Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 4 JO Hvaða kostur er bestur? FÆRIBANDA- MOTORAR • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver ^fBiC) rakvél dugar jaJBi- lengi og eitt rakvélarblað. Góðan daginn! Vantar fyllíngu í líf þitt? Sprungur í vegg Iokast ekki af sjálfu sér. Það veistu. Lausnarorðið er Thorite. Efníð sem fagmennimir kalla demantssteypu. Harkan og endingin — þú skilur. Thorite viðgerðarefnið hefur góða viðloðun. Þú notar það jafnt á gcimla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfur: eftir 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iðnaðarmenn þekkja Thortte af Iangri reynslu. Nú er komið að þér. Thorfte fæst i Iitlum og stórum umbúðum með íslenskum leiðbeiningum. Spurðu eftir Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeir þekkja nafnið. B.B. BYGGINGAVÖKUR HE Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440 Siglingamálastofnun ríkisins: Aldur kaup- skípaflotans Við vísum til fréttatilkynningar Sambands íslenskra kaupskipaút- gerða, dags. 26. maí sl., þar sem gerð eru að umræðuefni viðtöl við Pál Guðmundsson, deildarstjóra eft- irlitsdeildar Siglingamálastofnunar, í fjölmiðlum nokkru áður um örygg- ismál kaupskipa. Stofnunin harmar að umrædd viðtöl hafí komið svo illa við Sam- bandið sem raun ber vitni, en vill benda á að nokkur þau atriði sem varða fullyrðingar um aldur íslenskra kaupskiptaútgerða í sam- banburði við nágrannalönd okkar eru ekki komnar frá deildarstjóra eftirlitsdeildar heldur virðast af fréttamanni dregnar af óskyldum upplýsingum um rekstur skipa í nágrannalöndum okkar, og geta því tæpast talist á ábyrgð stofnunar- innar. Þannig fullyrti deildarstjóri eftir- litsdeildar ekki í ofangreindum viðtölum að meðalaldur kaupskipa- flotans sé helmingi lægri í ná- grannalöndum okkar en hér á landi, enda ekki fyrirliggjandi hjá okkur neinar upplýsingar sem gefa slíkt til kynna, og ekki til þess ætlast. Hinsvegar var aldur íslenskra kaup- skipa (vöru- og olíuflutningaskipa) um síðustu áramót sem hér segir: Stærð skips Fjöldi Meðalaldur 0-499 10 12,8 500-999 5 16,0 999< 20 13,1 olíuflutningaskip 5 17,6 Vegið meðaltal er því um 13,95 ár. Stofnunin hefur ekki aðstöðu til að meta þann samanburð sem gerð- ur er í fréttabréfi Sambandsins frá 26. maí sl. á meðalaldri kaupskipa- flota nokkurra nágrannalanda, og telur reyndar að slíkur beinn sam- anburður sé erfiður og nánast út í hött án þess að tekið sé tillit til atriða eins og skipa bundin í höfnum (laid-up), verkefni skipanna o.fl. Hvað varðar viðhald á íslenskum kaupskipum munu ummæli deildar- stjóra eftirlitsdeildar hafa snúið að viðhaldi áhafna um borð í skipun- um, en óþarft ætti að vera að deila um að viðhaldi, sem áður var sinnt af áhöfninni, er nú í æ ríkara mæli sinnt af mönnum úr landi, þegar komið er í höfn. Því miður er því ekki að neita að þess hefur gætt við skoðun skipa að meira er um athugasemdir skoðunarmanna en áður við aðalskoðun búnaðar, en hvort það er vegna slakara við- halds um borð í skipunum eða ítarlegri skoðunar er erfítt að full- yrða, en þó er augljóst að viðhald og eftirlit öryggisatriða frá hendi áhafnarinnar gæti verið betra. f fréttabréfí Sambandsins kemur einnig fram að útgerðir íslenskra kaupskipa eyða meiri fjármunum í viðhald skipa sinna en þekkist ann- ars staðar og er leitt líkum að því að þess vegna sé ástand íslenskra skipa almennt betra en skipa í ná- grannalöndum okkar. Stofnunin getur ekki tekið afstöðu til þessarar fullyrðingar, en bendir á að kostn- aður við viðhald skipa hlýtur að ráðast fyrst og fremst af ástandi þeirra, þar sem hár viðhaldskostn- aður bendi til lakara ástands. Eins og Sambandinu er einnig kunnugt um hefur það verið stað- fast álit stofnunarinnar að eitt brýnasta verkefnið til að auka ör- yggi skipa eins og nú er málum háttað væri að fá sjómenn til frek- ari þátttöku í umönnun og viðhaldi björgunar- og öryggisbúnaðar, og hefur verið að því unnið I góðri samvinnu Sambandsins og stofnun- arinnar með allnokkrum árangri, en sjálfsagt þarf enn að bæta þar um svo að í góðu horfí sé. Auknar öiyggiskröfur til skipa kalla á aukna meðvitund áhafnar um öryggi eigin skips. Ennfremur má fullyrða að kröfur um eftirlit stjórnvalda, þ.m.t. flokkunarfélög, bæði fánaríkis (Flag State) og hafn- arríkis (Port State), eru mun meiri en áður og I sameiningu ættu þessi atriði öll að leiða til aukins öryggis íslenskra skipa og það hlýtur að vera sameiginlegt markmið útgerð- ar, sjómanna og Siglingamálastofn- unar. Siglingamálastofnun væntir góðs samstarfs við Sambandið hér eftir sem hingað til um framgang þeirra verkefna sem eru í verkahring stofnunarinnar. Virðingarfyllst, f.h. Siglingamálastofnunar ríkisins, Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Háskólabíó: Ný mynd með Sylvester Stallone HÁSKÓLABÍÓ frumsýndi nýverið kvikmyndina „Á toppinn“ (Over the top) með Sylvester Stallone í aðal- hlutverki. Myndin fjallar um flutningabílstjórann Lincoln Hawk sem keppir í „sjó- manni“ á knæpum til þess að afla sér fjár. Hawk vill með þeim hætti ná yfirráð- um yfir syni sínum sem móðurafi piltsins hefur alið upp. Myndin er framleidd af Can- on fyrirtækinu og leikstýrir Menahem Golan henni. í helstu hlutverkum auk Stallones eru Susan Blakey, Robert Loggia og David Mendenhall sem leik- ur soninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.