Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 64
Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Framtíð ER ViÐ SKEIFUNA aaaa % SU2XHCI LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 VERÐ I LAUSASÖLU 50 KR. Brekifékk V estmannaeyjar: 100 tonn á sólarhring TOGARAR frá Vestmannaeyj- um hafa aflað vel síðustu vikurnar og allir landað tvíveg- is á síðasta hálfa mánuðinum. Mest þorski af miðunum fyrir vestan og norðan land. Fyrr í vikunni fékk Breki 100 tonn af þorski í flottroll á Halanum á rétt rúmum sólarhring. Stærsta halið gaf 40 tonn. Breki landaði á fimmtudaginn 180 tonnum eftir stuttan túr. Morgunblaðið/Björgvin Amaldsson Það þurfti mörg handtökin hjá skipveijum á Breka frá Vestmannaeyjum við að innbyrða 40 tonna þorskhal, gera að fiskinum, kassa hann og ísa og raða i lestina. Að afgreiða þannig 100 tonn á rúmum sólarhring er ekki fyrir neina aukvisa. Endurskoðuð þjóðhagsspá: Þjóðartekjur geta dreg- ist saman um 2-3% 1988 Þjóðhagsstofnun telur að tímabil sam- dráttar fari i hönd eftir þriggja ára góðæri Breki landaði 215 tonnum 7. — júli og hefur því fært á land 395 tonn í þessum mánuði. Bergey hefur landað samtals 340 tonn- um, Sindri 320 tonnum, Klakkur 240 tonnum, Gideon 160 tonnum og Halkion 155 tonnum. Sjöundi Eyjatogarinn, Vestmanhaey, er enn í stórviðgerð og endurbótum í Póllandi. Togbátar hafa einnig aflað vel upp á síðkastið en bræla í síðustu viku hamlaði þó veiðum. Smáey ^hefur landað tvívegis á skömmum tíma, alls 110 tonnum. Ekkert hefur dregið úr gámaútflutningi og í vikunni fóru utan 17 gámar með skipi Eimskips og eitthvað fór einnig með Sambandsskipi. Varla hefur hafst undan í frystihúsunum að vinna allan þann afla sem til þeirra hefur borist, enda þar víðast fáliðað innandyra um þessar mundir. Um mánaðamótin skellur svo yfír íjóðhátíð í Heijólfsdal og þá sem endranær mun öll fiskvinnsla í Eyjum meira og minna lamast í hálfan mánuð. Síðasti löndunar- dagur fyrir Þjóðhátíð verður * —mánudagurinn 27. júlí. Kap VE, hefur hætt síldveiðum þar sem síldin er nú hrygnd og var afrakstur veiðanna sáralítill. Fyrirhugað var að veiða nokkurt magn af hrognasíld sem frysta átti fyrir markað í Japan. Þrátt fyrir að báturinn rólaði um allan sjó í leit að sfidinni, fannst lítið sem ekkert og að auki var veður óhagstætt lengst af. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að góðærí undanfarinna þríggja ára sé að líða hjá og fyrírsjáanlegt sé tímabil einhvers samdráttar. Ástæður þessa eru fyrst og fremst mun lakari horfur með þorskafla á næsta árí, en Haf- rannsóknastofhun hefúr lagt til að mjög verði dregið úr þorsk- veiðum á næstunni. Þetta kom fram á fúndi sérfræðinga Þjóð- hagsstofhunar með fréttamönn- um í gær, þar sem endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árið 1987 var kynnt. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í upphafi fundarins að almennar launahækk- anir á fyrri hluta ársins hefðu orðið mun meiri en gert var ráð fyrir í ársbyijun, en ekki væri gert ráð fyrir jafnmiklum launahækkunum síðari hluta árs. Gert er ráð fyrir að atvinnutekjur hækki um 25% að meðaltali frá upphafi til loka árs- ins, í stað 16% og kaupmáttur launa aukist á árinu um 4%. Þórður sagði þetta þriðja árið í röð sem kaup- máttur eykst mjög mikið og þannig hefði hann aukist um 30% á sl. þremur árum. Endurskoðuð þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 20% verðbólgu á árinu í stað 12%. Því er talið að þjóðarút- gjöld vaxi um 9% í stað 6% og að þjóðartekjur aukist um 7,5% í stað 5,5%. Efnahagshorfur á næsta ári eru sagðar óljósar, en með hliðsjón af því að Hafrannsóknastofnun hef- ur lagt til, að mjög verði dregið úr þorskveiðum á næsta ári er talið að í besta falli megi reikna með óveru- legri aukningu útflutningstekna. „Þess vegna er útlit fyrir, að verulega dragi úr hagvexti á næsta ári og að jafnvel gæti samdráttar eftir einstakt vaxtarskeid undanfar- in þijú ár. Því er ljóst, að verulegs aðhalds er þörf á öllum sviðum út- gjalda, ef takast á að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla á næsta ári,“ segir í frétt Þjóðhagsstofnun- ar. Þórður sagði, að yrði þorskveiðin á næsta ári ekki meiri en Haf- rannsóknastofnun mælir með, þ.e. 300 þúsund tonn, þá gæti það haft í för með sér að þjóðartekjur drægj- ust saman um 2-3%, sem sýndi fram á að svigrúm til að auka útgjöld væri ekki fyrir hendi og þar með væri ekki hægt að auka rauntekj- ur, án þess að viðskiptahalli ykist. Mikið ber enn á milli SOVÉSKA viðræðunefiidin, sem veríð hefiir hérlendis að undan- förnu vegna samningaviðræðna um fyrirframkaup saltsíldar vegna komandi vertíðar, er nú farin héðan, án þess að samning- ar hafi tekist. Mun mikið hafa boríð á milli að því er söluverð snertir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu Sovétmennimir hafa krafist stórfelldrar verðlækkunar og miðað verðtilboð sín við verð sem þeir hafa nýlega samið um við Kanadamenn, svo og tilboð sem þeir hafa fengið frá Noregi og fleiri löndum. Aftur á móti mun Síldarútvegs- nefnd hafa krafist verulegrar verðhækkunar vegna gengisfalls bandaríkjadollars, en öll viðskipti við Sovétríkin era í dolluram, sam- kvæmt viðskiptasamningi. Mun nefndin jafnframt hafa miðað verð- tilboð sín við samninga, sem Þórður sagði að horfur væra á því að raunvextir yrðu háir næstu misseri, þannig að nú færi í hönd góður tími til spamaðar. Sjá kafla úr endurskoðaðri þjóðhagsspá á bls. 35. nefndin hefur nýlega gert við sam- tök sænskra sfldarinnflytjenda. Rússar munu ekki hafa verið til viðræðna um neitt verð nálægt þessu. Kærður fyrir hassolíusmygl til Bretlands ÍSLENDINGUR um þrítugt, sem handtekinn var í síðasta mánuði í Manchester, hefúr nú veríð ákærður af breskum yfirvöldum fyrir að flytja inn til landsins 500 gr. af hassolíu í maganum og bíður hann nú dóms. Maðurinn var á sínum tíma hand- tekinn í tengslum við hið svokallaða hassolíumál, sem upp kom hérlend- is, þar sem tveir Islendingar og Englendingur vora handteknir með 750 gr. af hassolíu í fórum sínum á hvítasunnudag. Fomleifegröft- ur í Reykholti Fornleifauppgröftur hefst í Reykholti í Borgarfirði í næsta mánuði. Hér er um að ræða undirbúningsgröft til að marka þann stað í Reykholti sem nauðsynlegt yrði að friða ef ráðist yrði í raunverulegan fornleifauppgröft. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Harald Blöndal formann Reykholtsnefndar. Hann sagði að Sverrir Hermannsson fyrrverandi menntamálaráðherra hefði samþykkt tillögur Reyk- holtnefndar um þennan undirbún- ingsgröft áður en hann lét af ráðherraembætti. Haraldur sagði að uppgröfturinn hæfist í ágúst og umsjón með honum af hálfu Þjóðminjasafnsins yrði í höndum Guðmundar Ölafssonar. Haraldur sagði að vitað væri um merkar fornminjar í Reyk- holti, til dæmis vissu menn hvar gamli bærinn hefði staðið. Þá væri möguleiki á merkum fundi í gamla kirkjugarðinum í Reyk- holti. „Við vonum að þetta verði upphafið á því að Reykholt verði grafið upp,“ sagði Haraldur að lokum. Saltsíldarviðræður: Rússamir fam- ir án samninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.