Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 48
Ot „Qnr fw,T -,r o>„„nnr,T,a^ rirn . T„rr,,,,nn.. 4g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 230 lítra kæliskápur . 26.310 með söluskatti. Hverfisgötu 37 Víkurbraut 13 Reykjavík Keflavík Símar: 21490, Simi2121 21846 Thermor Helluborð kr. 8.985,00 með söluskatti. Bökunarofn kr. 15.610,00 með söluskatti Hverfisgötu 37 Reykjavík Símar: 21490, 21846 Víkurbraut 13 Keflavtk Sími2121 GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000_:_ hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. ÖSA/StA Ferðamálakynnmgin á Hótel Borgarnesi. Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi kynna fulltrúum ferða- Óli J. Ólason, ferðamálafulltrúi skrifstofanna þjónustu sína. Vesturlands. Vorfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands: Vesturland býður upp á allt það sem á íslandi finnst - segir Óli J. Ólason ferðamálafulltrúi „VESTURLAND býður upp á allt það sem á íslandi finnst, hér er mjög fjölskrúðugt nátt- úrulíf, jafnvel náttúruundur á borð við SnæfeUsjökul. Á Vesturlandi er því hægt að sýna flest í tengslum við sögu náttúru íslands," sagði Óli J. Ólason, ferðamálafulltrúi Vesturlands, þegar haldinn var vorfundur Ferðamála- samtaka Vesturlands nú fyrir skömmu. Fundurinn var haldinn í Hótel Borgamesi og að sögn Óla var hann óvenju seint á árinu. Að loknum fundi var haldin ferða- málakynning. Þar kjmntu þjón- ustu sína þeir aðilar sem standa að ferðamálum á Vesturlandi. A kynninguna komu fulltrúar flestra ferðaskrifstofa á íslandi og fleiri aðilar sem hafa með ferðamannaþjónustu að gera. „Við notum vorfundi til að stilla saman strengina og skiptast á skoðunum áður en ferðamanna- straumurinn hefst," sagði Óli. Ferðamálasamtök Vesturlands eiga fímm ára afmæli á árinu og af því tilefni var haldinn afmælis- fagnaður að lokinni ferðakynn- ingunni. Samtökin eru þau elstu sinnar tegundar á landinu, en nú eru sambærileg samtök starf- rækt í öllum kjördæmum, fyrir utan Reykjavík, þar sem ferða- málanefnd er starfandi. „Allir sem í þessu kjördæmi tengjast ferðamálum eru aðilar að sam- tökunum," sagði óli. „Þar á meðal eru hótel og veitingastaðir auk verslana og slíkra þjónustu- aðila. Ennfremur er sveitarfélag- ið stór aðili. Og við höfum átt mjög gott samstarf við önnur ferðamálasamtök. “ Ýmis verkefni eru framundan á afmælisárinu. „Til dæmis ætl- um við að verðlauna það sveitar- félag sem dómnefnd telur skara fram úr hvað varðar snyrti- mennsku. Við vonumst til að þetta verði mönnum hvatning til að snyrta umhverfí sitt,“ sagði Óli. Þá verður opnuð upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn. Hún verður til húsa í Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Það er Reykjavíkur- borg, ferðamálaráð og ferða- málasamtök um allt land sem standa að þessari miðstöð. Óli segir: „Þetta verður hlutlaus upp- lýsingamiðstöð þar sem ferða- menn geta fengið upplýsingar um og valið úr ferðum, án þess að verið sé að selja þeim. Ég tel að þama sé á ferðinni mikilvægt mál fyrir landsbyggðina." Að sögn Óla hefur orðið aukn- ing í ferðamennsku á Vesturlandi undanfarin ár. „Við í ferðamála- samtökunum viljum meina að það sé ekki síst árangur af okkar starfí, en sumir segja að það sé ekki síður góða veðrið." Morgunblaðið/KGA Hótel Borgames er híð glæsilegasta. Þar héldu Ferðamálasamtök Vesturlands vorfund sinn. Útsýni yfir Borgames og nágrenni er fjölbreytt. Smjörsteiklir sveppir sjálfsagt mál. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.