Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 53 Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu Iínubili. Minning: Steingrímur Magnús- son, Siglufirði Fæddur 3. október 1918 Dáinn 7. júní 1987 Með Steingrími Magnússyni í Hlíð er til foldar hniginn einn af merkari borgurum þessa bæjar, heilsteyptur maður, traustur og ábyggilegur sem matti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann var fæddur á Hóli á Ólafs- fírði, sonur hjónanna Jónu Stefáns- dóttur og Magnúsar Ólafssonar og var einn af átta bömum þeirra hjóna. Tvö systkini hans eru á lífi, Ólöf búsett í Reykjavík og Ingólfur búsettur í Ólafsfírði. Er Steingrímur var 3ja ára missti hann föður sinn og var honum þá komið í fóstur til hjónanna Sólveigar Jóhannsdóttur og Sigfúsar Ólafssonar í Hlíð á Siglufirði en Sigfús var föðurbróðir Steingríms. Þau Sólveig og Sigfús ólu upp mörg böm og reyndust þeim öllum sem bestu foreldrar. Heimili þeirra hjóna í Hlíð var víðfrægt fyrir rausn og myndarskap allan. Þar fór sam- an atorkusemi, hlýlegt viðmót og alúðleg framkoma við alla. Þar vom allir jafnir. Margir vom þeir sem hjónin í Hlíð studdu á lífsleiðinni en aldrei var haft hátt um þá hluti. í þessu umhverfí ólst Steingrímur upp og án efa hefur hinn góði andi sem ríkti á heimilinu í Hlíð mótað að einhveiju leyti viðhorf hans seinna á lífsleiðinni. Sextánn ára að aldri hóf Steingrímur störf hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði og hafði starfað hjá fyrirtækinu í rúm fímmtíu ár er kallið mikla kom. Hann var einn af þessum sam- viskusömu verkamönnum sem stunduðu vinnu sína af sérstakri iðjusemi. Traustur var hann og ábyggilegur, rólegur og yfírvegaður og það sem Steini í Hlíð sagði og lofaði stóð eins og stafur á bók. Hann var því virtur og vel liðinn af vinnufélögum sínum. Eftir að Steingrímur gerðist verkstjóri hjá fyrirtækinu leit hann á undirmenn sína sem jafningja og var samvinnuþýður í starfí. Þetta kunnu þeir vel að meta. Hann var því góður verkstjóri sem hugsaði ekki aðeins um hag fyrirtækisins heldur líka verkmannanna enda vildu þeir ávallt allt fyrir hann gera. Það þurfti mikið að ganga á til að koma Steingrími úr jafnvægi. Hann hélt fast á skoðunum sínum ef hann taldi þær réttar og gaf þá ekki eft- ir sinn hlut. Steingrímur var félagslyndur og sómi sinnar stéttar. Hann var um margra ára skeið virkur félagi í Verkamannafélaginu Þrótti og í stjóm félagsins í nokkur ár og í samninganefndum félagsins við at- vinnnurekendur. Hann stóð fast á málstað verkamanna enda átti hann alltaf tiltrú þeirra. Steingrímur skipaði sér snemma í raðir siglfirskra jafnaðarmanna. Hann vildi að jafnrétti og bræðralag fengi að ríkja og móta í ríkari mæli líf samferðamannsins. Frá þeirri sannfæringu sinni hvikaði hann aldrei. Um langt skeið var Steingrímur einn af bestu bridsspilurum bæjar- ins og vann til fjölda verðlauna í þessari íþrótt, bæði innan bæjar og utan. Þótti hann skemmtilegur og vandvirkur spilari og eignaðist fjölda kunningja meðal bridsspilara um land allt. 25. apríl 1942 var mikill ham- ingjudagur í lífí Steingríms Magnússonar en þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ester Sig- urðardóttur, dóttur hjónanna Ólafar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Sig- urðssonar sem aldraðir Siglfírðing- ar minnast sem sómafólks. Hjónaband þeirra Esterar og Steingríms var afar farsælt. Hlýtt viðmót mætti hveijum þeim sem til þeirra kom. Húsmóðirin elskuleg og alúðleg í framkomu, húsbóndinn vingjamlegur og yfírvegaður. Steingrímur var heimakær maður og góður heimilisfaðir, laghentur og snyrtilegur, enda ber heimilið vott um myndarskap þeirra hjóna. Auður þeirra hjóna var mikið bamalán. Böm þeirra em: Sigfús, kvæntur Sædísi Eiríksdóttur, Olöf, gift Jónasi Jónssyni, Sólveig, gift Jóni Bjargmundssyni og Sigurður, kvæntur Sólveigu Þorkelsdóttur. Þeir bræðurnir em búsettir á Siglu- firði en systumar í Reykjavík. Steingrímur var hamingjusamur maður og stoltur af bömum sínum og afkomendum þeirra, vildi alltaf allt fyrir þau gera. Kallið mikla til hans kom óvænt og enginn tími var til að kveðjast, en þetta er lífsins saga. Við Steingrímur höfðum verið kunn- ingjar og vinir í 45 ár. Eftir að við urðum verkstjórar hjá SR varð sam- starf okkar náið, einnig lágu leiðir okkar saman innan verkalýðshreyf- ingarinnar og innan raða siglfírskra jafnaðarmanna. Aldrei bar skugga á samstarf okkar. Ég er harmi sleg- inn og kveð kæran vin með söknuð í huga. Það er huggun harmi gegn að minningamar um þann mikil- hæfa mannkostamann, sem Stein- grímur Magnússon var, verða ekki frá okkur teknar. Ég flyt Ester, bömum þeirra hjóna og öðmm ástvinum Stein- gríms mínar dýpstu samúðarkveðj- ur, það gera einnig samstarfsmenn hans og siglfírskir jafnaðarmenn. Blessuð sé minning Steingríms í Hlíð. Jóhann G. Möller, Siglufirði. PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. Þvottavél fyrir kr. 29.870.-* og þurrkarinn fýrir kr. 22.445 Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þu velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.