Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Skáldsaga eftir Arna B. Helgason BÓKAÚTGÁFAN Fjöregg hefur gefið út fyrstu skáldsögu 35 ára gamals Reykvíkings, Árna B. Helgasonar. Titill bókarinnar er París. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „París er sögubók í þremur hlut- um, þar er fyrst til að nefna eins konar forspjall sögunnar, þá ljós- vakaspjall skriffinna nokkurs, sem er raunar ævintýri fyrir útvarp, en er hér endursagt með all raunsærri formerkjum, og loks lokaspjall sög- unnar. Að stærstum hluta gerist „þrí- leikurinn“ á þremur dögum, þegar einmitt er von á menningarfulltrú- um til bæjarins, eða borgarinnar, eins og sumir íbúar sagnaheimsins kjósa fremur að nefna samfélag sitt og átthaga þegar líður nær sögulokum. í því ljósi, að sjálfir „erindrekar menningarinnar" munu brátt sigla inn á svið sögunnar, fá lestrarhestar séð inn í hugmynda- heim persónanna, fá að kynnast vonum þeirra og þrám, ást og hatri, gleði, sorg og jafnvel hinni sárustu sút, og loks því hvert er hið eigin- lega erindi fulltrúanna." Prenthúsið sf. annaðist setningu og prentun bókarinnar, sem er 392 blaðsíðna pappírskilja. Próf í ein- leik á hörpu NÝLEGA lauk Elísabet Waage einleikaraprófi í hörpuleik frá Konunglega tónlistarháskólan- um í Den Haag í Hollandi. Elísabet lauk kennaraprófí fyrir tveimur árum og núna lauk hún einleikaraprófi með því að halda opinbera tónleika. Á efnisskrá tón- leikanna var meðal annars verk sem heitir Næturljóð á hörpu og er það nýtt einleiksverk eftir Jón Nordal. Nú í haust mun Elísabet leika á tónleikum í Hollandi bæði sem ein- leikari með hljómsveit og með kammermúsíkhópi. Elísabet Waage hörpuleikari. Tangarsókn lokið: Rafstöð meðal gjafa til Krýsu- víkursamtakanna TANGARSÓKN Krýsuvíkursam- takanna lauk formlega á þriðju- dag þegar hóparnir tveir, akandi fornbílum og reiðhjólum, mætt- ust á Egilsstöðum. Þá höfðu safiiast alls um tvær og hálf millj- ón króna. Söfinun samtakanna heldur áfram til 24. júlí. Snorri Friðriksson Welding hjá Krýsuvíkursamtökunum sagði að allt hefði þetta gengið vonum fram- ar og auk áheita hefðu samtökunum borist rausnarlegar gjafir. Nefndi hann sérstaklega rafstöð sem fyrir- tækið Höldur hf. á Akureyri gaf og olíukyndistöð frá Birgi Frímannssyni. Rafstöðin verður sett upp í Krýsuvíkurskóla á næstunni og kyndistöðin sömuleiðis. Morgunblaðið/KGA Kátt á hjalla á Suðurborg ÞAÐ var kátt á hjalla hjá ungviðinu á dag- heimilinu Suðurborg í Hólahverfi í Breiðholti á fimmtudaginn, þar sem árleg sumarhátíð með tilheyrandi veislu og leikjum var haldin. Börnin voru skrautlega máluð og klædd hinum marg- breytilegustu búningum, sem þau hafa föndrað við að framleiða undanfarnar vikur, undir hand- leiðslu fóstra sinna. Hæst bar svo hátíðahöldin eftir hádegið, þegar ráðist var í að útigrilla pylsur, sem vafalaust hafa smakkast betur en „Bæjarins bestu" Pylsunum góðu var svo skolað niður með Svala og eins og í raun- verulegum veislum, var að sjálfsögðu boðið upp á eftirmat, ís. Eins og gefur að skilja kunnu litlu krílin vel að meta svona veisluhöld, sem má líta á sem uppskeruhátíð sumarsins, en í gær mættu þau í síðasta sinn á Suðurborg, fyrir sumarfrí, sem stend- ur í heilan mánuð. Morgunblaðið/KGA Jeppabifreiðin við endalok ferða sinnar, eftir að hafa rifið upp nokkur tré með rótum. garðsins við Suðurgötu. Þar fór jeppinn upp á gangstétt, rétt fram- hjá vegfaranda og dró með sér stórt tré nokkra metra. Þegar tréð stöðv- aði loksins bílinn, virðist ökumaður- inn hafa bakkað og keyrt austur eftir gangstígnum við ttjálundinn við hom kirkjugarðsins og rekist þar á tré og stöðvast. Mike Nilsson er danskur hljóð- maður, sem vinnur við gerð myndarinnar Foxtrot. Hann stóð við hringtorgið og var að glöggva sig á korti yfir borgina. Þar sem hann stóð, keyrði jeppabifreiðin á ofsahraða yfír gangstéttina og straukst við hægri öxlina á honum. Drukkinn maður og ökuréttindalaus ók niður tré við Melatorg: Straukst við öxl eins vegafaranda Ökumaður handtekinn eftir eltingaleik í kirkjugarðinum við Suðurgötu ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar missti stjórn á bifreið sinni á ofsahraða við Melatorg aðfaranótt síðastliðins fimmtudags, með þeim afleiðing- um að jeppinn fór yfir gangstéttina, rétt framhjá gangandi vegfar- anda, reif með sér stórt tré og endaði við vegg kirkjugarðsins við Suðurgötu. Ökumaður og farþegi, sem báðir voru nokkuð ölvaðir, sluppu ómeiddir og stukku yfir í kirkjugarðinn. Lögreglumenn, sem komu að í þessa mund, náðu að handsama þá eftir nokkurn eltinga- leik. Lögreglunni barst kl. 2.18 að- faranótt fímmtudags tilkynning frá leigubílstjóra um glæfralegan akst- ur jeppabifreiðar með erlendu skráningamúmeri á gamla Mela- vellinum. Þegar lögreglan kom á staðinn var jeppabifreiðin klesst við tré við gangstíginn við kirkjugarð- inn og sögðu sjónarvottar að tveir menn hefðu stokkið yfír í kirkju- garðinn. Lögreglan hóf þegar að elta upp mennina og náði þeim fljót- lega. Hér reyndist vera um tvo ölvaða norska ferðamenn að ræða og reyndist ökumaðurinn einnig vera réttindalaus. Ökumaðurinn fékk að gista fangageymslur lög- reglunnar. Óljóst er um atburðarás. Öku- maðurinn virðist hafa farið á ofsahraða í Melatorg og misst stjóm á bifreiðinni á móts við hom kirkju- Morgunblaðið/Júlíus Danski vegfarandinn við staðinn þar sem hann stóð þegar jeppabif- reiðin fór hjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.