Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 27 Stakfell frá Þórshöfn: Aflaverðmæti um 30 milljónir króna Frystitogarinn Stakfell kom til Þórshafiiar í gærmorgun með 260 tonna afla, 170 tonn af þorskflökum og 90 tonn af heilfrystum karfa og grálúðu. Áætlað söluverðmæti aflans er 30-31 milljón króna og hásetahlutur um 300 þúsund krónur, og er þetta að sögn Grétars Friðrikssonar, framakvæmdastjóra útgerðarinnar, eitt mesta afla- verðmæti sem fengist hefúr í einum túr. „Togarinn var tveimur dögum skemur í túmum heldur en frysti- togarinn Margrét frá Akureyri, sem fyrir skömmu landaði afla að verð- mæti 34-35 milljónir króna, og auk þess var talsverður hluti aflans heil- frystur og því aflaverðmæti ekki eins mikið og ella,“ sagði Grétar. Ennfremur sagði hann að þetta væru um 560 tonn upp úr sjó sem veiðst hefðu. Stakfellið á nú milli 800 og 900 tonn eftir af þorskkvótanum, en þegar togaranum var breytt í frysti- togara var gert samkomulag við hraðfrystihús Þórshafnar um að það fengi 1.250 tonn á ári af aflan- um. Grétar sagði að við þetta samkomulag yrði staðið. Eftir væri að landa um 550 tonnum af físki til þeirra og bjóst hann við að þar af yrðu um 350-400 tonn þorskur. Er í ráði að afhenda frystihúsinu þennan afla með haustinu og fram að áramótum. Gísli Óskarsson, skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu, sagði að þeir hefðu gjarnan viljað fá einhvem afla núna úr togaranum til vinnslu, en kvað það skiljanlegt að þeir vildu fá sem mest aflaverðmæti núna, breytingamar hefðu verið dýrar og því fengi hraðfrystihúsið ekki þenn- an afla fyrr en í september. Skjaldborg festir kaup á Bókhlöðuimi Nær öll starfsem- in flyst suður BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg keypti í síðustu viku bókaútgáf- urnar Bókhlöðuna og Ægisútg- áfúna. Fljótlega mun öll starfsemi hennar flytjast til Reykjavíkur ásamt heimilis- fangi, en undanfarin ár hefúr starfsemin flust suður í auknum mæli. Bjöm Eiríksson, eigandi Skjald- borgar, sagði í samtali við Morgunblaðið að við kaup á þess- um forlögum yrðu Skjaldborg nálægt því helmingi stærri og að þessi flutningur væri því miður óhjákvæmilegur. Kvaðst hann samt sem áður kappkosta að hafa útibú frá útgáfunni hér á Akureyri. „Það var annað hvort eða; með kaupum á Bókhlöðunni er Skjald- borg að verða með þeim stærri á bókaútgáfumarkaðnum og því er einu sinni svo háttað að fyrir sunn- an em flest allar þær stofnanir sem eiga þarf samskipti við. Þess vegna flytjum við,“ sagði Bjöm. „Fyrir norðan em hins vegar flestir þeir höfundar sem við höfum gefíð út, en norðlenskir höfundar hafa nær allir skipt við Skjaldborg, og vona ég að þessi flutningur breyti engu þar um.“ Bjöm sagði að Skjaldborg myndi gefa út fleiri bókatitla fyrir næstu jól en áður hefði verið og að bæk- ur þeirra höfunda sem áður hefðu verið hjá Bókhlöðunni yrðu gefnar út á þeirra vegum. Sagði hann að um 25-30 titlar yrðu gefnir út og bjóst jafnvel við að þeir yrðu fleiri. „Það er margt á döfínni hjá bókaútgáfunni. Við emm að hugsa um að fara út í útgáfu á vasabrots- bókum og einnig hefur Skjaldborg keypt hlut í bókaklúbbnum Veröld, þannig að ljóst er að fyrirtækið hefur allvemlega breytt um svip,“ sagði Bjöm að lokum. Menntamálaráð íslands: Fyrsti fundurinn utan Reykjavíkur haldmn a Menntamálaráð íslands hélt í gær hér á Akureyri sinn 1172. fúnd og er það i fyrsta sinn í nær 60 ára sögu ráðsins sem fúndur er haldinn utan Reykjavíkur. Menntamálaráð íslands var stofnað 12. apríl árið 1928 og í samtali við Morgunblaðið sagði Hrólfur Halldórsson, forstjóri Menningarsjóðs og framkvæmda- stjóri ráðsins, að mönnum hefði þótt tími til kominn að funda utan Reykjavíkur. „AJcureyri er stærsti þéttbýlis- staðurinn utan höfuðborgarsvæð- isins og mikill menningarbær og okkur þótti því tilhlýðilegt að Akureyri halda þennan fund hér þar sem ráðið hefur haldið 1171 fund í Reykjavík á þeim tæplega 60 ámm sem það hefur starfað," sagði Hrólfur Halldórsson. Menntamálaráð íslands hélt sinn 1172. fúnd á Hótel KEA. Mættir vóru Gunnar Eyjólfe- son, leikari, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri, Einar Laxness, sagnfræðingur, Áslaug Brynj- ólfedóttir, ftæðslustjóri i Reykjavík og starfandi formað- ur ráðsins, Hrólfúr Halldórs- son, framkvæmdastjóri, og Halldór Blöndal, alþingismað- ur. Einkaþota Jack Niclaus á Akureyrarflugvelli. Morgunblaðið/Sverrir Jack Nicklaus veiddi 5 laxa í Aðaldal: Staðráðinn í að koma næsta sumar GOLFLEIKARINN frægi, Jack Nicklaus, kvaddi ísland á Akur- eyrarflugvelli í gær, en hann hafði verið að veiða í Laxá i Aðaldal síðan á þriðjudag. Blaðamaður spjallaði örlítið við hann áður en hann sté upp í einka- þotu sína og hélt af stað til Bandaríkjanna. „Við veiddum 8 laxa, ég og dóttir mín, ég fékk fímm og hún þtjá. Ég er með fjölskylduna með mér í þetta sinn og það er alveg dásamlegt að koma hingað og veiða. Maður nýtur náttúmnnar og næðisins og hvílist mjög vel,“ sagði Jack og og ljómaði af ánægju með veiðiferðina. Hann sagði að þetta væri í §órða sinn sem hann kæmi hingað Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Jack Nicklaus var ánægður með veiðiferðina og staðráðinn í að koma aftur næsta sumar. til þess eins að renna fyrir lax og kvaðst staðráðinn í að koma aftur næsta sumar í sama skyni. Rannsóknir á úthafsrækju komnar vel af stað: Rækjan ekkí minni en áður en ásóknin mikil — segir Unnur Skúladóttir fískifræðingur RANNSÓKNIR á úthafsrækju undan Norðurlandi eru komnar vel af stað og er stefiit að því að ljúka þeim f ágúst. Unnur Skúla- dóttir, fiskifræðingur, hefúr unnið að þessum rannsóknum, og sagði hún I samtali við Morgun- blaðið að rannsóknirnar væru ekki komnar það langt að hægt væri að fúllyrða neitt um ástand rækjustofiisins ennþá. Sjómenn á Norðurlandi hafa að undanfömu óttast í vaxandi mæli að mikil ásókn í rækjustofninn sé farin að hafa skaðleg áhrif á hann og em dæmi þess að 400 rækjur hafí verið í kílói, en leyfilegt hámark er 300 stykki. Unnur sagði að það væri rétt að ásókn í úthafsrækjuna hefði aukist mjög mikið á þessu ári. Sagði hún að í fyrra hefðu verið veidd um 30 þúsund tonn af rælgu, en aukningin á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefði verið gífurleg og með áframhaldi á þeirri ásókn yrðu veidd1 yfír 50 þúsund tonn af rækju. „Þessi aukning er skuggalega mikil og gæti jafnvel komið við stofn- inn, án þess að ég hafi undir höndum nein gögn um að svo sé,“ sagði Unnur. „I september verður farið að vinna úr þessum gögnum og fyrr en þá er ekkert hægt að fullyrða um ástand hans. Ég vil ekki viðurkenna að rækjan, sem nú er veidd sé minni en áður, því ég held að hún sé mjög svipuð að stærð. Hins vegar hafa bæst við ný mið, t.d. Langanesdjúp þar sem frekar smáa rækju hefur verið að hafa frá upphafi og því ekki hægt að miða við hana, auk þess sem Grímseyjarrækja hefur alltaf verið einna smæst. Eftir því sem ég hef * frétt er einnig farið að veiða rækjuna á meira dýpi en áður, við Langanes- djúp og Kolbeinsey, og þar virðist sem smærri rækju sé að fá,“ sagði Unnur. Þegar hafa hafa rannsóknir á út- hafsrækjunni við Sporðagrunn og Norðurkant farið fram, en eftir er að rannsaka svæði við Kolbeinsey, Grímsey, Sléttugrunn, Skagaflarðar- dýpi, Eyjafjarðarál, Langanesdjúp, Bakkaflóadjúp og Héraðsdjúp. Er þetta í fyrsta sinn sem svona yfir- gripsmiklar rannsóknir á úthafs--* rækju eiga sér stað og sagði Unnur að vegna þess væri ekki hægt að bera þær saman við neitt nema veið- ar flotans fram að þessu. Reiknaði hún þó með að hér eftir yrðu árlegar rannsóknir á rækjunni og yrði þá öllu hægara um vik með allan saman- burð. Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórssón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.