Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
GUFU
> i UEYF P R
1 Mál (HxBxD) = 8x60x45 cm.
• Blástur bæði beint út
eða I gegnum kolslu.
Þitt val um 5 liti.
Tveggja ára ábyrgð.
Munið okkar hagstæðu greiðslukjör.
ARISTON
Þvottavél kr. 34.050
með söluskatti
Hvwfisgötu 37, sónar 21490 og 21848.
Víkurbraut 13, Keflavik, simi 2121.
Lækjargötu 22 Hafnarfirði V 50022
. _ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
GARDENA
GERIR GARÐINN FRÆGAN.
MLJRFIAY.
Hörkugóð Amerísk
sláttuvél sem slær flötina jafnt og fallega.
3ja hestafla fjórgengis/bensínvél, 51 cm sláttu-
radíus, þægileg og vel staðsett bensíngjöf,
hentar jafnt í halla sem á lágréttu landi.
Verð aðeins krónur: 16.500.- stgr.
<b m
«cA
f
o■
o *
•* /
/ %
A
4*
va-
. . 6 ,• <y
u
<n e c6u
• #
fc |-
í;
Husqvarna handsláttu-
vélin er tilvalin lausn þar
sem ekki er hægt að
koma við vélsláttuvél og
einnig á minni flatir.
Husqvarna handsláttu-
vélin er mest selda
handsláttuvélin á
norðurlöndum. Verð
aðeins krónur: 6.400.- stgr
Úðarar í miklu úrvali
sem henta allsstaðar.
Verð frá krónum
235,- tit 1.375.-
v*-
<b
/
Rafmagnsklippur frá GARDENA.
Ómissandi í garðvinnuni og auðveldar
snyrtingu á erfiðustu grastoppunum.
Verð frá kr.: 4.628.-
^ 6 Ö
Öflugar og sterkar
hekk-klippur frá BOSCH.
Léttar og meðfærilegar.
Verð frá krónum: 9.500.-
OTRULEGT
ÚRVAL AF
GARDENA
GARÐÁHÖLDUM.
Slöngur, slöngutengi, slöng-
ustútar, þvottakústar fyrir
stéttina, slönguhengi, úðun-
arstútar, vökvunarkerfi,
vatnsdælur, tréklippur omfl.
(2\
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 ^3* 91-691600
# $ MorgunDiaoio/uiiar
Aðalstöðvar Orkubus Vestfjarða á Isafirði.
Orkubú Vestfj’arða
10 ára, rekstrar-
tap 2,2 millj. 1986
ísafirði.
ORKUBÚ Vestfjarða hélt 10. aðal-
fund sinn á ísafirði 29. og 30.
maí. Eigendur Orkubús Vest-
fjarða eru 29 sveitarfélög á
Vestfjörðum sem eiga_ 60% og
ríkissjóður sem á 40%. Á þeim 10
árum sem orkubúið hefur starfað
hefur það unnið að framkvæmd-
um í Vestfjarðakjördæmi fyrir um
1.400 miiyónir króna á núvirði.
Þótt orkuverð sé verulega mikið
hærra en orkuverð i Reykjavík,
er það i dag lægra en það hefur
nokkum tima áður verið miðað
við almennt kaupgjald á Vest-
fjörðum.
Þetta kom fram í skýrslu stjómar-
formanns Orkubús Vestflarða, Ólafs
Kristjánssonar í Bolungarvík. Hann
lagði á það áherslu í ræðu sinni, að
nú væru mestu framkvæmdaárin að
baki og stæði fyrirtækið nokkuð
traustum fótum og yrði því eitt að
meginmarkmiðum næstu ára, að
vinna að jöfnun orkuverðs til sam-
ræmis við það sem meginþorri
landsmanna byggi við. En það er
orðin nokkuð viðurkennd skoðun, að
orka fallvatna landsins sé ætluð öll-
um landsins bömum líkt og er með
fískimiðin umhverfís landið.
Óvenju lélegt vatnsár
Kristján Haraldsson, orkubús-
stjóri, gat þess í ræðu sinni að
síðastliðið ár hefði verið óvenjulélegt
vatnsár á Vestfjörðum og kæmi það
fram í því að orkuframleiðsla í vatns-
aflsstöðum orkubúsins hefur aldrei
verið minni síðan það tók til starfa.
Hann gat þess, að nú væri heimilis-
rafmagn á Vestfjörðum um 30%
dýrara en í Reykjavík og hitaorka
um tvöfalt dýrari. Orkubú Vestfjarða
kaupir nú 67% orkunnar frá RARIK
eða Landsvirlqun en orkunotkunin
hefur aukist úr um 70 GWH 1978 í
tæpar 200 GWH árið 1986.
10—20 vikur að vinna
fyrir orkureikningnm
Hann gat þess að orkukaup meðal-
heimilis á Vestfjörðum hefðu lækkað
úr sem nema 20 vikna vinnu í dag-
vinnu á ári miðað við hæsta verð sem
var hluta úr ári 1983 í að vera um
10 vikna dagvinna verkamanna á
síðast ári.
í framhaldi af niðurfellingu verð-
jöfnunargjalds á raforku í landinu
gerðu ríkissjóður og Orkubú Vest-
§arða með sér samning, þar sem
ríkissjóður yfírtók skuldir af orkubú-
inu fyrir um 540 milljónir króna.
Eigið fé jókst um 103%
Heildartekjur félagsins á árinu
1986 námu 413 milljónum króna og
varð rekstrartap ársins 2,2 milljónir
þegar búið var að afskrifa eignir um
98 milljónir. Vaxtagjöld ársins voru
um 132 milljónir, en af þvf greiddi
ríkissjóður 40 milljónir vegna yfir-
töku á lánum. Ólafur Helgi Olafsson,
fyrrverandi deildarstjóri fjármála-
deildar, skýrði reikningana. Þar
kemur og fram að eigið fé orkubús-
ins jókst um rúm 103% á árinu.
Um áramót var eiginfjárstaða fyr-
irtækisins rúm 77% og veltufjárhlut-
fall 2,35 sem er talið mjög gott að
sögn Ólafs Helga. ólafur Helgi lét
af störfum hjá orkubúinu um síðustu
áramót og flutti til Reykjavíkur en
við starfi hans tók Guðmundur Hall-
dórsson, viðskiptafræðingur.
Útgáfa afmælisrits
f tilefni af 10 ára afmæli Orkubús
Vestfjarða hefur verið ákveðið að
gefa út sérstakt afmælisrit og hefur
verið samið við Lýð Bjömsson, sagn-
fræðing, um útgáfuna. Áætlað er að
ritið komi út fyrir næstu áramót, en
1. janúar 1988 eru liðin rétt 10 ár
frá því að Orkubú Vestfjarða tók við
rekstri orkuveranna á Vestfjörðum
úr höndum RARIK og héraðsraf-
veitna.
Stjóm Orkubús Vestfjarða skipa
nú Ólafur Kristjánsson, Bolungarvík,
formaður, Kristján Jónasson,
ísafirði, og Magnús Bjömsson,
Bfldudal, en þeir eru allir kosnir á
aðalfundi. Auk þeirra sitja í stjóm-
inni Ólafur Helgi Kjartansson,
ísafirði, fyrir iðnaðarráðuneytið, og
Engilbert Ingvarsson, Tyrðilmýri,
fyrir Qármálaráðuneytið.
- Úlfar
Kristján Haraldsson hefur verið
orkubússtjóri frá upphafi. Þrátt
fyrir hærra orkuverð en í
Reykjavík er munurinn orðinn
mikið minni en áður var. Nú tek-
ur það verkamann skemmri tíma
að vinna fyrir orkureikningum
sínum en nokkurn tímann áður
í 10 ára sögu Orkubús Vest-
fjarða.