Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 52
■reei irfjr, .ai auaAaaAOöAJ .SKtAiawuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 1- fclk í fréttum Aftari röð frá vinstri: Elísabet Kristjánsdóttir, Katrín Sigurðardótt- ir, Vélaug Steinsdóttir, Guðrún L. Asgeirsdóttir, Sigríður Sigurðar- dóttir, Alfheiður Sigurgeirsdóttir og Eygló Bjarnadóttir. Fremri röð: Dröfii Farestveit, Kristrún Jónsdóttir, Marsibil Jónsdóttir og Unnur Tómasdóttir. Morgunblaðið/Einar Falur Óvenjuleg samheldni Auður Guðjónsdóttir tekur við blómum og konfekti sem Sigurbjörg Bjamadóttir, eigandi reiðhjólaversl- unarinnar Arnarins, feerði henni. Reiðhjólið, sem er þriggja gira Kalkhoff hjól, var keypt í Eminum I byijun ferðarinnar og sá varla á því eftir 25 daga ferð um vegi landsins. Haustið 1960 hófu 13 stúlkur nám við Húsmæðrakennara- skóla íslands. Bundust skólasys- tumar óvenju sterkum vináttubönd- um og hafa þessi 25 ár, sem liðin eru síðan náminu lauk, hist í hveij- um mánuði yfír veturinn. Tuttugu og fímm ára afmælið héldu þær hátíðlegt með því að bregða sér til Kaupmannahafnar, þar sem ein skólasystirin býr og júbiieruðu þær í heila viku í borginni við sundið. Tvær hárprúðar essar hárprúðu vinkonur voru festar á filmu í samkvæmi í London nú í vor. Sú ljóshærða er fyrirsætan Jerry Hall, eiginkona söngvarans Mick Jagger en sú dökkhærða er engin önnur en Koo Stark, sem frægust er fyrir sam- band sitt við hertogann af Jorvík. COSPER — Sjáðu, hvað hann verður kátur, þegar hann sér þig. Ein á reiðhjóli kring um landið Islensk kona, Auður Guðjónsdótt- ir, tók á miðvikudaginn við viðurkenningu sem reiðhjólaversl- unin Ominn veitti henni fyrir að hjola hringinn í kring um landið. Auður, sem nú er búsett í Kanada, kom hingað til lands í maílok og byijaði á því að festa kaup á silfurgráu 26 tommu reið- hjóli f Eminum. Hún setti það sem skilyrði að hafa fóthemil og varð því að láta sér nægja þriggja gíra hjól. Þann 6. júní lagði hún svo af stað, ein síns liðs, frá Reykjavík og austur á bóginn. Auður sagðist lítið sem ekkert hafa æft sig fyrir ferðina. „Ég fór bara hægt af stað og smá jók svo hraðann eftir því sem ég komst í betri þjálfun. Ferðin gekk mjög vel og ég varð aldrei einmana. Þvert á móti kunni ég því vel að vera ein. Ég valdi yfirleitt næsta áfangastað að morgni og gisti bæði hjá kunn- ingjum og í svefnpokaplássum“. Morgunblaðið/Einar Falur Ríkey Ingimundardóttir með styttu sem hún gerði af Halldóri Laxness. Hún hefiir nú málað styttuna og er hún á sýningu Ríkeyjar í Viðey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.