Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 25

Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 25 Háskóli íslands: Sumarsýning Listasafnsins LISTASAFN Háskóla íslands er nú að opna sumarsýningn á hluta listaverka sinna, svo sem undanfarin ár. Er sýningin í húsakynnum Jjess, Odda, hugvísindahúsi Háskólans, sem er nýbyggingin milli Arnagarðs og Norræna hússins. Á annarri hæð Odda eru sýnd nokk- ur verk Þorvalds Skúlasonar frá helztu skeiðum á listferU hans, en í aðalsalnum á þriðju hæðinni eru sýnd verk ýmissa höfunda, og eru þar á meðal ýmis ný tilföng safi Listasafn Háskóla íslands var stofnað 1980 af mikilli listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Sverris Sigurðssonar, og mynduðu verk Þorvalds Skúlasonar, allt frá æskuárum hans til hinstu verka, megin uppistöðu þeirrar gjaf- ar. í stofnskrá safnsins frá því ári, sem sett var af háskólaráði og stað- fest af forseta íslands, var safninu markaður sá tekjustofn, að „til lista- safnsins skal Háskóii íslands árlega leggja 1% þeirrar fjárhæðar, sem varið er til nýbyggingar á vegum skólans". Þannig hefur flárveitingin haldið í við verðbreytingar, og hefur safnið til þessa getað keypt 130 verk, en auk þess hafa því borist góðar gjafír, frá upphaflegum stofnendum, dánargjöf erfíngja Þorvalds Skúla- sonar, frá listamönnum og öðrum velunnurum Háskóla íslands. Því er sýning sú sem nú er opnuð í Odda aðeins brot af myndaeign safnsins. Stöðug skiptisýning úr verkum þess er í Skólabæ við Suðurgötu, þangað sem Jjöldi nemenda og kennara sæk- ir að staðaldri. Stjóm Listasafns Háskóla íslands hafa að vali háskólaráðs frá öndverðu skipað þeir Gylfi Þ. Gíslason prófess- or, formaður þess, Sverrir Sigurðs- son fyrrum iðnrekandi og Björii Th. Bjömsson listfr., sem veitir safninu forstöðu. Sýningin í Odda hefst 17. júní og stendur yfír í allt sumar, fram undir skólabyijun í haust. Hún er opin daglega frá kl. 13.30 til 17.00 og er aðgangur öllum ókeypis. (Frétt frá Listasafni HÍ.) Matarfræðingamir eru, frá vinstri: Sesselja Hauksdóttir, Friðgerður Guðnadóttir, Guðrún Sigurgeirsdóttir og Hugrún Högnadóttir. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: Fyrstu matarfræðing- arnir brautskráðir VH) SKÓLASLIT Fjölbrauta- skólans í Breiðholti þann 22. maí sl. voru fyrstu matarf ræðingarn- ir brautskráðir frá skólanum eftir tveggja ára nám. Nám matarfræðinga er hliðstætt námi „ökonoma" á Norðurlöndun- um að öðru leyti en því að það er fellt inn í áfangakerfi fjölbrauta- skóla. Náminu getur því lokið með stúdentsprófí. Til að hefla nám í matarfræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þurfa umsækjendur að hafa matar- tæknipróf. Rétt til náms í matar- fræði veita einnig hússtjómarkenn- arapróf, sveinspróf í matreiðslu, BED-próf frá Kennaraháskóla fs- lands með hússtjóm sem valgrein, og stúdentspróf. Starfssvið matarfræðinga er stjómun mötuneyta heilbrigðis- stofnana, en mikil vöntun er á fólki, menntuðu til slíkra starfa, að því er fram kemur í frétt frá skólanum. Viljirðu eitthvað vandlegafest veriu á fösiu med Thorsmans þan-múrboltinn: Festing fyrir þunga hluti í steypu. Örugg festing. Thorsmans naglatappinn: Plast- tappi meö skrúfunagla. (Þaö nýjasta í dag...) Örugg festing í vikurplötur og steinsteypu. Thorsmans sjökrækjan. Upp- hengja fyrir lampa, rör o.fl. í stein og plötur. Þægilegt — hentugt. Thorsmans múrtappinn með þanvængjum. Betra toggildi. Til festingar fyrir þunga hluti. Örugg festing. Thorsmans-monomax: Festing fyrir plötur 3-26 mm. Ath. aðrar geröir fyrir þykkri plötur. .#"RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/ SÍMI (91)84000 Cterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.