttur ástralsks
framhaldsþáttar í sex hlut-
um. Árið 1975 var forsætis-
ráðherra Ástralíu vikið frá
störfum. Brottrekstur hans
var upphaf mikilla umbrota
í áströlskum stjórnmálum.
Aðalhlutverk: Max Philipps,
John Stanton og John Meill-
on.
§ 23.25 Lúxuslíf (Lifestyle Of
The Rich And Famous).
f þessari bandarísku þátta-
röð er skyggnst á bak við
tjöldin hjá hinum ríku og
frægu. í þessum þætti veita
Donald Sutherland, Ryan
O'Neal og Jay Bernstein
áhorfendum innsýn í líf alls-
nægtanna.
§00.15 Öryggisvörðurinn
(The Guardian).
Bandarísk spennumynd frá
1984 með Martin Sheen,
Louis Gosset jr., og Arthur
Hill í aðalhlutverkum. Leik-
stjóri er David Greene. (búa
fjölbýlishúss í new York
ákveða að stemma stigu við
innbrotum og öðrum glæp-
um í húsinu. Þeir ráða
öryggisvörö til starfans og
þykir hann standa sig vel
þó að starfsaöferöir hans
séu nokkuö harðneskjuleg-
ar. Þó kemur að því að einn
(búanna fer að gruna að
ekki sé allt meö felldu og
rannsakar fortlð öryggi-
svarðarins. Það kemur
ýmislegt í Ijós sem er ekki
við hæfi barna.
01.50 Dagskrárlok.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.40 Glugginn — Louisiana-
safnið í Danmörku. Umsjón:
Sigrún Sigurðardóttir.
20.00 Kínverskir hljómar.
Hljómsveit kvikmyndavers-
ins í Peking leikur þjóðlega
tónlist í útvarpssal. Kynnir:
Arnþór Helgason.
20.40 Málefni fatlaðra. Um-
sjón: Guðrún Ögmunds-
dóttir. (Endurtekinn þáttur
frá deginum áður.)
21.10 Ljóðasöngur. Gerard
Souzay syngur lög eftir Ro-
bert Schumann, Johannes
Brahms og Richard Strauss.
Dalton Baldwin leikur á
planó.
21.30 Útvarpssagan: „Leikur
blær að laufi" eftir Guö-
mund L. Friðfinnsson.
Höfundur les (12).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Mynd af listamanni.
Sigrún Björnsdóttir tekur
saman þátt um Óskar Gísla-
son kvikmyndagerðarmann
og ræðir við hann. (Áður
útvarpað 15. febrúar sl.)
23.25 Sunnukórinn á ísafirði
syngur „Cantötu V" og
„Moid og dagar" eftir Jónas
Tómasson, auk íslenskra
þjóðlaga í útsetningum
ái
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
00.10 Næturvakt útvarpsins,
Gunnlaugur Sigfússon
stendurvaktina til morguns.
6.00 í bítið. — Sigurður Þór
Salvarsson.
Fréttir á ensku sagðar kl.
8.30.
9.05 Morgunþáttur I umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Skúla Helgasonar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón:
Leifur Hauksson, Guðrún
Gunnarsdóttir og Gunnar
Svanbergsson.
16.06 Hringiöan. Umsjón:
Broddi Broddason og Erla
B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Á grænu Ijósi. Umsjón:
Kristján Sigurjónsson.
22.05 Háttalag. Umsjón:
Gunnar Salvarsson.
00.10 Næturvakt útvarpsins.
Gunnlaugur Sigfússon
stendur vaktina til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.03-19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Umsjón: Tómas Gunnars-
son.
SJÓNVARP
Hjálmars H. Ragnarssonar.
Stjórnandi er Jónas Tómas-.
son en aðrir flytjendur eru
María Maríusdóttir, Szymon
Kuran, Einar Jóhannesson
og Sigríður Ragnarsdóttir.
Kynnir: SigurðurEinarsson.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
Umsjón. Þórarinn Stefáns-
son. (Endurtekinn þáttur frá
morgni.)
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
07.00—09.00 Pétur Steinn og
morgunbylgjan. Pétur kem-
ur okkur réttu megin framúr
meö tilheyrandi tónlist og
lítur yfir blöðin.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Valdís Gunnars-
dóttir á léttum nótum.
Sumarpopp allsráðandi, af-
mæliskveöjur og spjall til
hádegis. Litið inn hjá fjöl-
skyldunni á Brávallagötu
92. Fréttir kl. 10.00 og
11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi. Þor-
steinn spjallar við fólkið sem
ekki er í fréttum og leikur
létta hádegistónlist. Fréttir
kl. 13.00.
14.00—17.00 Ásgeir Tómas-
son og síðdegispoppiö.
Gömlu uppáhaldslögin og
vinsældalistapopp í réttum
hlutföllum.
Fréttir kl. 14.00, 15.00 og
16.00.
17.00—19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavík síðdeg-
is. Ásta leikur tónlist, Iftur
yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 17.00.
18.00-18.10 Fréttir.
19.00—21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á flóamarkaði
Bylgjunnar. Flóamarkaður
og tónlist. Fréttir kl. 19.00.
21.00—24.00 Sumarkvöld á
Bylgjunni með Þorsteini Ás-
geirssyni.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar — Bjarni Ólafur
Guömundsson. Tónlist og
upplýsingar um veöur og
flugsamgöngur.
AIFA
Kriatileg átv&rpsat**.
FM 102,9
ÞRIÐJUDAGUR
16. júní
8.00 Morgunstund: (
orð og bæn.
8.16 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur
lestri úr Ritningunni.
16.00 Dagskrárlok.