Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
Andrei Sakharov:
Polítískum föng'-
um verði sleppt
Reuter
Jóhannes Páll pafi II kyssir stein á leiði Jerzy Popieluszko, prestsins er pólska öryggislögreglan lét
myrða árið 1984.
^ Waahington, Reuter.
Á SUNNUDAG skoraði nóbels-
verðlaunahafinn Andrei Sakharov
á sovétleiðtogann Mikhail Gorbac-
hev að leysa alla pólítíska fanga
f Sovétríkjunum úr haldi. Kom
þetta fram í sjónvarpsviðtali hans
við bandaríska sjónvarpsstöð, sem
sent var frá Moskvu.
Sakharov sagði að um 160 manns
hefði verið sleppt lausum að undanf-
ömu, en sagðist sjálfur vita um að
minnsta kosti 500 pólítíska fanga,
sem enn sætu inni, og „ef til vill eru
hundruð annarra, sem við vitum ekki
um.“ Sagði hann ennfremur að
Gorbachev hefði ekki leyst úr haldi
fanga í einangrunarbúðum, eða þá
pólítísku fanga sem haldið er í geð-
sjúkrahúsum.
Sakharov var sjálfur í útlegð í
Póllandsheimsókn páfa:
Trygging mannréttinda for-
senda stíórnmálasambands
Varsjá. Reuter.
JÓHANNES PáU páfi II hvatti í gær í lok þriðju heimsóknar
sinnar til Póllands, kirkjuleiðtoga þar í landi til þess að beijast
fyrir auknum mannréttindum. Sagði hann að í kjölfar þess gætu
skapast aðstæður er gerðu Páfagarði fært að taka upp stjóm-
málasamband við pólsku stjórnina.
að vinnandi fólk um allan heim
styddi Samstöðu í baráttunni fyrir
frelsi og lagalegum réttindum. Við
messumar hefði fjöldi manns borið
Páfi, sem hefur undanfama 7
daga ferðast um föðurland sitt, lét
þessi orð falla í ræðu er hann
flutti yfir öllum kaþólskum biskup-
um í Póllandi. Ýmsir kirkjunnar
menn hafa verið gagnrýndir fyrir
að styðja ekki kröfur um aukin
lýðréttindi. Sagði páfí að kirkjan
ætti að boða fagnaðarerindið, en
hún ætti einnig að fjalla um sann-
leikann um manninn og réttindi
hans og sannleikann um þjóðlífíð
og réttindi þjóðarinnar. Pólska
stjómin hefur um nokkurt skeið
óskað eftir að taka upp stjóm-
málasamband við Páfagarð en
slíkt hefur strandað á samkomu-
lagi um lagalega stöðu kaþólsku
kirkjunnar í Póllandi. Wojciech
Jaruzelski, leiðtogi pólska kom-
múnistaflokksins, sagði í gær í
ræðu er hann kvaddi páfa á flug-
vellinum í Varsjá, að kirkja og ríki
yrðu að fínna leiðir til að lifa sam-
an í sátt og samlyndi. Ríkisstjóm
sín bæri ábyrgð á að aðsteðjandi
vandamál væru leyst. „Þú munt
alltaf bera í hjarta þínu mynd af
Póllandi, en þú getur ekki tekið
með þér vandamál þess“, sagði
hann við páfa.
Margar milljónir mann hlustuðu
á messur páfa í borgunum er hann
heimsótti. Alls staðar minnti hann
á Samstöðu, hin bönnuðu samtök
verkalýðsfélaga og hvatti til þess
að þau fengju að starfa. í gær-
morgun fór Jóhannes Páll pafí að
leiði Jerzy Popieluszko, prests er
myrtur var af öryggislögreglu-
mönnum árið 1984. Var það mjög
áhrifamikil stund, ræddi páfí við
foreldra hins látna og lagði blóm-
sveig með rauðum og hvítum
blómum á leiðið. Sagði páfí Popiel-
uszko hafa verið hugrakkan mann
og fyrirmynd annarra presta.
í yfírlýsingu er stjómamefnd
Samstöðu sendi frá sér í gær sagði
að páfí hefði lagt á það áherslu
Leikkona
látin
Reuter, New York.
LEIKKONAN Geraldine Page
lést úr hjartaslagi I ibúð sinni
á Manhattan á laugardaginn.
Síðasta hlutverk Page var í
leikriti eftir Noel Coward á Broad-
way. Mótleikari hennar þar var
Richard Chamberlain. í fyrra fékk
hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn
í myndinni „The Trip to Bountif-
ul“. Hún hafði áður verið sjö
sinnum útnefnd til verðlaunanna.
Geraldine Page var 62 ára þegar
hún lést.
Geraldine Page
Reuter
hinni lokuðu borg Gorkí um sex ára
skeið, þar til honum var leyft að flytj-
ast til Moskvu í fyrra.
í viðtalinu á sunnudag sagði hann
að þær breytingar, sem nú fara fram
á sovésku þjóðfélagi, væru vissulega
í rétta átt, „en það sem hefur verið
gert til þessa eru aðeins byrjunar-
skref og hefur ekki haft nein
varanleg áhrif á hið steinrunna so-
véska valdkerfi."
Þá skoraði hann á stjómir Banda-
rílqanna og Sovétríkjanna að gera
alvöru úr helmings niðurskurði lang-
drægra kjamorkuvopna og hvatti
Kremlarbændur jafnframt til þess
að kalla innrásarlið sitt í Afganistan
heim.
merki samtakanna og sýndi það
betur en nokkuð annað að Sam-
staða nyti stuðnings þjóðarinnar.
Lík kommún-
istaleiðtoga
flutt úr fyrir-
mannagrafreit
Moskvu, Reuter.
LÍK Sharafs Rashidovs, leiðtoga
kommúnistaflokksins i sovézka
lýðveldinu Uzbekistan í Mið-Asíu,
hefur verið grafið upp úr graf-
reit fyrir hefðarfólk og flutt á
„óæðri“ stað að sögn sovézka
tímaritsins Literaturnaya Gazeta.
Rashidov lézt árið 1983 og hafði
þá verið leiðtogi Uzbekistan í 22 ár.
Hann var í fyrra sakaður um spill-
ingu, svindl, bruðl með almannafé
og ýmsa glæpi. Af þeim sökum var
hann sviptur öllum heiðursmerkjum
og viðurkenningum, þremur árum
eftir að hann dó. Hann var jarðsett-
ur við hlið minnisvarða um Lenin í
miðborg Tashkent, höfuðborgar Uz-
bekistan, en hefur nú verið fluttur
þaðan. „Það er tími til kominn að
nefna hlutina réttu nafni. Það var
nauðsynlegt að grafa leifar þessa
svokallaða Leninista annars staðar,"
sagði í Literatumaya Gazeta.
Tímaritið sagði líkflutninginn til
marks um það að skömm Rashidovs
gæti ekki orðið meiri. Það sagði það
vera tilmarks um stjómarhælti hans
að Khaydar Yakhyayev, fyrrum inn-
anríkisráðherra Uzbekistah, hefði
verið böðull og pyntari.
HONDA TRX 350 4 WD
BÆNDUR - VINNUÞRÆLLINN TRX 3SO
HONDA kynnir fjórhjóla farar-
tæki með drifi á öllum hjólum,
sem fer allt.
Léttið ykkur störfin.
Látið HONDA TRX 350 4 WD vinna
fyrir ykkur og gera vinnu að leik.
Vandaðasta fjórhjólið á markaðnum.
Verð aðeins kr. 226.000.- stgr.
HONDA á íslandi,
Vatnagörðum 24, sími 689900.
* Vél 25 hestöfl.
* Sprengirúm 350 cc.
* 4-gengis bensínvél.
* 5 gírar, 1 afturábak.
* Rafstart.
* Vökvafjöðrun.
* Vökvabremsur.
* Hjólbaröar 24x9-11
* Bensíntankur 10,5 I.
* Tengillfyrir 12volt 15a.
* Hæð frá jörðu 16 cm.
* Þyngd 259 kg!
* Síðast en ekki síst:
Driföxlar og hjöruliðir
vandlega lokaðir.
TRX3504&*