Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
Reuter
Leiddur á vit örlaganna
Sakadómur t Mið-Afríkulýðveld-
inu dæmdi Jean-Bedel Bokassa
til dauða á föstudag fyrir glæpi,
sem hann framdi þegar hann
var sjálfskipaður einræðisherra
í ríkinu í þrettán ár. Á myndinni
sjást hermenn leiða Bokassa til
réttarsalarins áður en dómsúr-
skurðurinn var kveðinn upp.
BÚSTOFN
Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
3 STÆRÐIR
Kosningarnar á Ítalíu:
Kjósendur vilja
fá stöðugleika
í stjórnmálum
ÍTALAR gengu í gær og á sunnu-
dag að kjörborðinu og er líklegt
að nú fari langar stjórnarmynd-
unarviðræður í hönd. 954 sæti
eru á ítalska þinginu og buðu
10.906 manns sig fram í kosning-
unum. Þar kenndi ýmissa grasa.
Klámstjarnan Cicciolina hefur
sést léttklædd í kosningabarát-
tunni á siðum blaða hérlendis.
Auk hennar má finna knatt-
spyrnuhetjur, sigurvegara af
ólympíuleikum, rokksöngvara,
hnefaleikara, myndhöggvara,
kynskiptinga og hershöfðingja á
framboðslistum.
Boðað var til kosninganna ári
áður en kjörtímbilið átti að renna
út og var ástæðan sú að kristilegir
demókratar gátu ekki sætt sig við
að sósíalisti skyldi sitja í forsætis-
ráðherrastóli. Töldu þeir að sér
bæri hnossið og upphófust miklar
deilur, sem lyktaði með því að stjóm
sósialistans Bettinos Craxi féll í
mars.
Þrotlausar stjómarmyndunarvið-
ræður sigldu í iqölfarið og Sandro
Pertini forseti virtist hafa einsett
sér að gefast ekki upp fyrr en stjóm
hefði verið mynduð. Hver stjóm-
málaforinginn af öðmm tók við
umboði til stjómarmyndunar, en
ekkert gekk. Vikum saman veltu
ítalskir fjölmiðlar því fyrir sér hven-
ær boðað yrði til kosninga. Að
endingu féllst gamli stjómmálajaxl-
inn Amintore Fanfani á að stjóma
landinu til bráðabirgða og halda
kosningar.
Stjóm Craxis sat í þrjú og hálft
ár og var þá næsta rólegt á stjóm-
málasviðinu. Stjóm hans er sú
langlífasta, sem setið hefur við vöid
á Italíu síðan heimsstyijöldinni
síðari lauk og fengu ítalar nú fyrsta
sinni að kynnast stöðugleika (
stjómmálum. Sem meira var: þeir
kunnu að meta þessa tilbreytingu.
Þegar leið að lokum kosninga-
baráttunnar og (ljós kom að fjöldi
kjósenda var enn óákveðinn færð-
ust árásir frambjóðenda á stjóm-
málakerfíð á Ítalíu (aukana. Lofuðu
þeir að beijast fyrir grundvallar-
breytingum kæmust þeir að. Enda
höfðu kjósendur gefíð sterklega í
skyn að þeir vildu ekki snúa aftur
að sömu ringulreiðinni og einkennt
hefur ítölsk stjómmál meira og
minna eftir stríð. Helsta baráttumál
fjölda frambjóðenda varð grundvall-
arbreyting á stjómarskránni.
Suðurskautsís viðþorsta
Reuter
Eftirsóttasti svaladrykkurinn ( þjakandi hitanum í Japan á þessu
sumri er fluttur inn frá Suðurskautslandinu. Japaninn á myndinni
bergir hér á hálfbráðnuðum suðurskautsís í stórmarkaði í Tókýó.
ísinn er seldur í litlum plastpokum, sem kosta 240 krónur hver.
Gengi gjaldmiðla
London. Reuter.
GENGI bandaríkjadollars var í
gær nokkru hærra á gjaldeyris-
mörkuðum í Evrópu en það var
fyrir helgi. Verð á gulli lækkaði.
Síðdegis í gær kostaði sterlings-
pundið 1,6370 dollara, en annars
var gengi dollarams þannig að fyr-
ir hann fengust:
1,3400 kanadískir dollarar,
1,8235 vestur-þýsk mörk,
2,0540 hollensk gyllini,
1,5100 svissneskir frankar,
37,80 belgískir frankar,
6,0800 franskir frankar,
1318.00 (talskar lírur,
144,55 japönsk jen,
6,3380 sænskar krónur,
6,7265 norskar krónur,
6,8575 danskar krónur.
Verð á gulli var 448,30 dollarar
únsan. (