Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 • _________13
Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra:
SKATTHEIMTA
Á VILLIGÖTUM
eftirErnu
Hauksdóttur
Þegar áform um fyrstu efna-
hagsaðgerðir nýrrar ríkisstjómar
birtust nú fyrir skömmu, kom í
ljós að 10% söluskattur verður
lagður á mataraðföng veitinga-
húsa til viðbótar við þann sölu-
skatt sem þau greiða nú þegar.
Fram að þessu hefur matarsala
veitingahúsa í raun verið eina
matarsalan í landinu sem greitt
hefur söluskatt. Mötuneyti hafa
verið undanþegin og aðeins fáar
kjötverslanir hafa skilað sölu-
skatti af heitum, tilbúnum mat.
Samband veitinga- og gistihúsa
hefur gefið hverri ríkisstjóminni
á fætur annarri vinsamlegar
ábendingar um hvemig megi
öngla saman tugum ef ekki hundr-
uðum milljóna króna á ári á
núgildandi verðlagi með því einu,
að allir sem veitingar selja sitji
við sama borð hvað varðar skil á
opinberum gjöldum. Hér á ég við
að jafnstrangt eftirlit sé haft með
rekstri alls kyns félagsheimila,
einkasala, mötuneyta og kjöt-
verslana og haft er með veitinga-
húsum.
Fjölbreytt gjöld
veitingahúsa
Veitingareksturinn í landinu,
þ.e. hinn löglegi, hefur þann vafa-
sama heiður að búa við hvað flest
og margvíslegust gjöld allra at-
vinnugreina. Veitingamenn hafa
með þrotlausri þolinmæði goldið
ríkiskassanum það sem hans er,
en segja má að stjórnvöld hafi
jafnan hlustað á mótmæli þeirra
með takmarkaðri samúð. Full
ástæða er til að nefna hér nokkur
dæmi um gjöld þeirra. Auk veit-
ingaleyfis, sem er almennt at-
vinnurekstrarleyfi, þurfa
veitingahús að kaupa vínveitinga-
leyfi á 1—4 ára fresti. Ef
skemmtun fer fram eftir kl. 23.30
á vínveitingahúsi ber að kaupa
skemmtanaleyfi fyrir hvert skipti
(dagleg undanþága, þótt veitinga-
húsin séu í rekstri allt árið í
áraraðir). Ef tónlist er leikin af
bandi er samkvæmt skilgreiningu
um skemmtun að ræða.
Af aðgangseyri á skemmtistöð-
um greiðist bæði skemmtana-
skattur og menningarsjóðsgjald
auk söluskatts. STEF-gjöld eru
ennfremur greidd skv. gjaldskrá
staðfestri af menntamálaráðu-
neytinu. Síðan kemur rúsínan í
pylsuendanum! Eftirlitsmenn
vínveitingahúsa, sem gerðir eru
út af lögreglustjóraembættum,
hafa þann starfa að ferðast á
milli löglegra veitingahúsa, þ.e.
þeirra sem hafa öll leyfí og skila
í ríkiskassann. Þeir þiggja laun
frá ríkinu, en síðan er veitingahús-
unum sendur reikningurinn! Eg
tel næsta víst að veitingarekstur
sé eina atvinnugreinin í landinu
sem er gert að greiða löggæslu á
hendur sjálfri sér.
Einkasalir og félagsheimili fá
engan reikning, því þeir fá engar
eftirlitsheimsóknir, vegna þess að
samkvæmt lögum ber eingöngu
að hafa eftirlit með veitingahúsum
sem hafa fast vínveitingaleyfí. Er
þetta ekki stórkostlegt?
Neöanjarðarhagkerfið
blómstrar
Um land allt er rekin umfangs-
mikil veitingasala í alls kyns
félagsheimilum og einkasölum.
Það er ljóst að rekstur þessi er
að mestu hluti neðanjarðarhag-
kerfísins. Skipta þau tugum
aðeins í Reykjavík einni. Leyfí eru
sjaldnast fengin, fyrrgreindum
Erna Hauksdóttir
„Veitingamenn hafa
með þrotlausri þolin-
mæði goldið ríkiskass-
anum það sem hans er,
en segja má að sljórn-
völd hafi jafiian hlustað
á mótmæli þeirra með
takmarkaðri samúð.“
gjöldum ekki skilað, laun ekki
gefin upp og þar með er launa-
tengdum gjöldum ekki skilað,
söluskattur ekki greiddur, hvorki
af mat, áfengi né aðgöngueyri og
ekkert eftirlit haft með aldri
gesta, lokunartíma, sölu áfengis,
gestafjölda o.fl. Kannanir, sem
staðfesta mál mitt, hafa verið
gerðar af hálfu dómsmálaráðu-
neytisins, fyrir tilstuðlan SVG, en
niðurstöðumar rykfalla í skúffum
ráðuneytisins.
Stjómvöld hafa fram að þessu
viðurkennt réttmæti slíkra at-
hugasemda af okkar hálfu, en
telja sig ekki hafa mannafla til
að eltast við slíka „smáútgerð".
Slika afsökun er vart hægt að
taka gilda, þótt ljóst sé að þægi-
legra er að eltast við þá sem
starfa fyrir opnum tjöldum. Það
er enda mikill misskilningur að
þetta sé smáútgerð. Þetta er stór-
útgerð.
Vonlítil samkeppni
Rekstur veitingahúsa er orðii
býsna stór atvinnugrein hér ;
landi og ein aðalundirstaða ferða
þjónustu, sem skilar æ meir
þjóðarbúið.
Sú staðreynd að fjölmargir veit
ingastaðir ganga sífellt kaupun
og sölum sýnir okkur þó að rekst
ur þeirra er enginn dans á rósum
enda dauðþreytandi að vera
beinni samkeppni við eftirlits
lausar kjötbúðir, sem seljatilbúim
mat, eftirlitslausa einkasali oj
mötuneyti opinberra stofnana
sem em stórlega niðurgreidd a
skattfé landsmanna.
Hærra verðlag veitingahúsa
vegna aukinnar skattheimtu, leið
ir til þess að neytendur snúa séi
í enn ríkari mæli til þeirra sen
með réttu eða röngu komast hjí
gjöldum.
Jón Baldvin! í stuttu máli
fínnst þér ekki nær að rukkí
svartamarkaðinn heldur en a(
hækka enn einu sinni gjöldin i
veitingahúsin?
Að ráðast sífellt með meir
skattlagningu á hina löghlýðm
er of ómerkileg lausn, enda ei
þolinmæði þeirra löngu þrotin.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands veitinga- oggistihúsa.
Minkabú eða minkabú
ekki á Vestljörðum
Villiminkar eru um allt
eftir Játvarð Jökul
Júlíusson
Það er laukrétt hjá Rósu B.
Blöndals, sem hún segir í Velvak-
anda-grein í Mbl. 17. júlí, að
minkar breyttu íslandi. Það er
ofboðslegt til að vita og sárt að
sannreyna, hvílíkan usla villimink-
ur hefur gert í fuglalífinu. Þar
lýsir Rósa aðeins því sem fólk sér
ef það vill sjá og veit ef það vill
vita.
Hitt vekur furðu, að það er eins
og hún haldi að ekki sé villimink-
ur á Vestfjörðum. Það er nú öðm
nær. Árið 1955 var minkur kom-
inn á Vestfjarðakjálkann, kominn
vestur í Reyk.iólasveit. Á allra
næstu ámm breiddist hann ört
vesturávið og á Ströndum var
hann jafnvel enn fyrr á ferð. Hef-
ur því verið yfir 30 ár á Vest-
fjarðakjálkanum, fjöldi af eyjum
og fuglabjörgin þar ekki undan
skilin. Of langt yrði upp að telja
öll þau spjöll sem hann hefur unn-
ið á fuglalífí, einkum við sjó, vötn
og ár. Tekur einnig toll af silungi
og ám og vötnum.
Minkaveiðar gera
mikið gagn
Jafnframt er rétt að komi fram
það sem til bjargar hefur orðið,
að víða hafa sveitarstjómir og
aðrir bændur staðið sig með ágæt-
um við að halda minknum niðri.
Til em líka mjög færir og áhuga-
samir minkabanar, menn sem
leggja sig alla fram, leggja metn-
að sinn í að varðveita það sem
eftir er af lífríkinu. Hvorir tveggja
hafa notið og njóta ómetanlegrar
leiðsögu og stuðnings veiðistjóra.
Yrði of langt mál að telja upp
alla hlutdeild þeirra, fyrst Sveins
heitins Einarssonar um áratuga
skeið, síðan Þorvalds Bjömssonar,
fulltrúa hans, og nú Páls Her-
steinssonar veiðistjóra, í þessu
þrotlausa stríði.
S veitarstj órnir
mega ekki bregðast
Ef minkaveiðar em einhvers
staðar í ólestri er líklegast um það
að ræða, að sveitarstjórnir van-
rækja skyldu sína í því efni,
framfylgja ekki nógu vel lands
lögum. Er mjög illa farið ef svo
er. Það gerir öðmm miklu erfiðara
fyrir.
Þó minkur sé erfiður viðureign-
ar er marg sannað að unnt er að
halda honum nokkurn veginn
niðri. Minkur er löngu orðinn land-
lægur hvarvetna. Því verður ekki
breytt. Samt em til sveitir, þar
sem tekist hefur að auka æðar-
varp til mikilla muna, þó í áratuga
sambýli við minkinn sé. Annað
mál er með viðkvæmari fugla, t.d.
lómana og aðra tjarnarfugla.
Ur því sem komið er getur nán-
ast engu breytt þó einhveijir
Vestfirðingar taki sér þá atvinnu
Játvarður Jökull Júlíusson
„Úr því sem komið er
getur nánast engri
breytt þó einhverjir
Vestfirðingar taki sér
þá atvinnu fyrir höndur
að ala minka á fiskúr-
gangi, rétt eins og
Norðlendingar eða ein-
hverjir aðrir lands-
menn.“
fyrir höndur að ala minka á fiskúr-
gangi, rétt eins og Norðlendingar
eða einhveijir aðrir landsmenn.
Örlög lunda, kríu og æðarfugls,
sem og fjölda annarra fugla við
Vestfjarðakjálka, velta fyrst og
fremst á hinu, að villiminkum
fjölgi ekki taumlaust. Þau velta á
frammistöðu sveitarstjóma og
veiðimanna, en varla á því hvort
minkur er einhvers staðar læstur
þar inni og alinn í búrum.
Fegursta grá-
varan eyðilögð
Hitt er svo allt annar handlegg-
ur, sú fáránlega geggjun að brytja
dýrmæta hlunnindavöru, vorkópa-
skinnin, einhveija fegurstu
grávöru norðurhjarans, niður i
aliminka og alirefi. Þá ömurlegu
geggjun og argvítugu sóun er
upprunalega að rekja m.a. til
franska óþurftarkvendisins og
ófagnaðarskjátunnar Brigitte
Bardot, eða hvað hún nú heitir. I
framhaldi af ofsóknum hennar og
þeirra sem spönuðu hana upp
upphófst svo hér á landi hálfklikk-
uð hringormanefnd, sem fer sínu
fram við að „láta brytja selkópa
niður í minkakjafta" og glefsandi
gin á alirefum.
Höfundur er rithöfundur og fvrr-
verandi bóndi.
essemm su 05