Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
29
Reuter
Giulio Andreotti, utanrikisráðherra Ítalíu, komst frá Reykjavik til
Rómar í tœka tíð til að taka þátt í kosningunum, sem haldnar voru
á sunnudag og mánudag. Sést hann hér stinga atkvæði sínu í kjör-
kassa.
„Reglumar koma í veg fyrir jafn-
vægi og stöðugleika," sagði Gianfr-
anco Pasquino, þingmaður óháða
vinstri listans. „Samsteypustjórnir
eru ekki myndaðar með samþykki
fólksins, heldur samningamakki,
aðstöðu flokksleiðtoganna til að
kúga hvem annan.“
Samkvæmt skoðanakönnunum,
sem birtust í dagblaðinu La
Repubblica fyrir kosningamar,
hafði Kommúnistaflokknum vaxið
fiskur um hrygg og samkvæmt
könnun frá þvi á miðvikudag var
flokkurinn orðinn sá stærsti á ít-
alíu. Skoðanakannanir þessar
reyndust síður en svo marktækar
Síðdegis í gær var sýnt að kommún-
istar höfðu misst fylgi frá því í
kosningunum 1983 og þeim hafði
mistekist það ætlunarverk sitt að
ná sölsa undir sig forystu á vinstri
vængnum í ítölskum stjómmálum.
Samkvæmt fyrstu tölvuspám
höfðu kristilegir demókratar bætt
við sig og fylgi sósíalista aukist
talsvert. Ciriaco de Mita, leiðtogi
kristilegra demókrata, og Craxi
verða ömgglega ekki fljótir að
koma sér saman um hver eigi að
setjast í sæti forsætisráðherra. Er
því líklegt að nú taki við langar
stjómarmyndunarviðræður.
Kbl byggði á Time og Reuter.
Leiðari í The New York Times:
Vestrænir ráðamenn
óttast umræður um
kjarnorkuvarnir
Pravda gagnrýnir niðurstöður NATO-ráðherra
Moskvu, Washington, Reuter.
PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins sagði í gær að
hugsanlegt samkomulag risaveidanna um útrýmingu kjarnorku-
flauga í Evrópu ætti einnig að taka til 72 Pershing 1 A-kjarnorku-
flauga, sem staðsettar eru í Vestur-Þýskalandi. Leiðarahöfundur
bandaríska stórbiaðsins The New York Times sagði í gær að ráða-
menn vestrænna ríkja hikuðu við að viðurkenna að kjamorkuvopn
væm nauðsynleg fyrir vamir Vestur-Evrópu þar sem þeir óttuð-
ust að almenningur misskildi orð þeirra og legði þau út á verri veg.
í leiðara The New York Times í
gær er fjallað um nýlega bandaríska
skoðanakönnun þar sem fram kemur
að meirihluti íbúa Vestur-Evrópu
telur að Mikhail S. Gorbachev hafi
lagt meira af mörkum til afvopnunar-
mála en Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna. í könnuninni kemur
einnig fram að meirihluti Vestur-
Evrópubúa telur að Bandaríkin séu
líklegri en Sovétríkin til að brjóta
gegn ákvæðum hugsanlegs afvopn-
unarsáttmála.
„Kjamorkuvopn verða áfram
nauðsynlegur þáttur fælingarstefn-
unnar," segir leiðarahöfundur.
„Afvopnun má ná fram án þess að
leiði til algerrar útrýmingar kjam-
orkuvopna og brotthvarfs frá
grundvelli fælingarstefnunnar," seg-
ir þar ennfremur. „Ráðamenn á
Vesturlöndum eru hins vegar flestir
tregir til að viðurkenna þörfina fyrir
kjamorkuvopn. Þeir óttast að al-
menningur muni ekki skilja þá. Þeir
em uggandi um að Sovétmenn muni
þröngva vestrænum ríkjum til við-
ræðna um algera eyðingu kjamorku-
vopna í Evrópu og þeir óttast
jafnfram þann pólitíska þrýsting sem
yrði því samfara," segir þar ennfrem-
ur. Em leiðtogar vestrænna ríkja
hvattir til þess að tala af hreinskilni
um nauðsyn kjamorkuvopna og jafn-
framt að vinna að afvopnun í því
skyni að afla stuðnings við aðgerðir
sem séu nauðsynlegar öryggi við-
komandi ríkja.
Pravda, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, sagði í gær að það
væri rökrétt að hugsanlegt afvopn-
unarsamkomulag risaveldanna
varðandi fækkun kjamorkuvopna í
Evrópu tæki einnig til 72 skamm-
drægra flauga í Vestur-Þýskalandi.
Sagði blaðið að utanríkisráðherrar
ríkja Atlantshafsbandalagsins hefðu
betur ályktað í þessa vem er þeir
komu saman til fundar í Reykjavík
í síðustu viku. Sagði ennfremur að
unnt væri að búa flaugar þessar
bandarískum kjamaoddum og um
þá bæri því að semja um þá innan
ramma hugsanlegs samkomulags um
upprætingu meðaldrægra og
skammdrægra kjamorkuflauga í
Evrópu.
Ráðherramir ályktuðu ekki um
flaugar þessar er þeir funduðu í
Reykjavík. Flaugar þessar, sem em
komnar til ára sinna, em í eigu Vest-
ur-Þjóðveija en Bandaríkjamenn
ráða yfir þeim kjamaoddum sem
unnt er að koma fyrir í þeim. Banda-
ríkjamenn líta svo á að flaugamar
tilheyri þriðja landi og þær séu því
utan ramma hugsanlegs samkomu-
lags risaveldanna líkt og kjamorku-
vopn Breta og Frakka. Vestur-Þjóð-
veijar hafa hins vegar krafist þess
að þær verði undanskildar í hugsan-
legum afvopnunarsáttmála og var
engum mótbámm hreyft við því á
ráðherrafundinum í Reylq'avík.
Átök hafin í stjómar-
andstöðuflokkunum
Bretland:
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
NÚ þegar eru hafin átök í Verkamannaflokknum og Bandalagi
fijálslyndra og jafnaðarmanna i kjölfar kosningaúrslitanna í Bret-
landi. Arthur Scargill, leiðtogi annars sambands námaverkamanna,
sakaði forystu Verkamannaflokksins um að múlbinda sig í kosn-
ingabaráttunni. Háværar kröfur hafa komið fram um, að Fijáls-
lyndi flokkurinn og Jafnaðamannaflokkurinn verði sameinaðir.
Það tók menn svolítinn tíma að
átta sig á því, hve slæma útreið
Verkamannaflokkurinn fékk í
þessum kosningum, þrátt fyrir úr-
slitin í Skotlandi. Þetta voru
næstlélegustu kosningar í saman-
lagðri sögu flokksins. Þótt almennt
sé viðurkennt, að Kinnock og
Verkamannaflokkurinn hafi háð
áferðarfallegustu kosningabarátt-
una, skilaði hún litlum árangri í
kjörklefanum. Ef kosningabarátt-
an var svona góð — hvað mistókst
þá? spyija menn.
Fyrst og fremst eru tilgreind tvö
stefnumál: Vamarmál og skatta-
mál. En flokkurinn lenti í vandræð-
um með báða þessa málaflokka í
kosningabaráttunni. Einnig eru
nefndir vinstriöfgamenn í London,
en Kinnock þurfti oft að róa kjós-
endur, sem spurðu, hvort þing-
flokkurinn yrði ekki svo öfgasinn-
aður eftir kosningamar, að
formaðurinn yrði áhrifalaus leið-
togi. London var eina stórborgin,
þar sem Verkamannaflokkurinn
tapaði þingsætum.
Ljóst er, að hlutur vinstiarms
Verkamannaflokksins hefur aukist
í þessum kosningum. Búast má við
miklum átökum innan flokksins á
næstunni. Miðjumennimir í flokkn-
um viðurkenna, að vamarmálin
hafi skaðað flokkinn og segja
helstu skýringuna á úrslitunum
vera þá, að lífskjör meirihluta fólks
hafi batnað um 20% á stjómará-
rum Thatcher, þótt þeir hafí aldrei
fengist til að viðurkenna það í
kosningabaráttunni. Vinstrimenn-
imir vom alltaf óánægðir með þá
áherslu, sem lögð var á persónu
Kinnocks í kosningabaráttunni og
töldu, að halda hefði átt fram só-
síalískum baráttumálum og miklu
harðari andstöðu gegn Thatcher.
Arthur Scargill sagði á fundi
með námamönnum í Wales um
helgina, að forysta Verkamanna-
flokkins hefði múlbundið sig í
kosningabaráttunni og komið í veg
fyrir, að hann talaði á kosninga-
fímdum flokksins. Kinnock tók sér
ekki frí um helgina, heldur hélt á
fund námamanna í Edinborg og
sagði, að ekki yrði látið undan síga
í baráttunni gegn stjóminni. Talið
er, að Kinnock muni reyna að beita
sér af hörku til að koma í veg
fyrir, að átök brjótist út innan
flokksins. Staða hans innan flokk-
ins er ekki í hættu, þótt hún sé
ekki eins sterk og hún hefði getað
orðið.
Þegar á kosninganóttina sagði
einn af frambjóðendum Banda-
lagsins, sem hafði tapað, að helsti
veikleiki þess í kosningabaráttunni
hefði verið að hafa tvo leiðtoga.
Þrýstingur hefur aukist á, að
flokkamir sameinist, því að ljóst
er, að þeir munu ekki halda banda-
lagi sínu áfram óbreyttu. David
Owen, leiðtogi Jafnaðarmanna-
flokksins, hefur alltaf verið andvíg-
ur sameiningu, en ekki er talið
líklegt, að hans sjónarmið ráði
ferðinni hjá flokknum. Hann er sá
eini úr „fjórmenningaklíkunni",
sem klauf sig úr Verkamanna-
flokknum 1981, sem enn situr á
þingi. Shirley Williams, Roy Jenk-
ins og Bill Rogers féllu öll í
kosningunum nú.
David Steel, leiðtogi Fijálslynda
flokksins, hefur lagt til, að flokkar
bandalagsins sameinist. Litið er á
þessa yfirlýsingu hans sem lið í
að styrkja stöðuna fyrir leiðtoga-
kosningar í hinum sameinaða
flokki, ef af sameiningu verður.
Því er einnig haldið fram, að
Verkamannaflokkurinn verði að
taka höndum saman við Fijáls-
lynda flokkinn til að eiga nokkra
möguieika á að koma Thatcher frá
eftir fjögur eða fímm ár. Ljóst er,
að slíkur samningur mundi kljúfa
Verkamannaflokkinn. Roy Hatt-
ersley, varaleiðtogi Verkamanna-
flokksins, vísaði öllum hugmjmd-
um um samvinnu við Fijálslynda
flokkinn á bug.
Vandamál stórborganna
meðal forgangs verkefna
nýju ríkissljórnarinnar
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
MARGARET Thatcher myndaði nýja ríkisstjóm um síðastliðna
helgi eftir giæsilegan sigur sinn í kosningunum á fimmtudag.
Hún gerði meiri breytingar á fyrri stjórn en búist hafði verið
við. Forgangsverkefni hinnar nýju ríkissijórnar verða vandamál
stórborganna, breytingar á skólakerfinu og húsnæðismál.
Veigamestu breytingamar,
sem Thatcher gerði á stjóminni,
voru þær, að Cecil Parkinson,
fyrrum formaður íhaldsflokksins
og viðskiptaráðherra, tók við af
Peter Walker sem orkumálaráð-
herra. Norman Tebbit, núverandi
formaður flokksins, vék úr stjórn-
inni að eigin ósk til að geta notað
meira af tíma sínum með konu
sinni, sem lamaðist upp að hálsi
í sprengingunni á flokksþingi
íhaldsflokksins í Brighton fyrir
nokkrum árum og hefur verið í
hjólastól æ síðan. Young lávarður
fluttist úr atvinnumálaráðuneyt-
inu í viðskiptaráðuneytið. John
Moore, sem var aðstoðarráðherra,
verður nú heilbrigðisráðherra.
Nigel Lawson fjármálaráðherra
heldur sínu embætti sem og Sir
Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra.
Bæði Cecil Parkinson, sem
eignaðist bam með einkaritaran-
um sínum og varð að segja af sér
af þeim sökum fyrir fjórum ámm,
og John Moore eru mjög fimir
stjómmálamenn í sjónvarpi, koma
vel fyrir og halda vel á rökum, en
í þessari kosningabaráttu skorti
íhaldsflokkinn tilfínnanlega slíka
menn.
Þegar á kosninganóttina lýsti
forsætisráðherrann því yfír í sig-
urræðu sinni í aðalstöðvum
íhaldsflokksins, að vandamál
stórborganna yrðu forgangsverk-
efni næstu ríkisstjórnar. Eftir
sigurinn fyrir fjórum ámm missti
stjómin dampinn í 18 mánuði.
Thatcher vill ekki að láta það
henda sig í þetta sinn og ætlar
þegar í upphafi þessa þings að
leggja fram fmmvörp í þeim
þremur málaflokkum, sem hún
ætlar forgang (vandamál stór-
borganna, menntamál og hús-
næðismál).
Af kosningaúrslitum er alveg
ljóst, að miðhlutar stórborganna,
sem eiga við mikil vandamál að
stríða, em sterkustu vígi Verka-
mannaflokksins. íhaldsflokkurinn
á engan þingmann í Glasgow,
Manchester, Liverpool, Newcastle
eða Bradford, og rétt náði inn
þingmanni í Cheffíeld. Til að bæta
úr þessu hyggst hún láta gera
áætlun, sem miða á að því að laða
stórfyrirtæki og minni fyrirtæki
til miðborganna til að skapa at-
vinnu. Fyrirætlun Thatcher í
húsnæðismálum miðar einnig að
því að veikja fylgi Verkamanna-
flokkins. í húsnæðismálum
hyggst stjómin ýta enn frekar
undir, að leigjendur húsnæðis í
eigu hins opinbera kaupi það,
hvort sem um er að ræða fjölbýlis-
hús, raðhús _eða annars konar
húsnæði. Hun hyggst einnig
breyta leigulögum, sem setja
strangar skorður við hækkunum
á leigu og takmarka rétt eigan-
dans til að losa sig við leigjendur.
Þessi lög valda því, að mjög lítið
af húsnæði í einkaeigu er á leigu-
markaði, heldur fyrst og fremst
húsnæði í eigu bæjarfélaga. í suð-
austurhluta Bretlands hefur þetta
valdið því, að verð á því litla leigu-
húsnæði, sem stendur til boða,
hefur hækkað gífurlega og komið
í veg fyrir, að fólk utan af landi
hafí getað flust til þessa lands-
hluta og fengið vinnu. Nicholas
Ridley umhverfismálaráðherra,
sem heldur áfram ráðuneyti sínu,
mun sjá um þessa málaflokka.
Kenneth Baker menntamála-
ráðherra, sem situr áfram, mun
sjá um að koma breytingum á
menntakerfínu í framkvæmd, en
þær voru mikið kosningamál. Cec-
il Parkinson á að sjá um að selja
vatnsveitur í landinu og önnur
orkufyrirtæki, sem falla undir
.hans ráðuneyti.
Hið nýja þing kemur saman á
morgun, 17. júní, og þingmenn
leggja fram Iqörbréf sín. 25. júní
næstkomandi flytur drottning
stefnuræöu stjómarinnar. Þá
hefjast átökin á þinginu.
Helstu ráðu-
neyti Thatcher
Forsætisráðherra Margaret
Thatcher, varaforsætisráðherra
Whitelaw lávarður, forseti lá-
varðadeildarinnar Lord Havers,
utanríkisráðherra Sir Geoffreý
Howe, flármálaráðherra Nigel
Lawson, innanríkisráðherra Dou-
glas Hurd, orkumálaráðherra
Cecil Parkinson, vamarmálaráð-
herra George Younger, þing-
flokksformaður neðri deildar John
Wakeman, félagsmálaráðherra
John Moore, atvinnumálaráðherra
Norman Fowler,