Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 fclk í fréttum Thatcher tollir ítískunni Margaret Thatcher, leiðtogi breska íhalds- flokksins, hefur að sögn þarlendra tískusér- fræðinga, uppgötvað gildi þess að „klæðast til valda“. Blúndur, slaufur og pífur hafa fengið að víkja fyrir herðapúðum og stílhreinum drögtum. Tískuljósmyndarar halda því fram að klæðaburð- ur Jámfrúarinnar" endurspegli vaxandi hörku í stjómmálabaráttunni. Fyrstu árin sem hún gegndi embætti forsætisráðherra, klæddist hún gjaman kvenlegum, mjúkum kjólum með slaufum og felling- um, en nú hafa þeir fengið að víkja fyrir sígildum drögtum með „Channel" sniði. Klæðaburður hennar er ekki sérlega kvenlegur en umfram allt einfald- ur, stílhreinn og tekur sig vel út á ljósmyndum, sem getur verið mikilvægt fyrir stjómmálaleiðtoga. Cynthia Crawford, einkaritari eins af ráðgjöfum frúarinnar segist hafa ráðlagt henni að klæðast einungis drögtum í kosningabaráttunni, en forðast slaufur og kjóla. Thatcher hefur því lagt áherslu á vandaðar dragtir og eftirlætis litimir eru blátt, hvítt og rjómagult. Hun hefur klæðst hverri dragt a.m.k. tvisvar og lífgað upp á heildarsvipinn með mismunandi perlufestum og blússum. í sjónvarpsviðtali í fyrra sagðist Thatcher einkum taka tillit til notagildis í fatavali. Hún kýs að klæð- ast sígildum fatnaði sem ekki er áberandi úr tísku og forðast jafnframt að vera of ungæðislega til fara. Þessi kombláa dragt í „Chanel“ stíl hefur vakið mikla athygli. Beinar línur og herðapúðar hafa tekið við af slauf- um og pífum. Reuter Margaret Thatcher hefur lagt áherslu á stílhreinan, einfaldan klæða- burð í kosningabaráttunni undanfarna mánuði. Frá vinstri: Jón Axel Ólafsson, dagskrárgerðarmaður og einn af hluthöfum í Stjömunni, Len Lewis, umboðsmaður fyrir tækjabúnað Stjörnunnar og Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárstjóri. Opnunarhátíð Stí’ömunnar Stjaman, nýja útvarpsstöðin, hélt upp á viku starfsafmæli sitt með glæsilegri opnunarhátíð í veitingahúsinu Hollywood sl. fímmtudagskvöld. Hátíðin hófst kl. 20, með því að lúðrasveitin Svanur lék, en síðan var gestum boðið upp á kokkteil áður en skemmtiatriðin hófust. Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárstjóri og Hafsteinn Vilhelmsson fram- kvæmdastjóri Stjömunnar fluttu stutt ávörp og þar á eftir lék Kvintett Rúnars Júlíussonar fyrir gesti. Síðan komu fram Greifamir og Blúsband Hollywood, ásamt söngvurunum Björgvini Halldórs- syni og Jóhönnu Linnet. Hafsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Stjömunnar, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að stöðin hefði fengið góðar undirtektir það sem af væri. „Við leggjum áherslu á gamla tónlist í bland við nýja og það virðist falla vel að smekk hlust- enda. Fréttastefna okkar er með nokkuð öðru sniði en hjá hinum útvarpsstöðvunum. Áhersla er lögð á mannlegu hliðina og já- kvæðar fréttir. Markmið okkar er að komast að því hvað fólk vill hlusta á en apa ekki allt eftir hin- um útvarpsstöðvunum" sagði Hafsteinn. Útvarpsstöðin Stjaman tók til starfa þann 4. júní sl. og sendir út á FM 102,2. Utsendingar henn- ar eiga að nást á Faxaflóasvæðinu og yst á Snæfellsnesi. í húsakynnum Stjömunnar í Sigtúni 7, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.