Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 MJÓLKURBIKARKEPPNI KSI / ATTA LIÐA URSLIT Á leiA í undanúrsllt! MorgunblaÖiÖ/Einar Falur Ingólfsson Fögnuður Víðismanna var mikill í gærkvöldi er þeir komust í undanúrslit bikarkeppninnar fyrsta sinni. Hér fagna þeir Grétari Einarssyni innilega eftir að hann kom liðinu á bragðið í gærkvöldi. Víðismenn slógu efsta lið deildarinnar úr bikamum EF einhverjir Vesturbœingar hafa vonast eftir bikarmeistar- atitlinum til KR-inga geta þeir sömu hœtt að hugsa um það því í gærkvöldi sióu baróttu- glaðir Vfðismenn KR, sem er f efsta sæti 1. deildar, úr keppn- inni og það sem meira var, sigurinn var sanngjarn. Vfðis- menn börðust eins og þeir eru vanir og uppskáru sigur, en fyrir skömmu léku þessi lið á KR velli og þar skildu þau jöfn. að var fátt markvert sem gerð- ist í fyrri hálfleik ef mark Víðismanna er undanskilið. Tals- verður vestan strekkingur var og ■■■■■■ léku heimamenn Skúli Unnar undan honum og Sveinsson setti það mark sitt á skrífar leikinn. Þeir sóttu heldur meira en KR-ingar áttu þó ágæta spretti í sókninni. Bjöm Rafnsson komst til dæmis í færi á 15. mínútu en Jón Örvar markvörður varði vel. Gísli Heiðars- son tognaði á olnboga á æfingu í fyrradag og lék því ekki með og verður frá keppni í um hálfan mán- uð. Það voru fleiri sem ekki gátu leikið hjá Víði. Vilhjalmur Einarsson var lasinn og á 14. mínútu varð baráttu- jaxlinn Guðjón Guðmundsson að jrfirgefa leikvöllinn meiddur. Á 37. mfnútu dæmdi Óli Ólsen skref á Pál markvörð KR við markteigs- homið. Nokkuð sem er sjaldgæft en rétt í þessu tilviki því Páll hafði verið mjög lengi að koma boltanum frá marki sínu. Daníel skaut en Páll varði vel. Tveimur mínútum síðar skoraði Grétar eina mark fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá rangstöðu en Gísli Guðmundsson línuvörður var viss í sinni sök. Bjöm Vilhelmsson fékk boltann og gaf á Grétar sem var ekki í vand- ræðum að skora enda í góðu færi. Rétt fyrir leikhlé voru KR-ingar heppnir að fá ekki á sig annað mark. Úr góðri skyndisókn mistókst Víðismönnum í þrígang að skjóta að marki úr góðu færi. Hittu ekki boltann. KR-ingar sóttu mikið mestan hluta síðari hálfleiks en klaufaskapur þeirra og góð markvarsla Jóns Örv- ars auk sterkrar vamar heima- manna kom í veg fyrir að Vesturbæingum tækist að skora. Mark lá í loftinu lengst af og stóðu flestir í þeirri meiningu að það yrðu KR-ingar sem myndu skora en svo varð ekki. Það voru heimamenn sem skomðu og var vel að því marki staðið. Grétar Einarsson braust af miklum krafti upp vinstri kantinn og gaf fyrir. Hlíðar Sæmundsson var al- einn á markteigshominu og skallaði í netið án erfiðleika. Fallegt mark en KR-ingar höfðu gleymt sér I sókninni. KR-ingar fengu tækifæri til að jafna áður en yiðismenn skomðu annað markið. Ágúst Már skaut í stöng eftir að hann komst skemmti- lega í gegnum vöm Víðis, sem hugðist beita rangstöðutaktik og hljóp út. Knötturinn hrökk út og náðu KR-ingar að skjóta. Jón Örvar varði en missti boltann sem fór til KR-ings. Enn var skotið en Jón Örvar varði eina ferðina enn. Sóknarlotur KR vora ekki mjög frumlegar í fyrri hálfleik. Miðju- menn þeirra vom of lengi með boltann I stað þess að leika stutt og snaggaralega á milli sín eins og þeir hafa sýnt að þeir geta. Víðis- menn gáfu þeim heldur ekki frið til að byggja upp spil. Bestu menn Víðis vom Daníel Ein- arsson sem stóð sig vel í vöminni og stjómaði henni eins og herfor- ingi. Grétar bróðir hans var sprækur frammi og þeir bræður Klemenz og Hlíðar Sæmundssynir léku báðir mjög vel. Jón Örvar stóð sig einnig vel í markinu eins og fram hefur komið. Hjá KR var fátt um fína drætti. Rúnar lék þó ágætlega i fyrri hálf- leik og einnig Þorsteinn Guðjónsson en lítið bar á þeim í síðari hálfleik. Allir áttu KR-ingar þó þokkalegan leik. Óli Ólsen dæmdi leikinn og hafði í Víðir-KR 2:0 Garösvöllur, bikarkeppni KSÍ, fimmtu- daginn 23. júlí 1987. Mörk Víðis: Grétar Einarsson (39.), Hlíðar Sæmund8Son (87.) Gult spjald: Bjöm Vilhelmsson, Grétar Einareson og Klemenz Sæmundsson, allir úr Víði og þeir Ágúst Már Jónsson og Andri Marteinsson úr KR. Ahorfendur: 619 Dómari: óli Ólsen Lið Vlðis: Jón örvar Arason, Bjöm Vilhelmsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmundsson, (ólafur Róbertsson vm. á 20. mín.), Vilberg Þorvaldsson, Grétar Einareson, GIsli Eyjólfsson, Sævar Leifsson, Svanur Þoreteinsson, Klemenz Sæmundsson. Hlíðar Sæmundsson. Lið KR: Páll ólafsson, Gunnar Skúla- son, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Þoreteinn Guðjónsson, Willum Þór Þóreson, Andri Marteinsson, Rúnar Kristinsson, (Erling Aðalsteinsson vm. á 78. mln.), Júllus Þorfinsson, Bjöm Rafnsson, Pétur Pétureson. nógu að snúast. Hann hafði ágæt tök á leiknum en heldur fannst mér línuverðir hans óákveðnir. KNATTASPYRNA / 2. DEILD Blikar BLIKARNIR sýndu meiri sam- leik þegar þeir lögöu Víkinga 2:0 í slökum leik á Valbjarnar- velli í gœrkvöldi. Bœöi mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Áttu Vfkingar reyndar seinni hálf- leikinn en brodd og ögnun vantaöi í sóknarleik þeirra. Blikamir sýndu á sér allt aðrar hliðar en sl. laugardag þegar undirritaður sá þá bíða slæman 'ósigur gegn Þrótti. Náðu þeir fljót- unnu broddlausa Vfldnga lega yfírhöndinni. Mörk þeirra vom bæði glæsileg. Fyrra markið skor- aði Jón Þórir Jóns- son á 17. mínútu. Fékk hann knöttinn á miðjum vallarhelming Víkinga, lék síðan upp undir víta- teig og skaut síðan í fallegum boga yfír vöm og markvörð Víkinga. Við markið færðust Blikamir allir í aukana og skömmu síðar áttu þeir skot rétt yfír þverslána eftir nett samspil. Síðara markið kom svo á 40. mínútu og var vel að því staðið. Það skor- aði Ingvaldur Gústafsson með vinstri fótar spymu úr vinstra jaðri vítateigs Víkinga. Fékk hann góða sendingu frá Rögnvaldi Rögnvalds- syni, sem þrælað hafði knettinum fram völlinn og unnið hann tvisvar af vamarmönnum Víkings. Leikurinn var lítilla sæva og lítilla sanda. Sérfræðingamir á vellinum tóku það djúpt í árinni að segja Jón Þórir Jónsson hann mjög slakan. Meiri ógnun var I leik Beriðabliksmanna en Víkingar sköpuðu sér ekki nema tvö tæki- færi í leiknum. Reyndar virtist manni sem dæmd væri af þeim víta- spyma þegar einir þrír Blikar þjörmuðu að Jóni Bjama Guð- mundssyni er hann sótti að marki UBK á 35. mínútu fyrri hálfleiks. Maður leikslns: Rögnvaldur Rögnvalds. UBK Ágúst Ásgeirsson skrífar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.