Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 31

Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 31 Evrópubandalagið: Offi’amleiðsla á búvörum vex í stað þess að minnka BJARTSÝNISMENN halda því fram, að Evrópubandalag- ið (EB) hafi náð að skera útgjöld sín niður um 6 millj- arða Evrópueininga, ECU, (nær 6,8 milljarða dollara) með umbótum í landbúnaði undanfarin tvö ár. Svartsýnis- menn segja hins vegar, að offramleiðslan á búvörum sé allt eins mikil nú og hún var fyrir fáum árum. Báðir hafa rétt fyrir sér. Sameig- inleg landbúnaðarstefna innan bandalagsins hefur farið svo úr böndum, að í núverandi mynd sinni er með naumindum unnt að halda henni gangandi, þó að það tækist að draga úr útgjöld- um um 6 milljarða ECU. Ef ekki kæmi til viðleitnin nú til að draga úr framlögum til landbúnaðarins, þá væri fjárlagahalli Evrópu- bandalagsins á þessu fjárhagsári um 12 milljarðar ECU. í reynd er hallinn um 6 milljarðar ECU, sem aðildarríkin 12 í bandalag- inu reyna að mestu að fela með klókum reikningsaðferðum. Sumar af umbótunum til að draga úr niðurgreiðslum eru raunhæfar en of nýjar af nálinni til þess að geta haft nokkur umtalsverð áhrif að svo komnu. Það var í desember 1986, sem ákveðið var að byija að draga úr hömlulausri framleiðslu á mjólkurafurðum og nautakjöti. Meðfylgjandi tafla sýnir, að dregið hefur úr umframbirgðum af nautakjöti en umframbirgðir af mjólkurafurðum hafa haldið áfram að vaxa. Hinar stórfelldu niðurgreiðslur gera Evrópu- bandalaginu kleift að setja mikið af nautakjöti á niðursettu verði á heimsmarkaðinn. Erfitt er hins vegar að losa sig við smjör, hvaða verð sem sett er á það og svipaða sögu má raunar segja um hveiti. Sú takmarkaða verðlækkun á komi 1987-88, sem samþykkt var á fundi landbúnaðarráðherra EB 1. júlí sl., skiptir miklu minna máli en mótmælaaðgerðir bænda að undanfömu gefa til kynna. Það verð, sem bændum er tryggt, á að lækka um 5 - 6%. Ráðherrar bandalagsins hafa hins vegar komið í veg fyrir verð- lækkun eins og venjulega með því að leika sér með gengi þeirra gjaldmiðla, sem notaðir era til þess að ákveða verð á heima- markaði. Það er erfiðar fyrir þau lönd, sem eiga sterkan gjaldmið- Búvörufjallið EVRÓPA Umframbirgðir EB 8oo af búvörum 900 , . . u _ - ✓ Milljón fra 1. april hvert ar iestir (Í2) Smjör Rúgmjöl .... <© Nautakjöt / ■**- (3^5) Bygg —(Í3) Ölífuolía (5í) Mjólkur- rröuft Hveiti Heimild: The Economist, 11.7.1987 il, að svindla með þessum hætti. Þannig verður verðlækkun hjá hollenzkum bændum 0,5% á tímabilinu 1987-88 og það mun þurfa sérstakar niðurgreiðslur heima fyrir í Vestur-Þýzkalandi til þess að halda óbreyttu verð- lagi. Bændur í öðram löndum EB fá hins vegar verðhækkun í reynd (í gjaldmiðli síns lands), sem verður frá 1,6% í Belgíu upp í 5,1% í Bretlandi og 11,5% í Grikklandi. Svo virðist því sem hinar miklu umframbirgðir EB af komi eigi enn eftir að aukast. Hvað snertir jurtaolíu og feit- meti, þá kosta umframbirgðir vegna heimaframleiddra afurða Evrópubandalagið næstum 3 milljarða ECU á ári. Á fundi æðstu manna EB í Brssel í síðasta mánuði var samþykkt að hafna hugmyndinni um að taka upp sérstakan vemdartoll (feit- metisgjald) til að greiða fyrir sölu á umframbirgðum af þess- um vöram. Slíkt hefði leitt til hærra verðs fyrir neytendur inn- an bandalagsins og viðskipta- stríðs við Bandaríkin. Þar sem menn höfðu hins vegar reitt sig á, að feitmetisgjaldið yrði inn- leitt, þá olli höfnun þess því, að fjárlagahalli EB á enn eftir að vaxa um 500 millj. ECU á þessu ári. Framkvæmdaráð EB hafði gert sér vonir um, að feitmetis- gjaldið og strangari reglur um niðurgreiðslur á komi yrðu til að spara því útgjöld, sem næmu 1,1 milljaiði ECU á þessu ári og 3 milljörðum ECU á því næsta. Allt sem eftir er af útgjaldasam- drættinum era 230 millj. ECU á þessu ári og 400 millj. ECU á því næsta miðað við fjárhags- áætlun fyrir búvörar að íjárhæð 23 milljarðar ECU. Við getum því vænzt þess áfram, að enn verði til mála- mynda dregið úr framleiðslunni, að enn meiri erfiðleikar sæki að fátækum bændum innan EB og að enn meira þrýstingur komi fram í þá vera að breyta þessu óréttlætanlega kerfí, sem að lok- um verður ókleift að halda gangandi. (Heimild: The Economist) Sovéskur liðhlaupi: Fannst eftir 42 ár í felum Moskvu, Reuter. UPP KOMAST svik um síðir. Sovéskur liðhlaupi úr Seinni heimsstyijöldinni fannst loksins eftir að hafa hírst í felum undan- farin 42 ár. Sagt var frá þessu i sovéska vikuritinu Nedelya í gær. Hefði liðhlaupinn fundist fyrr hefði hann eflaust verið skotinn, eða a.m.k. sendur í Gú- lagið. Úkraínubúinn Kuzma Panchenko komst undan herskyldu í upphafi stríðsins og þegar Þjóðveijar her- námu heimaþorp hans, Kiselyovka, gafst hann upp fyrir þeim. Þetta tvennt hefði dugað honum til tvö- falds dauðadóms samkvæmt so- véskum lögum. Þar er litið á uppgjöf fyrir óvinum sem liðhlaup. Þjóðveijar sendu hann í fanga- búðir í Póllandi og Þýskalandi, en þegar Rauði herinn sneri vöm í sókn komst Panchenko undir manna hendur. Á þessum tíma voru menn skotnir fyrir minnstu sakir, en væri mönnum sýnd miskunn fengu þeir vist í þrælabúðum Síberíu um óákveðinn tíma. Það leist Panchenko engan veginn á, svo hann strauk úr haldi varða sinna á pólskri brautarstöð og fór heim til konu sinnar, Önnu. Hún fékk hins- vegar stríðsekkjulífeyri frá ríkinu, sem hún þarf nú að endurgréiða, sagði í Nedelya. Panchenko var ljós þörfin á að vera viss, svo að hann útbjó smá- klefa í húsi sínu og dvaldi þar lengstum. Klefanum lýsti vikuritið sem sjálfgerðum einangrunarklefa þar sem Panchenko hefði tekið út nokkra refsingu sakbitinn og ótta- sleginn. Sovésk yfírvöld hafa náðað Panc- henko vegna aldurs. Hann er 79 ára gamall. Þegar hann var spurður af vikuritinu hvort hann hefði aldr- ei hugleitt að gefa sig fram og játa syndir sínar fyrir yfírvöldum svar- aði gamli maðurinn: „Jú, en ég var hræddur. Og ég er enn hræddur." Bandaríkin: Ný meðferð við húðkrabbameini San Francisco. Reuter. VÍSINDAMENN tilkynntu í gær, að þeir hefðu náð árangri, sem lofaði góðu, i meðferð ákveðinn- ar tegundar húðkrabbameins. Meðferðin er fólgin i inngjöf til- búinna mótefha og eiturefna, sem fengin eru úr kryddbauna- jurt. Dr. Lynn Spitler, forstöðumaður krabbameinsdeildar Childrens Hospital í San Francisco, sagði að meðferðin hefði gefið góða raun í baráttunni við illkynja sortuæxli (melanoma). Krabbamein þetta get- ur breiðst hratt út frá fæðingar- bletti til innri líffæra og hefur reynst erfitt viðureignar með hefð- bundnum aðferðum, t.d. geislun eða lyfjagjöf. Fyrstu tilraunirnar, sem gerðar voru á mönnum, sýndu, að nýja mótefna/eiturefna-meðferðin hafði aðeins minni háttar hliðarverkanir og meinvörpin minnkuðu eða vöxtur þeirra stöðvaðist hjá þriðjungi sjúkl- inganna, að sögn Spidlers. í annarri lotu tilraunanna voru 43 sjúklingar teknir til meðferðar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og sást árangur hjá 13 þeirra. Þriðja lotan hefst á næsta ári og verður meðferðarsjúklingunum þá fjölgað veralega. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, Reuter. BANDARÍKJADALUR styrkti í gær stöðu sína eftir fyrra fa.ll, en talið er að kaup japanskra spákaupmanna hafi valdið því. Hagtölur frá Bandaríkjunum ollu nokkrum vonbrigðum þegar þær komu út á miðvikudag og féll dalur- inn við það. Það olli því hins vegar að Japanir föluðust eftir honum í auknum mæli svo hann hækkaði á ný. Sterlingspundið, sem hækkaði mjög í verði samstíga hráolíu, stóð hins vegar í stað eftir að Englands- banki greip í taumana á fimmtudag. í gær kostaði Sterlingspundið 1,6225 Bandaríkjadal. Verð Banda- ríkjadals í öðrum helstu gjaldmiðl- um á hádegi í gær var sem hér segir: 1,3190 Kanadadollar; 1,8455 vestur-þýskt mark; 2,0765 hollensk gyllini; 1,5375 svissneskur franki; 38,24 belgískir frankar; 6,1400 franskir frankar; 1335 ítalskar lírur; 151,90 japönskjen; 6,4300 sænskar krónur; 6,7375 norskar krónur; 7,0025 danskar krónur; Gullúnsan kostaði 452,30 Banda- ríkjadali. Kópavogsvöllur 2.deild BREIÐABLIK - ÞRÓTTUR, REYKJAVÍK ídag kl. 14. BYKO umbro umbro

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.