Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 36
0
Utgerðarfélag Dalvíkinga:
Hagnaður annað áríð í röð
Lagt af stað S síðasta áfanga ferðarinnar frá Elliðaám niður á Lækj-
artorg.
Dalvik.
HAGNAÐUR varð af rekstri Út-
gerðarfélags Dalvíkinga hf. á
siðastliðnu ári og er þetta annað
árið í röð sem hagnaður verður
af rekstrinum eftir erfiðieika-
timabil í útgerð. Útgerðarfélagið
gerir úr tvo togara, Björgvin EA
311 og Björgúlf EA 312, og
leggja þeir afla upp hjá Frysti-
húsi Kaupfélags Eyfirðinga á
Dalvík. Stærstu hluthafar í fyrir-
tækinu eru Dalvikurbær, Kaup-
félag Eyfirðinga og Björgvin
Jónsson skipstjóri á Dalvík.
Aðalfundur félagsins var haldinn
nú fyrir skömmu. I reikningum fé-
lagsins kemur fram að veruleg
breyting hefur orðið á í rekstri þess
en hagnaður ársins nam 36,2 millj-
ónum króna en var árið 1985 10,5
milljónir króna. Veltufé fyrirtækis-
ins er nú orðið jákvætt um tæpar
18,5 milljónir króna en var nei-
kvætt árið 1985.
Þessi góða útkoma er ekki síst
vegna þess að útgerð togaranna
gekk vel á síðasta ári en engin
meiriháttar óhöpp né bilamir urðu
á skipunum. Þá má einnig geta
þess að Björgvin er orðinn 13 ára
gamall og því engar afskriftir leng-
ur á honum. Togaramir öfluðu báðir
vel og munu vera ofan við meðal-
afla norðlenskra togara af minni
gerð. Samtals aflamagn Björgúlfs
nam 3.175 lestum að verðmæti kr.
93.560.000. Þar af er rækja 265
lestir. Björgvin aflaði 2.720 lesta
að verðmæti kr. 72.719.722. Þar
af aflaði hann tæpra 50 lesta af
rækju.
Vegna kvótastöðu skipanna á
síðasta ári var brugðið á það ráð
að senda skipin á rækjuveiðar og
er það í fyrsta skipti sem þau halda
til slíkra veiða. Vom forráðamenn
fyrirtækisins ánægðir með þá til-
raun og töldu hagkvæmni þeirra
veiða jafnvel meiri en bolfískveiðar
enda fékkst gott verð fyrir rækju
á síðasta ári.
Báðir togaramir sigldu nokkrum
sinnum með afla á erlendra mark-
aði og sigldu m.a. til Þýskalands
með fisk en þangað hafa skip Út-
gerðarfélagsins ekki siglt frá því
að það gerði út austur-þýsku
„tappatogarana". Þá var á síðasta
ári fluttur út fískur í gámum í
fyrsta sinn í sögu félagsins. í stofn-
samþykkt Útgerðarfélagsins er
ákvæði þess efnis að tilgangur fé-
lagsins sé að afla hráefnis fyrir
frystihús Kaupfélags Eyfírðinga á
Dalvík til að tryggja atvinnu í landi.
Að sögn framkvæmdastjóra félags-
ins var allur þessi útflutningur í
góðu samráði við forsvarsmenn
frystihússins á Dalvík og kom ekki
niður á atvinnu, en hún var stöðug
og jöfn allt síðastliðið ár. Allgott
meðalverð fékkst fyrir útfluttan fisk
Jón kominn til Reykjavíkur
- hjólaði frá Reykja-
vík til Akureyrar
fyrir 52 árum
JÓN Kristinsson sem lagði af
stað hjólandi frá Akureyri í
síðustu viku kom til Reykjavíkur
í gær 17. júlí eltir 600 km ferða-
iag. Þetta er þó ekki i fyrsta sinn
sem Jón hjólar þessa leið því
árið 1935 hjólaði hann ásamt
tveimur félögum sínum frá
Reykjavík til Akureyrar. Davfð
Oddsson borgarstjóri tók á móti
Jóni á Lækjartorgi.
Jón kom að Elliðaám um kl.
15.30 og þar slógust nokkrir hjól-
reiðarmenn með í hópinn og hjóluðu
með Jóni niður á Lækjartorg. Jón
var hinn hressasti og sagðist ekki
fínna til neinnar þreytu eftir ferða-
lagið.
Davíð Oddsson tók á móti Jóni
og bauð hann velkominn í bæinn.
Jón þakkaði siðan Davíð fyrir hlý
orð í sinn garð og afhenti honum
gjöf til Reykjavíkurborgar sem
hann sagði að væri boðkefli það sem
hann tók með sér frá Revkjavík
fyrir 52 árum. Boðkeflið er lurkur
sem á eru skjaldarmerki Reykjavík-
Morgunbladið/Kristján G. Amgrímsson
Jón afhendir Davíð Oddssyni gjöf til borgarinnar sem er lurkur eða boðkefli til minningar um að Jón
hjólaði frá Reykjavík til Akureyrar 1935 og nú frá Akureyri til Reykjavíkur aftur 52 árum siðar.
ur og Akureyrar og liggja tvær
leiðir þar á milli. Önnur leiðin ligg-
ur frá Reykjavík til Akureyrar og
við hana er ritað ártalið 1935. Hin
leiðin liggur frá Akureyri til
Reykjavíkur og við hana er ritað
ártalið 1987.
Jón sagði í samtali við Morgun-
Veitingastaðir—
verslanir — mötuneyti
Kartöflur—kjarakaup!
Ódýrar kartöflur í úrvali.
Bökunarkartöflur—þær bestu.
Gerið góð kaup.
Pantið í síma 96-22307.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegarþiðakið
Drottmn Guó, veit mér
vernd þina, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari b^freið
I Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inniJötu, Hátúni2a,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50.-
Orð dagsins, Akureyri.
félagsins eða milli 42 og 43 krónur
á kíló.
Verulegar umbætur eru nú á
döfínni hjá Útgerðarfélagi Dalvík-
inga. Björgúlfur er nýkominn úr
miklum endurbótum sem gerðar
voru á skipinu í Hollandi. Skipt var
um skrúfu, skrúfubúnað og rafal í
skipinu, aðalvél skipsins var gerð
upp og sett nýtt stýri og stýrisvél.
Gerðar voru breytingar á dekki
þannig að þar komast nú fyrir tvö
troll. Kostnaður liggur ekki enn
fyrir en talið að hann liggi á biliriu
80—85 milljónir króna. Þá á félagið
nýtt skip í smíðum í skipasmíðastöð
í Flekkefjord í Noregi og kemur það
í stað Björgvins en hann gengur
upp í umsamið kaupverð nýja skips-
ins. Samningar hljóða upp á að
togarinn verði afhentur Útgerðarfé-
laginu um mitt næsta ár.
Á síðustu dögum hafa staðið yfir
samningar við frystihús Kaupfé-
lagsins vegna fískverðs eftir að það
var gefíð frjálst. Nokkurrar ókyrrð-
ar og óvissu hefur gætt meðal
sjómanna hver þeirra hlutur yrði
með nýrri verðákvörðun. Líkur eru
á að samningar takist um að meðal-
verð verði látið gilda eins og það
gerist á fiskmarkaði í Hafnarfirði
í þeirri viku sem togarar félagsins
landa afía sínum.
Á aðalfundinum var kosin ný
stjóm fyrir félagið en hún er skipuð
tveim fíilltrúum Dalvíkurbæjar og
tveim fulltrúum Kaupfélags Eyfirð-
inga ásamt Björgvin Jónssyni sem
jafnframt er stjómarformaður.
Fréttaritari
blaðið að hann væri við hestaheilsu
en örlítið rassár eftir hnakkinn á
hjólinu. Hann kvaðst reiðubúinn að
hjóla til baka aftur ef hann væri
ekki svona tímabundinn.
Söfnun áheita gekk mjög vel og
vom auglýsingar á bílnum sem
fylgdi honum alla leið hálfrar millj-
ón króna virði. Jón sagði að ekki
væri hægt að sjá hversu mikið hefði
safnast fyrr en greiðslur fyrir gíró-
seðla væru komnar inn. Þó vissi
hann að 200 þúsund krónur hefðu
safnast á endasprettinum. Á meðan
að Jón spjallaði við gamla vini og
kunningja og tók við hamingjuósk-
• um vom ættingjar hans uppteknir
við að taka á móti áheitum og selja
happdrættismiða sem Jon hannaði
sjálfur og kallaði happanælur.
Eins og kunnugt er var Jón að
safna fé til byggingar hjúkmnar-
heimilis fyrir aldraða en hann hefur
nú nýlega látið af störfum sem for-
stöðumaður dvalarheimilanna á
Akureyri.
Ferðamannastraumur-
inn að aukast:
Tjaldstæði
fullnýtt
og öll hótel
fullbókuð
„Ferðamannastraumurinn
hingað virðist vera að ná sér upp
aftur eftir nokkra lægð i byrjun
júli, en undanfarna daga hefur
varla verið hægt að koma fleiri
tjöldum fyrir á (jaldstæðum, og
á öllum hótelum, hér og í ná-
grenninu, hefiir allt verið fiill-
bókað og verður svo yfír
helgina," sagði Gísli Jónsson,
framkvæmdastjóri Ferðaskrif-
stofu Akureyrar, í samtali við
Morgunblaðið i gær.
í júnímánuði var ferðamanna-
straumurinn miklu meiri en á sama
tíma í fyrra, og sagði Gísli að það
stefndi allt í að aukning ferða-
manna yrði nokkru meiri en spáð
hefði verið fyrir um. „Það var búið
að spá fyrir um 7% aukningu ferða-
manna að jafnaði milli ára allt fram
til ársins 1990, en aukningin fyrstu
sex mánuði ársins er þegar orðin
um 13% og aðal ferðamannatíminn
er rétt að byrja,“ sagði Gísli.
Hann benti einnig á þá aukningu
sem orðið hefði á komum skemmti-
ferðaskipa hingað til Akureyrar og
sagði að í fyrra hefðu 8 skip komið
en í ár væri von á 15 skipum, og
þegar væru 9 komin.
„Það hefur orðið mikil aukning
á komu Norðurlandabúa hingað og
Frakkar og Bandaríkjamenn eru
famir að sækja hingað í auknum
mæli. Það er greinilegt að leið-
togafundurinn hefur haft nokkuð
að segja og ferðamannastraumur-
inn er í samræmi við þær vonir sem
ferðamálafrömuðir gerðu sér um
hann,“ sagði Gísli að lokum.