Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Fyrsti fiskmarkaðurinn hérlendis tekinn til starfa Hærra verð fékkst fyrir aflann en búist var við Óskar ÞÓr Karlsson og bróðir hans, Karl S. Karlsson. Óskar stendur með spjald sem gefur til kynna að þeir séu hugsanleg- ir kaupendur, en fyrirkomulag- ið á uppboðinu er það að allir þátttakendur lyfta spjöldum sínum á loft meðan á verðtil- boðum stendur, en draga það svo niður þegar þeim hættir að lítast á blikuna. FISKUPPOÐIÐ á fiskmarkaðnum i Hafnarfirði í gær þótti ta- kast framar öllum vonum, og að sögn Haraldar Jónssonar, Framkvæmdastjóra Sjólastöðvarinnar og stjómarformanns Fisk- markaðarins hf., fékkst hærra verð fyrir aflann en búist hafði verið við. Rúmlega 167 tonn voru boðin upp úr togaranum Otri HF, sem kom úr veiðiferð á laugardaginn, og var söluverðmæti þess afla 5527,693 þúsund krónur. Meðalverð var 33 krónur. Bræðumir Óskar Þór og Karl Karlssynir, eigendur ísfisks sf, keyptu 15 tonn á markaðnum og sðgðu þeir verðið vera svipað þvi sem þeir hefðu keypt hráefnið á fram að þessu. „Við erum vanir að kaupa fisk á yfirverði, og forsenda þess að slíkt sé hægt er sú að fisk- vinnslan geti aflað sér hráefnis jafnt Gísli Geirsson, eigandi Sjávar- fisks, var fyrstur til að festa kaup á fiski á markaðnum. Hér gengur hann um og merkir sér kassa. og þétt, og jafnframt sérhæft sig í vinnslu á ákveðnum tegundum," sagði Óskar. Hann sagði að tilkoma fiskmarkaðar af þessu tagi stuðlaði að auknum aðskilnaði milli útgerðar og fiskvinnslu og að slíkur aðskiln- aður stuðlaði jafnframt að aukinni hagkvæmni í vinnslu. Stjómarformaðurinn.Haraldur Jónsson, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þegar á heildina væri litið þá væri hann mjög ánægður með útkomuna. „Verðið sem fékkst fyrir aflann er ivið hærra en við bjuggumst við að fá því togaraflot- inn er allur inni í tilefni sjómanna- dagsins og því allar vinnslustöðvar fullar," sagði Haraldur, og kvað því alveg hafa vantað tilboð frá stærstu Mikill mannfjöldi var samankom- inn á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði um þtjú leytið í gær, og höfðu ein- hveijir gárangar á orði að líklega væri þetta flölmennasta innisam- koma sem haldin hefði verið í Firðinum, eins og þeir orðuðu það. Ekki var þó allur þessi flöldi kom- inn til að kaupa því einungis 13 aðilar keyptu fisk á markaðnum þó fleiri hafi verið til að bjóða í. Stærsta hluta aflans keypti Sjóla- stöðin í Hafnarfirði, 51 tonn, en smæsti kaupandinn var fískbúð ein, sem keypti 565 kg. af ýsu fyrir 44.10 krónur hvert kíló. Ifyrsti kaupandinn á markaðnum var Gísli Geirsson, eigandi fyrirtæk- isins Sjávarfísks, sem festi kaup á 150 kössum af þorski. Honum leist mjög vel á fískmarkaðinn, og í sam- tali við Morgunblaðið kvað hann þetta meðalverð sem fékkst vera sanngjarnt. „Verðið hefur verið hátt í 10% hærra upp á síðkastið fyrir fisk af þessu tagi, þannig að ég er mjög ánægður með kaupin hér,“ sagði Gísli. „Það hefur mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur sem ekki höfum neina útgerð til að sjá okkur fyrir hráefni að þurfa ekki að vera á þeysingi um allt; suður í Sandgerði og til Þorlákshafnar, til að afla okkur hráefnis," sagði Gísli Geirs- son. Moreunblaðið/RAX fískvinnslustöðvunum. Hann var spurður um helstu kosti markaðar af þessu tagi, og sagði hann að á þennan hátt væri hægt að finna út raunveralegt verð fisk- ins. „Þá á að vera hægt að skapa meiri verðmæti ef alltaf er verið að vinna nýjan fisk og fiskvinnslan getur keypt það sem henni hentar hveiju sinni. Það gerir það að verk- um að vinnslan verður jafnari og að hægt verður að sérhæfa sig í vinnslu ákveðinna tegunda," sagði Haraldur. Þá taldi hann fiskmarkað sem þennan eiga eftir að hafa áhrif á gámaútflutning; hann myndi minnka og fískaupendur því fá tækifæri til að bjóða í þann afla. Fiskmarkaðurinn verður opinn í dag og hefst hann klukkan 15.00. Þá verður boðinn upp afgangur aflans sem togarinn Ótur kom með til hafnar á laugardag, en alls var afli hans um 180 tonn. Árvökul augu framkvæmdastjórans og uppboðshaldar- ans, Einars Sveinssonar, fylgjast vel með þeim sem bjóða i aflann. Yfir honum hangir tölvuskermur þar sem hægt er að sjá það verð sem boðið er í aflann hverju sinni. :>* ; , ■ ■ i N. \ Í * ^ mJf'A 1 1HB' I 4 ■ Mí, '■% WmmSSk f, i . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.