Morgunblaðið - 24.07.1987, Side 32

Morgunblaðið - 24.07.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Molar í dag ætla ég að vaða úr einu í annað, þó Merkúr, Júpíter og jákvæð hugsun ráði að mestu ferðinni. Lœgri hugsun Það er sagt að Júpíter sé tákn- rænn fyrir æðri hugsun okkar, en Merkúr fyrir hina óæðri eða venjulega daglega hugsun. Munurinn á þessu tvennu er sá að Merkúr safnar upplýsing- um og skýrir frá þeim án þess að tengja hina einstöku þætti saman. I spumingakeppni reynir frekar á Merkúr það að vita þetta og hitt án þess að spá nánar í tilgang þeirrar vitn- eskju. ÆÖri hugsun Aftur á móti þegar t.d. stjóm- málafréttaritari er að fjalla um ástand mála í Asíu beitir hann svokallaðri æðri hugsun. Fyrst notar hann Merkúr og safnar upplýsingum. Síðan tekur hann að vega og meta upplýsingam- ar. Hann flokkar úr það sem ekki skiptir máli og kemst að lokum að niðurstöðu sem bygg- ir á samspili margra ólikra upplýsinga. Þessi hæfileiki, að geta metið ólíka þætti, öðlast yfirsýn og komið með heildar- niðurstöðu táknrænn fyrir Júpíter. Það er síðan þörfin fyrir að sjá heildarmyndina sem oft liggur að baki áhuga Júpí- ters á ferðalögum og erlendum löndum. Breyttu hugsun þinni Ég var að blaða í minnisbók frá námskeiði i stjörnusjÆki sem ég sótti í fyrra. Þar var meðal annars fjaílað um þriðja húsið í kortinu. Þriðja hús er m.a. táknrænt fyrir hugsun. I minnisbókinni stendur þessi athyglisverða málsgrein: „Ef þú vilt breyta heiminum ættir þú að reyna að breyta hugsun þinni.“ Og heimurinn breytist Við nánari umhugsun finnst mér þessi málsgrein góð. f fyrsta lagi þá vitum við að hugsun er orka, sem hefur áhrif á líf okkar og umhverfi. Jákvæð hugsun hefur jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði sem aftur hefur já- kvæð áhrif á umhverfi okkar. Neikvæð hugsun aftur á móti kallar á vanlíðan og tortryggni frá umhverfinu. Hugsun er orka í öðru lagi er það hugsun okk- ar sem velur og hafnar úr umhverfinu. Við sjáum það sem við viljum sjá. Ef við breytum hugsun okkar og temjum okkur jákvæð viðhorf þá tökum við líka að sjá það jákvæða í heim- inum. Við vitum að heimurinn er stór, að í honum finnast bæði góð og ill öfl. Ef hugsun er orka, þá gefum við því já- kvæða í lífinu orku með því að beina athygli okkar að því. Jákvæðar hugsanir styrkja hið góða, en neikvæðar hið illa. Það er m.a. lærdómur sögunn- ar um púkann á fjóshaugnum sem varð sífellt feitari eftir því sem vinnumaðurinn bölvaði meira. Andleg reisn Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að einblína á hið jákvæða í lífinu og horfa fram- hjá sorg og erfiðleikum. Það sem ég tel vera inntak fyrr- greindar málsgreinar er það að við leysum engin mál með því að bölsótast. Við getum horft á erfið mál og tekið á þeim með jákvæðu hugarfari. Við getum forðast að bæta gráu ofan á svart með því að vera bjartsýn og halda andlegri reisn hvað sem á dynur. GARPUR GRETTIR [ þ>E.TTA £R HGÓ5ÍJLE3-J ^ ASTi STAP'UR. - - J £57M I7AV75 11-21 DYRAGLENS LJOSKA FERDINAND SMAFOLK 1 A C0PFI5H MAV LAV AS MANVA5 MINE MILLION EGG5 AT ONE TIME " Ég elska bækur um náttúr- Hérna er skemmtilegur „Þorskur getur gotið allt Nei, Konráð, það er ekki fróðleikur. að níu milljónum hrogna í sagt hver taldi þau. einu.“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Héraðssambands Skarphéðins (HSK) vann 12 sveita bridsmót, sem haldið var á Húsavík landsmótsdagarta. Þar sem þetta var fyrsta brids- keppnin á landsmóti var um sýningargrein að ræða, sem taldist ekki með í heildarútreikn- ingi mótsins. En vafaiaust verður brids gildandi hluti lands- mótsins í framtíðinni. Tólf sveitir mættu til leiks, 11 frá hinum ýmsu svæðasam- .böndum og ein gestasveit frá Reykjavík. Spilaðar voru fimm umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigursveitina skipa: Sigfús Þórðarson og Guðjón Einarsson; Vilhjálmur Pálsson og Kristján Gunnarsson; og Brynjólfur Gestsson og Þráinn Svansson. Sveitin hlaut 94 stig. í öðru sæti varð sveit frá Borgarnesi (UMSB) með 91 stig, en gesta- sveitin varð þriðja með 86. Spilið hér að neðan kom upp í leik sigurvegaranna við gesta- sveitina: Norður ♦ ÁG109 V KG875 ♦ 3 ♦ 842 Vestur ♦ 54 ¥D2 ♦ AD5 ♦ ÁDG1075 Austur ♦ 32 VÁ109643 ♦ G76 ♦ K3 Suður ♦ KD876 V- ♦ K109842 ♦ 96 Sigfús og Guðjón héldu á spil- um NS í opna salnum. Með austur sem gjafara og alla á hættu gengu sagnir þannig: Vestur Nordur Austur Sudur Vestur Noróur Austur Suður — — Pass 1 spaði 2 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Snaggaralegur samningur á lítil spil, en óhnekkjandi þar sem tíglarnir liggja 3—3 og trompin 2—2. Fyrir spilið fengu NS 620, en á hinu borðinu létu NS sér nægja bút í spaða. AV eiga reyndar mjög góða fóm í fimm lauf — svo góða að hún dugir á bútinn, því spilið fer aðeins einn niður, nema vörnin taki tvær stungur í hjarta. HSK-menn græddu 10 punkta á spilinu og unnu leikinn 22—9. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Moskvu um daginn kom þessi staða upp í B-flokki í viðureign alþjóðlega meistarans Casper A-Þýska- landi, sem hafði hvítt og átti leik og sovéska stórmeistarans A. Petrosjan. 19. Bxf7+! — Kh8 (Svartur tap- ar nú skiptamun og peði og leikurinn jafngildir uppgjöf. Eft- ir 19. - Kxf7, 20. Db3+ - He6, 21. Rg5+ - Kf6, 22. f4 hefur hvítur einnig óstöðvandi sókn.) 20. Bxe8 — Rxb4, 21. cxb4 — Bxe4, 22. Bxb5 — Db7 og svartur gafst upp um leið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.