Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 63
FRJALSAR / KRINGLUKAST MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 63 Risakast Vésteins: 67,20 m „ÉG bjóst alveg eins við þess- um árangri. Æfingar hafa gengið mjög vel. Eg ætlaði reyndar ekki að keppa þar sem ég er ekki orðinn fyllilega góður af meiðslum en gat ekki setið á mér,“ sagði Vésteinn Haf- steinsson HSK í samtali við Morgunblaðið. Hann stórbætti íslandsmetið í kringlukasti í gærkvöldi, kastaði 67,20 metra á móti í Klagshamn við Malmö í Svíþjóð. Vésteinn átti sjálfur eldra metið og var það 65,60. Þegar hann setti nýja metið í gær voru nákvæm- lega Qögur ár upp á dag frá því hann setti eldra metið, en það gerði hann á meistarmóti íslands 17. júlí 1983. Eftir því sem næst verður komist er Vésteinn í hópi sex til átta beztu kringlukastara í heimin- um í ár. Lengst hefur heimsmethaf- inn Jiirgen Schult A-Þýzkalandi kastað, 69,54. Næstur er Stefan Femholm Svíþjóð, sem kasaði 68,30 í fyrradag. Ólympíumeistarinn Rolf Dannenberg V-Þýzkalandi er með 67,94 og Norðmaðurinn Svein Inge Valvik er í fjórða sæti með 67,70, hálfum metra á undan Vésteini. Norðurlandametið er 69,62 og á það Norðmaðurinn Knut Hjeltnes. „Metið kom í öðru kasti. Ég hef lagt allt upp úr því að ná lengstu köstunum strax því stórmótin snú- ast um fyrstu þijár umferðirnar. Nú stefni ég ótrauður á heimsmeist- aramótið í Róm í haust. Þessi árangur eykur mér trú og ég er bjartsýnn því ég er sterkari og tækni er betri en áður. Þetta er það sem ég ætlaði að ná í Evrópubikarkeppninni í Portúgal, en meiddi mig rétt fyrir mótið. Ég varð að taka því rólega meðan ég var að ná mér og þreytan hefur lið- ið úr skrokknum. Ég fann það að ég var í minni beztu æfíngu og gat því ekki setið á mér þótt ég finni ennþá örlítið fyrir meiðslum í læri,“ sagði Vésteinn. Vésteinn átti ágæta kastseríu í gær, kastaði 65,58 m, 65,10 m og 64,30 metra, en tvö köst gerði hann ógild. Hann sigraði í keppninni en annar varð Norðmaðurinn Olav Jensen, bandariski háskólameistar- inn frá í fyrra, með 64,90. Eggert Bogason FH varð þriðji með 60,42, eða aðeins styttra en í fyrradag, og Helgi Þór Helgason USAH kast- aði 52,20. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Óvæntur sigur FH á Skaganum Frá Sigþóri Eirikssyni áAkranesi BOTNLIÐ1. deildar, FH úr HafnarfirAi, kom heldur betur á óvart á Skaganum í gær- kvöldi, er liAiö sigraAi heima- menn 2:1, en fyrir leikinn var ÍA í þriAja sæti. Skagamenn byijuðu betur og sóttu allstíft fyrstu mínútum- ar. Þeir náðu forystu með marki Sveinbjamar á 13. mín. Heimir lék fram kantinn, sendi inn í vítateig á Sveinbjörn sem vippaði knettinum yfir tvö vamarmenn og Halldór markvörð, sem var kom- inn allt of framarlega, og í netið! Laglega gert. Eftir markið var allur vindur úr heimamönnum. FH-ingar gengu á lagið og jöfnuðu nokkuð sann- gjamt. Löng sending kom fram kantinn, yfir vamarmenn ÍA, Hörð- ur Magnússon komst á auðan sjó og sendi boltann út til baka þar sem Kristján Hilmarsson kom á fleygi- ferð og skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig; algjörlega óveij- andi. Mjög fallegt mark! IA—FH 1 : 2 Akranesvöllur 1. deild, föstudaginn 17. júlí 1987. Mark ÍA: Sveinbjöm Hákonarson (13.) Mörk FH: Kristján Hilmarsson (28.), Pálmi Jónsson (55.) Gult spjald: Henning Henningsson FH (4.), Baldur Guðnason (58.) Rautt spjald: Baldur Guðnason FH (60.), Guðbjöm Tryggvason ÍA (60.) Ahorfendur: 548. Dómarí: Eyjólfur Ólafsson, 9. Lið ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guðmundsson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Sigurður Halldórsson 2, Sigurður Lárusson 2, Sveinbjöm Hákonarson 2, Þrándur Sigurðsson 1 (Valgeir Barðason, vm. á 68. mín., 2), Ólafur Þórðarson 2, Aðalsteinn Víglundsson 1, Haraldur Ingólfsson 1 (Jakob Halld- órsson, vm. á 81. mín., lék of stutt), Guðbjöm Tryggvason 1. Samtals: 19. Lið FH: Halldór Halldórsson 1, Grétar Ævarsson 2, Henning Henningsson 3, Baldur Guðnason 1, Pálmi Jónsson 2, Guðmundur Hilmarsson 3, Hörður Magnússon 2, Guðjón Guðmundsson 2, Jón Erling Ragnarsson 2, Magnús Pálsson 2^ Kristján Hilmarsson 2 (Kristján Gislason vm. á 62. mín., 2). Samtals: 23. FH-ingar fengu síðan dauðafæri á 44. mín. Henning Henningsson óð upp allan völl með Skagaliðið á hælunum, en gott skot hans utan teigs fór naumlega framhjá. FH-ingar komu ákveðnir til leiks eftir hlé og skoruðu fljótlega sigur- markið. Pálmi átti fast skot rétt utan teigs í boga yfir Birki, undir þverslána og inn. Éftir markið ein- kenndist leikurinn af miðjuhnoði og lítið minnisstætt gerðist utan það er Baldur og Guðbjörn voru reknir af velli fyrir handalögmál. Hanning Hennlngsson lék vel fyrlr FH f gærkvöldl. I.deild ÍA - FH 1:2 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelklr U j T Mörk u J T Mörk Mörk Stig VALUR 9 3 1 0 12 3 2 2 1 5 3 17: 6 18 KR 9 3 1 0 11 1 1 3 1 5 5 16: 6 16 ÍA 10 3 0 2 9 8 2 1 2 5 5 14: 13 16 ÞÓR 9 3 0 1 11 4 2 0 3 5 11 16: 15 15 FRAM 8 1 1 2 3 5 3 1 0 7 2 10: 7 14 KA 9 1 1 3 4 6 2 1 1 3: 2 7 : 8 11 ÍBK 9 1 2 1 4 4 2 0 3 11 16 15: 20 11 VÖLSUNGUR 8 1 2 2 7 7 1 1 1 2 3 9: 10 9 FH 10 1 1 3 3 6 1 0 4 6 14 9: 20 7 VÍÐIR 9 0 3 2 3 6 0 3 1 1 6 4: 12 6 GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Azinger með forystuna PAUL Azinger, Bandaríkjunum, sem slegiA hefur í gegn á keppnistímabilinu meA því aA sigra á þremur mótum, haf Ai forystu eftir annan dag opna breska meistaramótsins í gær. Hann lék á 68 höggum annan daginn í röA; þremur undir pari hvorn dag. Rodger Davies frá Ástralíu hafði forystu eftir fyrsta dag; lék þá á 64 höggum, en hann náði sér ekki á strik í gær; lék þá á 73 högg- um — tveimur yfír pari — og datt niður í annað sæti. Eftir tvo daga er röð efstu manna þessi: 136 Paul Azinger, Bandar..............68 68 187 Rodger Davis, Ástralíu............64 73 Gerry Taylor, Ástralíu .........69 68 Nick Faldo, Bretlandi...........68 69 Payne Stewart, Bandar...........71 66 138 Bemard Langer, V-Þýskal.........69 69 David Frost, S-Afríku...........70 68 Craig Stadler, Bandaríkj........69 69 Tom Watson, Bandaríkj...........69 69 139 Carl Mason, Bretlandi...........70 69 Bob Tway, Bandaríkj.............67 72 Nick Price, S-Afríku............68 71 Larry Mize, Bandar..............68 71 Graham Marsh, Ástralíu..........69 70 Mark Calcavecchia, Bandar.......69 70 140 Ian Woosnam, Bretlandi ........71 69 Ray Floyd, Bandar...............72 68 Mark McNulty, S-Afríku..........71 69 141 Lee Trevino, Bandar............67 74 Mishashi Ozaki. Japan...........69 72 WayneGrade, Ástralíu ...........70 71 Ben Crenshaw, Bandar............73 68 Hal Sutton, Bandar..............71 70 Fuzzy Zöller, Bandar............71 70 SUND íslands- met Ragnars Ragnar Guðmundsson setti í gærkvöldi íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi á meistaramóti íslands sem hófst í Laugardalslaug-’ inni. Tími hans var 16.28,04 mín. Hann átti sjálfur gamla metið. HELGIN Mikið um aðvera Þrír leikir verða í 1. deild karlaSr í knattspymu á morgun. KR og KA leika á KR-velli, Þór og Fram á Akureyri og ÍBK og Völs- ungur í Keflavík. 10. umferð lýkur á mánudaginn með leik Vals og Víðis, en allir leikimir hefjast klukkan 20. í 2. deild verða fimm leikir í dag sem allir byija klukkan 14: ÍBÍ-KS á Ísafirði, Einheiji-ÍR á Vopnafírði, UBK-Þróttur í Kópavogi, Leiftur- Víkingur á Ólafsfirði og Selfoss- ÍBV á Selfossi. í 1. deild kvenna leika Þór og UBK á Akureyri í dag klukkan 17 og á morgun kl. 20 leika Stjaman og Valur í Garðabænum. Á mánudag- inn klukkan 20 hefst leikur ÍBK* * og KR í Keflavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Sund Sundmeistaramót íslands hófst í gærkvöldi og það heldur áfram í dag og á morgun — keppni hefst klukkan 15 báða dagana í Laugar- dalslaug. Golf Eitt stigamót í golfi verður um helg- ina — Nissan-mótið. Það fer fram á golfveliinum í Grafarholti. Fijálsar Meistaramót fijálsíþróttamanna 14 ára og yngri hófst á Laugardals- velli í gær og því lýkur á morgun. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA KA vann Breiðablik KR og ÍBK gerðu jafntefli, 0:0 Tveir leikir fóru fram f 1. deild kvenna í gærkvöldi. LiA KR og ÍBK skildu jöfn, 0:0, á KR-velli og á Akureyri sigraAi KA UBK 1:0 Keflvíkingar var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik og vom klaufar að skora ekki nokkur mörk. KR fékk tvö kjörin tækifæri strax 1 byrjim leiksins er Ema Helena Olafsdóttir Lúöviksdóttir komst í tvígang ein skrifar innfyrir en brást bogalistinn. I síðari hálfleik var jafnræði með liðunum og fátt markvert sem skeði. I liði KR áttu þær Karolfna Jóns- dóttir og Jóna Kristjánsdóttir góðan leik. I liði IBK bar mest á þeim Guðný Magnúsdóttur og Guðný Karlsdóttur. KA sótti öllu meira framan af leikn- um á Akureyri og uppskar þá mark sitt. Gefín var stungusending inn fyrir vöm UBK og Hjördís Ulfars- dóttir var ekki í vandræðum að skora. UBK sótti svo stíft en náði ekki að skora. Fátt markvert skeði Morgunblaöið/Sverrir Helena Ólafsdóttlr KR-ingur, til vinstri, og Guðný Magnúsdóttir beijast um boltann í gærkvöldi. í seinni hálfleik nema gott skot Sig- rúnar Sigurðardóttur sem Sigrfður Sófusdóttir varði vel. 1. deild kv. KR - ÍBK KA - UBK F|.lelkja u J T Mörk Stlfl VALUR 8 6 2 0 19:3 20 ÍA 8 6 1 1 17: 5 19 STJARNAN 7 5 0 2 11: 7 15 KR 8 3 2 3 7:4 11 KA 9 2 2 5 8: 15 8 IBK 7 2 2 3 5: 12 8 UBK 7 1 1 5 5: 13 ÞÓRAK. 6 0 0 6 2: 15 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.