Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 fclk í fréttum Thatcher tollir ítískunni Margaret Thatcher, leiðtogi breska íhalds- flokksins, hefur að sögn þarlendra tískusér- fræðinga, uppgötvað gildi þess að „klæðast til valda“. Blúndur, slaufur og pífur hafa fengið að víkja fyrir herðapúðum og stílhreinum drögtum. Tískuljósmyndarar halda því fram að klæðaburð- ur Jámfrúarinnar" endurspegli vaxandi hörku í stjómmálabaráttunni. Fyrstu árin sem hún gegndi embætti forsætisráðherra, klæddist hún gjaman kvenlegum, mjúkum kjólum með slaufum og felling- um, en nú hafa þeir fengið að víkja fyrir sígildum drögtum með „Channel" sniði. Klæðaburður hennar er ekki sérlega kvenlegur en umfram allt einfald- ur, stílhreinn og tekur sig vel út á ljósmyndum, sem getur verið mikilvægt fyrir stjómmálaleiðtoga. Cynthia Crawford, einkaritari eins af ráðgjöfum frúarinnar segist hafa ráðlagt henni að klæðast einungis drögtum í kosningabaráttunni, en forðast slaufur og kjóla. Thatcher hefur því lagt áherslu á vandaðar dragtir og eftirlætis litimir eru blátt, hvítt og rjómagult. Hun hefur klæðst hverri dragt a.m.k. tvisvar og lífgað upp á heildarsvipinn með mismunandi perlufestum og blússum. í sjónvarpsviðtali í fyrra sagðist Thatcher einkum taka tillit til notagildis í fatavali. Hún kýs að klæð- ast sígildum fatnaði sem ekki er áberandi úr tísku og forðast jafnframt að vera of ungæðislega til fara. Þessi kombláa dragt í „Chanel“ stíl hefur vakið mikla athygli. Beinar línur og herðapúðar hafa tekið við af slauf- um og pífum. Reuter Margaret Thatcher hefur lagt áherslu á stílhreinan, einfaldan klæða- burð í kosningabaráttunni undanfarna mánuði. Frá vinstri: Jón Axel Ólafsson, dagskrárgerðarmaður og einn af hluthöfum í Stjömunni, Len Lewis, umboðsmaður fyrir tækjabúnað Stjörnunnar og Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárstjóri. Opnunarhátíð Stí’ömunnar Stjaman, nýja útvarpsstöðin, hélt upp á viku starfsafmæli sitt með glæsilegri opnunarhátíð í veitingahúsinu Hollywood sl. fímmtudagskvöld. Hátíðin hófst kl. 20, með því að lúðrasveitin Svanur lék, en síðan var gestum boðið upp á kokkteil áður en skemmtiatriðin hófust. Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárstjóri og Hafsteinn Vilhelmsson fram- kvæmdastjóri Stjömunnar fluttu stutt ávörp og þar á eftir lék Kvintett Rúnars Júlíussonar fyrir gesti. Síðan komu fram Greifamir og Blúsband Hollywood, ásamt söngvurunum Björgvini Halldórs- syni og Jóhönnu Linnet. Hafsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Stjömunnar, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að stöðin hefði fengið góðar undirtektir það sem af væri. „Við leggjum áherslu á gamla tónlist í bland við nýja og það virðist falla vel að smekk hlust- enda. Fréttastefna okkar er með nokkuð öðru sniði en hjá hinum útvarpsstöðvunum. Áhersla er lögð á mannlegu hliðina og já- kvæðar fréttir. Markmið okkar er að komast að því hvað fólk vill hlusta á en apa ekki allt eftir hin- um útvarpsstöðvunum" sagði Hafsteinn. Útvarpsstöðin Stjaman tók til starfa þann 4. júní sl. og sendir út á FM 102,2. Utsendingar henn- ar eiga að nást á Faxaflóasvæðinu og yst á Snæfellsnesi. í húsakynnum Stjömunnar í Sigtúni 7, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.