Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 ást er... ... aö vera eins og veggjablóm TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Er þetta rex og pex deild in? Blessaður hafðu ekki áhyggjur. Hann hefur örugglega tekið allar bankabækurnar þínar upp á myndband... HÖGNI HREKKVÍSI Slökkvistarf ný hafið Askorun til hugvitsmanna Til Velvakanda. Slökkviliðsmaður á landsbyggð- inni skrifar: Mig langar til að koma á fram- færi áskorun til íslenskra hugvits- manna. Ég skora á þá að hanna búnað sem komið gæti að gagni fyrir fólk sem býr á annarri hæð eða ofar til að komast út úr húsun- um þegar eldur brýst út. Þetta getur verið mikið vandamál og hef- ur kostað mannslíf. Hugsum okkur konu sem er ein heima á annarri hæð með þrjú böm. Ef eldur brýst út í stiganum kemst hún ekki þá leiðina og ef engar svalir eru á húsinu er hún í miklum vanda stödd með að koma bömunum út. Hanna þyrfti einhvem einfaldan og fyrir- ferðarlítinn búnað sem kæmi að gagni við þessar kringumstæður. Ég vona að einhver íslenskur hug- vitsmaður sjái sér fært að ráðast í þetta verkefni. Þörfín fyrir búnað sem þennan er mjög brýn. Kann ein- hver allar vísurnar? Til Velvakanda. Fyrir nokkm sá ég í Morgun- blaðinu vísur, sem einhver hafði spurt um. Þetta vom tvær vísur úr fímm vísna kvæði. Það vill svo til að ég kann þessar vísur, nema þrjár línur úr einni, sem ég hef verið að reyna að rifja upp síðan ég sá þetta í blaðinu. Þessar vísur vom á úrklippu úr gamalli „Fjallkonu", sem ég fékk í dóti eftir föður minn og lærði ég þá vísumar, en get nú ekki fundið Úrklippuna. Konan í kvæðinu er ekki öll þar sem hún er séð, hún hugsar alltaf síðustu setninguna í hverri vísu. En kvæðið er svona: Ósköp varstu væn að koma. Veistu hvað, að ganga í forinni hélt ég alveg ófært vera. (Aldrei tollir hún heima í borunni.) Því kom ekki litla Lára líka með þér hingað góðasta. Yndi mitt hún er, það veistu. (Agæt til að svína út stofuna.) Sestu niður, sófinn bíður, segðu mér nú einhvem skandalann. Nóg er sjálfsagt nýtt að frétta. (Nú mun talað vel um náungann.) Svo vantar þrjár línur en vísan endar á: (Ekel, nesvís, frek og vemmileg.) Æji góða, ertu farin? Aftur komdu hingað bráðasta. (Mundu Fríða, ef flagið kemur að farin er ég út að spásséra.) Magnea S. Hallmundsdóttir Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Víkverji skrifar Sú hugsun verður áleitin, þegar gengið er um Fossvogsdalinn, að þar megj ekki leggja hraðbraut. Eins og kunnugt er, hafa yfírvöld í Reykjavík og Kópavogi lengi deilt um það, hvort leggja eigi hraðbraut um dalinn og Reykjavíkurborg telur sig raunar hafa undirritaðan samn- ing við Kópavogsbæ um þá fram- kvæmd. Þeir, sem reyna að komast inn eða út úr höfuðborginn, þegar umferð er mikil skilja mæta vel áhuga borgaryfírvalda á því að finna nýja leið út úr borginni. En..! Útivistarsvæðin í höfuðborginni eða á höfuðborgarsvæðinu eru ekki ýkja mörg. Fossvogsdalurinn er eitt þeirra. Að vísu virðast borgarbúar tæpast hafa uppgötvað það enn, vegna þess, að umferð gangandi fólks er ekki mikil um dalinn. Hins vegar hefur verið lögð þar frum- stæð göngubraut, þannig að auðvelt er að ganga t.d. frá Fossvogi inn að Elliðaám eða þaðan að Foss- vogi. Þetta svæði er svo stórt, að það veitir tækifæri til þess að byggja þar upp smátt og smátt skemmtilega aðstöðu til útivistar. Hraðbraut um dalinn hlýtur hins vegar að útiloka það með öllu. Er ekki tímabært að borgaryfirvöld endurskoði afstöðu sína til þessa máls? XXX Nú er verðlaunasamkeppni um byggingu „lítils" (!) ráðhúss við Tjörnina lokið. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. í ára- tugi hafa borgaryfirvöld haft uppi áform um að byggja ráðhús við Tjömina. Borgarbúar hafa jafnan gert uppreisn gegn slíkum hug- myndum með svo eftirminnilegum hætti, að hver borgarstjórinn á fætur öðmm hefur gefízt upp við þessar hugmyndir. Hins vegar er eftirtektarvert, að hingað til hafa engin andmæli kom- ið fram gegn nýjustu hugmyndum um þetta. Þó hefur borgarstjórinn, Davíð Oddsson, hvað eftir annað lýst áhuga sínum opinberlega á því að byggja ráðhús við Tjömina.Þetta á þó allt eftir að koma í ljós. Vafalaust mundi ráðhús af hæfi- legri stærð gefa Tjamarsvæðinu skemmtilegan svip. Én að ýmsu er að hyggja m.a. fuglalífi. Það má ekki til þess koma að framkvæmdir við ráðhús verði til þess að draga úr því við Tjömina. XXX egar gott er veður er varla hægt að komast leiðar sinnar um göngugötuna á Lækjartorgi og í Austurstræti. Það sem verra er þó er, að sóðaskapur er þar tölu- verður. Er þessi göngugata ekki orðin of lítil fyrir þá starfsemi, sem þar fer fram? í upphafi voru ráða- gerðir um að taka allt Austurstræti undir göngugötu. Er það kannski orðið tímabært? Það er hvort sem er orðið nánast ómögulegt að kom- ast akandi inn í Austurstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.