Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 26
Ýmsir telja að Signrbjöm Bárðarson og Brjánn geti gert góða hluti í töltinu á heims- meistaramótinu og þeir bjartsýnustu telja að hann geti jafnvel sigrað. Reynir Aðalsteinsson á Spóa háði harða keppni á laugardeginum og hér er hann í skeiðinu en það var sú grein sem fleytti honum í sætið sem hann keppti að. Æsispennandi HM-úrtaka á Víðivöllum: Liðsskípan réðst á síðustu greininni Það var mikið álag á kepp- endum seinni daginn í úrtök- unni á Víðivöllum um helgina þegar landslið íslands sem keppa mun á heimsmeistara- mótinu í hestaíþróttum var valið. Endanleg úrslit urðu ekki ljós fyrr en eftir síðustu keppn- isgreinina sem var hlýðnikeppn- in en þar þurfti Benedikt Þorbjömsson sem var á hestin- um Brandi frá Runnum að ná tveimur stigum meira en Reynir Aðalsteinsson sem keppti á Spóa frá Geirshlíð til að komast í liðið. Að lokinni fyrri umferð á föstu- dagskvöld voru tveir möguleikar fyrir hendi við uppstillingu á liði. Var Sigurbjöm Bárðarson með tvo hesta inni en þar sem hver kepp- andi mátti ekki vera með nema einn hest seinni daginn varð hann að velja hvort hann tæki Kalsa sem var inni í samanlögðum fimm- gangsgreinum eða Brján sem var inni fyrir fjórgang og tölt. Niður- staðan var sú að hann tók Brján framyfir Kalsa. Þetta þýddi að þegar keppni hófst á laugardegin- um voru inni auk Sigurbjöms Sigurður Sæmundsson á Kolbeini frá Sauðárkróki, Sigvaldi Ægisson á Tinna Efri-Brú, Hafliði Halldórs- son á ísak frá Runnum, Reynir Aðalsteinsson á Spóa, Eiríkur Guð- V estmannaeyjar: Farþega- flutningar Flugleiðajuk- ust um 50% Vestmannaeyjum. í NÝLIÐNUM júnímánuði fluttu Flugleiðir hf. 50% fleiri farþega milli Eyja og Reykjavíkur en sama mánuð í fyrra. I fyrra voru farþegarnir 4603 en i ár 6895. Fyrstu 6 mánuði ársins er fjöldi farþega hjá Flugleiðum á þessari leið 21.102 sem er liðlega 8% aukn- ing miðað við sama tímabil á síðasta ári. Flugleiðir fljúga nú á háannatí- manum fjórar ferðir á dag milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þess má geta að 8. júlí eru liðin nákvæmlega 40 ár frá því Flugfélag íslands hóf reglubundnar áætlunar- ferðir hingað til Eyja. -hkj. mundsson á Leisti frá Keldudal og Sævar Haraldsson á Háfí frá Lága- felli. Þegar keppni í tölti, fjórgangi og fímmgangi var iokið seinni dag- inn voru línur nokkuð famar að skýrast og hafði sú breyting orðið á að Benedikt Þorbjömsson hafði komist yfír Sigvalda Ægisson í fímmgangi og tölti og var því á þessari stundu inni en ekki er kál- ið sopið þótt í ausuna sé komið eins og kom á daginn. í gæðinga- skeiðinu mistókst annar sprettur- inn hjá Sigurði Sæmundssyni sem gerði það að verkum að bæði Bene- dikt og Reynir voru komnir yfír hann í keppninni um samanlagðan fímmgangssigurvegara. Sigurður var hins vegar inni fyrir fímmgang og tölt og Reynir sem var inni fyrir fimmgang og skeið sótti stíft í samanlagða sætið því það tryggði honum þátttökurétt í töltinu þegar á mótið úti kæmi og þar með möguleika á heimsmeistaratitli í samanlögðu þar ytra. En til þess að komast yfír Benedikt þurfti hann að ná 22,5 sek. í 250 metra skeiði og ná 20 stigum út úr hlýðni- keppninni en þar hafði hann fengið 0 daginn áður svo ómögulegt var að átta sig á hvar hann stæði í þeirri grein. Niðurstaðan varð sú að Benedikt hlaut 25,33 stig en Reynir 24 og var það afdrifaríkt fyrir Benedikt því hann þurfti 25,98 stig og þá hefði hann verið 0.01 stigi hærri en Reynir. Var þetta óneitanlega svekkjandi fyrir Benedikt en hann er sem kunnugt er núverandi Evrópumeistari í fímmgangi. En það voru fleiri svekktir með lyktir mála því marg- ir sem fylgdust með keppninni töldu það mikinn skaða að Bene- dikt skyldi detta út úr liðinu því möguleikar hans á að veija titilinn voru talsverðir að margra mati. Eftir að úrslit voru kynnt var hald- inn fundur með landsliðsmönnum og af forráðamönnum úrtökunnar var Benedikt valinn liðsstjóri en auk þess er hann varamaður fyrir. þá sem fara með fímmgangshesta utan. Afleiðingar af þessum breyt- ingum á liðinu í seinni hluta keppninnar urðu þær að inn í fímmgang, skeið, kemur í stað Reynis Erling Sigurðsson á Þrym frá Brimnesi en hann hafði ekki verið inni í myndinni fyrr en eftir 250 metra skeiðið. Hinrik Braga- son var fyrir ofan Erling en skeiðsprettimir seinni daginn mi- stókust hjá honum og þar með datt hann út úr myndinni. Þeir sem Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Að lokinni erfiðri keppni var landsliðinu stillt upp en þeir eru frá vinstri talið Reynir Aðalsteinsson á Spóa, Sævar Haraldsson á Háfi, Eiríkur Guðmundsson á Leisti, Erling Sigurðsson á Þrymi, Sigurbjöm á Brjáni, Sigurður Sæmundsson á Kolbeini og Hafliði Halldórsson á Isak. hest í liðið en Leist frá Keldudal sem er tvöfaldur íslandsmethafi í skeiði. Fjórgangshestamir eru án efa þeir sterkustu sem sendir hafa verið héðan frá upphafi óg telja ýmsir að Sigurbjöm eigi jafnvel möguleika á töltmeistaratitlinum. Þá er ekki útilokað að Hafliði blandi sér í baráttuna um saman- lagðan sigurvegara ijórgangsmeg- in. Þrír liðsmanna eru nýliðar, þeir Hafliði, Sævar og Erling sem jafn- framt er aldursforsetinn í liðinu. Engin kona tók þátt í úrtökunni og vekur athygli hversu íslenskar konur em metnaðarlausar á þessu sviði. Olil Amble sem einu sinni hefur keppt á Evrópumóti hugði á þátttöku á Snjalli frá Gerðum en hann forfallaðist skömmu fyrir mótið og komst ekki í keppnina. Þrjú kynbótahross voru valin til þátttöku í kynbótasýningu heims- meistaramótsins. Tvær hryssur, þær Blika frá Kirkjubæ, Valdís frá Vallanesi og einn stóðhestur Djákni frá Hvolsvelli. Þeir Hafliði og Sigurbjöm munu sýna hryss- umar en Þorvaldur Ágústsson verður með stóðhestinn. komu inn í liðið á ijórgangshestum voru nokkuð ömggir allan tímann og lítil spenna þeim megin. En eftir æsispennandi keppni er liðið skipað eftirfarandi hestum og mönnum. Reynir Aðalsteinsson á Spóa frá Geirshlíð, Sigurður Sæmundsson á Kolbeini frá Sauð- árkróki, Hafliði Halldórsson á ísak frá Runnum, Sigurbjöm Bárðarson á Bijáni frá Hólum, Erling Sig- urðsson á Þrymi frá Brimnesi, Eiríkur Guðmundsson á Leisti frá Keldudal og Sævar Haraldsson á Háfí frá Lágafelli. Em menn al- mennt sammála um að héðan fari sterk sveit. Hvort það er sú sterk- asta fram til þessa er ekki gott um að segja. Tveir af hestunum vom í úrslitum á landsmótinu í fyrra, þeir Kolbeinn og Spói, og ekki er hægt að fá sterkari skeið- Eiríkur Guðmundsson hafði ástæðu til að brosa fyrstur manna þvi hann var svo gott sem búinn að tryggja sér öruggt sæti eftir fyrri daginn. Ekki er hægt að greina bros á Leisti sem varla veit hvað hann á i vændum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.