Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 36
 »f> o i'f mn a 1 36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 4 ffClk í fréttum Morgunblaðið/KGA Þrjár hressar „golf-ömmur“. Frá vinstri: Þórunn Einarsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir og Elin Arnadóttir. Fyrirsætan sem hér dreypir á freyðandi kampavíni á fjögurrastjömu hóteli í París, sýnir vetrarlínuna frá Per Spook. Þessi gólfsíði sam- kvæmiskjóll, með stífuðu millipilsi, er úr kaki- grænu og lavender-bláu tafti. Þessi klæðnaður firá Christian Dior minnir óneitanlega á sjö- unda áratuginn. Fyrirsætan, Celine, er hér i okkur-gulri kápu utanyfir þröngum svört- um kjól, með breiðu grænu rúskinnsbelti; með háa svarta rúskinnshanska og lítinn svart- an filthatt. Haust- tískan í PARÍS Hátiskuhönnuðir Parísar- borgar eru löngu farnir að huga að því hverju beri að klæð- ast þegar fer að kólna i haust. Haust- og vetrartískan 1987-88 verður sýnd í París dagana 26.-30. júlí og eru eflaust margir spenntir að sjá hvaða stefhu tískukóngarnir hafa tekið að þessu sinni. ÖMMUR í golfi ■ ■ Ommumótið svokallaða í golfi var haldið á Golfvellinum í Grafarholti nú á miðvikudaginn. Þetta er í þriðja sinn sem þetta mót er haldið en rétt til þátttöku höfðu konur sem eru 50 ára og eldri og eru meðlimir í Golfklúbbi Reykjavíkur eða Nesklúbbnum. Konumar spiluðu tólf brautir, og var nýr farandbikar í verðlaun fyrir þá sem lentií fyrsta sæti auk annarra verðlauna, með og án forgjafar. Sumar byrjendur aðrar gamalreyndar Um tuttugu konur voru mættar til leiks í Grafarholtinu og var mikill hugur í þátttakendum enda veður með besta móti, hlýtt og svolítil gola. Flestar höfðu kon- umar byijað að spila golf með eiginmönnum sínum og höfðu sumar áratuga reynslu af íþrótt- inni en aðrar voru svotil nýbyrjað- ar. Þijár hressar „ömmur“ voru um það bil að leggja af stað frá golf- skálanum þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði. Þær höfðu allar byijað í golfínu með eiginmönnum sínum og höfðu það sem sitt aðal tómstundagaman. „Ég kynntist golfi fyrst í Vest- mannaeyjum 1944“ sagði Elín Amadóttir, sem flutti frá Eyjum í gosinu og býr nú í Kópavogi. „Við hjónin og strákarnir okkar þrír höfum spilað saman í mörg ár enda er golfíð íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Ég hef alltaf spilað golf af og til frá því ég byijaði fyrst en hef að vísu tekið mér nokkur hlé m.a. meðan ég stóð í bameignum. Annars tók ég böm- in oft með í golf og það er til mynd af mér á golfvellinum í Vestmannaeyjum með son minn fjögurra ára gamlan en hann er nú fertugur". „Eyði öllum frí- stundum hér“ Þórunn Einarsdóttir byijaði í golfí 1981. „Ég byijaði að spiia golf með manninum mínum ’81. Þetta er fyrsta mótið sem ég tek þátt í hér á Grafarholtsvelli en ég hef áður keppt á Nesinu og ann- arsstaðar“. Guðrún Eiríksdóttir byijaði að spila árið 1973. „Ég eyði öllum fn'stundum mínum á golfvellinum. Við hjónin erum bæði á fullu í þessu og einn sonur okkar hefur líka svolítið verið með. Það geta allir verið með í golfí, frá vöggu til grafar. Fólk kemur jafnvel með komabörn með sér og ber þau milli holanna". Þóra Þórðardóttir var þama líka, ásamt „ömmubami" sínu, Reuter COSPER Þið verðið að nota blóð, þegar þið sveijist i fóstbræðra- lag, við erum búnir með tómatsósuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.