Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 36

Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Grenivík: Yngsti sjómaðurinn fór fyrst til sjós 10 ára Grenivík. Morgunblaðið/Vigdís Kjartansdóttir Gísli Gíslason að flá sel um borð í Óskari. Gísli í bátnum Ingólf Dan, sem pabbi hans er nýbúinn að kaupa. í TILEFNI sjómannadagsins gekk fréttaritari Morgunblaðs- ins við á bryggjunni á Grenivík. Um borð í einum bátnum, Óskari ÞH, hitti hann að máli yngsta sjómanninn á Grenivík, Gísla Gíslason, 15 ára gamlan. „Ég er að flá sel,“ sagði Gísli. „Við fengum hann í netin í dag.“ Gísli er háseti á Óskari ÞH og er skipstjóri bátsins og eigandi Heiðar Baldvinsson. Aðspurður sagðist Gísli fyrst hafa farið til sjós 10 ára gamall með bróður sínum og „þeg- ar ég var 12 ára fór ég fyrst með pabba. Við vorum á færum og flotlínu. Ég var með pabba þar til ég byijaði með Heiðari Baldvins- sjmi á Óskari í vetur, fyrst á netaveiðum og síðan á grásleppu. Grásleppuveiðin gekk mjög vel. Ætli við höfum ekki fengið um 110 tunnur og við vorum fyrst fjórir á bátnum og nú síðast þrír. Við vor- um að hætta á grásleppunni og erum að fara á þorskanet. Við stoppum um mánaðamótin í einn og hálfan mánuð, en í því stoppi ætla ég að hjálpa pabba við að mála húsið. Pabbi var að kaupa 3,3 tonna bát og ætli ég verði ekki með honum á Ingólfi Dan á færum og kannski verð ég einn með bát- inn.“ Aðspurður hvað hann ætlaði síðan að gera í haust sagði Gísli: „Ég ætla að reyna að fá að vera með Heiðari á Óskari vegna þess að þar líkar mér vel.“ — Vigdfs Hátt í 500 þátttakend- ur í Brekkuhlaupi HIÐ árlega Brekkuhlaup var haldið á Akureyri nýlega og voru þátttakendur 470 talsins. Keppt var i þremur aldursflokkum og þeim skipt í stelpu- og stráka- flokka. Urslit urðu: Stelpur 8 ára og yngri: 1. Linda Hrönn Sigfúsdóttir 2. Sigríður R. Gylfadóttir 3. Rósa Sigurbjömsdóttir Strákar 8 ára og yngri: 1. Benjamín Ö. Davíðsson 2. Víðir Guðmundsson 3. Þórir Sigmundsson 9—11 ára stelpur: 1. Kolbrún Sævarsdóttir 2. Valdís Þorsteinsdóttir 3. Jóhanna H. Pétursdóttir 9—11 ára strákar: 1. Kristján Ömólfsson 2. Ómar Ámason 3. Stefán Gunnlaugsson 12—14 ára stelpur: 1. Harpa Örvarsdóttir 2. Elsa M. Gunnarsdóttir 3. Hildur R. Símonardóttir 12—14 ára strákar: 1. Konráð Þorsteinsson 2. Ólafur Theodórsson 3. Þorvaldur Sigurbjömsson Á meðan á Brekkuhlaupinu stóð tefldi Jóhann Hjartarson, stórmeist- ari, fjöltefli við hátt í 40 manns. Tveimur tókst að gera jafntefli við stórmeistarann, þeim Magnúsi Leifssyni og Sveinbimi Sigurðssyni. Þá kom hópur frá Húsavík og setti upp leiksýningu fyrir yngstu þátt- takenduma. í verðlaun voru átján bikarar og dregið var í happdrætti þar sem rásnúmer giltu sem happrættis- númer. í vinning var hjól sem gefíð var af Skíðaþjónustunni. Þá gaf HÓTEL Stefanía á Akureyri hef- ur nú aukið þjónustuna með þvi að bjóða upp á bílaleigu. Hótelið festi kaup á nokkrum bíla- leigubílum nú fyrir skömmu af gerðinni Volkswagen Golf og Jetta og býður nú öllum hótel- gestum upp á afslátt af bíla- Sana öllum keppendum gos, Linda gaf súkkulaði og karamellur, sem fallhlífastökkvarar dreifðu um svæðið. leigubílum. Að'sögn Stefáns Sigurðssonar, hótelstjóra, er fyrirhugað að bjóða upp á hótel og bflpakka með haust- inu og verður þá hægt að fá leigða bfla nokkra tíma á dag upp í nokkra daga. Stefán Sigurðsson hótelstjóri við bílaleigubila hinnar nýju bílaleigu. Hótel Stefanía hef- ur rekstur bílaleigu Gústaf Geir (t.v.) og Þorri við myndir sínar. Morgunblaðið/Jóhanna Gústaf Geir Bollason og Þorri Hringsson sýna í Möðruvallarkjallara ÞEIR Gústaf Geir Bollason og Þorri Hringsson halda þessa dag- ana málverkasýningu í Möðru- vallarkjallara, húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Þeir eru báðir nemar í Myndlista- og handíðaskóla íslands og hafa lok- ið öðru ári af fjórum. Sýningin stendur fram á sunnudagskvöld og er opin frá kl. 14.00 til 22.00 alla daga. Þeir félagar sögðu í samtali við Morgunblaðið að þetta væri frum- raunin í sýningarhaldi. Á sýning- unni eru rúmlega 50 verk, unnin á þessu og síðasta ári og eru þau til sölu. Uppistaðan í verkunum eru olíumálverk á striga og akiýlverk á pappa. Auk þess eru nokkrar pastelmyndir, vatnslitamyndir og mónóþrykk. Þorri sagðist hafa unnið pastel- myndimar sínar á Dalvlk í vor, en annars kæmu hugmyndimar beint frá huganum og hjartanum eins og þeir félagamir orðuðu það. Þeir sögðu að hugurinn stefndi til fjar- lægari landa að tveimur árum liðnum. Enda mikið um það að lista- fólk haldi til Hollands og Þýska- lands í framhaldsnám. Bandaríkin þykja heldur dýrt land fyrir lista- menn. „Það hefur enginn sagt að maður deyi af listinni, en það lifir ömgglega enginn af henni. Fólk bjargar sér með því að starfa hálfan daginn við eitthvað annað en listina og við nemarnir reynum auðvitað að afla okkur svartra tekna yfír sumartímann á þennan hátt svo að við fáum áfram námslán," sagði Þorri og bætti því við að nú væri tækifærið að fjárfesta í verðandi snillingum. Bifreið valt við Laugaland - ökumaður mikið slasaður MEIRA BAR á ölvun á Akureyri um síðastliðna helgi en endra- nær, en hátíðarhöld sjómanna fóru vel fram að sögn lögreglu. Fólksbíll valt um kl. 7 á laugar- dagsmorgun við Laugaland á Þelamörk. Ökumaðurinn, ungur piltur, var fluttur í Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri höfuðkúpu- brotinn og mikið slasaður að öðru leyti. Tveir ökumenn vom teknir gmn- aðir um ölvun við akstur um helgina, þá urðu tveir árekstrar á föstudagskvöldið, annar á Nausta- vegi og hinn á aðalvegi í Kjama- skógi. Meiðsl á ökumönnum vom minniháttar. Aðrir tveir árekstrar urðu á sunnudag, annar á Drottn- ingarbraut við Kaupangsstræti og hinn á gatnamótum Glerárgötu og Þómnnarstrætis. Þá bar mikið á hraðaakstri um helgina, tveir öku- menn vom teknir á Svalbarðsströnd á 110 km hraða og fjórir ökumenn vom teknir um helgina innanbæjar á rétt undir 100 km hraða. Ökumað- ur var tekinn fyrir að keyra yfír á rauðu ljósi, en að sögn lögreglunnar virðast flestir árekstrar sprottnir af því að menn virða ekki umferðar- réttinn. Gamli bær- inn í Lauf- ási opinn GAMLI bærinn í Laufási við Eyja- fjörð var opnaður til sýningar nú í byrjun júní-mánaðar. Hann er opinn frá kl. 10.00 árdeg- is til kl. 18.00 síðdegis alla daga nema á mánudögum og verður svo allt til ágústloka. Sem kunnugt er þá er Laufásbær ekki byggðasafn heldur svonefndur sýnibær. Er reynt að láta hann líta svo út sem búið sé í honum. Til glöggvunnar ferðamönn- um má benda á það að Laufás er á austurströnd Eyjafjarðar á leiðinni frá Akureyri til Grenivíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.