Morgunblaðið - 24.07.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 24.07.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Morgunblaðið/Emilía Hönnu Snnst. undarlegt að borga meira fyrir miða með strætisvögnunum en einstakar ferðir. Þessir hringdu . . . Ljótur leikur Reið kona hringdi: „Mér finnst það ekki ná nokk- urri átt þegar einhverjir óprúttnir aðilar eru að gera sér leik að því að hringja í fullorðið fólk og segja því að það skuldi tugi þúsunda króna í einhveijum fyrirtækjum úti í bæ. Það var hringt í mig og sagt að ég skuldaði tveimur ákveðnum fyrirtækjum háar upphæðir. Þótt ég segðist ekki hafa átt nein við- skipti við þessi fyrirtæki var bara haldið áfram með hortugheitum, sagt að þeir væru með þetta allt inni á tölvu og spurt hvort þetta væri ekki nafnnúmerið mitt og svo framvegis. Ég hringdi síðar í þessi tvö fyrirtæki og þar kannað- ist enginn við neitt eins og von var. Mér finnst þetta hræðilegt framferði og furðulegt að einhver skuli hafa gaman af þessu. Það virðist vera hópur manna sem finnur sér ekkert þarfara að gera en að hrekkja samborgara sína með svona nokkru. Það er oft hringt í mig og svo lagt á eða jafnvel baulað í símann um miðjar nætur. Það er óskandi að þeir sem standa fyrir þessu reyni að finna sér eitthvað heilbrigðara tóm- stundagaman en að misnota símkerfið." Enginn tannlækn- ir á Akranesi Móðir á Akranesi hringdi: „Ég get nú ekki stillt mig um að koma á framfæri kvörtun héð- an frá Akranesi. Svo er mál með vexti að sonur minn fékk tannpínu og þegar hann ætlaði til tann- læknis en í bænum starfa þrír tannlæknar kom í ljós að enginn þeirra verður við fyrr en í ágúst. Þeir eru nefnilega allir í sum- arfríi á sama tíma. Langar mig að beina þeim til- mælum til þeirra að þeir reyni að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig því að það getur verið pijög bagalegt að komast ekki til tannlæknis." Stórsniðugar hraðahindranir Bjarni Pálmason hringdi: „Mig langar að senda þakkar- bréf til starfsmanna gatnamála- stjóra og óska þeim innilega til hamingju með þessar nýju hraða- hindranir sem nú hafa verið í átta daga á Breiðholtsbrautinni. Það hlýtur að vera miklu ódýr- ara fyrir alla að grafa bara holur í vegina í staðinn fyrir að vera að bjástra við að hrfiga upp ein- hveijum þykkildum fyrir mörg hundruð þúsund eins og hingað til hefur verið gert til að hægja á umferð. Ég vil þó leggja til að gert verði enn betur og öllum við- gerðum á slitlagi vega hætt í eitt skipti fyrir öll. Þá verður þess varla langt að bíða að allir vegir verði orðnir svipaðir og Skúlagatan var á fímmta áratuginum. Enginn bfll kæmist mikið hraðar en 35 kíló- metra á klukkustund. Það myndi spara stórfé og umferðarslys væru nánast úr sögunni." Undarlegur af- sláttur Hanna hringdi: „Ég er ein af þeim sem fer oft með strætisvögnum og datt því í hug að kaupa mér miða til að spara svolítið. Ég spurði bílstjór- ann hvort hann ætti ekki kort með miðum og sagði hann svo vera og seldi mér eitt á 200 krón- ur. Ég settist síðan niður í vagnin- um og ætlaði að reikna út hve mikið ég hefði hagnast á kaupun- um. Fyrir 200 krónur fékk ég sjö miða en hefði ég borgað mig sjö sinnum inn hefði það kostað mig 28 krónur í hvert skipti eða sam- tals 196 krónur. Mig rak í rogastans, gat þetta verið? Ég fór og spurði vagnstjórann og hann sagði þetta rétt vera, það væri örlitlu dýrara að kaupa svona kort heldur en að borga með pen- ingum. Þetta finnast mér heldur undar- leg viðskipti og vil því vara aðra við þeim. Yfirleitt er það þannig þegar maður kaupir marga að- göngumiða í einu, t.d. í sundlaug- araar, að í því felst einhver spamaður. Mér finnst því að SVR ætti að vara fólk við þessu þegar það kaupir miðana." Hver eru réttindi okkar? Ég sit hér með sárt ennið vegna þess ranglætis sem mér og kannski öðrum er sýnt. Ég var að missa vinn- una áður en ég byijaði vegna fortíð- arinnar. Ég er fyrrverandi fíkniefna- neytandi og hef nú ekki neytt þeirra í hátt á annað ár. Margir okkar sem neyttu fíkniefna eða annarra vlmuefna leiddust út í afbrot og stofnuðum jafnvel lffí ann- arra í hættu. Ég er í síðamefnda hópnum, fyrir meira en ári sfðan varð ég fyrir því að stofna lífi annarra og mínu eigin í hættu en samt þykir mér helvíti hart að það skuli vera látið bitna á mér í dag þegar ég er að reyna að bæta mig og verða að virkum þjóð- félagsþegn. Ég hef ferðast mikið um landið í atvinnuleit og verið vel liðinn á flest- um stöðum en alltaf þarf það að gerast að einhver maður sem þekkir mann sem þekkir mig kemur til sög- unnar og þá fara sögur að fljúga mann af manni, magnast og breyt- ast. Síðan er ég kallaður fyrir yfirmann og spurður hvort þetta sé satt, þá segi ég réttu söguna og svo nokkrum klukkutfmum síðar er ég kallaður aftur fyrir og sagt að vegna samdráttar í verkefnum og vinnu þurfí að segja mér upp með viku fyrir- vara. Þetta er aðeins lítið dæmi af mörg- um og nú er svo komið að ég er hættur að þora að biðja um vinnu vegna þess að það er orðin venja að eftir hálfan mánuð til sex vikur er mér sagt upp störfum vegna fortíðar minnar. Ekki fyrir löngu sagði atvinnurek- andi við mig að enginn þyrfti að vera atvinnulaus á íslandi en ég efast um að hann myndi ráða mig í vinnu for- tíðarinnar vegna þótt hann vantaði starfskraft. Þess vegna vil ég beina orðum mínum til atvinnurekenda, gefíð okk- ur tækifæri því að við erum í flestum tilfellum góðir starfsmenn og hættið að dæma okkur: Einu sinni slæmur — alltaf slæmur. Og við ykkur hin segi ég: Leyfíð okkur að slást í hóp- inn því að við erum mennsk og þörfnumst vináttu og ástar eins og annað fólk þó að okkur hafí ekki allt- af tekist að vera réttu megin við strikið. Því að enginn er svo slæmur að hann geti ekki bætt sig. Það er ekk- ert eins slæmt og að vera útskúfaður og einmana. Katarinus Grímur Ingason J3ÍI§9V 3‘I9VH ovtf Btfon Mia ^(i ^iiSæn ŒDABWIIE ees^sre Mivdí>1yoH ^ipovuppud TIL HJALPAR — gegn vimuefnum — ÁHEITASÍMINN 62 • 35•50 62 svo byrjar baga bræður og systur hlýðið á 35 ég held til haga hverju sem okkur gagnast má 50 hjartans höfðinginn, hringdu nú elsku vinur minn KRÝSUVlKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK S 62 10 05 OG 62 35 50 l að tferi tak ð til a el tir: 1 Bússur kr. 1 .750.- Mittisvöðlur kr. 2.750.- Brjóstvöðlur kr. 2.990.- 0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-14 FRINN HI 31290 nabíói) wm. SPORTI MARKAÐl SKIPHOLTI 50C, SÍB (Nýja húsíð gegnt Tó KAUPFÉLðGIN í LANDINU -■ I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.