Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 23

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 23 Ritgerð Sólrúnar Jensdótt- ur gefin út í Bandaríkjunum NÝLEGA kom út í Bandaríkjun- nm magistersritgferð Sólrúnar Jensdóttur, sagnfræðings, „Ang- lo-Icelandic Relations During the First World War“. Það er bókaút- gáfan Garland sem gefur rit- gerðina út í ritröðinni úrvalsrit- gerðir frá London School of Economics. Garland-útgáfufyrirtækið sér- hæfír sig í útgáfu vísindaritgerða og hefur gefíð út prófritgerðir frá 1976. Fram til þessa hafa flestar þeirra verið frá bandarískum há- skólum og er London School of Economics meðal fyrstu skóla utan Bandaríkjanna, sem forlagið leitar til. í upplýsingabæklingi forlagsins um ritröðina frá LSE segir m.a. að leitað hafí verið álits kennara skól- ans á því hvaða ritgerðir, sem ekki hefðu birst á ensku, væru best falln- ar til útgáfu. Sólrún Jensdóttir í ritröðinni eru ritgerðir um Suð- ur-Ameríku, Miðausturlönd, sagn- fræði- og hagfræðiritgerðir um 18. öldina og ár heimsstyijaldarinnar fyrri, alls 29 talsins. Ritgerð Sólrúnai- Jensdóttur, sem nú birtist í upphaflegri gerð, kom út þýdd og endurskoðuð undir heit- inu „ísland á brezku valdsvæði 1914—1918“ í ritröðinni sagnfræði- rannsóknir, á vegum Menningar- sjóðs og Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands. Er ritgerðin eink- um byggð á skjölum, sem Sólrún fékk aðgang að fyrst manna í brezkum og dönskum skjalasöfnum og Þjóðskalasafni íslands. í bókinni er sýnt fram á að Bret- ar höfðu allt ráð íslendinga í hendi sér á árum fyrri heimsstyijaldarinn- ar. Lýst er þróun verzlunarviðskipta landanna, en ísland var á hafn- bannsvæði Breta og þrengdu þeir hag utanríkisverzlunar íslendinga eftir því sem á styijöldina leið. Brezk skjöl staðfesta ótta Breta við ásælni Þjóðveija á íslandi, einkum Anglo-Icelandic Relations DURING THE First World War S. B. Jensdottir Hardarson Gartam! Hnhhsk.ng. l-r . Xhr V.ri & Umrt,m lltM á fyrri hluta styrjaldarinnar, m.a. að þeir kæmu hér upp kafbátahöfn. Vöruðu Bretar Dani mjög við hugs- anlegum yfírgangi Þjóðveija, sem þeir kváðust ekki myndu þola. HITAMÆLAR SQMfffeumgjtyiir cJjígixrD®©®^ cit ©cö) Vesturgötu 16, sími 13280. Á yfir 40 stööum á landinu afgreiöum við gjaldmiðla allra helstu viðskiptalanda okkar í seðlum, ferðatékkum og ávís- unum. Auk algengustu teg- unda, s.s. dollara, punda og marka, selur Landsbankinn t.d. hollenskarflórínur, portú- galska escudos, ítalskar lírur og svissneska franka í ferða- tékkum. Með því að kaupa gjaldeyri þess lands sem ferðast á til, sparast óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Síðari ástæðan fyrir heimsókn íLandsbankann er EfÞÚ VIIIVERA VISS... Þú hefur tvær megin ástæður til þess að koma við í Lands- bankanum áður en þú ferð til útlanda. Sú fyrri er Gjaldeyrisþjónusta Landsbankans. Ferðatrygging Sjóvá: Mörg óhöpp geta hent á ferðalögum, ferðatrygging Sjóvá ersvarið. Hún innifelur: - Ferðaslysatryggingu, - Ferðasjúkratryggingu, - Ferðarofstryggingu, - Farangurstryggingu, - SOS-neyðarþjónustu. Ferðatrygging Sjóvá erþví einföld og örugg. Gjaldeyrir úr Landsbankanum - ferðatrygging frá Sjóvá, - eftir það getur þú verið viss. SJÓVÁ £ TRYGGT ER VEL TRYGGT JHLJB Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.