Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn BJarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Þorskur og þjóðarhagur STEFNUYFIRL ÝSING OG STARFSÁÆTLUN RÍKISSTJÓRNAi Jafnvægi í efns um - öflugt at Jöfnuður í ríkisbúskap og utanríkisviðskiptum Áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og bætt lífskjör Varðstaða um efnahagslegt, sljórnarfarslegt og menningarlegt fullveldi Lífríki sjávar gerir ísland byggilegt. Þau verðmæti, sem safnast hafa saman í þjóðarbúið, og sú velmegun, sem lífsmáti þjóðarinnar ber með sér, eru að stærstum hluta sótt í sjó. Sjávarvörur færa okkur langleiðina í 70% af útflutnings- og gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar. Og þorskurinn vegur langþyngst sjávarfangs í þjóðarbúskap okkar. Af öllum efnislegum verðmætum, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til framfærslu, er þorskurinn dýrmætastur. Við eigum að umjgangast hann sem slíkan. I vikunni var kunngjörð skýrsla Hafrannsóknastofn- unar um ástand helztu nytja- stofna fisks sem og umhverfísþátta í sjónum við land okkar. Þar er lagt til að þorskveiði fari ekki fram úr 300 þúsund tonnum á ári ef stefna eigi að því að stofninn stækki. Þetta eru sömu físki- fræðilegu niðurstöðumar og næstliðin tvö ár. Við höfum hinsvegar tekið meira úr þorskstofninum um árabil en fískifræðingar töldu hyggi- legt. Þannig veiðum við nú um 360 þúsund tonn á ári, ef marka má þorskaflatölur. Óstaðfestur orðrómur stendur hinsvegar til þess að þorskafli geti verið nokkru meiri, eða allt að 400 þúsund tonn. Eigi hann við rök að styðjast er alvarleg brotalöm á því kerfí veiðistýringar, sem við lýði er. Hér er svo mikið í húfi að óhjákvæmilegt sýnist vera að ganga tryggilega úr skugga um, hvort uppgefnar veiðitöl- ur eru réttar eða ekki. Sem fyrr segir telur Haf- rannsóknastofnun mjög æskilegt að þorskafli fari ekki fram úr 300 þúsund tonnum á ári tvö næstu árin, ef stefna eigi að eðlilegri stækkun þorskstofnsins. Fiskifræðing- ar telja hinsvegar að 400 þúsund tonna ársafli tvö næstu árin þýddi það að þorskstofninn minnkaði um 200 þúsund tonn fram til árs- ins 1990, en hrygningarstofn- inn myndi standa í stað. Ef sókn yrði aftur á móti tak- mörkuð við 300 þúsund tonna ársafla myndi stofninn vaxa lítið eitt og hrygningarstofn- inn nokkuð. Með því móti byggjum við í haginn fyrir framtíðina. Að óbreyttu göngum við á höfuðstólinn. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, segir í stuttu viðtali við Morgunblaðið um helgina, að hann sé sammála fiskifræðingum um „að draga verði úr ásókn í þorskinn". „Nú þegar stofn ýsu og ann- arra físktegunda fer vaxandi gefst okkur tækifæri til að hlífa þorskinum næstu árin, enda veiðum við hann of smá- an núna,“ segir formaður LÍÚ. Tekið skal undir þessi orð. Hver árgangur þarf að fá tækifæri til að vaxa í æski- lega þyngd og tegundin í heild til að ná eðlilegri stofnstærð, þann veg að hún geti gefið hámarksafrakstur í þjóðar- búið. Þessi markmið þurfa að móta afstöðu okkar, ásamt eðlilegum byggðasjónarmið- um. Skýrsla Hafrannsókna- stofnunar færir okkur þær kærkomnu fréttir að það góða árferði, sem ríkt hefur í sjón- um umhverfis landið allar götur síðan 1983, setji enn mót á umhverfisþætti og lífríki. Þetta góðæri hefur vegið að hluta á móti ofsókn í þorskinn. Hefðu aðstæður sjávar verið aðrar og verri og meðvirkar ofveiðinni væri staða þorskstofnsins enn lak- ari. Góðærið má hinsvegar ekki draga úr varkárni okkar. Við verðum að draga tíma- bundið úr sókn í þorskinn, ekki sízt smáfískinn, minnug þess, að sjálfskaparvítin eru verst, eins og hrun síldar- stofnsins fyrir Norðurlandi færði okkur heim sanninn um. Lífríki sjávar er sá höfuð- stóll, sem almenn lífskjör í landinu og efnahagslegt full- veldi þjóðarinnar verða fyrst og fremst reist á til langrar framtíðar. Þorskurinn er þungamiðja þessa höfuðstóls. Við verðum að læra að lifa í sæmilegri sátt við umhverfi okkar, ekki sízt lífríki sjávar, vernda það og nýta að því marki sem fiskifræðileg og efnahagsleg rök standa til. Ef við gætum ekki sjálfír að þessu efnahagslega fjöreggi þjóðarinnar þá gera aðrir það ekki fyrir okkur. Hér fara á eftir drög að stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar, eins og þau voru lögð fyrir helztu valdastofnanir stjórnar- flokkanna um síðastliðna helgi. I. Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Helstu verkefni ríkis- stjómarinnar verða að stuðla að jafnvægi, stöðugleika og nýsköpun í efnahags- og atvinnulífi, bæta lífskjör og draga úr verðbólgu. Markmið stjómarsamstarfsins er að auka einstaklingsfrelsi og jafn- rétti, vinna að valddreifíngu og félagslegum umbótum og treysta afkomuöryggi allra landsmanna. Ríkisstjómin mun standa vörð um efnahagslegt, stjómarfarslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Undirstaða hagsældar er jafn- vægi í efnahagsmálum og öflugt atvinnulíf. Ríkisstjómin leggur áherslu á stöðugt verðlag og at- vinnuöryggi. Hún mun nú þegar grípa til ráðstafana tii þess að draga úr þenslu í þjóðarbúskapnum og spoma við verðbólgu. Meginatriði í stefnu ríkisstjómar- innar og þingmeirihluta hennar eru: 1) Gengi krónunnar verði haldið stöðugu, stefnt að hallalausum við- skiptum við útlönd og lækkun erlendra skulda í hlutfalli við þjóð- arframleiðslu. 2) Jafnvægi í ríkisfjármálum verði náð á næstu þremur árum. Tekjuöflun ríkisins verði gerð ein- faldari, réttlátari og skilvirkari. Útgjöld ríkisins verði endurskoðuð þannig að gætt verði fyllsta aðhalds og spamaðar og þau vaxi ekki örar en þjóðarframleiðsla. Skatttekjur nýtist sem best í þágu almennings. 3) Eftirlit með framkvæmd skattalaga verði bætt. Einföldun við öflun ríkistekna mun sjálfkrafa draga úr möguleikum til skattsvika og stuðla að sanngjarnari greiðslum einstaklinga og fyrirtækja til sam- eiginlegra þarfa. 4) Stuðlað verði að eðlilegri byggðaþróun í landinu og varð- veislu auðlinda lands og sjávar og skynsamlegri hagnýtingu þeirra. Fylgt verði byggðastefnu, sem byggist á atvinnuuppbyggingu, átaki í samgöngumálum, eflingu þjónustukjama og bættri fjár- magnsþjónustu heima í héraði. 5) Fylgt verður sjálfstæðri ut- anríkisstefnu sem tryggir öryggi landsins og fullveldi þjóðarinnar. Stefnan mótast af þátttöku íslands í norrænni samvinnu, starfi Sam- einuðu þjóðanna og vamarsam- starfí vestrænna ríkja. 6) I samvinnu við aðila á vinnu- markaði verður unnið að því að auka framleiðni þannig að unnt sé að stytta vinnutíma og bæta kjör hinna tekjulægstu. 7) Kjör kvenna og aðstaða bama verði bætt og áhrif kvenna í þjóðlíf- inu aukin. 8) Komið verður á samræmdu lífeyriskerfí fyrir alla landsmenn. Undirstöður samfélags mannúðar og menningar verða treystar, stuðl- að verður að jafnari skiptingu lífskjara og bættri aðstöðu aldraðra og fatlaðra. 9) Fjárhagsgrundvöllur hús- næðiskerfisins verði treystur þannig að sem flestir geti eignast húsnæði. Valfrelsi verið aukið í húsnæðismálum. 10) Gerðar verða breytingar á stjómkerfí hins opinbera til að gera það virkara. 11) Lagður verður traustur gmnnur að samfélagi framtíðarinn- ar með því að efla íslenska menn- ingu, menntun, rannsóknir og vísindi. II. Starfsáætlun Ríkisstjómin hefur sett sér starfsáætlun fyrir kjörtímabilið sem hér segir: 1. Efnahagsstefna — Helstu markmið Markmið efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar er að örva hagvöxt og framfarir í atvinnulífínu á grund- velli aukinnar framleiðni og nýsköp- unar, að bæta lífskjör, tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd, sem stöðugast verðlag og fulla at- vinnu. Þessum markmiðum hyggst rík- isstjómin fyrst og fremst ná með því að móta meginreglur um efna- hagsleg samskipti og umgjörð atvinnu- og efnahagslífs, sem tryggi eðlilega samkeppni og sam- keppnishæfni íslenskra atvinnu- vega. Afskipti ríkisins af einstökum atvinnugreinum og fyrirtækjum verði sem minnst. Með almennum aðgerðum verði skapaðar aðstæður fyrir tækniþróun, aukinn útflutning og fjölbreytni í atvinnulífínu. Ríkisstjómin mun beita hag- stjómartækjum með samræmdum hætti. Fjárlögum, lánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum verður markvisst beitt til þess að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Stjóm peningamála mun miða að jákvæðum, en hóflegum raun- vöxtum. Lánastofnanir munu njóta frjálsræðis en verður veitt aðhald frá ríki og Seðlabanka innan ramma gildandi laga. Ríkisstjómin mun stuðla að jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta. Gengisákvarðanir munu miðast við að veita aðhald að verðlags- þróun innanlands og tryggja jafn- vægi í utanríkisviðskiptum. Dregið verði úr erlendum lántökum hins opinbera. Meginþættir í efnahagsstefnunni á næstu árum em: ★ Að verðbólgu verði náð niður á svipað stig og í helstu við- skipta- og samkeppnislöndum. ★ Að halla á ríkissjóði verði eytt á næstu þremur árum. ★ Að jafnvægi verði náð í við- skiptum við útlönd. ★ Að erlendar skuldir sem hlut- fall af þjóðartekjum lækki. ★ Að innlendur spamaður aukist. Ríkisstjómin mun stuðla að því að launaákvarðanir í þjóðfélaginu samræmist þessum markmiðum, jafnframt því sem kaupmáttur lægstu launa verði aukinn. Ríkisstjórnin stefnir að upp- byggingu öflugs atvinnulífs og menntakerfis, sem tryggi hagvöxt til framtíðar og treysti undirstöðu velferðar þjóðarinnar. 2. Atvinnustefna Efling atvinnuvega — nýsköpun atvinnulífs Markmið atvinnustefnunnar er að búa atvinnulífínu sem best vaxt- arskilyrði. Allar atvinnugreinar njóti sem jafnastra starfsskilyrða. Hlutverk ríkisins er fyrst og fremst að tryggja stöðug almenn skilyrði fyrir atvinnulífíð hvað varðar gengi, skatta og lánakjör. Ríkisafskipti og ríkisrekstur á atvinnufyrirtækjum verði sem minnstur. Opinber afskipti af verðlagningu verði sem minnst, en stuðlað að aukinni samkeppni og verðgæsla efld, þar sem samkeppni er ófull- nægjandi. Löggjöf gegn hringa- myndun, samkeppnishömlum og óeðlilegum viðskiptaháttum verður endurskoðuð. Starfsháttum og stjóm fíárfest- ingarlánasjóða verður breytt, einkum með því að hverfa frá skipt- ingu þeirra, sem miðuð er við hefðbundnar atvinnugreinar, þann- ig að nýjar greinar standi jafn vel að vígi og gamlar hvað varðar að- gang að lánsfé. Mikilvægir þættir í atvinnustefn- unni eru: ★ Fríverslun verður meginstefnan í viðskiptum. Stefnt verður að því að tryggja tollfijálsan innflutning á fískafurðum í helstu viðskiptalönd- um íslendinga. ★ Greitt verður fyrir stofnun og starfsemi smáfyrirtækja á sviði fíarskipta og upplýsingatækni, sem byggjast á hugviti og markaðs- þekkingu. Sama gildir um fyrirtæki á sviði nýrrar tækni, t.d. líf- og rafeindatækni, og hagnýtingu slíkrar tækni í hefðbundnum at- vinnugreinum. ★ Áfram verður leitað samstarfs við erlend fyrirtæki um stóriðju, eftir því sem markaðsaðstæður Formenn sljómarflokkanna: Stein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.