Morgunblaðið - 24.07.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfiilltrúi: Einlæg skoðun Pósts o g síma að telja beri skref um helgar Símakostnaður getur hækkað um 35-50% „Það virðist vera einlæg skoðun Pósts og síma að rétt og skyn- samlegt sé að telja skref um kvöld og helgar, en þvi höfum við hjá Reykjavíkurborg mót- mælt harðlega,“ sagði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúi, í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur átti ásamt þeim Sig- uijóni Péturssyni, borgarfulltrúa, og Bimi Friðfinnssyni, fram- kvæmdastjóra lögfræði og stjóm- sýsludeilda borgarinnar, þriggja og hálfs tíma fund með símamála- yfirvöldum í gær, þar sem breyt- ingar á gjaldskrá Pósts og síma er gildi tóku um síðustu mánaða- mót vom ræddar. I þessum breytingum felst að tekin er upp skrefatalning á innan- bæjarsímtölum um kvöld og helgar, skrefum, er innifalin eru í fastagjaldi, er fækkað og gjald fyrir hvert skref hækkað um tíu aura. „Við fengum á fundinum ákveðnar upplýsingar sem skýra afstöðu símamálayfirvalda í þessu máli, það virðist vera staðföst trú þeirra að þetta kerfi sé nauðsyn- legt.“ Vilhjálmur sagði fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa lagt fram nokkrar spumingar sem þeir von- uðust til að fá svar við í byijun næstu viku svo hægt yrði að leggja þau fyrir borgarráðsfund á þriðju- daginn. „Það virðist vera stefna Pósts og síma að lækka gjald á langlínu- símtölum. Sú lækkun kostar 90 milljónir og eiga 16-20 milljónir að fást með aukinni skrefatalningu en afgangurinn með fækkun skrefa í fastagjaldi og hækkun fyrir hvert skref. Það er mitt mat að þessi breyting á gjaldskránni geti hækkað símakostnað al- mennrar fjölskyldu í Reykjavík, sem hringir sjaldan langlínusam- töl, um 35-50%. Einnig fækkar nú verulega þeim skrefum sem um það bil 3000 ellilífeyrisþegar fá er ekki þurfa að borga afnotagjöld. Ég á erfítt með að skilja þessi vinnubrögð og hef ekki orðið var við neina stefnubreytingu stjóm- valda sem gaf til kynna að taka bæri upp skrefatalningu á kvöldin og um helgar. Steingrímur Her- mannsson, sem var samgöngu- málaráðherra og yfírmaður símamála þegar skrefatalningin var tekin upp sagði í viðtali við Vísi 9. mars 1981 að hann vildi framkvæma skrefatalninguna þannig að hún raskaði ekki alltof mikið venjum manna varðandi símnotkun hér á þéttbýlissvæðinu. Þess vegna hefði hann ákveðið að hún yrði ekki viðhöfð á kvöldin, nóttunni og um helgar. Það er mín skoðun að fýrrverandi sam- göngumálaráðherra, sem var forsætisráðherra þegar þessi breyting á gjaldskrá tók gildi, eigi að beita sér fyrir því að þetta verði afnumið." Hvalveiðideilan: Tjarnarbakkinn lagfærður Morgunblaðið/Sverrir Við norðurenda tjarnarinnar hefur verið lagður þriggja metra malarkambur til bráða- birgða á meðan bakkinn er lagfærður. Bakkinn er illa farinn og viða hrunið úr honum og þvi nauðsynlegt að hlaða hann á ný. Hvalveiðistefnan of mikið til- finningamál í Baiidaríkjuniim — segirJohn Breaux öldunga- deildarþingmaður Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritnra Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. EKKI eru allir öldungadeildar- þingmenn sama sinnis og Bob Packwood, sem nýlega skýrði Morgunblaðslesendum &á áliti sínu á hvalveiðum íslendinga. Packwood er frá útgerðarfylk- inu Oregon, en öldungadeildar- þingmaðurinn John Breaux, sem > er frá Louisiana-fylki, þar sem einnig er stunduð umfangsmikil útgerð, er á öndverðum meiði við Packwood. John Breaux er í Demókrataflokknum en Pack- wood er Repúblikani. í nýlegri ferð sinni til Washington átti Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra meðal annars viðræð- ur við John Breaux, en hann er áhrifamikill í fiskveiðimálum sem koma til kasta öldungadeildarinnar. John Breaux er aðeins 42 ára og hafði setið 14 ár í fulltrúadeildinni áður en hann var kjörinn í öldunga- deildina. Demókratar hafa meiri- sagði John Breaux í viðtali við Morgunblaðið. „Ég álít að stefna okkar varðandi áætlun íslands um hvalveiðar í vísindaskyni eigi að byggjast á traustum vísindalegum forsendum auðlindastjómunar. Sé hvalastofn í hættu ætti ekki að veiða dýr úr þeim stofni. En sé þess kostur að sýna fram á að stofn- inn þoli veiðar, þá á ekki að banna þær. Þvert á móti á eindregið að hvetja til hvalveiða með skipulegum hætti, einkum ef þær auka við vís- indalega þekkingu á hvalastofn- um,“ sagði John Breaux öldunga- deildarþingmaður. Umsóknarfrestur runninn út: Nafnleynd hvílir á um- sóknum um prestaköll John Breaux, öldungadeildar- þingmaður. hluta í öldungadeildinni, en þar koma milliríkjasamningar til um- ijöllunar. „Ég óttast að hvalveiðistefna Bandaríkjanna byggist of mikið á tilfinningum í stað þess að tekið sé mið af vísindalegum staðreyndum," UMSÓKNARFRESTUR vegna þeirra þriggja prestakalla sem Biskup íslands auglýsti nýlega laus til umsóknar er nú runninn út. Átta umsóknir bárust, þrjár um Hólabrekkuprestakall í Reykjavík, Qórar um Hjalla- prestakall í Kópavogi og ein umsókn um SeyðisQarðar- prestakall. Nafnleynd hvílir á umsóknunum frá hendi Biskups- stofú og fékkst því ekki upp- gefíð hveijir hefðu sótt um viðkomandi prestaköll. Þórshöfn: Margeir Pétursson vann Norðurlandameistaratitilinn MARGEIR Pétursson vann í gær skák sína gegn Norðmanninum Ostenstad f elleftu og síðustu umferð Norðurlandameistaramóts- ins f skák, í Þórshöfii í Færeyjum, og tryggði sér þar með Norðurlandameistaratitilinn. Margeir hlaut alls átta vinninga á mótinu. Helgi Ólafsson, Mortensen og Hansen frá Danmörku urðu í öðru til Qórða sæti með sjö vinninga hver. íslendingur hefúr ekki orðið Norðurlandameistari síðan 1971 þegar Friðrik ÓLafsson vann titilinn. „Mér gekk mjög illa á tímabili í vetur, var í hrottalegu óstuði, en hef verið að koma til undanfar- ið,“ sagði Margeir Pétursson í samtali við Morgunblaðið. „Mér gekk til dæmis ágætlega á mótinu í Moskvu, sem var mjög sterkt. Það er ekki hægt að bera saman Norðurlandameistarmótið og mót á borð við það í Moskvu eða IBM- mótið, það eru mun sterkari mót. Ég byijaði frekar vel á mótinu hér í Þórshöfn en gerði svo þijú jafntefli í röð, sem ég var mjög óánægður með. í áttundu umferð var ég komin með skák í vonlitla stöðu gegn Valkesalmi frá Finn- landi sem mér tókst að snúa upp í jafntefli. Þetta lífgaði mann upp og ég vann skákimar í síðustu þremur umferðunum". í meistaraflokki varð Tómas Bjömsson efstur með sjö vinn- inga. Róbert Harðarson varð í öðru sæti með sex og hálfan vinn- ing. Jón Ámi Halldórsson fékk fímm og hálfan vinning, Amar Þorsteinsson fímm, Bogi Pálsson §óra og hálfan, Páll L. Jónsson fékk þijá og hálfan og Magnús Ömólfsson þijá. í almennum flokki A sigraði Ægir Páll Friðriksson með sjö vinninga. Páll A. Jónsson varð í öðm til þriðja sæti með sex og hálfan vinning. Magnús Sigur- jónsson fékk fímm vinninga, Sæberg Sigurðsson fímm og hálf- an og Sigurður Ingason þijá og hálfan vinning. Peterson frá Danmörku sigraði í almennum flokki B með sjö og hálfan vinning. Guðni Harðarson Margeir Pétursson fékk fímm og hálfan, Kristjón Kristjónsson fímm og Gunnar Svavarsson fimm vinninga. Ákvörðun um nafnleynd var tek- in af hálfu Biskupsstofu í samráði við dómprófast að sögn herra Sig- urðar Guðmundssonar sem er settur biskup. Hann sagði ástæð- una fyrst og fremst vera tillitsemi við umsækendur og margir hefðu óskað nafnleyndar af umsækend- um um þessi þijú prestaköll. Hann sagði að þó að þessi ákvörðun hefði verið tekin nú væri ekki þar með sagt að hún gilti í öðrum tilvikum. Prestar eru nú valdir til embætta samkvæmt hinum nýju lögum um veitingu prestsembætta. Þegar umsóknarfrestur er útrunninn um auglýst prestakall, sendir biskup umsóknir til viðkomandi sóknar- nefndar ásamt umsögn sinni. Kjörmenn prestakallsins fjalla síðan um umsóknimar en endan- legt val fer fram á fundi kjörmanna og prófasts. Arnarflug: Mávur í skrúfuna MÁVUR laskaði skrúfú á Twin Otter vél frá Arnarflug við flug- völlinn á Siglufírði f gær. Af þeim sökum urðu tafir f innanlandsflugi félagsins. „Það er alltaf að aukast að varg- fugl fari í hreyfla og skrúfur véla í innanlandsflugi," sagði Ámi Ingva- son hjá innanlandsdeild Amarflugs. „Það er orðið svo mikið um vargfugli í kringum útgerðarbæina að horfír til stór vandræða." Vegna óhappsins var vélin frá í einn dag og olli það töfum í innanlandsflugi. Onnur vél ásamt viðgerðarmanni var send til Siglufjarðar og henni síðan flogið til Reykjavíkur að viðgerð lokinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.