Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 27 HÚN VAR AÐ KOMA, aukasendingin af NI5SAN SUNNY13LX. Rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll á einstöku verði, NISSAN SUNNY-Bíll ársins 1987 íJapan. ^1957-1987 % 30 § Kaupmannasamtök Islands: Skattur á mat eyk- ur þegn- skylduvinnu kaupmanna KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem þeirri ákvrörðun ríkisstjórnar- innar að leggja 10% skatt á matvæli er mótmælt. Segja sam- tökin að með þessari ákvörðun „sé kaupmönnum enn einu sinni íþyngt með því að láta þá inna af hendi meiri þegnskylduvinnu fyrir ríkissjóð. Þar sem með þessari ákvörðun eykst vinna og ábyrgð kaupmanna i verslunum við innheimtu og uppgjör skatts- ins.“ Ennfremur segir í ályktuninni: „Þá skal sérstaklega vakin athygli á því að með því að leggja sér- stakan söluskatt á ýmsa þjónustu sem verslanir og fyrirtæki almennt þurfa að kaupa, svo sem bókhalds- þjónustu, tölvuvinnslu eykst kostn- aður við rekstur verslana sem endanlega þýðir að almenningur í landinu þarf að greiða með hærra vöruverði.“ Morgunblaðið/Sverrir Séð ofan í grunn að þjónustumiðstöð aldraðra, heilsugæslustöð og bifreiðaskýli sem fyrirhugað er að rísi við Vesturgötu 7. NISSAN SUNNY SEDAN1.3LX Reykjavík: Um 177 milljónir til þjónustumið- stöðvar aldraðra REYKJAVÍKURBORG hefur samið við ístak hf. um byggingu þjón- ustumiðstöðvar aldraðra, heilsugæslutöð og bifreiðastæði við Vesturgötu 7, og er áætlaður kostnaður við bygginguna 176.752.700 krónur. Miðað er við að húsinu sé skilað tilbúnu undir tréverk og fúllfrágengnu að utan ásamt lóð. I frétt frá Davíð Oddsyni borgar- stjóra segir að verkið sé í tveimur áföngum og miðast fyrri áfangi við uppsteypt hús. Miðað við mark- áætlun er kostnaður við fyrri áfanga 72.321.874 krónur. Mark- gildissamningur felur í sér að við lokauppgjör er verkið gert upp sam- kvæmt raunkostnað en á verk- tímanum er greiðir verkkaupi eftir markáætlun sem byggist upp á hefðbundnum einingarverðum. Verktakinn fær þá markþóknun, í þessum samningi 5%, fyrir yfir- stjóm áhættu og ágóða. Fari raunkostnaður fram úr áætlun ber hann 30% þess kostnaðar, en fær 30% sparnaðar í sinn hlut, ef honum tekst að halda kostnaði innan marka. í fréttinni segir enn fremur að ístak hf. hafí verið valið sem verk- taki vegna reynslu sinnar af þessu samningsformi, auk þess sem það er eitt þeirra fáu verktakafyrir- tækja sem talin eru nægilega öflug til að verða valin til verksins. I húsinu verður þjónustumiðstöð aldraðra fyrir miðbæ og vesturbæ með matsal, hreyfisal og aðstöðu fyrir ýmsa þjónustu félagsmála- stofnunar og félagsstarf. Að auki er gert ráð fyrir fjögurra lækna heilsugæslustöð fyrir þennan borg- arhluta. A efri hæðum verða 26 íbúðir ætlaðar öldruðum og em þær frá 36 til 82 ferm. að stærð. í kjallara em 106 bífreiðastæði, sem ekki munu fylgja íbúðunum nema íbúar óski eftir að leigja sér stæði. Heild- arstærð hússins er 8159 ferm., þar af er bifreiðageymslan 4082 ferm. á tveimurhæðum og neðanjarðar. Heilsugæslustöðinni fær 520 ferm. og íbúðir með geymslum verða á 2500 ferm., en þjónustumiðstöðin um það bil 1000 ferm. Garður er ofaná bifreiðageymslunum og er glerskáli umhverfís hann á þrjá vegu. Stefnt er að því að gera húsið þannig úr garði að viðhald utan- húss verði sem minnst. Verður húsið einangrað að utan og klætt steini og þök lögð eir eða zinki. Uppsteypu hússins á að ljúka 1. ágúst árið 1988 og hinu umsamda verki 1. febrúar 1989 ef borgaryfir- völd staðfesta framhald verksins. Er þá miðað við að byggingu húss- ins ljúki á miðju sumri 1989, en nú er unnið að hönnun innréttinga og mun því verki ljúka um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.