Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 51 Minning: Sigríður Magnús- dóttir Selfossi Fædd 1. nóvember 1924 Dáin 13. júlí 1987 Hún Sigga Magg, eins og hún var oftast kölluð af vinum og kunn- ingjum og flestir bæjarbúar þekktu ef átti að nefna eða tala um Sigríði Magnúsdóttur, var óvænt kölluð í eilífa ferðalagið, er við öll förum í fyrr eða síðar. Við á Sólvöllum 9 þökkum vin- áttu öll árin sem við höfum búið í sambýli við Siggu Magg. Hún var eins konar tengiliður íbúanna við Sólvelli á Selfossi, sem svo einkar gott er að búa við. Sigga átti gott með að gefa af ■ sjálfri sér og stofna til vináttu. Hún gat hrifíð mann inn í umræður um menn og málefni og gerði það að verkum að það varð aldrei ládeyða í kringum hana. Sigga Magg lifði lífinu lifandi þó svo að hún fengi að kynnast öðru en því sem best þykir. Bar hún þau áföll með sjálfri sér og naut samvista við fólk því Sigga var félagsvera. Hún var mikill náttúruunnandi og gaman er að minnast síðustu samverustunda er við hjónin áttum með henni 3. júlí síðastliðinn rétt áður en við lögðum upp í okkar ferðalag um Vestfirði. Gladdist hún með okkur og var síðust til að óska okkur fararheilla áður en lagt var af stað úr heimabyggð. Þá hvarfl- aði ekki að okkur að við ættum ekki eftir að sjá Siggu í lifandi lífi, en björt er sú minning. Sigga Magg var hreinskilin, átti ekki til fals, kom til dyranna eins og hún var klædd. Þar af leiðandi virkaði hún ekki alltaf sem hin blíða og elskulega kona, heldur sýndi stna mynd í verki, alltaf reiðubúin að hjálpa og leiðbeina. Sigga var næm á að finna hvar þörfin var mest og gaf þá með svo mikilli reisn og gleði að þiggjandinn fann ekki til smæðar sinnar. Það er ekki erfitt að setjast niður og láta hugann reika um minning- amar sem við eigum um Siggu — þær eru skýrar og hreinar. En það er erfítt að skilja af hveiju hún fékk ekki að vera með okkur lengur í þessari tilveru. Þær líða sem leiftur um hugann endurminningamar, þær eru ótald- ar stundirnar er ég átti með Siggu í leik og starfi, þó svo við væmm ekki alltaf sammála, þá eru þær ljúfar og mun myndast tóm í það rúm er hún fyllti hjá mér. En lífið gengur sinn vanagang, vol og víl var henni ekki að skapi. Við vottum eftirlifandi eigin- manni hennar, Gísla Guðjónssyni, bömum, tengdabömum og barna- bömum samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Við þökkum allt og allt. Didda og fjölskylda. í dag er til moldar borin frá Sel- fosskirkju Sigríður Magnúsdóttir, Sólvöllum 5, Selfossi, en hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hér á Sel- fossi aðfaranótt mánudagsins 13. júlí sl. Andlát hennar bar að með mjög snöggum hætti. Hún hafði kvöldið áður verið í skímarveislu á heimili sonar síns og tengdadóttur, án þess að kenna sér nokkurs sérstaks meins, en var síðan öll fáeinum stundum síðar. Sár harmur er því kveðinn að eftirlifandi eiginmanni, bömum, skyldmennum og fjölmörgum vin- um við svo ótímabært fráfall. Og það því fremur, að hér átti í hlut kona, sem var þeirrar gerðar að hún reyndist burðarás hvar sem hún kom að, hvort heldur var á heimili, á vinnustað ellegar í félagsstörfum. Sigríður Magnúsdóttir fæddist á Flögu í Villingaholtshreppi þann 1. nóvember 1924. Hún var fimmta barn foreldra sinna af níu systkinum sem upp komust. Foreldrar hennar voru Magnús hreppstjóri Árnason frá Hurðabaki í Flóa og Vigdís Stefánsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum. Að þeim stóðu sunnlenskir ætt- stofnar sem nú búa víða um Suðurland en hafa að sjálfsögðu einnig dreifst um allt land. Systkini Sigríðar voru: Árni, sem lengi bjó í Flögu, en býr nú á Sel- fossi, kvæntur Sigrúnu Sigurðar- dóttur. Guðrún, býr í Reykjavík, gift Bjarna Ágústssyni. Stefanía, býr á Eyrarbakka, gift Guðmanni Valdimarssyni. Brynjólfur, bjó í Þorlákshöfn, var kvæntur Ingi- björgu Hjörleifsdóttur. Hann lést 1982. Guðríður, býr á Selfossi, gift Jóni Hjartarsyni. Grímur, býr í Þor- lákshöfn, ókvæntur. Anna, býr í Garðabæ, gift Áma Þórarinssyni. Unnur, býr í Kópavogi, gift Hauki Hlíðberg. Stefán Jónsson, uppeldis- bróðir systkinanna í Flögu, býr á Selfossi, kvæntur Svanlaugu Hann- esdóttur. Eins og gefur að skilja var mann- margt heimili eins og í Flögu einn af máttarstólpum sveitarinnar. Magnús var hreppstjóri og átti að auki sæti í sveitarstjórn um ára- bil og var fjallkóngur Flóamanna. Sigríður ólst því upp á umsvifa- heimili, þar sem hún snemma vandist að taka til hendi og jafn- framt að vinna öðrum til heilla fremur en hugsa einvörðungu um eigin hag. Heimilið í Flögu var rómað að rausn og myndarskap og þau upp- eldisáhrif áttu síðar eftir að ein- kenna dagfar og lífsviðhorf Sigríðar Magnúsdóttur. Þó að vinna á heimilinu hafi vita- skuld verið snar þáttur í uppeldi og mótun Sigríðar eins og títt var um hennar kynslóð, kom fleira til. Ungmennafélagið Vaka var stofnað í Villingaholtshreppi árið 1936 að tilhlutan Jons Konráðssonar kenn- ara. Systkinin í Flögu létu ekki sinn hlut eftir liggja í því starfi sem þar fór fram. Æsku- og uppeldisár Sigríðar Magnúsdóttur líða því á fjörmiklu heimili í safaríku umhverfi þar sem hver dagur var þrunginn lífi og lífskrafti. Árin 1944—45 stundaði Sigríður nám við Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni. Næstu ár á eftir stundaði hún vinnu við ýmis störf í Reykjavík og á Selfossi, en var þó yfirleitt ætíð heima í Flögu um aðalannatímann á sumrin. Einn vetur, 1948—49, vann hún á Akur- eyri með vinkonu sinni og frænku. Sigríður giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Gísla Guðjónssym, pípulagningameistara, 5. nóvember 1955. Það var þeim báðum mikið gæfu- spor, enda reyndust þau samhent í öllu svo að af bar. Þau hófu búskap á Reynivöllum 6 hér á Selfossi 1953 en fluttu á Eyrarveg 16 1954 í tvíbýlishús, sem þau reistu í félagi við Jón Hjartar- son og Guðríði systur Sigríðar. Árið 1964 fluttu þau í nýreist einbýlishús sitt á Sólvöllum 5. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, þau eru Kristín, fædd 10. júlí 1955, tækniteiknari, býr í Reykjavík með Hafsteini Guðjóns- syni frá Vík í Mýrdal; Guðjón, fæddur 27. desember 1958, húsa- smiður, býr hér á Selfossi með Guðrúnu Agústsdóttur frá Brúna- stöðum; Vignir Rafn, fæddur 14. apríl 1967, nemandi í framhalds- deild Samvinnuskólans, er enn í foreldrahúsum, en unnusta hans er Elísabet Júlíusdóttir frá Siglufirði. Barnabörnin eru fjögur: Sigríður og Ægir, börn Kristínar, og Katrín og Guðný, dætur Guðjóns. Þau hafa nú mikið misst við frá- fall ömmu sinnar, enda voru þær frænkurnar Sirrý og Katrín oft langdvölum hjá afa sínum og ömmu og nutu umönnunar þeirra og hlýju. Eg býst við að óvíða hafi barnabörn verið eins hænd að afa og ömmu og verið hefur á þessu heimili. Enda þótt Sigríður Magnúsdóttir ynni á ýmsum stöðum varð heimili aðalstarfsvettvangur hennar og því helgaði hún starfskrafta sína af alúð. Það ber þess líka órækt vitni hve samhent þau hjónin voru og ósérhlífin í allri þeirri umönnun. Þau 34 ár sem þau Gísli hafa búið hér á Selfossi, hafa verið tími mikillar uppbyggingar og umsvifa. Gísli veitti_ forstöðu þeirri deild Kaupfélags Ámesinga, sem ákaf- lega margir, er í húsbyggingum stóðu áttu erindi við. Á meðan þorpið var enn lítið mæddi verulega á heimilinu af ýmsum þáttum þessarar þjónustu. Fáir matmálstímar liðu án símhringinga og skilaboða af hvers kyns tagi. Húsfreyjan gegndi því margvíslegu hlutverki af þeirri vel- vild og þjónustulund, sem henni var eiginleg og í blóð borin frá æsku- heimili sínu. En þó að heimilið og velferð fjöl- skyldunnar væri aðaláhugamál og viðfangsefni Sigríðar kom hún viðar við á lífsferli sínum, þar sem hún einnig naut sín vel. Hún var ákaflega starfsfús til margs konar félagsstarfa, enda fé- lagshyggjumanneskja að lífshug- sjón. Snemma tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Selfoss og átti þar sæti í stjóm um árabil. Hún var formaður þess, er hún lést. Kvenfélag Selfoss hefur gegnt veigamiklu hlutverki í félagslífi staðarins með þátttöku í árvissum störfum. Sigríður Magnúsdóttir var ein þeirra, sem vann þau óeigin- gjömu störf og átti þar ekki minnstan hlut. Oft var hún fulltrúi félagsins á þingum SSK. Sigríður tók einnig virkan þátt í félagsstarfi Kaupfélags Árnesinga. Hún var fulltrúi á aðalfundum fé- lagsins um árabil og deildarstjóri Selfossdeildar Kaupfélagsins 1981-85. Þar eins og hvarvetna annars staðar einkenndist afstaða hennar af atorku, velvild og framfarahug. Hún var einörð í afstöðu sinni og gekk óhikað fram hvar sem hún lagði máli lið. En þó að hún þannig kæmi víða við í félagsstarfi hygg ég að henni hafi verið mest í mun að konur tækju af fullri reisn virkan félags- þátt í eðlilegu samstarfi við karla. Það var sumarið ’63 sem við byrjuðum að byggja hér á Sólvöll- um, lóðimar lágu saman. Við fluttum inn vorið eftir. Þá hófst nábýli sem engan skugga hefur á borið æ síðan. Eins og af sjálfu sér tókst vin- átta með fjölskyldum okkar, börnin ólust upp í nánu samneyti, og sam- gangur var mikill ekki síst á gleði og hamingjustundum. Við á Sólvöllum 7 vorum þar þiggjendur en Siggu, eins og við alltaf kölluðum hana, var eiginlegt að veita, það gerði hún af rausn og einlægum hug. Sigga var léttlynd og hrókur fagnaðar, sjaldan til hlés. Hún var yfirleitt í miðju þess mannlífs sem hrærðist í kringum hana. Minningarnar frá þessum sam- vemstundum eigum við nú einar eftir, en Sólvellirnir em fátæklegri við sviplegt og ótímabært fráfall hennar. Sigga var máttarstólpi samhentrar fjölskyldu, hún var mik- il móðir og einlæg og góð amma. Þegar hún nú er hrifin á brott nánast í miðri dagsönn, er sorgin sár. Það skarð verður ekki fyllt. En vegamestið sem hún gaf bömum sínum og barnabömum með lífi sínu og lífsviðhorfi öllu er huggun harmi gegn. Við biðjum Guð að styrkja Gísla og fjölskylduna í þeirra miklu sorg og sendum þeim og öðmm vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um kæran ná- granna og vin lifa um ókomin ár. Óli Þ. Guðbjartsson Sigga Magg frænka, sem búsett var á Selfossi en kennd við fæðing- arstað sinn, Flögu í Villingaholts- hreppi, er látin. Sú fregn var óvænt og enginn henni viðbúinn. Þannig getur tilveran birst með skörpum skilum og þá er skarð fyrir skildi í huga fólks, ekki síst þegar í hlut eiga stórar persónur. Sigga var ávallt hreinskilin, kom til dyranna eins og hún var klædd, hafði stóran hug til þess er hún tók sér fyrir hendur eða myndaði sér skoðun á, var staðföst í skoðunum og athöfnum og kom ætíð fram af reisn í því sem hún tók sér fyrir hendur. Þessir þættir vom henni eðlislægir, sprottnir úr ætt hennar og umhverfi. Það fór ekki fram hjá neinum, sem til Siggu þekkti, að hún var frændrækin og þekkti vel frænd- garð sinn. Það er því ljúft að minnast þess er við unnum að því . að ná saman niðjum Áma Pálsson- ar hreppstjóra og Guðrúnar Sigurð- ardóttur frá Hurðarbaki. Það var henni unun að sjá þá stóm ætt koma saman og alla þekkti hún með nafni og rakti fyrir fólki ættir þess. Kæmi hik á einhvem, sem hún boðaði á ættarmótið, þá hafði hún það umtal að ekki kom annað til greina hjá þeim sem í hlut átti en að mæta. Það er til eftirbreytni hversu vel hún þekkti til allra þeirra, sem í hlut áttu, frá þeim elstu til hinna yngstu, þekkti hagi þeirra og gladdist með þeim. Þegar við frændur og frænkur vomm á unga aldri og hittum Siggu á fömum vegi áttum við kveðju hennar vísa og þannig tilreidda að öllum fannst þeir heldur meiri á eftir. Ávallt var þar fagnaður er hún hitti sitt fólk og átti við það orðastað. Það var líka stutt í glettn- ina, fjörið og hláturinn, sem spratt af því að gera góðlátlegt grín að ■ sjálfum sér og viðmælandanum. Það er dýrmætt að fá að umgang- ast slíkt fólk og eiga að vinum. Það er og mikils virði að eiga á vísan að róa og vita af kraftmiklum liðsmönnum þegar mikið liggur við. Þannig var Sigga ötull liðsmaður Kvenfélags Selfoss í starfsemi þess, gekk í verkin og lét ganga undan þar til það var afstaðið sem gera átti. Slíkir homsteinar em nauðsyn- legir í öllu félagsstarfi. Slíks fólks er mikilsvert að minnast og gera sér grein fyrir þýðingu þess. Það myndast óneitanlega tóm í tilvemna þegar sérhver manneskja hverfur á brott því hver og einn skapar sér sess í hugum annarra með framgöngu sinni í lífinu. Það er þó svo að eftir situr Ijúf minn- ing, sem kemur í staðinn og hollt er að grípa til og lifa með. Þannig getur líf eins mótað tilvem og fram- göngu annars og á þann veg flyst arfur milli kynslóða. Við hjónin sendum eftirlifandi eig- inmanni Sigríðar, Gísla Guðjóns- syni, bömum þeirra og bamaböm- um, samúðarkveðjur á erfiðri stund. Sigurður Jónsson og Esther Óskarsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð manns mins og bróður okkar, og vináttu við andlát og útför mannsins míns, SIGFÚSAR JÓHANNSSONAR, VILBERGS GUÐMUNDSSONAR Sléttahrauni 15, rafvirkjameistara. Hafnarfirði, Guð blessi ykkur öll. Bára Guðbrandsdóttir og systkini. Ingibjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför + INGU NILSEN BECK, Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við Valhöll, andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Reyðarfirði. KRISTÍNAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og öðru starfsfólki fjórð- Brúarholti 2, Ólafsvfk. ungssjúkrahússins á Neskaupstað fyrir góða aðhlynningu sem Hallgrímur A. Ottósson, hin látna fókk þar. Örn A. Ottósson, Magnea H. Magnúsdóttir, Nanna S. Ottósdóttir, Bjarnar Ingimarsson, Kristinn Beck, Þurfður L. Ottósdóttir, Magnús Þorsteinsson, Kristfn Beck Gunnar A. Ottósson, Ólöf G. Pálsdóttir, og fjölskylda. barnabörn og bamabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.