Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
Of lítil ertu,
• •• X
jorð
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Þórir Óskarsson: UNDARLEG
TÁKN Á TÍMANS BÁRUM. Ljóð
og- fagnrfræði Benedikts Grön-
dals. Bókmenntafræðistofiiun
Háskóla íslands og Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1987.
Benedikt Gröndal verður að
teljast einn helsti rithöfúndur
nítjándu aldar á íslandi þrátt fyr-
ir skiptar skoðanir um mikilvægi
hans. Sagan af Heljarslóðarorustu
vekur enn kátínu og er til vitnis
um sérkennilega stílsnilld og ævi-
sagan Dægradvöl er um margt
tímamótaverk og hefúr haft áhrif
á tuttugustu aldar höfúnda, ekki
síst Þórberg Þórðarson og Hall-
dór Laxness. En það er einkum
Ijóðskáldið Benedikt Gröndal sem
er til umfjöllunar í riti Þóris
Óskarssonar: Undarleg tákn á
tímans bárum.
í ljóðum sínum er Benedikt Grönd-
il rómantíker eða hughyggjumaður
fram í fíngurgóma. Prósi hans er
iftur á móti raunsæislegur og ró-
mantískur í senn þannig að torvelt
jr að flokka skáldið eftir bókmennta-
itefnum. Sjálfur taldi Gröndal að
oestu skáldin þræddu meðalveg hug-
hyggju og raunsæisstefnu og það
gerir hann sjálfur þótt ljóð hans séu
oft og tíðum í hrópandi mótsögn við
fjölfræðinginn og gagnrýnandann
sem hann vissulega var. Undantekn-
ingar eru þó gamankvæðin.
Einhver metnaðarfyllsta tilraun
islensks skálds sem gerð hefur verið
ir hið langa kvæði Gröndals: Hugfró.
Um það skrifar Þórir Óskarsson:
„Það kvæði sem birtir einna best
.ífsviðhorf Gröndals og heimssýn er
Hugfró, ort 1858. í þessum metnað-
irfulla en þó um margt torræða
ftvæðabálki kappkostar Gröndal ekki
jinungis að ráða lífsgáturia og átta
rig á eðli og uppbyggingu alheims-
ns, hann glímir einnig við vandamál
mannlegrar þekkingar og bendir á
ilutverk listarinnar fyrir manninn í
eit hans að skilningi, tilgangi og
ivíld í óróasömum heimi."
Eigi að dæma skáld eftr þvf hve
ijarflegar tilraunir þau gera og meta
:>au fyrir hve hátt er stefnt þótt þeim
nistakist er hlutur Gröndals sór.
/issulega eru mörg húsgögn ró-
nantísku stefnunnar á sínum stað í
26600
allir þurfa þak yfirhöfudiö
Krummahólar. 4ra herb.
100 fm íb. á 1. hæð. Suðursv.
Bílskréttur. íb. er laus og nýmál.
Kríuhólar. Lítil 2ja herb. íb.
í lyftublokk.
í Vesturbænum. 2ja herb.
endurbyggð íb. Bílskýli.
Einbýlishús
Laugarás. 360 fm hús. Getur
verið 2 íb. Byggt 1958.
Arnarnes. 340 fm á tveimur
haeðum. Byggt 1983. Eigna-
skipti möguleg.
Breiðholt. 390 fm hús á
tveimur hæðum.
Alftanes. Á einni hæð. Tvöf.
bflsk.
Garðabær. I90fmátveimur
hæðum. 40 fm bilsk. Afh. fokh.
í ágúst.
Sjávarlóðir á Arnarnesi.
Fasteignaþjónuatan
Autluntrmtí 17, a. 26600
tjS Þorsteinn Steingrímsson
atflr lögg. fasteignassli
Hugfró og íþyngja anda skáldsins,
en víða er ljóðið fagurt og tignar-
legt. Hvað til dæmis um þessar línur:
Of lítil ertu, jörð, ég frá þér flýg,
flugstyrkum vil ég sveifla hugarvæng;
ég út í geiminn ólmum fetum stíg,
undursamlega bý mér jötunsæng.
Skáldskapur Gröndals geldur þess
oft að hann vill vera rómantísku
stefnunni trúr og að þessu leyti
stendur hann að mestu einn í
íslenskri ljóðlist. Þegar hann tjáir sig
í prósa, ekki síst í ritgerðum oggrein-
um, hefur hann þá víðfeðmi til að
bera sem leyfir sjálfsgagnrýni og
æskilega kaldhæðni. Slíku var erfítt
að koma fyrir í ljóði.
Bók Þóris Óskarssonar um Bene-
dikt Gröndal er að mínu mati hin
ágætasta úttekt á þessu sérkennilega
og líklega einstæða skáldi. Þórir
skoðar skáldskap og vel að merkja
fagurfræði Gröndals í sagnfræðilegu
ljósi og fjallar um strauma og stefn-
ur álfunnar á aðgengilegan hátt. Að
flestu leyti má vera sammála honum.
Skoðun mín er sú að Benedikt
Gröndal hafi verið ein hin furðuleg-
asta blanda af hughyggjumanni og
raunsæismanni sem dæmi eru um.
Hann var bestur þegar þessir tveir
Benedikt Gröndal
menn voru í sambýli og ekki mjög
ósammála. En „mistókst" á eftir-
minnilegan hátt þegar hann vildi
vera annar þessara manna, þ.e.a.s.
í ljóðum sínum.
Þótt Benedikt Gröndal sé ekki
beinlínis í tísku um þessar mundir
hefur honum og skáldskap hans ver-
ið sinnt töluvert á níunda áratugnum.
Auk þeirrar bókar sem hér hefur
verið getið sá Gils Guðmundsson um
þriggja binda úrval verka hans í
bundnu og óbundnu máli sem Skugg-
sjá í Hafnarfírði gaf út á árunum
1981-83 undir heitinu Rit. Og 1985
kom út á vegum Bókmenntafræði-
stofnunar Háskola íslands og
Menningarsjóðs úrvalið Ljóðmæli
sem Kristinn Jóhannesson bjó til
prentunar.
Málverk
í vef
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Það er nokkuð undarlegt til þess
að vita, að á miðju sumri þegar
flestir sýningarsalir taka lífinu með
ró með léttum sumarsýningum skuli
allt ganga á fullu í Nýlistasafninu.
Skammtímasýningar eru settar þar
upp ein af annarri og svo mikil er
sýningargleðin að heilar þijár sýn-
ingar voru í húsakynnunum nú
síðast og strax á eftir voru tvær
opnaðar.
Önnur þeirra er þó þess eðlis, að
engin ástæða er að skrifa um hana
sérstaklega.
Vil ég einungis koma því á fram-
færi, að slíkt gengur ekki í þessu
formi á þessum tíma, hér verður
að koma til sýningahlé svo sem
víðast annars staðar.
Eða að tilefnið sé kröftugar og
ábúðarmiklar sýningar, sem hræra
duglega í fólki. Allt annað býður
vindhöggum heim. Maður getur
verið fullkomlega sáttur við sýningu
Inu Salóme í neðri sölunum, en
skilur síður af hveiju hún er þarna
á þessum tíma þótt vafalítið sé til
haldbær skýring.
Vefir Inu salóme eru fallegir og
um sumt óvenjulegir því að þeir
virka í senn sem málverk og textfl-
ar, er hér málað með textíllitum á
bómullarefni.
Áferðin er mjúk og aðlaðandi,
verkin eru beinlínis fögur, en það
eru hrein málverk ekki alltaf, sem
ganga út frá sömu formrænu for-
sendum en rista einfaldlega djúpt
og hreyfa sterklega við kennum
skoðandans.
Ina Salome hefur sýnt mjög svip-
uð verk áður, formhrein og tær í
tvívídd, en gagnsæ og dulúðug í
þrívídd, þar sem hún notar nokkra
gagnsæa dúka til að undirstrika
rýmið.
Það er í þeim verkum, sem list
Inu Salóme nýtur sín einna best og
Ljónsöskur úr ijóðri
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jan Askelund: Löva bröler i bus-
hen
Útg. Det Norske Samlaget 1986
Fordrukkinn og hálfólukkulegur
tekur Olav Raufoss þá ákvörðun
að gera eitthvað úr lífi sínu. Finna
sér einhvern farveg, sem honum
hefur sézt yfír fram að þessu. Allra
bezt væri ef hann gæti dregið að-
eins úr brennivínsþambinu.
Hann ræður sig til Zambiu.
Hann ætlar að fást við kennslu og
verða hamingjusamuir. Altjend
hlýtur hann að finna gleði þar.
Kannski sakleysi. Hann hefur gert
sérýmsar hugmyndir um starfíð og
dvölina. Hið frumstæða og fijálsa
líf innan um óspillt fólk hlýtur að
vera eftirsóknarvert. Það gæti gefið
lífi hans það innihald sem hefur
skort svo átakanlega.
Með honum í förinni eru fleiri,
bæði Norðmenn og annarra þjóða
fólk. Það virðast allir ala með sér
ámóta vonir og hann. Og einhverra
hluta vegna grunar alla, að allir
hinir séu að flýja einhvem óþægi-
legan og lánlausan veruleika.
Einhvers staðar á leiðinni fór eitt-
hvað að fara úrskeiðis og lækningin
gæti fundizt í frumskóginum.
En enginn hefur að því er bezt
verður séð, reynt að kynna sér áður
en komið er til landsins, við hvaða
aðstæður verður starfað. Og hvaða
áföll, umhverfísleg til dæmis, menn
mega þola. Það hefur enginn sett
sig inn í þetta vegna þess að þar
V ísindamaðurinn
o g vopnið
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Hættulegur leikur (Deadly
Game). Sýnd í Stjörnubíói.
Stjörnugjöf: ★ ★ '/2
Bandarísk. Leikstjóri: Mars-
hall Brickman. Handrit:
Marshall Brickman og Thomas
Baum. Kvikmyndataka: Billy
Williams. Tónlist: Philippe
Sarde. Helstu hlutverk: John
Lithgow, Christopher Collet,
Jill Eikenberry og Cynthia
Nixon.
Þið kannist við sögurnar. Ef
meðalskussi í menntó kæmist á
annað borð yfir plútoníum gæti
hann alveg eins búið til kjarn-
orkusprengju heima hjá sér eins
og að hanga yfir Tinnabókum.
Paul (Christopher Collet) er að
vísu enginn meðalunglingur
heldur ofviti, en hann smíðar
kjamorkusprengju heima hjá sér
í veikburða og hugsanlega mjög
afdrifaríkri tilraun til að vekja
athygli á nýrri kjarnorkutil-
raunastofnun í nágrenninu.
Hættulegur leikur (Deadly
Game), sem sýnd er í Stjömubíói,
hefur allt það í sér sem einkenn-
ir tölvu-kjarnorku-unglinga-
spennumynd dagsins. Ungi
strákurinn er vísinda- og
tölvufrík, stelur plútoníum og
smíðar sér kjarnorkusprengju.
FBI og bandaríski herinn leitar
hans með alkunnum fyrirgangi
og í lokin er bara að bíða eftir
því hvort allt springur í loft upp
eða við öndum léttar. Vilji menn
líta myndina svolítið alvarlegum
augum (það er engin ástæða til
annars) geta þeir sagt að hún
velti upp spurningunni um
ábyrgð einstaklingsins gagnvart
gereyðingarvopnum og ábyrgð
vísindamannsins sem leggur til
hugvitið í smíði þeirra en hugar
lítt að afleiðingunum.
Það er ekki víst að margir
kannist við þessa mynd undir
núverandi heiti. Þegar hún var
sýnd í Bandaríkjunum hét hún
Manhattanáætlunin (The Man-
hattan Project) og dró nafn sitt
af kjamorkuáætlun Bandaríkja-
manna árið 1945 sem markaði
upphaf kjarnorkualdar. Nú er
kominn nýr og æsilegri titill á
myndina, sem Marshall Brick-
man (skrifaði Sleeper, Annie
Hall og Manhattan með Woody
Ina Salóme við eitt verka sinna.
Jan Askelund
þennan veruleika fljótlega, eða fer
að skynja hann að minnsta kosti.
Og er þá ekki gamla lífið jafnvel
bærilegra. Það er svo mikið sem
hann verður að skilja og sætta sig
við, án þess að geta það.
Kápumynd
með væri sú undankomuleið líka
lokuð.
Olav Raufoss verður var við
Hann er líklega ágætis kennari
og hann er ekki á því að gefast
upp. Þrátt fyrir að hann getur ekki
meðtekið umhverfíð, fólkið, aðstæð-
umar. Og þaðan af síður sætt sig
við það. Þó reynir hann, en hann
flýr í brennivínið jafnskjótt og hann
lýkur vinnu á hveijum degi. Hvað
getur hann annað gert. Innan um
þessa voðalega óskiljanlegu skræl-
ingja, sem vænta þess að hann taki
öllu fagnandi þarna í litla þorpinu.
Þeir innfæddu eru jafn órafjarri því
að skilja hann og hann þá. Því hlýt-
ur óhjákvæmilega að koma til
togstreitu, sem verður honum dýr-
keypt. Og björgunin er sennilega
ekki á þessum stað.
Þetta er óvægin lesning og dálí-
tið hrá. En það er safí í frásögninni.