Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 17 verið hefur formaður LÍF síðan 1982, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs í það embætti. í hans stað var kjörinn formaður Þór Þor- steins, en hann var varaformaður í fyrri stjóm. Úr stjóm LÍF gengu Óskar Jónatansson, Páll H. As- geirsson og Sigurður P. Gestsson. Núverandi stjóm skipa auk form- anns: Hálfdan Helgason varaform- aður, Sverrir Einarsson ritari, Sigtryggur R. Eyþórsson gjaldkeri og Jóhann Guðmundsson blaðafull- trúi. Meðstjómendur eru Benedikt Antonsson, Eiður Ámason, Jón Egilsson og Jón Aðalsteinn Jóns- son. Verkefni hinnar nýju stjómar LÍF verða margvísleg, eins og lítil- lega hefu verið drepið á hér að framan og flest þeirra í beinu fram- haldi af því, sem verið hefur á dagskrá undanfarin ár. Hinn nýi formaður, Þór Þorsteins, vék að ýmsum forgangsverkefnum, sem hann kallaði svo. Eitt þeirra er að stofna ný félög safnara úti á landi og undirbúa heimsókn til aðildarfé- laga Landssambandsins. Skoraði formaður á landsþingsfulltrúa að vinna ötullega í félögum sínum að eflingu og stuðningi við frímerkja- söfnun á íslandi. I síðasta þætti var sagt frá al- þjóðafrímerkjasýningunni HAF- NIU 87, sem verður í Kaupmanna- höfn í október. Á næsta ári verða tvær alþjóðasýningar, sem íslenzk- ir frímerkjasafnarar munu áreið- anlega taka þátt í. Önnur þeirra er FINLANDIA 88 í Finnlandi og hin er PRAGA 88 í Tékkóslóvakíu. Frá þessum sýningum verður sagt síðar hér í frímerkjaþætti. Að endingu vil ég minna lesend- ur þáttarins á Póst- og símaminja- safnið í Hafnarfirði, en það er opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15—18. Einnig geta menn utan þess tíma haft samband við safn- vörð í síma 54321. Hér hefur áður verið sagt nokkuð frá þessu safni. Enda þótt þar sé því miður heldur fátæklegt frímerkjaefni til sýnis, er margt forvitnilegt að sjá þar úr sögu pósts og síma hér á landi. Með hliðsjón af því er heimsókn í safnið í Hafnarfírði þess virði að láta verða af henni. Nú verður gert nokkurt hlé á þessum frímerkjaþáttum hér í blaðinu, enda hafa safnarar um margt annað að hugsa en frímerki um hásumartíð. 1 matsk. smjörlíki, 3 dl hrísgijón, 6 dl vatn, 1 súputen. (fiski- eða græn- metiskraftur) salt, 1 dós niðursoðnar fiskibollur. Laukurinn er skorinn í báta, gulr- ætumar í, þykkar sneiðar og hvítlaukurinn brytjaður örsmátt. Allt sett út í smjölíki í potti og látið taka lit. Hrísgijónunum bætt á og blandað saman við, síðan er vatni, salti og súputen. bætt á. Látið sjóða í ca. 20 mín. áður en bollumar em settar í og hitaðar með. Sítrónusneiðar og salat borið með. Ætlað fyrir 4-6. Gratineraður fískbúðingur 1 dós fiskbúðingur, 1 pk. fryst, blandað grænmeti, 1 tsk. timian, 1-2 dl rifinn ostur. Grænmetið sett í botninn á eld- föstu móti, örlitlu vatni hellt á. Fiskbúðingssneiðunum raðað ofan á, timian stráð yfir og rifnum ostin- um þar ofan á. Hitað í ofni þar til osturinn bráðnar og kominn er gullinn litur á. Soðnar kartöflur eða brauð borið með. Ætlað fyrir 4-6. Lifandi tónlist Notaleg kaffihúsastemning HOTEL BORG FYRIR GESTI0G GANGANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.