Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Knatt-
spyrnu-
skólar
enná
fullu
Þótt farið sé að líða á sumarið
eru knattspymuskólar hinna
ýmsu félaga enn í fullum gangi.
Flestir verða með námskeið í ágúst
og er foreldrum og forráðamönnum
bama bent á að hafa samband við
félögin í sínu hverfi.
Við litum inn hjá þremur félög-
um, Breiðablik, KR og Fylki, og
ræddum við hressa krakka í knatt-
spymuskólum þessara félaga.
Góðir gestir í heimsókn hjá KR
Það var mikið um að vera á
KR-svæðinu í lok júnímánaðar.
Sérstakir kennarar á því námskeiði
vom Hollendingurinn Simon Ta-
hamata og Pétur Pétursson. Einnig
heimsótti Amór Guðjohnsen krakk-
ana og gaf góðar leiðbeiningar um
galdra knattpsymunnar. Mikil
ánægja var með námskeiðið og lát-
um við myndimar tala sínu máli.
Fylkir með einn stærsta
skólann
í Árbænum er mikið af bömum
og því ekki að furða að knatt-
spymuskólinn hjá Fylkismönnum
hafi verið einn sá fjölmennasti.
* Kennari er Guðjón Reynisson
íþróttakennari og að sögn hans
sóttu yfir 100 krakkar um skólavist
í júnímánuði. Vegna sumarleyfa
hefur eitthvað dregið úr ásókninni
en áhuginn er mikill hjá krökkun-
um. Tvö námskeið verða í ágúst-
mánuði og þeir sem hafa áhuga á
að taka þátt í þeim geta snúið sér
til þeirra við Fylkisvöllinn.
Byrjaði 4 ára að spila
Þau Ingi Gauti Ragnarsson, Egg-
ert Gíslason, Ólöf Vagnsdóttir og
Hildur Guðbrandsdóttir hafa öll
verið í knattspymuskóla Fylkis áð-
ur. Þau em úr Árbænum og því
harðir Fylkisaðdáendur. Þau eru
y sannfærð um að Fylkir nái að vinna
sig upp í 2. deild því liðið eigi þar
Hópurinn á þessu námskelðl knattspyrnuskóla Fylkis.
Simon Tahamata tekur við gjttf frá KR-hópnum eftlr að námskeið-
inu lauk.
Hresslr KR-lngar ásamt Tahamata, Pétlr Páturssynl, Arnóri
Guðjohnsen, Gordon Lee, Rúnarl Krlstinssyni og Heiml Guðjóns-
synl.
heima. Eggert byrjaði að spila
knattspymu þegar hann var 4 ára
gamall en hin hafa líka spilað mjög
lengi. Uppáhaldsleikmenn þeirra
em Maradona og Ásgeir Sigurvins-
son en þau vildu ekki gera upp á
milli leikmanna meistaraflokks
Fylkis en nefndu þó að Guðjón þjálf-
ari væri góður.
Hressir Bllkar í pylsustuði
Við Blikastaði í Fífuhvamminum
í Kópavogi hittum við fyrir stóran
hóp að ungum og hressum Blikum.
Þar var þá verið að slíta einu nám-
skeiði knattspyrnuskóla Breiða-
bliks. Þar vom kennararnir
Sigurður Víðisson og Elvar Erlings-
son á fullu að grilla pylsur fyrir
mannskapinn og var þar svo sann-
arlega glatt á hjalla. Krakkamir
gáfu sér þó tíma til að stilla sér
upp fyrir eina mynd og sýndu þau
hreykinn viðurkenningarskjal sem
þau fengu fyrir þátttöku í nám-
Stoltir Brolðabllksmonn moð vltturkennlngar sfnar.
skeiðinu. Við náðum þar tali af
þremur yngismeyjum sem tóku þátt
í skólanum hjá Breiðablik.
Gaman að spila með
strákunum
Þessar stúlkur heita Signý Björg
Siguijónsdóttir, Rósa Björg Brynj-
ólfsdóttir og Erla Sóley Eyþórs-
dóttir. Þær hafa allar verið áður í
knattspymuskólanum og þær tjáðu
blaðamanninum að það væri gaman
að spila með strákunum. Strákamir
tæku þeim eins og jafningum og
gæfu boltann á þær eins og aðra
leikmenn. Þær voru ekki ömggar
ef þær myndu halda áfram að æfa
fótbolta en sögðu að það væri
möguleiki.
Signý og Rósa æfa báðar fim-
leika með Gerplu en Erla hefur
verið í dansi. Þeim fannst það besta
við skólann hjá Breiðablik vera leik-
irnir og svo auðvitað þessi grill-
veisla.
Bllkastúlkurnar Slgný Bjttrg Slgurjónsdóttlr, Rósa Bjttrg Brynj-
ólfsdóttlr og Erla Sóley Eyþórsdóttlr.
Unglr Fylklsmenn: Ingl Gautl Ragnarsson, Eggert
VSgnsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttlr.
Spennandi keppni í flestum flokkum
íslandsmótið í knattspyrnu
yngri flokka er nú í fullum gangi
um allt land. Spennandi keppni
er í flestum riðlum og flokkum
en línur eru nú farnar að skýr-
ast á flestum stöðum.
Við látum hér fylgja með úr-
slit í yngri flokkunum sem
borist hafa skrifstofu KSÍ
þessa vikuna. Enn vantar tölu-
vert af skýrslum og eru félögin
minnt á að senda skýrslur strax
inn en ekki trassa það því það
getur kostað þau töluverð fjár-
útlát.
Valur lagði Víking í 3. flokki 3:2
Á þriðjudaginn mættust á
Víkingsvellinum lið gömlu ijend-
anna Víkings og Vals. Víkingar
byrjuðu leikinn af miklum krafti og
áður en Valsmenn höfðu áttað sig
höfðu Víkingar sett tvö mörk á þá.
En Valsarar eru ekki vanir að gef-
ast upp þótt á móti blási og af
mikilli hörku náðu þeir að jafna
leikinn fyrir hálfleik. Fyrra markið
var reyndar sjálfsmark Víkinga en
það seinna gerði Friðrik Gestsson.
Seinni hálfleikurinn var mjög
jafn og spennandi og skiptust liðin
á að sækja. En Valsararnir reynd-
ust vera skeinuhættari upp við
markið og sigurviljinn var meiri
þeirra megin. Friðrik Gestsson
bætti síðan við öðru marki sínu og
Valsmenn sigruðu eins og áður
sagði með þremur mörkum gegn
tveim. Víkingar gáfu of mikið eftir
að hafa náð tveggja marka forskoti
með mörkum Þórðar í fyrri hálfleik.
Valsmenn eru nú efstir í A-riðli en
Víkingar eiga enn möguleika á að
komast í úrslit.
ÍA skoraði slgurmarkið á
síðustu mínútu leiksins
UBK — ÍA1:2 í 2. fl. kvenna
Tvö af sterkustu 2. fl. kvennalið-
um íslands mættust í Kópavoginum
á mánudagskvöldið. Þetta eru lið
Breiðabliks sem er núverandi ís-
landsmeistari í þessum flokki og lið
Akraness. Blikarnir stóðu betur
fyrir þennan leik þar sem ÍA hafði
gert jafntefli við lið Týs frá Vest-
mannaeyjum en Breiðablik hafði
sigrað Tý.
Breiðablik lék undan sterkum
vindi í fyrri hálfleik en það voru
Skagastelpurnar sem skoruðu fyrst..
Blikastelpurnar pressuðu mjög á
Skagann en án þess að skapa sér
nein hættuleg færi. En ÍA-liðið var
hættulegt í hraðaupphlaupum og
úr einu þeirra áttu þær skot í slá
Breiðabliks. Staðan var því 0:1 fyr-
ir ÍA í hálfleik.
Breiðablik mætti ákveðið til leiks
í seinni hálfleik og pressaði stíft á
mark Akraness. Um miðjan hálf-
leikinn átti Sara Haraldsdóttir góða
rispu upp hægri kantinn og eftir
fyrirgjöf hjá henni skoraði Randí
Níelsdóttir gott mark sem mark-
vörður ÍA átti ekki möguleika að
veija. En nú bökkuðu Blikastúlk-
umar of mikið og ÍA-stelpumar
fóru að sækja í sig veðrið. Það var
síðan á síðustu mínútu leiksins að
íris Dögg Steinsdóttir gerði út um
leikinn með glæsilegu marki frá
vítateigshorninu. Það voru því
Skagastúlkumar sem sigruðu með
tveimur mörkum gegn einu.
Úrslit í yngri flokkunum
2. flokkur A
FH-Þór Ak. 1:1
Stjaman — FH 1:1
ÍBK —Víkingur 3:1
B
KA — Fylkir 7:3
ÍR — Grindavík 6:1
C
Njarðvík — Leiknir 2:5
3. flokkur A
Fram — Víkingur 3:1
Víkingur —Valur 2:3
B
Haukar — Grindav. 8:4
Leiknir — Selfoss 3:0
Þór-ÍBK 1:3
Njarðvík — UBK 1:5
ÍBK — Leiknir 12:0
UBK — Selfoss 2:0
C
Afturelding — Grótta 1:0
Skallagr. — Hverag. 1:1
Aftureld. — Grundfj. 30:0
Armann — Eyrarbakki 2:5
Hverag. — Ármann 12:1
E
Þór Ak. — Hvöt 4:0
4. flokkur A
UBK — Víkingur 4:2
IA — Afturelding 13:1
ÍBK-KR 1:7
Fram — Fylkir 3:0
B
Þór V. — Selfoss 1:7
Haukar —Valur 4:3
C
Skallagrímur — Njarðv. 2:3
Eyrarbakki — Þróttur 1:11
F
Einheiji — Höttur 2:7
Höttur — Þróttur N. 4:1
5. flokkur A
FH — Fram 7:0
B
Leiknir — Reynir S. 7:0
Skallagr. — Fylkir 1:5
C
Þór Þ. — Grótta 0:10
Aftureld. — Njarðv. 10:2
Njarðv. — Þór Þ. 7:4
Þór Þ. — Ármann 2:5
Hveragerði — Víðir 1:4
D
Hörður — Gréttir 2:4
Bolungarv. — Grettir 9:1
F
Austri E. — Valur Rf. 0:5
Einheiji — Höttur 8:0
Súlan — Einheiji 5:2
Höttur — Þróttur N. 1:2
Sindri — ValurRf. 4:1
2. fl. kvenna A
ÞórAk.-KR 1:4
B
UBK-ÍA 1:2