Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Lokað Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa okkar lokuð frá 13. júlí til 11. ágúst. Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21, sími 12134. BIOTECH LOFTHREINSI OG JÓNATÆKI BURT MEÐ ★ BIOTECH-tækin hreinsa loftið með því að blása því gegnum rafhlaðna plast- segulsíu og bæta í það mínus- eða plús-hlöðnum jónum eftir þörfum. ★ Lykt af tóbaksreyk, matargerð og öðru hverfa, auk þess sem astma- og of- næmisvaldandi agnir eru síaðar úr loftinu. ★ Þreytueinkenni (slen) minnkar, einnig í „þreytutímanum" eftir hádegisverð- inn. Afköst og einbeiting aukast. Færri veikindadagar. ★ Stöðurafmagn kemst í jafnvægi. ★ Á heimilið, skrifstofur og aðra vinnu- staði þar sem vinnuhraði, vinnugæði og vellíðan starfsfólks eru lykilatriði. ★ í bílinn, leigubílinn og langferðabílinn, þar sem setið er langtímum saman í umhverfi, sem er nánast gersneytt mínus-hlöðnum jónum. Verð frá 10.598,- til 136.514,- allt eftir þörfum og stærð húsnæðis. Borgartúni 27, 105 Reykjavík, s. 621980. Bifreiðaeftirlit: Skrípaleikur - lögleysa eftirKarlG. * Asgrímsson Nú þegar deilu milli starfs- manna og yfirmanna bifreiðaeft- irlitsins er lokið með bráða- birgðasamkomulagi er ekki úr vegi að koma á framfæri sjónar- miði starfsmanna um ástæðu fyrir deilu þessari, en almennt virðist það vera álitið að um hafi verið að ræða kaup- eða launa- deilu út af fyrirhuguðum niður- skurði á yfirvinnu starfsmanna, en svo var ekki, deilan stóð fyrst og fremst um starfshætti yfir- manna við bifreiðaeftirlitið. Aður en lengra er haldið, er rétt að benda á að í 11. til 14. gr. um- ferðarlaga er talað um að lögreglu- stjórar skuli annast skráningu ökutækja og afhendingu og af- greiðslu númera og í 15.gr. sömu laga er rætt um bifreiðaeftirlitið og sagt að það skuli sjá um skoðun ökutækja og fylgjast með að öku- tæki og búnaður þeirra sé í samræmi við lög og reglur, þá er sagt í 19. gr. sömu laga að bifreiða- eftirlitsmenn geti hvenær og hvar sem er stöðvað ökutæki og skoðað það. Það er því greinilegt að skv. umferðalögum eiga bifreiðaeftirlits- menn fyrst og fremst að vinna að skoðun ökutækja og eftirliti og skv. reglugerðum eiga þeir og að annast ökupróf og eftirlit með þunga- skattsmælum, og skv. umferðalög- um eru það lögreglustjórar en ekki bifreiðaeftirlitið sem eiga að annast ökutækjaskráningar. Þó svo að þróunin hafi verið sú að bifreiðaeftirlitið hafí yfirtekið hluta ökutækjaskráninga og allar breytingar og lagfæringar í bif- reiðaeftirlitinu á undanfömum árum snúist um bifreiðaskrána og tölvuvæðingu hennar er ekki að sjá að það sé ætlan löggjafans. Ekkert hefur verið gert til að bæta aðstöðu „ Væri ekki eðlilegra að leita samvinnu við starfsfólkið um hag- ræðingu og sparnað og leita eftir að fá greiðsl- ur fyrir þau störf, sem eru unnin fyrir aðra.“ við skoðun og eftirlit, en þrátt fyrir það hafa bifreiðaeftirlitsmenn framkvæmt skoðun og eftirlit við afar frumstæðar aðstæður. Þetta hefur þó gengið átakalaust fram á þetta ár, en í ársbyrjun núna er ráðinn framkvæmdastjóri við bifreiðaeftirlitið og mun hann vera ráðinn skv. umferðalögum sem eiga að taka gildi í mars 1988 eða á næsta ári og nú er ákveðinn spamaður, og eitt af fyrstu verkum framkvæmdastjórans var að gefa út skipurit fyrir bifreiðaeftirlitið og skv. því hefur yfírmönnum við bif- reiðaeftirlitið í Reykjavík fjölgað um þrjá frá áramótum. Síðar er gefið út bréf og kynnt „Rekstrará- tak 1987“ og þar sagt að nú þurfi að spara og jafnframt er sagt hveij- ir skuli stjóma „Rekstrarátaki 1987“ og kemur þar í ljós að enn einn yfirmaður hefur bæst við í yfirmannahópinn í Reykjavík. Svo er það 15. júní sl. að stjóm „Rekstrarátaks 1987“ gefur út bréf eða tilskipun þar sem segir að frá 18. júní skuli hætta öllu eftirliti úti á vegum og fella niður bakvaktir og hætta að sinna útköllum vegna slysa nema það falli undir dag- vinnutímabil. Þá var í tilskipan þessari sagt að frá 22. júní skuli öll störf bifreiðaeftirlitsins unnin á dagvinnutímabili og til þess að ná því verði opnunartími styttur um eina klukkustund. Það var þessi til- skipun sem var kveikjan að mótmælum starfsfólksins eða deil- unni, sem stóð í íjóra virka daga, en ekki var hægt að skilja tilskipan þessa öðmvísi en að nú ætti að ljúka öllum störfum á dagvinnutímabilinu en það þýddi að hver starfsmaður yrði að auka afköst sín um nær helming og að starfsmenn hefðu á undanfömum ámm verið að vinna óþarfa yfírvinnu eða skrifað hjá sér yfirvinnu sem þeir ekki unnu. Þá var í tilskipan þessari boðað að leggja niður og hætta störfum, sem bifreiðaeftirlitið á að sinna skv. lög- um, en ekkert talað um að draga úr eða hætta þeim störfum sem bifreiðaeftirlitið á ekki að sinna. Það em slík vinnubrögð, sem verið var að mótmæla, að gefnar em út tilskipanir af yfírmönnum um miklar og fyrirvaralausar breyt- ingar er varða lífskjör fólksins og að yfirmenn gefi út tilskipanir um að fella niður lögboðin störf án samráðs við starfsfólkið. Væri ekki eðlilegra að leita samvinnu við starfsfólkið um hagræðingu og spamað og leita eftir að fá greiðsl- ur fyrir þau störf, sem em unnin fyrir aðra, til að jafna fjárhags- hallann heldur en að gefa út slíkar tilskipanir. Eins og alþjóð veit hefur bifreiða- eftirlitið ekki verið vinsæl stofnun og ekki er líklegt að vinsældir auk- ist ef stómendur halda áfram á sömu braut, að ætla að stjóma með tilskipunum, sem á stundum virðast stangast á við lög og reglugerðir og valda þannig óánægju meðal starfsmanna eins og tilskipan eða fréttatilkynning sem lesa má í blöð- um 2. júlí 1987 um að engin skoðun verði frá 6. júlí til 7.ágúst 1987, en unnið verði við skráningar og próf. Þama er verið að tilkynna okkur bifreiðaeftirlitsmönnum að við eigum að hætta að sinna lög- boðnum störfum okkar en halda áfram að sinna störfum sem lög- reglustjórar eiga að annast skv. umferðalögum. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að endurskipuleggja bifreiða- eftirlitið og breyta lögum og reglugerðum um starf þess og vett- vang, en meðan lögum og reglu- gerðum er ekki breytt verður að fara eftir gildandi lögum og hætta þeirri lögleysu að fella niður og hætta störfum, sem lögbundin em, þó í spamaðarskyni sé. Og meðan lögum og reglugerðum um skoðun ökutækja er ekki breytt verður að halda áfram þeim skrípaleik sem aðalskoðun bifreiða er í dag. Reylqavík 2. júlí 1987. Höfundur er bifreiðaeftirlitsmað- ur í Hafnarfirði. Bifröst: Húsmæðra- vika SÍS og kaup- félaganna HIN árlega húsmæðravika Sam- bandsins og kaupfélaganna var haldin á Bifröst í Borgarfirði dagana 9.—16. júní sl. A dagskránni var meðal annars fyrirlestrar, skoðunarferðir, snyrt- inámskeið, vömkynningar og kvöldvökur. Þátttakendur vom alls 48 frá 14 kaupfélögum. Þessar vik- ur hafa verið árlegur þáttur í starfi samvinnuhreyfingarinnar frá 1960. Umsjónarmaður með húsmæðra- vikunni var ísólfur Gylfí Pálmason, félagsmálakennari á Bifröst. Afmælisrit Jakobs Benediktssonar Hinn 20. júlí næst komandi verður Jakob Ben- ediktsson áttræður. Hann hefur á löngum starfs- ferli birt eftir sig fjölmargar rifþerðir um íslensk fræði, mál, sögu og bókmenntir í innlendum og erlendum tímaritum, margs konar safnritum og afmælisritum. Mál og menning hefur í tilefni afmælisins ákveðið að gefa út ritgerðarsafn Jakobs í samvinnu við StofnunÁrna Magnús- sonar. Umsjónarmenn verksins verða Halld'ór Guðmundsson, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Áætlað er að bókin verði um 300 bls. að stærð, og hafi að geyma ritskrá Jakobs Ben- ediktssonar og þessar ritgerðir m.a.: Hvar var Snorri nefndur höfundur Heimskringlu? Arngrím- ur lærði og íslensk málhreinsun; Markmið Land- námabókar; Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae; Hafnarháskóli og íslensk menning; Um Gerplu; Skáldið og maðurinn (um Halldór Laxness); íslensk orðabókarstörf á 19. öld; Fáein tökuorð úr máli íslenskra skólapilta. Flestar rit- gerðanna eru á íslensku, nokkrar eru skrifaðar á ensku og dönsku. Nú eru síðustU forvöð að gerast áskrif- andi að afmælisriti Jakobs Benediktsson- ar (áætlað verð: 2000,-krónur) og fá nafn sitt skráð á Tabula gratulatoria. Þeir sem það vilja eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Máls og menningar í síma 15199 fyrir föstudaginn 10. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.