Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 23 Kínverska dagblaðið: Kínverjar lagi sig að GATT-reglunum Peking, Reuter. * DAGBLAÐ í Kína hvatti í gær til, að hætt yrði að niðurgreiða ýmsar útflutningsvörur og í því efni farið að reglum GATT- samkomulagsins um verslun og viðskipti. Kínverjar hafa sótt um aðild að samkomulaginu en fyrr- nefiidar niðurgreiðslur hafa m.a. staðið í vegi fyrir því. Kínverska dagblaðið sagði, að nauðsynlegt væri að breyta núver- andi kerfi, sem fælist í því að fyrirtæki keyptu vöru innanlands háu verði en seldu hana síðan er- lendis fyrir minna. Kæmi það svo í hlut ríkisins að greiða mismuninn, sem oft væri mikill. Sagði blaðið, að þetta kerfi einangraði kínversk Kína: fyrirtæki frá heimsmarkaðnum og mætti segja um kínverska utanrík- isverslun, að hún „einkenndist af því að vilja selja það, sem væri framleitt, en ekki það, sem eftir- spurn væri eftir“. Kínveijar sóttu um aðild að GATT í júlí í fyrra en fjögur önnur kommúnistaríki, Ungveijaland, Pól- land, Tékkóslóvakía og Rúmenía, hafa áður gerst aðilar að því. Hafa ýmsir nokkrar áhyggjur af hugsan- legri inngöngu Kínveija vegna þess hve efnahagsheildin er stór og gæti því skaðað aðra með miklum utflutningi en samt eru flestar að- ildarþjóðirnar hlynntar því að fá Kínveija í samtökin. Brenndu þúsundir klámmyndbanda Peking. Reuter. KINVERSK stjórnvöld hafa látið brenna 34.000 myndbönd með klámfengnu og „afturhalds- sömu“ efiii. Var það gert við sérstaka athöfh að viðstöddum helstu embættismönnum Peking- borgar, að því er Dagblað alþýðunnar sagði i gær. Myndböndin voru framleidd í Fujian-héraði í Suðaustur-Kína, en náðust á Pekingflugvelli, þegar smygla átti þeim inn í höfúðborg- ina, að sögn blaðsins. Á meðal þess sem gert var upp- tækt voru klámmyndir, ofbeldis- myndir og ólöglegar eftirtökur af löglegum myndböndum. Fyrr á þessu ári létu stjórnvöld gera upptækar milljónir eintaka af ólöglega útgefnum bókum. Var það þáttur í baráttu gegn „borgaralegu fijálslyndi" innfluttu frá Vestur- löndum. - Meðal þeirra verka, sem bönnuð voru, má nefna kínverska þýðingu á bókinni „Elskhugi Lafði Chatter- ley“ eftir D. H. Lawrence. Ríkið rekur allar löglegar prent- smiðjur, en á síðustu árum hafa prentsmiðjur í einkaeign sprottið upp eins og gorkúlur. Reuter Lofað þægilegri aftöku DÍANA krónprinsessa af Wales hlaut í gær svonefnd Frelsisréttindi Lundúnaborgar, sem eiga rætur að rekja til ársins 1275, við hátíð- lega athöfn í ráðhúsi borgarinnar. Hún hefur nú öðlast sögulegan rétt til að reka sauðfé sitt yfir Lundúnabrú en böggull fylgir skamm- rifi. Hlíti rétthafinn ekki ákveðnum hegðunarreglum, sem prinsessunni voru afhentar við athöfnina, er refsingin henging. Nokkuð bætir úr skák að notað verður silkireipi en ekki hampreipi eins og annars tíðkast og verður brottförin því ögn þægilegri fyrir vikið._ Díana hét því að nota ekki rekstrarréttinn umrædda fyrirvaralaust. Á myndinni sést prinsessan við athöfnina. Ecuador: Indíánar drepa biskup og nunnu Quito; Reuter. INDÍÁNAR á Amazon-svæðinu í Eeuador drápu fyrir skömmu spánskan biskup og kólombíska nunnu með spjótum, sem vætt höfðu verið í eitri. Lík biskupsins og nunnunnar fundust í gær skammt frá byggð Jibaro-indíána í Amazon-frumskógi en þangað höfðu þau komið tveimur dögum fyrr í þeim tilgangi að boða heiðingjum trú. Á þessum slóðum er nú verið að vinna að olíuborunum en Jibaro-indíánar eru orðlagðir fyrir að kunna lítt að meta átroðn- ing utanaðkomandi fólks í frum- skóginum. Páfi hefur harmað drápin og í skeyti, sem hann sendi biskuparáðinu í Ecuador sagði, að biskupinn og nunnan hefðu orðið fórnarlömb „óréttlætanlegs ofbeld- is“. Mozambique: Skæruliðar drepa 380 Maputo. Reuter. STJÓRNVÖLD í Mozambique saka Suður-Afríkustjórn um að hafa staðið að baki árasar skæru- liða á borg i miðhluta landsins, þar sem a.m.k. 380 manns voru drepnir. Hin opinbera fréttastofa landsins AIM, sagði í fyrradag að sl. laugar- dag hefðu skæruliðar þeir er beijast gegn marxistastjóminni í Moz- ambique ráðist á íbúa borgarinnar Homoine, sem er um 500 km fyrir norðan höfuðborgina, Maputo. Hefðu þeir drepið íjölda fólks, þ. á m. konur, böm og gamalmenni og rænt nokkrum. Sagðist fréttastofan hafa sannanir fyrir því að skærulið- amir hefðu notið stuðnings hersins í Suður-Afríku. VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með rétfum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. SILPPFEIAGIÐ fMéUaútýano&iá&itdkéut Dugguvogi4 104 Reykjavík 91-842 55 íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun fylliefna steinsteypunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.