Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 50 Minning: Stefán Þröstur Sigurðsson llfcrS: Fæddur 11. júni 1930 Dáinn 6. júní 1987 Stefán var fæddur á Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd, en þar bjuggu föðurforeldrar hans. Ungur fluttist hann til Sauðárkróks þar sem hann dvaldi öll sín æsku- og unglingsár hjá foreldrum sínum. Stefán lauk iðnskólanámi og tók sveinspróf í múraraiðn á Sauðár- króki og vann þar að þeirri iðn eftir því sem atvinna bauðst, en stund- aði gjaman sjóinn í hjáverkum. Stefán kvæntist árið 1954 Sesselju Vilborgu Jónsdóttur frá Ingólfsfirði á Ströndum og stofnuðu þau heim- ili á Sauðárkróki. Böm þeirra eru fimm: Siguijón, vinnur við bflavið- gerðir í Svíþjóð, Kristján, stýrimað- ur í Noregi, Bjöm, lærður múrari og bókbindari, Elísabet, húsmóðir, og Stefán, matsveinn. Allt er þetta mannvænlegt fólk og nýtir borgar- ar. Og bamaböm Stefáns eru níu. Árið 1963 er orðið svo þröngt um vinnu á Sauðárkróki að Stefán ákveður að flytja búferlum til Suð- urnesja og freista þess að tryggja Qölskyldunni örugga afkomu. Fyrstu ár sín á Suðumesjum bjó Stefán á Þórustíg 5 í Njarðvíkum en flutti þaðan í Keflavík og bjó nú síðast á Vesturgötu 4, þar sem hann hafði búið um ijölskyldu sína af þeirri smekkvísi, sem honum var lagin. Hér hefir aðeins verið stiklað á nokkrum nöfnum og ártölum en það vita þeir sem þekktu Stefán að þar má miklu bæta við, ef gefa á lýsingu á manninum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Stefáni mjög fljótlega eftir að hann fluttist í Njarðvíkur 1963. Hrein tilviljun réði því, að ég kynntist honum, ég þurfti að fá múrverk unnið í væntanlegu íbúðar- húsi mínu og einhver benti mér á að hafa samband við þennan múrara, sem væri nýfluttur frá Sauðárkróki. Þetta var fyrsta verk Stefáns á Suðumesjum og hann kastaði ekki höndum til þess. Ég minnist þess ennþá hversu frábæra natni hann sýndi við hvert handtak og engu var líkara en hann ætlaði sjálfum sér að búa í húsinu, hvergi mátti vera misfella, eða hugsanlegt væri að gera betur — en þannig voru öll hans vinnubrögð. Fljótlega varð Stefán eftirsóttur múrari, ekki síst við nákvæmnisvinnu, svo sem flísalagnir. Meðal stórra verka sem hann tók að sér má nefna íþrótta- hús Njarðvíkur, og þar mun hann hafa lagt mest allar flfsar innan á sundlaugina, en það eru nokkur hundruð fermetrar og þar lofar verkið meistarann. Allt frá þeim tíma er við fyrst hittumst hefir haldist með okkur vinskapur, enda þótt leiðir lægju ekki mikið saman. Það er ekki fyrr en 1982 að við verðum samstarfs- menn þegar Stefán er ráðinn til Hitaveitu Suðumesja til viðhalds á mannvirkjum. Ég er ekki í vafa um að þetta starf var honum mjög hugleikið enda var hann vakinn og sofinn í því að leita uppi þá bresti, sem þurftu endurbóta við. Enginn þurfti að segja Stefáni hvaða verk lægju fyrir, hann fann þau sjálfur og oft á tíðum var hann búinn að gera við bilun áður en menn áttuðu sig á því að þess hefði þurft. Ljóst var að allir hlutir léku í höndum hans, skipti þá ekki máli hvort hann vann með múr, tré eða jám. En sú umhyggja og natni, sem var honum í blóð borin, bauð honum að leita uppi veðrun eða skemmdir og gera við þær áður en tími gæfist til meiri og jafnvel mun alvarlegri skemmda. Það sem mér þótti eink- um athyglisvert og skemmtilegt við vinnulag Stefáns, var hversu vel hann hugsaði verkið til enda. Það var aldrei byijað fyrr en vandaður undirbúningur leyfði og aldrei valið efni til neinna framkvæmda án undangenginnar fullvissu um að það væri það besta. Þess munu lengi sjást merki í Svartsengi að Stefán hefir lagt þar hönd að verki. Minning: Óskar Halldórs- t Eiginkona mín, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 36, Reykjavík, lóst á heimili sínu laugardaginn 13. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásbjörn Guðjónsson og fjölskylda. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóðir, GEIRÞRÚÐUR HILDUR BERNHÖFT fv. ellimálafulltrúi Reykjavlkurborgar, andaðist í gjörgæsludeild Landspítalans 15. júní. Sverrir Bernhöft, Hildur Bernhöft, Þórarlnn Sveinsson, Sverrir V. Bernhöft, Ásta Denise Bernhöft, Ingibjörg Bernhöft, Bjarnþór Aðalsteinsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA RANNVEIG BJARNADÓTTIR, Skúlagötu 76, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans föstudaginn 12. júni. Jón Traustason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, BRYNJÓLFUR ÁGÚST ALBERTSSON, Hrafnistu Hafnarfiröi, áöur Sólvallagötu 24, Keflavlk, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 14. júní. Útförin auglýst síðar. Guöný Kristfn Halldórsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, SIGRfÐUR J. ÞORMAR, Barmahlíö 15, Reykjavfk, er lést 12. þ.m., verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudag- inn 19. júní, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim er vildu minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð SlBS. Fyrir hönd aðstandenda, Gelr P. Þormar. son stýrimaður Fæddur 12. júní 1930 Dáinn 5. júní 1987 „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt“ (Valdimar Briem) Mig setti hljóða er hringt var í mig á fostudagsmorguninn 5. júní og mér tilkynnt að mágur minn, Oskar Halldórsson, hefði orðið bráðkvaddur um nóttina. Hann var á ferð hér í Reykjavík fyrir 5 dög- um. Ég kvaddi hann á flugvellinum hressan og glaðan og nú er hann allur. Já, það er stutt á milli lífs og dauða. Óskar Halldórsson var fæddur á Tyrðilsmýri á Snæfyalla- strönd 12. júní 1930, sonur hjón- anna Halldórs Borgarssonar og Svövu Guðmundsdóttur. Þau eign- uðust 7 böm, tvær dætur, Rann- veigu og Elísu, sem báðar eru látnar, 5 syni, Bjama, sem drukkn- aði 1971, Guðmund og Borgar, búa báðir á ísafirði, og Sigvarð, sem býr í Sandgerði og nú kveðjum við Óskar, sem hefði orðið 57 ára 12 þ.m. Halldór, faðir Óskars, missti konu sína þegar Óskar var um fermingu og þá tvístraðist hópur- inn. Sigvarður og Óskar fóm í fóstur til merkishjónanna Jens Guð- mundssonar og Guðmundu Helga- dóttur, sem þá bjuggu á Lónseyri, en nú á Bæjum á Snæfjallaströnd. óskar mágur sagði mér það oft að betri foreldra hefði hann ekki getað fengið, því þau reyndust honum sem væri hann þeirra eigin sonur. Og það var gagnkvæmt. Böm Jenna og Mummu í Bæjum eru 6 og leit Óskar alltaf á þau sem sín eigin systkini. Árið 1963 kynntist Óskar hálf- systur minni, Sigríði Vigfúsdóttur. Hún átti þá litla dóttur, Guðnýju. Bjuggu þau fyrst eitt misseri hér í Reykjavík en fluttu svo vestur til ísafjarðar. Þau giftu sig þann 24. október 1970. Þar fóm hamingju- söm hjón, Sigga systir og Óskar. Faðir Óskars naut hlýju og um- hyggju þeirra hjóna og dó í hárri elli á ísafírði. Árið 1968 hóf Óskar vinnu á djúpbátnum Fagranesinu og var síðustu 12 árin stýrimaður. Oskar var vel liðinn í starfí, ábyggilegur og traustur. Hann vildi að menn stæðu fyrir sínu, það gerði hann. Óskar mágur var bóngóður maður og hafði hann mikla ánægju af að gera sveitungum sínum greiða og ef einhver átti í erfiðleikum var hann manna fyrstur til. Óskar átti lítið hús í túninu í Bæjum, sem hann nefndi Hólhúsið, og var það honum einkar kær eign. Stóð til að klára rafmagnið í húsið nú um hvítasunnuna — en það verð- ur að bíða. Óskar, ásamt nokkmm æskufé- lögum, reistu samkomuhús á landareign hans og heitír það Dal- bær. Á síðasta ári stóð Óskar fyrir því að haldið var ættarmót Mýrar- ættar en það er föðurætt hans. Var mótið haldið í Dalbæ með miklum myndarbrag og komu þar yfiir 100 manns. Ógleymanlegt atvik gerðist við fermingu Guðnýjar, sem reyndar lýsir Óskari betur en mörg orð; þegar presturinn á ísafirði, séra Sigurður, var að ferma sóknarböm sín og röðin komin að Guðnýju og hann segir: „Guðný Tiyggvadóttir viltu leitast við...“, en lengra komst prestur ekki, því inni í kóm- um, upp yfír alla kirkjugesti, gripur Guðný fram í og segir. „Ég er ekki Tryggvadóttir, ég er Oskarsdótt- ir. . .“ Tveimur og hálfum mánuði síðar verða þau Guðný og Óskar fyrir þeirri þungu sorg að missa; Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður En nú er hann allur, þessi vinur minn, og kvaddi svo skyndilega að erfítt var að trúa. Ég veit að allir sem þekktu Stefán og hans lifnað- arhætti hafa síst reiknað með svo skyndilegri brottkvaðningu. Heilsu- rækt var Stefáni áhugamál og hún var stunduð, eins og allt annað sem hann gerði, af samviskusemi og natni, allt samkvæmt úthugsuðu keÆ. Ég veit að samstarfsmenn Stef- áns allir sakna hans og sú spuming verður áleitin meðal þeirra, hver geti komið í hans stað. Ég hygg að sá maður verði vandfundinn. Sjálfur minnist ég með þakklæti ótal heimsókna til Stefáns, þar sem hann hafði ávallt tiltækar ferskar hugmyndir eða skemmtilegar lausnir á verklegum vandamálum. Ég held auk þess að hann hafi á hveijum fundi varpað örlitlum sól- argeisla inn í sálina — slíkir menn eru vandfundnir. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar samstarfsmanna Stefáns að senda eiginkonu, bömum og öllum öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur með ósk um að bjartar minningar um þennan hugljúfa dreng megi verða þeim nokkur huggun. Ingólfur Aðalsteinsson hann sína konu og hún móður sína og það mjög sviplega, hún veiktist og var öll að tveimur vikum liðnum. Við, sem þekktum Óskar, vitum að í raun náði hann aldrei gleði sinni eftir að hann missti „sína konu“ eins og hann sjálfur orðaði það. Fyrir þremur árum kom gleðin á ný, er Guðný eignaðist soninn Erl- ing Þór. Síðustu tvö árin bjuggu þau saman á Pólgötu 6, ásamt sam- býlismanni Guðnýjar, Jóni Þór Erlingssyni, rafvirkja. Óskar mágur naut þess að segja mér frá því þegar litli afadrengur- inn kom með gleraugun, blað og bók svo þeir gætu lagt sig og lesið saman smá stund. Óskar stóð vel fyrir þeim orðum sem Guðný dóttir hans sagði í ísa- fjarðarkirkju fyrir 12 árum. Ég þakka alla tiyggð og vináttu sem hann hefur sýnt mér og minni fjölskyldu á samleið okkar. Veri hann kært kvaddur, guði á hendur falinn. Það mælir hans mágkona, Jónína Björnsdóttir Blómostofa Friðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 Opíð öllkvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.