Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
17
HOLLANDSPISTILL/ Eggert H. Kjartansson
Guðir og gullkálfar,
hetjur og heilagir
Amsterdam er menningar-
höfuðborg Evrópu í ár. Af því
tilefni halda öll stærri söfn borg-
arinnar sérstakar sýningar. Eitt
þessara safna er Þróunarlanda-
safnið (Tropenmuzeum), sem er
við Mauritskade í nágrenni Wat-
erlooplein. Sýningin sem sett
hefur verið upp í Þróunarlanda-
safninu nefnist „TOTEM“. Það
er nafn sem indíánar í Norður-
Ameríku notuðu um þá hluti sem
þeim voru kærir og tryggðu
þeim ásýnd í augum annarra.
Lífsstíll — fyrir-
mynd
í leit mannsins að svari við
því hver hann sé, hverjum hann
tilheyri og hvernig honum tekst
að afla sér viðurværis skipta
fyrirmyndir miklu máli. Fyrir-
myndirnar geta verið guðir,
gullkálfar, hetjur, stjörnur eða
heilagir, sem tryggja ímyndað
öryggi og gefa lífi einstakling-
anna gildi. Iðulega mótast
lífsstíll viðkomandi af þeirri fyr-
irmynd sem hann hefur valið.
Khomeini tákn
friðar
Á öllum tímum hefur maður-
inn sótt sér fyrírmyndir í
umhverfi sitt og ef ekki tókst
að finna það sem leitað var að
þar var notast við ímyndunarafl-
ið. Fyrr á tímum voru fyrirmynd-
irnar sóttar til guða og goða,
hetja og konunga. Nú orðið
stjórna og skapa fjölmiðlar aug-
lýsendur og tískan iðulega okkar
„eigin“ fyrirmyndir. Dæmi um
slíkar fyrirmyndir era þeir ein-
staklingar sem klæðast fötum
með Lacoste-merkinu á eða aka
um á Rolls Royce. Einnig má
nefna Khomeini æðstaprest og
fyrirmynd fjöldans í Iran. Er
hann notaður sem tákn friðarins
á áróðursmynd frá islömskum
heittrúarsinnum. Að þeirra mati
er Khomeini friðarpostuli í illum
heimi sem er stjórnað af kapital-
istum. Myndin sýnir Khomeini
sem ásamt þegnum sínum slepp-
ir friðardúfunni og kemur á friði
á jörðinni. Aðeins blóðið á vinstri
væng dúfunnar skyggir á frið-
inn, en það orsakast af stríðinu
við Irak.
Éf við lítum á þróunina, sem
orðið hefur undanfarna áratugi,
hvernig fyrirmyndir verða til,
koma upp í hugann spurningar
svo sem: Hvernig á að innrétta
íbúðina? Hvaða föt hæfa hveiju
tilefni? Hvaða víntegund er
drukkin með hvaða mat? Hvaða
ökutæki tilheyrir stöðunni? Er
Kjarvalsmynd ekki of gamal-
dags? Allt þetta mótar daglegt
líf einstaklinga æ meir.
„Tilbúin“ vanda-
mál
Við sáum einnig að aldurinn
ákvarðar lífsstíl einstaklinganna
Khomeini — friðarpostuli i aug-
um heittrúaðra múslima.
og setur sín takmörk. Auk þess
eru þessi „tilbúnu" vandamál
orðin ómissandi þáttur í efna-
hagslífi nútímaþjóðfélags. Þau
skapa atvinnu fyrir auglýsinga-
fólk, sölumenn, verkamenn,
þjónustufólk og margfalt fleiri.
I raun er hér um mjög athyglis-
verða samtvinnun hagfræði og
Aldurinn hefiir áhrif á lífsstílinn
menningar að ræða. Hagfræðin
mótar ekki menninguna ei) getur
aftur á móti gefið henni byr
undir báða vængi.
Sýningin í Þróunarlistasafn-
inu er í alla staði mjög athyglis-
verð. Ég ráðlegg þeim, sem eru
á ferð í Amsterdam, eindregið
að heimsækja safnið sem auk
sýningarinnar, sem hér hefur
lítillega verið rædd, hefur upp á
margt mjög athyglisvert að
bjóða. Safnið býr yfir mörgum
fögram gripum og athyglisverð-
um upplýsingum, sem hefur
verið safnað í þróunarlöndunum
gegnum árin, auk þess sem fjöldi
bóka og tímarita hafa verið gef-
in út á vegum þess era til sýnis
í bókasafni stofnunarinnar.
Afmæliskveðja:
Jóhanna Stefáns-
dóttir Stykkishólmi
Níræð er { dag Jóhanna Stefáns-
dóttir, Stykkishólmi.
Hún er fædd 24. júlí 1897 að
Galtará í Kollafirði í Austur-Barða-
strandarsýslu. Foreldrar hennar
voru Stefán Gíslason og María Jó-
hannsdóttir. Jóhanna er þriðja í röð
sjö systkina. Þær systur Jóhanna
og Jófríður eru einar á lífi úr systk-
inahópnum.
Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum
að Galtará en flutti síðar ásamt
foreldrum sínum að næsta bæ,
Kleifastöðum í Kollafirði, sem Jó-
hanna telur sitt æskuheimili.
Að vera barn um aldamót hefur
verið fyrir margra hluta sakir mjög
frábrugðið því sem nútímabörn eiga
að venjast. Siðir og venjur sveita-
þjóðfélagsins höfðu lítið breyst um
aldaraðir. Atvinnuhættir og húsa-
kynni voru allt önnur en við
þekkjum í dag. Nægjusemi og
dugnaður einkenndu fólk, auk
sterkrar trúar á mátt Guðs og
manna. Sú hjartahlýja og sterka trú
á hið góða í manninum sem ein-
kennir Jóhönnu ömmu á rætur sínar
að rekja til uppeldisins sem hún
hlaut við Breiðafjörð um aldamót.
Árið 1918 giftist Jóhanna Stein-
þóri Einarssyni frá Bjarneyjum.
Hann fæddist 27. september 1895
og lést í Stykkishólmi 12. júní 1968.
Jóhanna og Steinþór hófu búskap
sinn í Stykkishólmi en fluttu út í
Breiðafjarðareyjar og bjuggu þar í
ýmsum eyjum í þijátíu ár, þar til
þau fluttu aftur til Stykkishólms.
Margar sögur hefur hún Jóhanna
amma sagt mér af lífi og starfi
fólks í Breiðafjarðareyjum! Breiða-
fjörðurinn hefur löngum haft það
fram yfir margar aðrar sveitir
landsins að oftast var hægt að afla
matar, þótt hart yrði að sækja.
Hörð lífsbarátta og sú virðing sem
borin var fyrir náttúruöflunum hef-
ur mótað persónuleika fólks eins
og Jóhönnu ömmu.
Jóhanna og Steinþór eignuðust
sex börn og eru fimm á lífi. Afkom-
endur þeirra eru í dag 44 talsins.
Árið 1952 fluttu Jóhanna og
Steinþór í Stykkishólm og keyptu
skömmu síðar lítið vinalegt hús,
sem stendur á einum fallegasta stað
í Stykkishólmi. Úr litla húsinu á
tanganum er víðsýnt, svo sést um
eyjar og sker. í þessu húsi bjuggu
þau í mörg ár í sterkum tengslum
við sjóinn, sem alla tíð hefur verið
þeirra yndi og ógn á stundum.
Oft var gestkvæmt í tanganum,
því barnabörnin úr Reykjavík og
Stykkishólmi sóttu stíft í faðm
ömmu og afa. Þótt mikið væri að
gera fundu þau alltaf tíma til að
sinna okkur krökkunum. Afi við að
leiðbeina við veiðiskap, útgerð og
ýmis vandamál sem ungt fólk á
fjöruflakki kemst í. Amma mátti
aftur á móti taka við okkur, stund-
um örlítið blautum og skítugum,
eftir ævintýri dagsins. Aldrei feng-
um við skammir þótt við ættum það
skilið.
Ég veit að það minnast fleiri en
ég þessara ánægjulegu stunda sem
við áttum með afa og ömmu í litla
húsinu inn í tanga.
Eftir að Steinþór afi féll frá, árið
1968, bjó amma lengstum ein í
húsinu, þar til árið 1979 að hún
flytur á Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi, þar sem hún dvelur
nú.
Elsku amma mín, á þessum
merku tímamótum langar mig til
að þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við höfum átt saman.
Megi gæfan og heilsan endast þér
sem lengst.
Til hamingju með daginn.
Ragnar Steinþór
Jóhanna ætlar að taka á móti
gestum á dvalarheimilinu á
morgun, laugardag.
Landmælingar ríkisins:
Ný kortabók
og landshluta-
kort komin út
LANDMÆLINGAR íslands
hafa sent frá sér nýja útgáfu
af kortabók og tvö ný aðalkort,
af Vestfjörðum og Snæfells-
nesi, Dölum og Borgarfirði.
I kortabókinni era ýmsar upp-
lýsingar fyrir ferðafólk og m.a.
era bensínstöðvar, bifreiðaverk-
stæði, söfn og sundlaugar merktar
inn á kortin. I bókinni eru einnig
ráðleggingar Umferðarráðs varð-
andi akstur á þjóðvegum og
leiðbeiningar frá Almannavörnum
ríkisins um viðbrögð við ýmsum
hættum.
Aðalkort blað 1 sýnir Vestfjarð-
arkjálkann en blað 2 sýnir
Snæfellsnes, Dali og Borgaifyörð.
Inn á aðalkortin eru m.a. merkt
örnefni, vegir, bílfetjur, vegaslóð-
ir, bæir, sundlaugar, söfn og
margt fleira sem getur komið
ferðafólki að einhveiju gagni á
ferðalagi um Island.
Sölustaðir korta frá Landmæl-
ingum Islands era um 200 talsins
um allt land en einnig er rekin
sérverslun með kort að Laugavegi
178 í Reykjavík.
Ný útgáfa kortabókar Landmæl-
inga.