Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 63

Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 63
FRJALSAR / KRINGLUKAST MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 63 Risakast Vésteins: 67,20 m „ÉG bjóst alveg eins við þess- um árangri. Æfingar hafa gengið mjög vel. Eg ætlaði reyndar ekki að keppa þar sem ég er ekki orðinn fyllilega góður af meiðslum en gat ekki setið á mér,“ sagði Vésteinn Haf- steinsson HSK í samtali við Morgunblaðið. Hann stórbætti íslandsmetið í kringlukasti í gærkvöldi, kastaði 67,20 metra á móti í Klagshamn við Malmö í Svíþjóð. Vésteinn átti sjálfur eldra metið og var það 65,60. Þegar hann setti nýja metið í gær voru nákvæm- lega Qögur ár upp á dag frá því hann setti eldra metið, en það gerði hann á meistarmóti íslands 17. júlí 1983. Eftir því sem næst verður komist er Vésteinn í hópi sex til átta beztu kringlukastara í heimin- um í ár. Lengst hefur heimsmethaf- inn Jiirgen Schult A-Þýzkalandi kastað, 69,54. Næstur er Stefan Femholm Svíþjóð, sem kasaði 68,30 í fyrradag. Ólympíumeistarinn Rolf Dannenberg V-Þýzkalandi er með 67,94 og Norðmaðurinn Svein Inge Valvik er í fjórða sæti með 67,70, hálfum metra á undan Vésteini. Norðurlandametið er 69,62 og á það Norðmaðurinn Knut Hjeltnes. „Metið kom í öðru kasti. Ég hef lagt allt upp úr því að ná lengstu köstunum strax því stórmótin snú- ast um fyrstu þijár umferðirnar. Nú stefni ég ótrauður á heimsmeist- aramótið í Róm í haust. Þessi árangur eykur mér trú og ég er bjartsýnn því ég er sterkari og tækni er betri en áður. Þetta er það sem ég ætlaði að ná í Evrópubikarkeppninni í Portúgal, en meiddi mig rétt fyrir mótið. Ég varð að taka því rólega meðan ég var að ná mér og þreytan hefur lið- ið úr skrokknum. Ég fann það að ég var í minni beztu æfíngu og gat því ekki setið á mér þótt ég finni ennþá örlítið fyrir meiðslum í læri,“ sagði Vésteinn. Vésteinn átti ágæta kastseríu í gær, kastaði 65,58 m, 65,10 m og 64,30 metra, en tvö köst gerði hann ógild. Hann sigraði í keppninni en annar varð Norðmaðurinn Olav Jensen, bandariski háskólameistar- inn frá í fyrra, með 64,90. Eggert Bogason FH varð þriðji með 60,42, eða aðeins styttra en í fyrradag, og Helgi Þór Helgason USAH kast- aði 52,20. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Óvæntur sigur FH á Skaganum Frá Sigþóri Eirikssyni áAkranesi BOTNLIÐ1. deildar, FH úr HafnarfirAi, kom heldur betur á óvart á Skaganum í gær- kvöldi, er liAiö sigraAi heima- menn 2:1, en fyrir leikinn var ÍA í þriAja sæti. Skagamenn byijuðu betur og sóttu allstíft fyrstu mínútum- ar. Þeir náðu forystu með marki Sveinbjamar á 13. mín. Heimir lék fram kantinn, sendi inn í vítateig á Sveinbjörn sem vippaði knettinum yfir tvö vamarmenn og Halldór markvörð, sem var kom- inn allt of framarlega, og í netið! Laglega gert. Eftir markið var allur vindur úr heimamönnum. FH-ingar gengu á lagið og jöfnuðu nokkuð sann- gjamt. Löng sending kom fram kantinn, yfir vamarmenn ÍA, Hörð- ur Magnússon komst á auðan sjó og sendi boltann út til baka þar sem Kristján Hilmarsson kom á fleygi- ferð og skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig; algjörlega óveij- andi. Mjög fallegt mark! IA—FH 1 : 2 Akranesvöllur 1. deild, föstudaginn 17. júlí 1987. Mark ÍA: Sveinbjöm Hákonarson (13.) Mörk FH: Kristján Hilmarsson (28.), Pálmi Jónsson (55.) Gult spjald: Henning Henningsson FH (4.), Baldur Guðnason (58.) Rautt spjald: Baldur Guðnason FH (60.), Guðbjöm Tryggvason ÍA (60.) Ahorfendur: 548. Dómarí: Eyjólfur Ólafsson, 9. Lið ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guðmundsson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Sigurður Halldórsson 2, Sigurður Lárusson 2, Sveinbjöm Hákonarson 2, Þrándur Sigurðsson 1 (Valgeir Barðason, vm. á 68. mín., 2), Ólafur Þórðarson 2, Aðalsteinn Víglundsson 1, Haraldur Ingólfsson 1 (Jakob Halld- órsson, vm. á 81. mín., lék of stutt), Guðbjöm Tryggvason 1. Samtals: 19. Lið FH: Halldór Halldórsson 1, Grétar Ævarsson 2, Henning Henningsson 3, Baldur Guðnason 1, Pálmi Jónsson 2, Guðmundur Hilmarsson 3, Hörður Magnússon 2, Guðjón Guðmundsson 2, Jón Erling Ragnarsson 2, Magnús Pálsson 2^ Kristján Hilmarsson 2 (Kristján Gislason vm. á 62. mín., 2). Samtals: 23. FH-ingar fengu síðan dauðafæri á 44. mín. Henning Henningsson óð upp allan völl með Skagaliðið á hælunum, en gott skot hans utan teigs fór naumlega framhjá. FH-ingar komu ákveðnir til leiks eftir hlé og skoruðu fljótlega sigur- markið. Pálmi átti fast skot rétt utan teigs í boga yfir Birki, undir þverslána og inn. Éftir markið ein- kenndist leikurinn af miðjuhnoði og lítið minnisstætt gerðist utan það er Baldur og Guðbjörn voru reknir af velli fyrir handalögmál. Hanning Hennlngsson lék vel fyrlr FH f gærkvöldl. I.deild ÍA - FH 1:2 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelklr U j T Mörk u J T Mörk Mörk Stig VALUR 9 3 1 0 12 3 2 2 1 5 3 17: 6 18 KR 9 3 1 0 11 1 1 3 1 5 5 16: 6 16 ÍA 10 3 0 2 9 8 2 1 2 5 5 14: 13 16 ÞÓR 9 3 0 1 11 4 2 0 3 5 11 16: 15 15 FRAM 8 1 1 2 3 5 3 1 0 7 2 10: 7 14 KA 9 1 1 3 4 6 2 1 1 3: 2 7 : 8 11 ÍBK 9 1 2 1 4 4 2 0 3 11 16 15: 20 11 VÖLSUNGUR 8 1 2 2 7 7 1 1 1 2 3 9: 10 9 FH 10 1 1 3 3 6 1 0 4 6 14 9: 20 7 VÍÐIR 9 0 3 2 3 6 0 3 1 1 6 4: 12 6 GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Azinger með forystuna PAUL Azinger, Bandaríkjunum, sem slegiA hefur í gegn á keppnistímabilinu meA því aA sigra á þremur mótum, haf Ai forystu eftir annan dag opna breska meistaramótsins í gær. Hann lék á 68 höggum annan daginn í röA; þremur undir pari hvorn dag. Rodger Davies frá Ástralíu hafði forystu eftir fyrsta dag; lék þá á 64 höggum, en hann náði sér ekki á strik í gær; lék þá á 73 högg- um — tveimur yfír pari — og datt niður í annað sæti. Eftir tvo daga er röð efstu manna þessi: 136 Paul Azinger, Bandar..............68 68 187 Rodger Davis, Ástralíu............64 73 Gerry Taylor, Ástralíu .........69 68 Nick Faldo, Bretlandi...........68 69 Payne Stewart, Bandar...........71 66 138 Bemard Langer, V-Þýskal.........69 69 David Frost, S-Afríku...........70 68 Craig Stadler, Bandaríkj........69 69 Tom Watson, Bandaríkj...........69 69 139 Carl Mason, Bretlandi...........70 69 Bob Tway, Bandaríkj.............67 72 Nick Price, S-Afríku............68 71 Larry Mize, Bandar..............68 71 Graham Marsh, Ástralíu..........69 70 Mark Calcavecchia, Bandar.......69 70 140 Ian Woosnam, Bretlandi ........71 69 Ray Floyd, Bandar...............72 68 Mark McNulty, S-Afríku..........71 69 141 Lee Trevino, Bandar............67 74 Mishashi Ozaki. Japan...........69 72 WayneGrade, Ástralíu ...........70 71 Ben Crenshaw, Bandar............73 68 Hal Sutton, Bandar..............71 70 Fuzzy Zöller, Bandar............71 70 SUND íslands- met Ragnars Ragnar Guðmundsson setti í gærkvöldi íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi á meistaramóti íslands sem hófst í Laugardalslaug-’ inni. Tími hans var 16.28,04 mín. Hann átti sjálfur gamla metið. HELGIN Mikið um aðvera Þrír leikir verða í 1. deild karlaSr í knattspymu á morgun. KR og KA leika á KR-velli, Þór og Fram á Akureyri og ÍBK og Völs- ungur í Keflavík. 10. umferð lýkur á mánudaginn með leik Vals og Víðis, en allir leikimir hefjast klukkan 20. í 2. deild verða fimm leikir í dag sem allir byija klukkan 14: ÍBÍ-KS á Ísafirði, Einheiji-ÍR á Vopnafírði, UBK-Þróttur í Kópavogi, Leiftur- Víkingur á Ólafsfirði og Selfoss- ÍBV á Selfossi. í 1. deild kvenna leika Þór og UBK á Akureyri í dag klukkan 17 og á morgun kl. 20 leika Stjaman og Valur í Garðabænum. Á mánudag- inn klukkan 20 hefst leikur ÍBK* * og KR í Keflavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Sund Sundmeistaramót íslands hófst í gærkvöldi og það heldur áfram í dag og á morgun — keppni hefst klukkan 15 báða dagana í Laugar- dalslaug. Golf Eitt stigamót í golfi verður um helg- ina — Nissan-mótið. Það fer fram á golfveliinum í Grafarholti. Fijálsar Meistaramót fijálsíþróttamanna 14 ára og yngri hófst á Laugardals- velli í gær og því lýkur á morgun. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA KA vann Breiðablik KR og ÍBK gerðu jafntefli, 0:0 Tveir leikir fóru fram f 1. deild kvenna í gærkvöldi. LiA KR og ÍBK skildu jöfn, 0:0, á KR-velli og á Akureyri sigraAi KA UBK 1:0 Keflvíkingar var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik og vom klaufar að skora ekki nokkur mörk. KR fékk tvö kjörin tækifæri strax 1 byrjim leiksins er Ema Helena Olafsdóttir Lúöviksdóttir komst í tvígang ein skrifar innfyrir en brást bogalistinn. I síðari hálfleik var jafnræði með liðunum og fátt markvert sem skeði. I liði KR áttu þær Karolfna Jóns- dóttir og Jóna Kristjánsdóttir góðan leik. I liði IBK bar mest á þeim Guðný Magnúsdóttur og Guðný Karlsdóttur. KA sótti öllu meira framan af leikn- um á Akureyri og uppskar þá mark sitt. Gefín var stungusending inn fyrir vöm UBK og Hjördís Ulfars- dóttir var ekki í vandræðum að skora. UBK sótti svo stíft en náði ekki að skora. Fátt markvert skeði Morgunblaöið/Sverrir Helena Ólafsdóttlr KR-ingur, til vinstri, og Guðný Magnúsdóttir beijast um boltann í gærkvöldi. í seinni hálfleik nema gott skot Sig- rúnar Sigurðardóttur sem Sigrfður Sófusdóttir varði vel. 1. deild kv. KR - ÍBK KA - UBK F|.lelkja u J T Mörk Stlfl VALUR 8 6 2 0 19:3 20 ÍA 8 6 1 1 17: 5 19 STJARNAN 7 5 0 2 11: 7 15 KR 8 3 2 3 7:4 11 KA 9 2 2 5 8: 15 8 IBK 7 2 2 3 5: 12 8 UBK 7 1 1 5 5: 13 ÞÓRAK. 6 0 0 6 2: 15 *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.