Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 35 Mokveiði í norð- lenskum laxveiðiám Morgunblaðið/gg Lax hefur tekið undir Laxfossi i Laxá í Kjós og g-Iíman er hafin. Nokkru síðar spriklaði 12 punda hrygna uppi á bakkanum. Morgunblaðið/gg Þennan gæðastimpil er að finna á flestum löxunum sem eru að veiðast viða um land þessa dagana. Laxamokstur í Vatns- dalsá „Menn eru orðnir gersamlega geggjaðir héma, enda hafa sumir varla komist úr hyljum sínum, svo ör er takan. Og þetta eru allt boltar, einn vel minnstur 10 punda, og að minnsta kosti tíu iaxar 20—23 punda,“ sagði Bryn- jólfur Markússon, einn leigutaka Vatnsdalsár í samtali við Morgun- blaðið í gærdag, en veiði hófst í ánni í gærmorgun og drógu menn á fyrri vaktinni hvorki fleiri né færri en 38 laxa. Það var Biynjólf- ur sjálfur sem veiddi stærsta laxinn og þann minnsta I morgun. Að sögn hans er lax í nánast hveijum hyl og mikið af honum í mörgum þeirra. Þeir sem áttu til dæmis Bjamastein og Litlu- kvöm í morgun hreyfðu sig til dæmis ekki frá þeim alla vaktina og héldu í hús á hádegi með átta stórlaxa hvor. Tveir laxar veidd- ust f Torfhvammshyl sem er með efstu hyljum og þar hristi mjög stór fískur úr sér, „og það er uggi við ugga um alla Hólakvöm- ina“, bætti Brynjólfur við glaður í bragði. Laxinn er allur nýr, en ekki allur lúsugur. Að sögn Brynj- ólfs hafa maðkur og spónn gefið best, en nokkuð hefði einnig veiðst á flugu. Brynjólfur sagði menn hafa rætt það á milli sín hvort önnur eins byijun hefði nokkru sinni verið og þótt sumir í opnun- arhollinu hefðu veitt í ánni áratugum saman, þá mundi eng- inn eftir öðra eins. „Meiriháttar byrjun...“ Snorri nokkur Hauksson á Tjamarbrekku við Víðidalsá var hinn kátasti er Morgunblaðið ræddi við hann síðdegis í gær. ■ „Þetta var meiriháttar byrjun, þeir fengu 24 laxa á 8 stangir og sá stærsti var 24 punda. Eg held að að minnsta kosti tveir aðrir laxar hafí verið um 20 pund og allt var þetta boltalax, enginn undir 10 pundum. Þetta vora fer- lega fallegir fískar," sagði Snorri. Að sögn kokksins á Tjamar- brekku hafa menn séð mikið af laxi og hann er kominn upp um alla á, allt fram á efstu staði og enginn veiðistaður er drýgri en annar, það er bókstaflega dreifður lax um allt. „Þetta er ekki bara á maðkinn, sumir hafa reynt Þing- eying, bæði túbu og streamer, með góðum árangri, einn fékk t.d. þijá físka á þá flugu. Vart þarf að taka fram, að þetta er miklu betri byijun en í fyrra og vora menn þó ekkert að kvarta þá. Frábær byrjun í Miðfjarðará Fýrsti veiðidagurinn í Miðfjarð- ará var á laugardaginn og komu þá 20 stórlaxar á land. Alls veiddi fyrsta hollið 45 laxa, þann stærsta 25 pund og er það stærsti lax sumarsins enn sem komið er eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Laxinn veiddi Bjami Áma- son í Neðri Hlaupunum í Austurá, en hún hefur gefíð drýgstu veiðina ásamt Vesturá, en mest af laxin- um hefur safnast á Kambsfoss í Austurá og í Kistunum og Hlíðar- fossi í Vesturá. Bæði Núpsá og Miðfjarðará hafa einnig gefíð afla svo og fleiri staðir að sjálfsögðu í fyrstnefndu ánum. Meðalþung- inn er geysigóður, aðeins tveir eða þrír laxar vora undir 10 pundum og þeir vora alveg við tveggja stafa töluna. Þetta er einhver besta byijun sem um getur í Mið- fjarðará og jafnast að laxafjölda til eiginlega aðeins við byijunina frægu hér um árið (1979??), en þá kom upp úr dúmum að afíinn var einkum skipaður hoplöxum á því kalda vori. Veiðin nú er svo sannarlega ekta og gefur góð fyr- irheit fyrir komandi vertíð, því mikið er talið eftir af stórlaxinum í ánni og svo á allur smálaxinn eftir að koma. Glæðist aðeins í Laxá í Leirársveit Veiðin hefur aðeins glæðst í Laxá í Leirársveit, en næstsíðast er Morgunblaðið fékk fregnir af ánni, á föstudagskvöldið, hafði aðeins ejnn lax veiðst í ánni frá 8. júní. í gærdag ræddi Morgun- blaðið við Sigurð bónda og veiði- félagsformann í Stóra Lambhaga og færði hann þau gleðitíðindi, að veiðin hefði glæðst með stóra straumnum og skýjafarinu og vætunni um helgina. Era nú komnir 10 laxar á land og menn famir a sjá laxinn ganga. Mest hefur veiðst síðustu dagana í Lax- fossi og við Lónið. Sagði Sigurður ána vera hægt og bítandi að verða sjálfri sér lík á ný. „Þetta er allt að koma,“ sagði formaðurinn. Þess má geta, að strax upp úr mánaðamótunum sáu menn þó nokkuð af laxi á göngu í ánni, en sá fískur virðist hreinlega guf- aður upp og eigi ótrúlegt að hann sé hreinlega genginn fram í Svína- dalsvötnin. Einn 18 punda fískur í aflanum er stærstur enn sem komið er og næstir koma tveir 12 punda laxar. Hinir laxamir era smærri en vænir samt. 18-pundari í opnun í Langá Langá á Mýram opnaði í gær- morgun og bar það kannski helst til tíðinda að í hinni frægu smá- laxaá veiddi Ólafur Ágúst Stef- ánsson ^ glæsilegan 18 punda hæng. Ólafur þessi er mikill stór- laxaskelfir, því í opnun í fyrra dró hann 16 punda hæng. Annars vora menn hressir með byijunina, 6 laxar veiddust á fímm stangir og sáu menn þó nokkuð af laxi. Misstu þeir og nokkra. Það var veiðifélagsformaðurinn Jóhannes Guðmundsson í Ánabrekku sem veiddi fyrsta laxinn, 6 punda hæng, á slaginu sjö á Breiðunni. Jóhannes minnkaði þar talsvert við sig frá því í opnun í fyrra er hann dró 21 punda laxhæng í Glanna. Þessar upplýsingar feng- ust hjá Runólfí Ágústssyni veiði- verði sem sjálfur var með í opnuninni. Veiddi hann fyrsta flugulaxinn, 6 punda hæng, á Kattarfossbrún. „Það var saga að segja frá þeirri veiði, ég var búinn að reyna ýmsar flugur, en ekkert gekk. Ég dró þá fram flugu sem ég hnýtti í veiðihúsinu kvöldið áður, hnýtti hana á og fékk laxinn eins og skot," sagði Runólfur og lýsti svo flugunni: Búkur úr brún- um selsháram. „Eiturgrænn rass.“ Vængir brúnleit búkhár úr ketti sem sér um að mýs vaði ekki uppi í veiðihúsinu á Langár- fossi. Flugan hefur enn ekki hlotið nafn, en uppskriftin hljómar veiði- lega. Það era fleiri svæði í Langá, Ingvi Hrafn ræður yfír einu og hefur tekið nágrannasvæði sín sum hver á leigu. Morgunblaðið sló á þráðinn til hans: „Við voram nú satt að segja ekki byijuð enn- þá, en þetta lítur vel út, höfum séð lax víða á svæðinu og eram að tygja okkur út. Ég hef bæði fylgst með því sjálfur og heyrt af öðram, að það hefur lax verið að ganga í ána alveg síðan 20. maí, er Jóhannes á Ánabrekku sá þá fyrstu skríða upp í ána. Hann er trúlega genginn upp um allt og ég yrði ekki hissa þótt þeir fengju veiði á efsta svæðinu nú í opnun, hann er stundum kominn alveg upp í Sveðjuhyl á þessum tíma,“ sagði Ingvi. Búnir að sjá 30-pundara ... „Þórður Pétursson veiðivörður og aflakló sá einn í Bjargstreng í gær sem hann áætlaði 30 pund. Doddi er spar á svona yfirlýsing- ar, þess vegna hlusta menn og trúa þegar hann opnar munninn. Svo er hann þar að auki ótrúlega naskur að tippa svona og era margir til vitnis um það,“ sagði Orri Vigfússon Laxárfélagsform- aður í samtali í gær, en hann var staddur í veiðiheimilinu Vökuholti á Laxamýri. Orri sagði veiðina í Laxá vera sérstaklega skemmti- lega í „uppánni", en þar er ennþá aðeins veitt með einni stöng. Lax- inn er hins vegar kominn þarna um allt og víða mikið af honum. í gærmorgun fengu Þórður Pét- ursson og Hilmar Valdemarsson 6 laxa efra og daginn áður fengu Birgir Steingrímsson yngri og fólk með honum 5 laxa. Allt á flugu, allir ellefu, og flestir laxanna í efri ánni til þessa hafa fengist á flugu. „Mesti krafturinn er farinn úr veiðinni fyrir neðan Fossa, en þar er þó enn góð veiði samt og íaxinn alltaf að ganga,“ sagði Orri og bætti við að Þórður Pét- ursson hefði skotið sel á Kistuhyl um helgina. Vora veiðimenn fegn- ir að losna við dýrið, enda veitti það illa séða samkeppni um bráð- ina. Að sögn Gerðar Eyjólfsdóttur ráðskonu í Vökuholti voru komnir 135 laxar af svæðum Laxárfél- agsins, sá stærsti 22,5 pund, og þann hæng veiddi gamall Húsvík- ingur, Jón Jakobsson, á Devon á Breiðunni. Fimm 20-pundarar hafa og komið á land og meðal- þunginn er 12,5 pund. Orri bætti við, að í gær hefðu 4 laxar veiðst á tvær stangir á Núpaveiðum og ásamt með einhveijum afla af Nessvæðinu svo og nokkram löx- um sem silungsmenn nældu sér í fyrir laxveiðivertíðina, væra trú- lega komnir um 160 laxar á land í það heila. Á sama tíma í fyrra vora komnir um 60 laxar á land af Laxárfélagssvæðunum og þótti eigi afleitt. Glæðist ögn í Elliðaánum Það hefur aðeins hýmað yfír mönnum við Elliðaámar, í fyrra- kvöld vora þar komnir 7 laxar á land og var það stóram betra heldur en föstudagskvöldstalan sem verður ekki einu sinni nefnd héma. En eitthvað hefur komið með stóra straumnum og vætu- veðrinu. Þó ekkert að ráði og miklu minna en sambærilegt á sama tíma í fyrra. Þetta þarf þó auðvitað alls ekki að boða neitt illt, laxinn er bara aðeins seinni á ferðinni en áður. í fyrrakvöld vora 33 laxar komnir I teljara- skrána. Auðvitað vilja Elliðaámar vera með í stórlaxafjörinu. Einn afar vænn er sagður á sveimi í Teljarastreng, a.m.k. 20 punda ágiskunarvigtun sérfræðinga. Kanski er hann genginn upp? Borgarfjörður Það hefur dofnað veralega yfír Norðurá og Þverá/Kjarrá eftir góða byijun í báðum ánum, en flestir telja þetta vera logn á und- an storminum og smálaxinn sé í þessu tilviki stormurinn. Norður- árhópur sem hætti í gær, um miðjan dag, náði aðeins 21 laxi, þar af komu 8 stykki á sömu stöngina (Guðlaugur og frú). Svipaða sögu er að segja frá Þverá/Kjarrá, sem dæmi má nefna, að hópur sem lauk sér af í Kjarránni um helgina náði aðeins 11 löxum og einn þátttakenda sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri varla hægt að segja meira en reyting af laxi í ánni og það væri enn verið að veiða úr fyrstu göngunum. Ekkert að ráði hefði bæst við. Þessi kappi hafði fengið einn 12 punda físk og var ánægður með hlutinn í ljósi að- stæðna. Hins vegar er að heyra að mik- ið sé um sel í jökulvatninu, selur hafí sést allt upp að Svarthöfða, þar sem Flóka og Reykjadalsá renna saman til móðunnar miklu og tveir selir hafa verið öðra hvora við Brennuna upp á síðkastið og skipt með sér veiðisvæðinu eins og þaulæfðir veiðifélagar. Meira að segja skipt um svæði á miðjum degi! Þama hefur eitthvað veiðst af laxi, en sá afli hefði örugglega verið meiri ef minna færi fyrir nærvera selanna. Ekki era mörg veiðisumur síðan selir eltu laxa- göngumar langt upp eftir berg- vatninu og einn var skotinn f Þverá og til annars sást í Stekkn- um í Norðurá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.