Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 47 Einstefna Vals en ekki sigurfyrren í vrtaspymukeppni Guðmundur Baldursson varði tværvítaspyrnur! EFTIR að hafa horft á Val og Völsung leika í 90 mínútur í gærkvöldi var ótrúlegt að Vals- menn skildu þurfa vítaspyrnu- keppni til að sigra. Þeir höfðu haft svo mikla yfirburði í leikn- um að ótrúlegt var að þeir skoruðu ekki. Þeirfengu álíka mörg tækifæri til að skora og lið fá oft á heilu sumril Það var svo Ingvar Guðmundsson sem tryggði liðinu sigur með síðustu vítaspyrnunni af tíu sem framkvæmdar voru. Fögn- uður Valsmanna var gífurlegur og Völsungar, þó ekki hafi þeir auðvitað verið ánægðir með tapið, þurftu ekki að skammast sín. Þeir börðust af gífurlegum krafti allan tímann, vörðust vel en það hefði alls ekki verið sanngjarnt hefðu þeir sigrað í vítaspyrnukeppninni. Yfirburðir Vals voru þvílíkir í venjulegum leiktíma að slíkt sést ekki á hveijum degi. Það var hreint ótrúlegt að þeir næðu ekki að skora að minnsta kosti einu sinni á nlutíu mínútum. í fyrri hálfieik höfðu þeir miklu yfirburði, en ég veit varla hvað ætti þá að segja um seinni hálfleikinn. Þeir þeir fengu tækifærin á færibandi; en ýmist var það Þorfinnur Hjalta- son, markvörður Völsunga, sem varði frábærlega, stangir Völs- ungs-marksins sem björguðu, eða eins og ósýnilegt segulstál sogaði knöttinn frá markinu, því í ófá skiptin skutu Valsmenn yfir eða framhjá úr upplögðum færum. Þeim hefur einmitt gengið afleitlega að skora að undanfömu, og maður var farinn að halda að æðri máttarvöld hefðu gripið inn í mjólkurbikar- keppnina og Valsmönnum væri hreinlega alls ekki ætlað að komast áfram. Einu sinni munaði reyndar litlu að Völsungar skoruðu eftir skyndisókn — Þorgrímur var að- þrengdur og sendi til baka á Guðmund markvörð, og litlu mun- aði að hann skoraði sjálfsmark. Guðmundur sló boltann í hom á síðustustundu! En Valssigur var það er upp var staðið. Ingvar Guðmundsson skor- Skapti Hallgrimsson skrifar Hetjum Valsara ! gærkvöldi er hér vel fagnað eftir að úrslit réðust. Ing- var Guðmundsson er annar frá vinstri, en hann skoraði úr slðasta vítinu, og við hlið hans er Guðmundur markvörð- ur Baldursson, sem varði tvö víti frá Völsungum. Valur-Völs. aði úr síðasta vítinu sem fyrr segir. „Það var auðvitað alls ekki sann- gjarnt að lenda í vítaspyrnu- keppni. En svoua er fótboltinn. Svona á þetta að vera í bikar- keppninni!" sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. En var hann ekkert stressaður áður en hann tók vítið? „Nei, nei. Jú — svolítið!" sagði hann. Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsara, trúði því varla og sagði: „Hann hefur stáltaugar, drengurinn!" Vítaspjmukeppnin hófst ekki gæfulega fyrir Valsmenn. Jónas Hallgrímsson kom Völsungi yfir (0:1) úr fyrstu spymunni og síðan skaut Hilmar Sighvatsson yfir. Því næst kom Bjöm Olgeirsson Völs- ungi 2:0 yfir og þá Guðni Bergsson var næstur. Þorfinnur varði fyrst frá honum en Friðgeir dómari lét Guðna skjóta aftur þar sem mar- kvörðurinn hefði hreyft sig og í seinna skiptið skoraði Guðni ömgg- lega. Guðmundur Baldursson varði Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson svo spymu Helga Helgasonar, Sæv- ar Jónsson jafnaði (2:2), Skarphéð- inn ívarsson skoraði fyrir Völsunga (2:3). Ólafur Jóhannesson skoraði fyrir Val (3:3) og Guðmundur Vals- ari varði þvínæst spymu Birgis Skúlasonar. Þá var komið að Ing- vari — og hann brást ekki sínum mönnum sem fyrr segir. Skoraði ömgglega, Valsarar flykktust inn á völlinn og dönsuðu villtan sigur- dans. 4:3(0 : 0) HHðarendavöllur, 8-liða úrslit nyólkur- bikarkeppni KSÍ, fimmtudaginn 23. júil 1987. Gult apjald: Skarphéðinn ívarsson Völa- ungi (57.). Dómari: Friðgeir Hallgrfmsson. Lið Vals: Guðmundur Baidursson, Þorgrtmur Þráinsson, Ólafur Jóhannes- son, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Njáll Eiðsson, Magni Blöndal Pétursson, Hilmar Sighvatsson, Ingvar Guðmunds- son, Valur Valsson (Ámundi Sigmunds- son vm. á 104. mín.), JónGrétar Jónsson (Siguijón Kristjánsson vm. á 106. min.) Lið Völsungs: Þorfinnur Hjaltason, Birgir Skúlason, Bjöm Olgeirsson, Helgi Helgason, Sigurgeir Stefánsson (Svavar Geirfmnsson vm. á 46. min.), Snævar Hreinsson, Skarphéðinn ívarsson, Eirik- ur Björgvinsson, Sigurður Illugason, Hörður Benónýsson, Jónas Hallgrfms- KNATTSPYRNA KA-menn án Amars Freys á lokasprettinum Amar Frayr Jónsson. KA-menn verða án Arnars Freys Jónssonar, eins sterk- asta varnarmanns síns, í sfðustu leikjum 1. deildarinnar, því hann fer um miðjan ágúst til háskólanáms í Bandarfkjun- um. Þar hefur honum verið boðinn svokallaður fþrótta- styrkur vegna knattspyrnu- kunnáttu sinnar. Eg var búinn að gefa upp alla von um að hljóta þenn- árTstyrk. Þegar ég sótti um spurðist ég fyrir um hvort mögulegt væri að hljóta þennan styrk þar sem ég léki knattspymu. Ég hélt þetta væri úr sögunni en síðan var hringt ig mig nú um daginn og mér boðin námsvist í háskóla Suður-Karólínu i borginni Columbia. Ég ætla að nema sjávarvisindi og reikna með að vera þar a.m.k. 3-4 ár. Mér var boðinn fullur styrkur strax fyrsta árið, sem er fyrir skólagjöldum og bókakostnaði. Ef ég stend mig vel skilst mér að meiri styrkur sé í vændum á seinni námsárunum," sagði Atli Freyr í samtali við Morg- unblaðið. Atli Freyr sagðist fara til Banda- ríkjanna 12. ágúst því æfingar skólaliðsins hæfust 13. eða 14. Missir hann því af fimm síðustu umferðum 1. deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.