Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Afmæliskveðja: Vernharðiir Bjama- son frá Húsavík Ágætur samtímamaður og sam- starfsmaður um árabil, Vemharður Bjamason, verður sjötugur í dag. Vemharður eða Venni, eins og hann er ætíð nefndur og þá oftast kennd- ur við Húsavík, er einn þeirra manna, sem eftir er tekið og skipar fast rúm í minningunni. Sú saga er sögð, að eitt sinn hafi danskur skipamiðlari verið spurður um ís- landssiglingar, sem hann gaf lítið út á, en bætti við, að Venni frá Húsavík væri í Kaupmannahöfn. Þannig er um Vemharð, að alls- staðar sópar að honum og í margra augum var hann tákn fyrir Húsavík og persónuímynd staðarins. Vem- harður ólst upp á því skeiði í sögu Húsavíkur, þegar óvenjulegt mann- val ungra manna hleypti heimdrag- anum og setti svip sinn á þjóðlífið, sem tákn um framlag Húsavíkur til gróandi þjóðlífs. Vemharður var síðastur í röðinni að leysa festar sínar endanlega á Húsavík. Nú hef- ur hann skotið fleyi sínu á þurrt og býr í heldri manna íbúð fyrir aldraða á Seltjamamesi. Fyrir ýmiskonar atvik réðst ég, 1958, sem bæjarstjóri til Húsavík- ur. Þar lágu leiðir okkar saman. Ein þeirra kvaða sem fylgdi bæjar- stjórastöðunni var að gegna formannsstöðu í stjóm Fiskiðjusam- lags Húsavíkur. Á þessum vetvangi áttum við Vemharður samfylgd í full_ átta ár. Á þessum árum var að ganga í garð breyting í atvinnumálum Húsavíkur,^ svo að nærri stappaði byltingu. Árangur útfærslu land- helginnar í fjórar mílur 1952, ásamt friðun ijarða og flóa, var farin að bera árangur. Fiskur kominn á grunnslóð og fiskigöngur gengu að landinu, eins og áður var. Nú undu menn því ekki lengur að bfða þess að snjóa leysti í Dag- málaláginni að vorinu, heldur var farið að huga að vetrarútgerð. Haf- in var vetrarútgerð Hagbarðs og Hrannarmenn fylgdu í kjölfarið. Fiskiðjusamlagið, sem iðulega þurfti að loka á vetrum vegna hrá- efnisskorts, bjó að afla allt árið. Fjöldi ágætra sjomanna er sótt höfðu sjóinn á vetrarvertíð sneru heim, keyptu eigin báta og stun- duðu heimaútgerð. Húsavík var að breytast úr kyrr- stöðuþorpi, þar sem mikill fjöldi verkfærra manna sótti atvinnu í önnur byggðarlög, í kaupstað með uppgangi í atvinnulífinu og vaxandi íbúaflölda. Það skipti því miklu hveijir voru í fyrirrúmi í atvinnu- málum, þegar sjólagið var orðið Húsavík hagstætt. Nú var allt rekið með fullum dampi. Margra ára halli Fiskiðju- samlagsins hvarf eins og dögg fyrir sólu á fyrsta starfsári Vemharðar. Viðbrigðin voru slík, að haft var eftir einum spilamanni bæjarins, að ekki væri nokkur tími til að stunda hina göfugu spilaíþrótt vegna anna. Að mörgu þurfti að gæta í rekstri, sem árum saman hafði ekki gert í blóðið sitt. Hafin var endumýjun húsa og búnaðar, ásamt kaupum á viðbótarhúsnæði. Fljótlega var eftir því tekið, hve forstjóri Fiskiðjusam- lags Húsavíkur var fljótur að til- einka sér nýjungar í rekstri. Vinnsluhættir stóðu mjög framar- lega, svo að erlendir kaupendur lögðu áherslu á að fá fiskafurðir undir framleiðslunúmeri hússins. Brotið var upp á nýjum verkunarað- ferðum, bæði í saltfiski og skreið. Tókust bein viðskiptasambönd við Nigeríu um þurrkaða fiskhausa og fiskdálka, með greiðslutryggingu frá enskum banka. Smærri salt- fiskur „bútungur" var pækilsaltað- ur, ásamt öðrum nýjum verkunar- aðferðum. Á þessum árum var staða frysti- iðnaðarins oft á tíðum veik. Margvíslegar úttektir voru gerðar á fjárhagsstöðu og framleiðslugetu einstakra frystihúsa. Iðulega var veitt fé til endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri. Oft var raun- in sú að fjármagn þetta fór í skuldahítina hjá bönkunum. í rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur gegndi öðru máli, þar komst þetta fjármagn fyllilega til skila í rekstr- inum, með bættri nýtingu og með . betri tækjakosti. Nú var komið að því að auka þurfti húsakostinn. Fenginn var til verksins einn færasti og smekkvís- asti arkitekt landsins. Byggingar Fiskiðjusamlagsins setja svip á Húsavík, ásamt kirkjunni og safna- húsinu. Með þessari viðbyggingu komst Fiskiðjusamlagið í fremstu röð fyrirtækja í sinni grein. Lengra skyldi haldið og byggð ofan á að- gerðarhúsið, upp undir bakkabrún, fiskmjölsverksmiðja, sem gufu- þurrkaði beinin og framleiddi gæðafiskmjöl. Þetta var heljarstökk frá því að selja síldarverksmiðjunni fískúrganginn á hálfvirði. Nú þótti mörgum nóg komið, bæði á Húsavík og annars staðar. Sameinuðum tókst þessum öflum á fiármálasvið- inu að leggja stein í götu þessarar framkvæmdar. Ljóst var nú að komið var að timaskilum. Vemharður var ekki öfundarlaus maður. Sú ranghverfa kemur oft upp, þegar staðið er að sköpun þýðingarmestu verkefna, sem í eðli sínu valda umbyltingu, að þeir menn afli sér óvinsælda, sem standa í eldlínunni hveiju sinni. Þessum sköpum varð Vemharður Bjamason að lúta eins og margir eldhugar, sem valda með störfum sínum breytingu. Ætíð er til staðar smámunamennska, kyrrstöðueðli, ómældir sérhagsmunir og ekki síst öfund eða særður metnaður. Þessir fylgifiskar eru stærri upp á sig á tímum örra breytinga, sem stangast á við hóglífi kyrrstöðunnar. Það er §arri manni eins og Vemharði Bjamasyni að beygja sig að slíkum lággróðri. Svo fór samt að trúnaður brast á milli Vemharðar og stjómenda Fiskiðjusamlagsins. Vemharður valdi þann kostinn að hverfa til átakaminni starfa í höfuðborginni. Hér varð vissulega skarð fyrir skildi. Gegnir menn í foiystu Fisk- iðjusamlagsins búa að arfleið hans og ávaxta hana á nýjum tímum. Vemharður er maður fjölhæfur og er margra gerða. Svo er um margan manninn, sem sækir upp- runa sinn til margra gagnstæðra hæfíleikaríkra ætta. Fáir menn verða vegið meðaltal hins besta og hins gæfulegasta í fari margra ættstofna. Vemharður var í hópi þeirra, þar sem gætti sterkra misvísandi hæfíleika og manngerð- ar, svo stundum jaðraði við skörun mannlegra eiginleika. Nálgaðist þetta á stundum snilligáfu. I sam- skiptum við Vemharð Bjamason varð maður var við þessa eiginleika í sinni fjölbreytilegustu mynd. Hann gat verið með afbrigðum fljóthuga, en stundum varkár og glöggur á veilu hvers máls. Maður- inn var óráðþægur og gat fyllst ólæknandi hugljómun þegar hann taldi sig hafa fundið bestu lausn- ina. Samhliða þessu var hann efasemdamaður og hinn ljúfasti í öllu samstarfi, þegar svo bar við. Umfram allt þurfti Vemhaður trún- að og samúð samverkamanna sinna til að bestu hæfileikar hans kæ- must til skila. Segja má að þetta hafi tekist þann tíma sem við Vem- harður vorum samverkamenn. Þar fór saman ljúfmannlegt aðhald og trúnaður á milli formanns og fram- kvæmdastjóra, ásamt gagnkvæmri samkennd og ábyrgð, þegar fyrir- tækið átti í hlut, í blíðu sem stríðu. Vemharður hefur oft þurft að stokka spilin á lífsleiðinni. Eins þáttar skal getið hér. Hann var í sveit Þórhalls Sigtryggssonar, kaupfélagsstjóra, sem flutti verslun Þingeyinga heim í hérað á ný, eftir niðurlægingatímabil í sögu félags- ins. Húsavík hafði þá sérstöðu að vera ein af fastahöfnum landsins um beinar áætlunarsiglingar frá útlöndum. Þessa sérstöðu notfærði Vemharður sér. Hann braut upp á nýjum leiðum, með beinum vöm- kaupum frá útlöndum. Þannig náði hann í senn lægra vöruverði og hagstæðari álagningu. í sumum til- vikum réðst Vemharður í stórkaup á þurftarvörum, til að ná góðu vöru- verði, sem hann síðan miðlaði öðmm kaupfélögum. En Vemharð- ur gerði meira. Á þeirri tíð tíðkaðist það að heildverslanir seldu smásölu- verslunum vömr í reikningsvið- skiptum. Slík var lausafjárstaða Kaupfélags Þingeyinga, að Vem- harður gat boðið staðgreiðslu á mánaðamótum gegn nokkmm afs- lætti á vömverði. Þannig gátu þessi viðskipti verið hagstæðari en við- skipti við Sambandið, sem reiknaði sér dagvexti. Svo fór að sumum rétttrúnaðar- mönnum í Sambandinu þétti nóg komið hjá stráknum úr Bjamahúsi. Ekki bætti úr að Vemharður var ekki af fjölskyldu, sem í öndverðu hafði skipað sér í musterisreglur þingeyskra samvinnumanna. Þegar gera á upp viðhorf Vemharðar Bjamasonar til samvinnuhreyfíng- arinnar og félagsleg viðhorf í efnahagsmálum dettur mér í hug ljóslifandi dæmisaga. Eitt sinn kom til Húsavíkur hópur hagfræðinga frá Seðlabankanum. Vemharður sýndi þeim Fiskiðjuverið og gekk eftir svörum þeirra um álit á fyrir- tækinu. Þegar talið barst að verðmæti og þjóðhagsgildi missti einn þeirra hagspöku út úr sér, að mat sitt byggðist á sölugengi slíkra fyrirtækja. Þá sprakk blaðran. Vemharður taldi að Fiskiðjusam- lagið hefði ekki minna gildi fyrir húsvískt atvinnulíf en General Mot- ors fyrir efnahagslífið í Banda- ríkjunum. Síðan bætti Vemharður við, þó að enginn gæti keypt Gener- al Motors í einu lagi í kauphöllinni í New-York væri það engin mæli- kvarði á gildi þessa mikla fyrirtækis fyrir efnahagslíf Bandaríkjanna. Það er enginn mælikvarði á Fisk- iðjusamlag Húsavíkur, hvort ein- hver gæti keypt það í einu lagi. Þessi saga sannar best hin félags- legu viðhorf Vemharðs Bjamason- ar. Það er trú Vemharðs Bjamason- ar, að hvatinn og frumkvæðið sé hjá einstklingnum sjálfum, en fæð- ist ekki i fundarsamþykktum eða með málæði foiystumanna. Hann er einn þeirra manna sem sjá ann- marka skefjalausrar samkeppni, og var næmur á það, að í mörgum til- vikum verður vegna þjóðarheilla að virkja einstaklingana með félags- framtaki f athafnalífinu. Á þessum vettvangi er hann samvinnumaður í breiðri merkingu, sem metur hlut- verk samvinnuhreyfíngarinnar og nauðs^m samstöðu einstakra byggð- arlaga í atvinnumálum, þegar rýmið var ekki nóg til skiptanna fyrir fieiri fyrirtæki, og samkeppni á ekki við. Sú saga er sögð, að Páll ísólfsson hafi staðið við hlið Júlíusar Haf- stein frammi á bakkanum á Húsavík, þar sem Kinnarfjöllin blasa við. Páll hafði á orði við Júlí- us að mikið hefði honum tekist vel til með KinnarQöllin. „Finnst þér það,“ á Júlíus að hafa svarað. Vemharður fór ólíkt að eins og þessir heiðursmenn og fjölmargir sveitungar hans. Hann leitaði suður á Kaldbak, sem er býli sunnan við bæinn, þar sem við honum blöstu Skjálfandinn, Víkuifyöllin út í lands- enda, Flatey og Grímsey, þegar skyggni gaf. Vemharður var maður útþrár og mat menn og staðhætti innan víðs sjóndeildarhrings, sem aldrei takmarkaðist af þröngum fjallahring. í þessu skildu iðulega leiðir milli hans og samtíðarmanna á Húsavík og margra Þingeyinga. Um langa tíð hittust þeir Jakob Hafstein og Vemhaður Bjamason í morgunkaffinu á Hótel Borg. Orðaskipti við þá voru fróðleg og skemmtileg. Jakob er farinn yfir móðuna miklu. Enn stundar Vem- harður Borgina í morgunsárið og fer á kostum þegar við á og er ætíð aufúsugestur borðfélaga sinna. Hann setur svip á umhverfið. Síðasti fulltrúi gömlu ættanna á Húsavík, sem gerðu staðinn ménn- ingarlegan í vitund meiriháttar borgara í höfuðstaðnum, þrátt fyrir alla samvinnupestina af Þingeying- um, sem fylgdi trúboði mannsins frá Hriflu. Nú er Vemharður sjötugur. Það er mikil saga ósögð af Venna frá Húsavík. Enn er langt eftir í friðar- höfnina hjá Vemharði vini mínum, ef að líkum lætur, þótt tími sé kom- in að rifa seglm. Áskell Einarsson Vemharður er að heiman á af- mælisdaginn. Morgunblaflið/Sigurður Jónsson Jón Ingi með tvær af myndum sínum. Jón Ingí opnar sýn- inguíEden Selfossi. JÓN INGI Sigurmundsson, yfir- kennari á Selfossi, opnar mál- verkasýningu í Eden í Hveragerði 16. júní klukkan 21.00. Á sýningunni eru 40 past- el- vatnslita- og olíumyndir. Sýningum Jóns hefur alltaf verið vel tekið. Hann sækir myndefnið til náttúrunnar og eru landslags- myndir uppistaðan í myndum hans. Einnig er honum kært að mála myndir frá æskuslóðum sínum á Eyrarbakka og er þá viðfangsefnið fjaran og minjar frá fyrri tíma. Þetta er þriðja einkasýning Jóns Inga, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum Myndlistarfé- lags Ámessýslu. Sýningu Jóns Inga í Eden lýkur mánudaginn 29.júní. — Sig. Jóns. Fjölmenn útihátíð haldin í Vesturbænum ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar gengust fyrir útihátíð við Stýrimanna- stíg á sjómannadaginn í tilefni 10 ára afmælis samtakanna. Hátiðin hófst kl. 10 og stóð fram að hádegi og tók fjöldi manns þátt í gleðinni. „Stýrimannastígurinn er hin eig- inlega sjómannagata í Reykjavík og þess vegna varð hann fyrir val- inu að þessu sinni," sagði Biyndís Schram, en hún rifjaði upp með bömunum á hátíðinni ýmsa leiki sem vinsælir voru hér á ánim áður. Þetta er í þriðja skipti sem íbúasam- tök Vesturbæjar standa fyrir útihátíð af þessu tagi. Það var margt fleira gert til skemmtunar og fróðleiks við Stýrimannastíginn þennan morgun, að sögn Bryndís- ar. Spilað var á flautu, Grettir Bjömsson lék á harmóniku og 5 breskir fiðluleikar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands, allt stúlkur búsettar í hverfinu, léku bresk sjómannalög. Úr skuti sportbáts ávörpuðu samko- muna formaður íbúasamtaka Vesturbæjar, Anna Kristjánsdóttir, skólastjóri Stýrimannaskólans, Guðjón Ármann Eyjólfsson og Garðar Þorsteinsson, formaður sjó- mannadagsráðs. Björgvin Schram sem uppalinn er á Stýrimannastígn- um, rakti sögu götunnar og dró upp mynd af lífínu þar snemma á öld- inni. Þá sagði Pétur Gunnarsson, Hrafnseyramefnd gengst fyr- ir hátíðarsamkomu á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, miðvikudaginn 17. júní. Á hátíðarsamkomunni flytur Sig- urður Samúelsson prófessor ræðu, en hann er Amfírðingur að ætt og rithöfundur, frá lífinu í hverfinu á hans uppvaxtarárum. Heiðraðir vom 7 sjómenn í hverfinu, en þeir luku allir farmanna- og fískimanna- prófí fyrir meira en hálfri öld. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, heilsaði upp á samkom- una. Áður en hátíðahöldunum lauk tókust á götur hverfísins í reiptogi og urðu lyktir þær að Vesturgatan telst sterkasta gatan. lærði undir skóla hjá sr. Böðvari Bjamasyni ’a Hrafnseyri. Ágústa Ágústsdóttir söngkona syngur og sr. Gunnar Bjömsson leikur á selló. Ennfremur mun sr. Gunnar Hauksson messa í minningarkap- ellu Jóns Sigurðssonar og kirkju- kórinn á Þingeyri syngja. Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.