Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 48
Ot „Qnr fw,T -,r o>„„nnr,T,a^ rirn . T„rr,,,,nn..
4g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
230 lítra kæliskápur
. 26.310
með söluskatti.
Hverfisgötu 37 Víkurbraut 13
Reykjavík Keflavík
Símar: 21490, Simi2121
21846
Thermor
Helluborð kr.
8.985,00 með
söluskatti.
Bökunarofn kr.
15.610,00 með
söluskatti
Hverfisgötu 37
Reykjavík
Símar: 21490,
21846
Víkurbraut 13
Keflavtk
Sími2121
GEGN
STEYPU
SKEMMDUM
STEINVARI 2000_:_
hefur þá einstöku eiginleika að
vera þétt gegn vatni í fljótandi
ástandi, en hleypa raka í
loftkenndu ástandi auöveldlega í
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
Viljir þú verja hús þitt skemmdum
skaltu mála meö
STEINVARA 2000.
ÖSA/StA
Ferðamálakynnmgin á Hótel Borgarnesi. Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi kynna fulltrúum ferða- Óli J. Ólason, ferðamálafulltrúi
skrifstofanna þjónustu sína. Vesturlands.
Vorfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands:
Vesturland býður upp á allt
það sem á íslandi finnst
- segir Óli J. Ólason ferðamálafulltrúi
„VESTURLAND býður upp á
allt það sem á íslandi finnst,
hér er mjög fjölskrúðugt nátt-
úrulíf, jafnvel náttúruundur á
borð við SnæfeUsjökul. Á
Vesturlandi er því hægt að
sýna flest í tengslum við sögu
náttúru íslands," sagði Óli J.
Ólason, ferðamálafulltrúi
Vesturlands, þegar haldinn
var vorfundur Ferðamála-
samtaka Vesturlands nú fyrir
skömmu.
Fundurinn var haldinn í Hótel
Borgamesi og að sögn Óla var
hann óvenju seint á árinu. Að
loknum fundi var haldin ferða-
málakynning. Þar kjmntu þjón-
ustu sína þeir aðilar sem standa
að ferðamálum á Vesturlandi. A
kynninguna komu fulltrúar
flestra ferðaskrifstofa á íslandi
og fleiri aðilar sem hafa með
ferðamannaþjónustu að gera.
„Við notum vorfundi til að stilla
saman strengina og skiptast á
skoðunum áður en ferðamanna-
straumurinn hefst," sagði Óli.
Ferðamálasamtök Vesturlands
eiga fímm ára afmæli á árinu og
af því tilefni var haldinn afmælis-
fagnaður að lokinni ferðakynn-
ingunni. Samtökin eru þau elstu
sinnar tegundar á landinu, en nú
eru sambærileg samtök starf-
rækt í öllum kjördæmum, fyrir
utan Reykjavík, þar sem ferða-
málanefnd er starfandi. „Allir
sem í þessu kjördæmi tengjast
ferðamálum eru aðilar að sam-
tökunum," sagði óli. „Þar á
meðal eru hótel og veitingastaðir
auk verslana og slíkra þjónustu-
aðila. Ennfremur er sveitarfélag-
ið stór aðili. Og við höfum átt
mjög gott samstarf við önnur
ferðamálasamtök. “
Ýmis verkefni eru framundan
á afmælisárinu. „Til dæmis ætl-
um við að verðlauna það sveitar-
félag sem dómnefnd telur skara
fram úr hvað varðar snyrti-
mennsku. Við vonumst til að
þetta verði mönnum hvatning til
að snyrta umhverfí sitt,“ sagði
Óli.
Þá verður opnuð upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn. Hún
verður til húsa í Ingólfsstræti 5
í Reykjavík. Það er Reykjavíkur-
borg, ferðamálaráð og ferða-
málasamtök um allt land sem
standa að þessari miðstöð. Óli
segir: „Þetta verður hlutlaus upp-
lýsingamiðstöð þar sem ferða-
menn geta fengið upplýsingar
um og valið úr ferðum, án þess
að verið sé að selja þeim. Ég tel
að þama sé á ferðinni mikilvægt
mál fyrir landsbyggðina."
Að sögn Óla hefur orðið aukn-
ing í ferðamennsku á Vesturlandi
undanfarin ár. „Við í ferðamála-
samtökunum viljum meina að það
sé ekki síst árangur af okkar
starfí, en sumir segja að það sé
ekki síður góða veðrið."
Morgunblaðið/KGA
Hótel Borgames er híð glæsilegasta. Þar héldu Ferðamálasamtök
Vesturlands vorfund sinn.
Útsýni yfir Borgames og nágrenni er fjölbreytt.
Smjörsteiklir sveppir
sjálfsagt mál.
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!